Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 15
Hvers vegna á ekki
að tryggja að fyrir-
tæki á fjarskiptamarkaði
sitji við sama borð?
Eru kóngurinn og krónprinsinn á móti samkeppni?
Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig
stundum út fyrir að vilja sam-
keppni á sem flestum sviðum en
þegar til kastanna kemur þá eru
það oft á tíðum einungis orðin
tóm. Hver man ekki eftir því
þegar foringi flokksins efaðist
um að rétt væri að olíufélögin
væru látin sæta ábyrgð vegna
meintra brota á samkeppnislög-
um? Hann gaf í skyn að fésektir
myndu einungis koma niður á
neytendum en ólíufélögin eru
sökuð um sammælast um að fé-
fletta neytendur með ólöglegu
verðsamráði.
Nú virðist krónprinsinn í
flokknum, Geir Haarde, vera
smitaður af sömu andúð gagn-
vart samkeppni í viðskiptum.
Geir hefur ekki hirt um að svara
ítrekuðum spurningum undirrit-
aðs um samkeppnismál, nema
með aumum útúrsnúningum.
Spurningarnar snúa að því hvort
ríkisfyrirtækið Landsími Ís-
lands, sem hann ber ábyrgð á,
fari að landslögum varðandi
samkeppni við fyrirtæki sem
bjóða upp á internetþjónustu.
Sá ásetningur Sjálfstæðis-
flokksins að ætla ekki að að-
skilja grunnnet Landssímans er
í raun sú aðferð einkavæðingar
sem getur án efa komið í veg
fyrir samkeppni á fjarskipta-
markaði. Nú hafa samkeppnis-
aðilar Landssímans kvartað
margoft yfir því að ríkisfyrir-
tækið misnoti einokunar- og
markaðsráðandi stöðu. Heyrst
hafa raddir þess efnis að ef
grunnnetið verður ekki aðskilið
í rekstri einkavædds fyrirtækis
þá verði erfiðara um vik fyrir
þá sem ætla að veita einokunar-
fyrirtæki í einkaeign eðlilega
samkeppni, þar sem það mun
hafa algera yfirburðastöðu.
Við þá breytingu sem varð sl.
vor við að samkeppnisvæða raf-
orkukerfi landsmanna þá var
gerður skýr greinarmunur á
þeim sviðum þar sem hægt er að
koma á samkeppni og þar sem
verður um einokun að ræða. Um
flutning raforkunnar um landið
sem verður einokun um verður
stofnað sérstakt fyrirtæki,
Landsnet, til þess að þau raf-
orkufyrirtæki sem framleiða
orkuna sem eru í samkeppni
geti setið við sambærilegar að-
stæður. Hvers vegna á ekki að
tryggja að fyrirtæki á fjar-
skiptamarkaði sitji við sama
borð og stofna sérstakt fyrir-
tæki um grunnnetið?
Ef Sjálfstæðisflokkurinn og
B-deild hans, Framsóknarflokk-
urinn, myndu vilja tryggja
samkeppni á sviði fjarskipta þá
væri það forgangsmál að að-
skilja grunnnet Símans frá
samkeppnisrekstri fyrirtækis-
ins. ■
15LAUGARDAGUR 16. október 2004
Skortur á lýðræði
Í dag er umræðan að vakna um lýðræði
Íslands, eða skortinn þar á. Lengst af
hefur fólk haft það á tilfinningunni að
það sé meira eða minna óþarfi að rífa
mikinn kjaft yfir stjórnvöldum, þar sem
valdið liggi augljóslega á endanum hjá
þjóðinni. Undanfarnir atburðir hafa hins
vegar sannað það fyrir hverjum sem
hefur þorað að horfast í augu við það,
að lýðræði á Íslandi er vissulega til stað-
ar, en það er nokkuð frábrugðið því sem
við höfum haldið.
Helgi Hrafn Gunnarssoná politik.is
Borga skatta án þjónustu
Viðskiptavinur kennara og fjölskyldna er
hið opinbera. Hið opinbera heldur áfram
að innheimta skatt af fólki, þrátt fyrir að
veita ekki þá þjónustu sem innheimt er
fyrir. Kennarar eiga í kjaraviðræðum við
bákn sem hefur engu að tapa. Viðræð-
urnar ganga svo út á að finna þrepskipt
launakerfi sem enginn kennari getur
starfað utan – og þá skiptir engu hversu
hæfileikaríkur hann er. Æskilegri staða
væri: Viðskiptavinir kennara og fjöl-
skyldna eru fjölmargir einkaskólar í sam-
keppni við hvorn annan.
SG á uf.is
Verkalýðshreyfing og konur
Kristján Gunnarsson var kjörinn formað-
ur Starfsgreinasambandsins – þvílíkt
nafn by the way – í gærkvöldi og sigraði
Signýju Jóhannsdóttur í formannskjöri.
Björn Snæbjörnsson sigraði Signýju svo
í varaformannskjöri. Ætli verkalýðshreyf-
ingin fái frasana um að konum sé ekki
treyst, konur þar séu greinilega ekki
taldar eins hæfar og karlarnir og svo
framvegis? Slíkir frasar koma að
minnsta kosti jafnan þegar kona í til-
teknum stjórnmálaflokki nær ekki þeim
árangri sem hún hefði viljað.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
Farsakennt tal
Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna eru sem
kunnugt er miklir áhugamenn um að
halda bandarískum hersveitum á Íslandi
sem allra lengst. Sérstaklega leggja þeir
upp úr öflugum loftvörnum. Ekki láta
þeir neitt uppi um meintan óvin; hvort
það eru Bretar, Danir, Íranir, Kóreumenn
eða Suður-Afríkubúar sem eru taldir lík-
legir til að gera loftárás á Ísland. Allt er
þetta hálf farsakennt.
Ögmundur Jónasson á ogmundur.is
Harkan gagnvart Kristni
Hún er dæmalaus harka framsóknarforyst-
unnar í garð Kristins H. Gunnarssonar. Lík-
lega er það fordæmalaust að þingmanni
sé með þessum hætti vikið úr hverri ein-
ustu þingnefnd sem hann átti sæti í og
þannig fæti brugðið fyrir það að hann geti
sinnt sínum þinglegu skyldum. Með sama
móti má segja að brotið sé á kjósendum
Kristins, enda þeirra umbjóðandi og full-
trúi á Alþingi Íslendinga sviptur stórum
hluta áhrifa sinna innan þingsins.
Björgvin Sigurðsson á bjorgvin.is
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
SAMKEPPNI
,,
AF NETINU
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
Haustlaukaútsala
20-50%
afsláttur
af öllum haustlaukum
Lífræn helgi
á Græna torginu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
61
49
10
/2
00
4
Kynninga
rtilboð
999 kr.
Orkideur
Rýmum - Pottaplöntur með 50% afslætti
299 kr.
499 kr.
799 kr.
verð
Nóvemberkaktus
tilboð