Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 8
8 16. október 2004 LAUGARDAGUR
Íbúasamtök Kjalarness átelja seinagang vegna
lagningar Sundabrautar:
Vilja að framkvæmdir
hefjist á Kjalarnesi
SAMGÖNGUR Íbúasamtök Kjalar-
ness átelja þann seinagang sem
orðið hefur í lagningu Sunda-
brautar.
„Við erum orðin þreytt á marg-
endurteknum loforðum um gerð
Sundabrautar,“ segir í ályktun
samtakanna sem afhent hefur
verið borgarstjóra Reykjavíkur.
Hafsteinn Númason, stjórnarmað-
ur í íbúasamtökunum, segir að
Sundabrautin hafi verið notuð
sem gulrót við sameiningu Kjalar-
neshrepps og Reykjavíkurborgar
og að tími sé kominn til að efna
loforðin. Upphaflega hafi átt að
byrja á Sundabrautinni árið 2002
en ekkert hafi gerst.
„Við viljum fara að sjá ein-
hverja hreyfingu á þessu og skor-
um á þingmenn landsbyggðarinn-
ar að taka undir með okkur,“ seg-
ir Hafsteinn. „Það er ekki bara
verið að gera þetta fyrir Kjalnes-
inga heldur landsmenn alla. Þetta
styttir leiðina vestur um land um
tuttugu kílómetra.“
Til að flýta fyrir framkvæmd-
um leggja íbúasamtökin til að
byrjað verði á framkvæmdum á
Kjalarnesi. Það sé hægt þó ekki sé
búið að ákveða nákvæmlega legu
Sundabrautarinnar sunnan megin,
hvort byggð verði hábrú, botn-
göng eða farin svokölluð eyjaleið.
-th
Dráp kattarins Pjakks hefur eftirmála fyrir hundahald:
Banna vígahunda
í borgarlandinu
HUNDAHALD Atvik eins og það sem
átti sér stað í Breiðholti síðasta
föstudag þegar tveir stórir hund-
ar, Rottweiler og Doberman, rifu
kött í sig geta væntanlega ekki
átt sér stað í framtíðinni ef hug-
myndir sem nú eru uppi innan
borgarkerfisins verða að veru-
leika
„Það stefnir í að svona víga-
hundar, eins og ég vil kalla þá,
verði bannaðir innan borgar-
markanna,“ segir Stefán Jón
Hafstein, varaformaður borgar-
ráðs. Kötturinn Pjakkur, sem
hundarnir slitu í sundur, var
ekki sá eini sem fékk að kenna á
hundunum. Þeir veltu um barna-
vagni með barni í og ollu ótta
meðal íbúa í Seljahverfi þar sem
það liggur að Salahverfi í Kópa-
vogi.
Meðal þeirra hugmynda sem
eru uppi er að tiltekið verði
hvaða hunda megi ekki vera með
innan borgarsvæðisins. Stefán
Jón segir jafnframt áhuga fyrir
því setja mun strangari reglur
um hundahald sumra þeirra teg-
unda sem þykir ekki rétt að
banna en talin er ástæða til að
hafa eftirlit með. - bþg
Vopnað rán:
Hélt hnífi að
hálsi konu
DÓMSMÁL Rétt rúmlega tvítugur
maður hefur verið ákærður af
Ríkissaksóknara fyrir vopnað rán,
ásamt óþekktum samverkamanni, í
myndbandaleigu í mars 2002. Málið
var þingfest í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær.
Maðurinn er sagður hafa komið
inn í söluturninn Videóspóluna á
Holtsgötu og ógnað afgreiðslukonu
með hnífi sem hann bar að hálsi
hennar. Þá er hann sakaður um að
hafa ýtt konunni upp að vegg og
niður á gólf þar sem hann hélt henni
á meðan samverkamaðurinn stal
tæpum sextíu þúsundum króna úr
peningakassanum. ■
SVONA ERUM VIÐ
SJÓMENN SEX OG HÁLFT ÁR
ÁN SAMNINGA
Hótel Héra› er alfljó›legt hótel sem mætir væntingum gesta í
hvívetna. Á hótelinu er gó› a›sta›a til a› halda fundi e›a veislur.
Hóteli› er mjög spennandi kostur fyrir flá sem vilja breyta til og
njóta fless a› kynnast Austurlandi. Vertu velkominn!
