Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 17
Rússarnir
fari burt
Kjarnorkuknúin herskip rúss-
neska norðurflotans sem hugs-
anlega eru búin kjarnorkuvopn-
um hafa nú haldið kyrru fyrir
dögum saman á gjöfulum fiski-
miðum, rétt fyrir utan 12 mílna
mörkin úti af Norðausturlandi.
Hvaða þörf hafa Rússar fyrir
flotaæfingu við Ísland? Við
erum vinaþjóð þeirra. Nær væri
að þeir gerðu þetta rétt fyrir
utan 12 sjómílna lögsögu Norð-
ur-Noregs en þar eru hefð-
bundnar siglingaleiðir rúss-
neska flotans þegar hann þarf
að komast út í Norður-Atlants-
haf frá flotastöðvunum á Kóla-
skaga.
Óásættanlegt er að þessi floti
dvelji hér dögum saman. Orr-
ustubeitiskip í þessum hópi hef-
ur legið undir ámæli vegna lé-
legs ástands. Hafi bilun eða slys
orðið á leið frá flotaæfingum í
Norðursjó gætu Rússar frekar
hafa kosið
að leita
hingað en að
s t r ö n d u m
Noregs til
að forðast
á r v e k n i
Norðmanna.
Ríkisstjórn-
in sýnir
v í t a v e r t
s innuleys i
með því að
krefjaat ekki nánari skýringa
Rússa og heimta að þeir fari. Við
erum friðsöm þjóð. Sættum okk-
ur ekki við að hafa kjarnorku-
skip á landgrunninu okkar.
Varnarliðið virðist lítið sinna
því að öflugur herskipafloti
Rússa sé hér dögum saman.
Kjarnorkukafbátur NATO er þó
líklega í grennd við skipin. Þá
eru rússneskir kafbátar líka
skammt undan. Við sendum van-
búið og löngu úrelt varðskip á
vettvang. Brýnt er að hefja
smíði nýrra varðskipa fyrir
Landhelgisgæsluna.
Síðan ber að nefna þögn ís-
lenskra „friðarsinna“ sem löng-
um hamast gegn NATO. Þó hef-
ur NATO aldrei komið hingað
með kjarnorkuflotadeild. Ekki
er vitað til að kjarnorkuvopn
hafi verið geymd á Keflavíkur-
flugvelli.
Hvers vegna mótmæla ís-
lenskir „friðarsinnar“ ekki
kröftuglega fyrir utan rúss-
neska sendiráðið, nú þegar
vígdrekar liggja dögum saman
við landið? Ef einhvern tímann
hefur verið tilefni til að skera
haus af hrossi og reisa níðstöng
vegna flotaheimsóknar þá er
það núna.
Höfundur er þingflokksfor-
maður Frjálslynda flokksins.
Við hvetjum lesendur til að senda okkur
línu og segja skoðun sína á fréttum
blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu
eða leggja orð í belg um málefni líðandi
stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð,
50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur
sér rétt til að stytta aðsent efni.
Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á
netfangið greinar@frettabladid.is.
17LAUGARDAGUR 16. október 2004
MAGNÚS ÞÓR
HAFSTEINSSON
ALÞINGISMAÐUR
Kappræðurnar eru búnar. Stærstu
fréttirnar eru þær að John Kerry
tókst að sýna kjósendum fram á að
hann væri ásættanlegur forseti og
það kann að skipta sköpum því meiri-
hluti þjóðarinnar telur að Bush hafi
ekki staðið sig vel í embætti. Kerry
vann kappræðurnar, ekki vegna þess
að hann væri svo frábær heldur
vegna þess að hann stóð sig framar
vonum. Væntingar almennings til
Kerrys voru litlar eftir árangursríkar
árásir Bush síðan í ágúst. Það má því
segja að Bush hafi óafvitandi lagt
vopnin upp í hendurnar á keppinaut
sínum. Kerry nýtti tækifærið til að
sýna fram á yfirgripsmikla þekkingu
sína á alþjóðamálum og hann hefur
haldið uppi sannfærandi gagnrýni á
frammistöðu forsetans í Íraksstríð-
inu. Kerry hefur reyndar tekist á síð-
ustu þremur vikum að aðgreina
Íraksstríðið og baráttuna gegn
hryðjuverkum í hugum margra kjós-
enda. Nýjar kannanir sýna að kjós-
endur leggja nú aukna áherslu á
Íraksstríðið meðan vægi baráttunnar
gegn hryðjuverkum hefur minnkað í
hugum kjósenda. Þetta hjálpar Kerry
því Bush er veikari fyrir í Íraksmál-
inu meðan hann sækir mesta styrk
sinn í hryðjuverkaógnina. Það var
greinilegt í þriðju kappræðunum að
báðir frambjóðendur reyndu sérstak-
lega að höfða til kvenna og óákveð-
inna kjósenda, bæði með málflutningi
sínum og fasi. Fyrstu kannanir benda
til að Kerry hafi náð betur til þessara
hópa.
Kappræðurnar breyttu gangi bar-
áttunnar en þær munu væntanlega
ekki ráða úrslitum. Baráttan í gras-
rótinni heldur því áfram af fullum
krafti. En hér eru tvær þjóðir í land-
inu. Önnur er afskipt og lifir afslöpp-
uðu lífi. Hana er að finna í þeim tæp-
lega 40 ríkjum þar sem úrslitin eru að
mestu ráðin. Forsetaframbjóðend-
urnar sjást þar aldrei, engar auglýs-
ingar eru í fjölmiðlum og áhugi á
kosningum er tæplega í meðallagi.
Hins vegar er innan við tíu prósent
þjóðarinnar sem býr í þeim 11 ríkjum
sem eftir standa. Þar er ekki líft fyrir
sjónvarpsauglýsingum, símhringing-
um, tölvupósti og heimsóknum frá
bláókunnugu fólki sem vill hafa vit
fyrir þér. Línur hafa skýrst síðustu
vikuna í nokkrum ríkjum. Kerry hef-
ur náð talsverðri forystu í Oregon,
Maryland og New Jersey og Bush í
Missouri. Þessi ríki eru því að detta
af kortinu. Aðalslagurinn mun standa
um Ohio, Pennsylvaniu og Florida.
Þar er tvísýnast um úrslit í Ohio. Eng-
inn repúblikani í sögunni hefur orðið
forseti án þess að vinna Ohio. Margt
bendir til þess að sá sem vinnur tvö af
þessum þremur ríkjum vinni kosn-
ingarnar.
Spennan er að verða óbærileg
fyrir marga. Sumir hafa sótt í smiðju
sagnfræðinnar í leit að hugarró.
Þannig hafa spekingar uppgötvað
tvær „reglur“ um úrslit forsetakosn-
inga sem báðar hafa staðist undan-
tekningalaust í meira en 120 ár. Hin
fyrri segir að þegar sitjandi forseti
hefur leitað eftir endurkjöri á ári sem
endar á tölunni 4 hefur hann alltaf
sigrað. Bush getur ornað sér við
þessa reglu á lokasprettinum. Hins
vegar er önnur regla sem sýnir að á
eftir forseta sem sat í tvö kjörtímabil
hefur alltaf fylgt forseti sem hefur
aðeins setið í eitt kjörtímabil. Ef þessi
regla heldur núna þá er Kerry á leið-
inni í Hvíta húsið. Önnur reglan verð-
ur nú undan að láta. Næstu 17 dagar
leiða í ljós hvor frambjóðandinn hef-
ur söguna með sér. ■
Þjóðirnar tvær í Bandaríkjunum
Ameríkubréf
SKÚLI HELGASON