Sími: 471 1500
www.icehotels.is
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
3
3
8
9
Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra›
HÓTEL HÉRA‹
fi E G A R H A L D A Á G Ó ‹ A N F U N D
703 KM TIL REYKJAVÍKUR
ALfiJÓ‹LEGT HÓTEL
BESTA RÁ‹STEFNUA‹STA‹A
Á AUSTURLANDI
DAGSFER‹IR Á
KÁRAHNJÚKASVÆ‹I‹
Þingsályktun:
Vilja ESB til Íslands
STJÓRNMÁL Lögð hefur verið fram
þingsályktunartillaga á Alþingi
um að utanríkisráðherra verði
falið að óska eftir því við Evrópu-
sambandið að „sendiráð“ þess
verði flutt til Íslands. Ágúst Ólaf-
ur Ágústsson, fyrsti flutnings-
maður tillögunnar, segir að það sé
með ólíkindum að Evrópusam-
bandið hafi ekki „sendiráð“ eða
fastanefnd á Íslandi, ekki síst í
ljósi þess að Ísland hafi sendiráð í
Brussel. Fastanefndin í Osló fjalli
um málefni Íslands en af 20
starfsmönnum sé aðeins einn Ís-
lendingur: „Ísland er nánast eina
Evrópuríkið sem ekki hefur slíkt
sendiráð. Ég held að það myndi
auka skilning Evrópusambands-
ins á okkar afstöðu og hagsmun-
um ef fastanefndin væri hér á
landi.“
Í þingsályktunartillögunni er
bent á að 60% útflutnings Íslands
fari til Evrópusambandsins að
ógleymdu mikilvægi EES-samn-
ingsins. Framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins hefur fasta-
nefndir á 130 stöðum í heiminum.
-ás
EYJALEIÐ
Myndin sýnir hvernig Sundabrautin myndi
liggja af farin yrði svokölluð eyjaleið.
STJÓRNMÁL Ögmundur
Jónasson, Vinstri græn-
um, mælti í gær fyrir
frumvarpi til laga sem
gerir ráð fyrir að fjár-
m a g n s t e k j u s k a t t u r
hækki úr tíu í átján pró-
sent. Ögmundur segjist í
greinargerð vilja að
brugðist verði við breyt-
tu tekjumynstri í þjóð-
félaginu og því óréttlæti
sem stafar af misræmi í
skattlagningu fjár-
magnstekna og launa.
„Vinnandi fólk greiðir af launum
sínum rúm 38,5%. Tekjur þeirra
auðugustu í landinu eru aftur á móti
mestmegnis fjármagnstekjur og
borga aðeins 10% skatt.“
Pétur H. Blöndal, þing-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði flutningsmann á
viligötum: „Hann lifir á því
að það sé til láglaunafólk,“
og vitnaði til forystu Ög-
mundar í BSRB. Sagði Pét-
ur að ríkisstjórnin ynni að
því að fólk gæti sloppið úr
fátækragildrum, til dæmis
atvinnuleysi og örorkubót-
um.
Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri
grænna, sagði málflutning Péturs
einfeldningslegan, ekki væri jafn
einfalt að komast af örorkubótum
og Pétur léti í veðri vaka. -ás
ROTTWEILER
Hundur þessarar gerðar réðist ásamt Doberman-hundi á kött og reif hann í sig í Breið-
holtinu í síðustu viku.
ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON
Með ólíkindum að ekkert ESB-sendiráð sé
hér á landi.
Fjármagnstekjur:
Skatturinn úr 10 í 18 prósent
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
IKEA:
Barnastólar
innkallaðir
VERLSUN IKEA hefur innkallað
Färgglad-barnastóla þar sem
hætta er á að plasttappar á stól-
fótunum geti losnað af og það leitt
til köfnunarhættu fyrir börn ef
þau stinga töppunum upp í sig.
Í tilkynningu frá IKEA segir að
ekkert slys hafi verið tilkynnt en
þar sem öryggi barna sé for-
gangsmál hafi verið ákveðið að
innkalla stólana. Gallinn kom í
ljós við eftirlit í einu vöruhúsa
IKEA og var staðfestur við frek-
ari prófanir. Ákveðið hefur verið
að breyta hönnun plasttappanna
til að koma í veg fyrir að þeir
losni. ■
Samið/Lög sett Undangengnir
dagar án samnings
3. júní 1989 185
20. nóvember 1990 324
27. júlí 1992 315
14. janúar 1994 320
15. júní 1995 365
27. mars 1998 451
19. janúar 2001 397
16. maí 2001 46
Samtals 2.403