Fréttablaðið - 16.10.2004, Side 18

Fréttablaðið - 16.10.2004, Side 18
Kiddi sleggja Þrálátur orðrómur er á kreiki um að Kristinn H. Gunnarsson hafi ámálgað samstarf við Frjálslynda flokkinn en fengið þvert nei. Orðrómurinn er að vísu þrálátastur í Fram- sóknarflokknum en bæði Kristinn H. og frjáls- lyndir þvertaka fyrir þetta. Raunar kæmi upp undarleg staða ef af þessu yrði því Kristinn er úr Norð-Vesturkjördæmi eins og helmingur þingmanna frjálslyndra og meira að segja frá Vestfjörðum, höfuðvígi Guðjóns Arnars Krist- jánssonar og félaga. Chirac skrifaði ráðherrum Jacques Chirac Frakklandsforseti lítur bersýni- lega með velþóknun á Ísland þessa dagana því hann skrifaði ráðherrum í ríkisstjórn sinni bréf þar sem hann mun hafa beðið þá um að huga sérstaklega að samvinnu við Ísland. Chirac hefur aldrei komið til Íslands en for- veri hans Francois Mitterrand kom hingað tví- vegis. Hins vegar mun Chirac og Davíð Odds- syni vel til vina en kunningskap þeirra má rekja til borgarstjóraára beggja, í París og Reykjavík. Ætluðu að sniðganga nefndina Stjórnarandstæðingum kom mjög í opna skjöldu þegar menntamálaráðherra gaf eftir öllum að óvörum og ákvað að fjölga í fjöl- miðlanefndinni til að allir stjórnarandstöðu- flokkarnir hefðu fulltrúa. Þeir höfðu sam- mælst um að sniðganga nefndina og skipa enga fulltrúa í hana. Þorgerður Katrín skaut þeim ref fyrir rass áður en þeir náðu að tilkynna þessa ákvörðun. Strákatal úti í horni Ummæli á þessari síðu um að Ingi- björg Sólrún væri úti í horni í Sam- fylkingunni hafa fallið í grýttan jarð- veg hjá fylgismönnum varafor- mannsins. „Dæmigert strákatal,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, í Silfri Egils á Stöð 2. Engu að síður viðurkenna fylgismennirnir (aðallega konur) að Össur Skarphéðinsson nýti sér formennskuna í flokknum til hins ítrasta. Þingmenn eigi mikið undir honum, til dæmis hver tali fyrir flokkinn, sitji í nefndum, fari í utan- landsferðir á vegum hans og svo framvegis. Því verði lítillar andstöðu við hann vart á þingi. 18 16. október 2004 LAUGARDAGUR Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra stal senunni í íslenskum stjórnmálum í vikunni með því að snúa vörn í sókn í heyrnleysingjamálinu. Sagt var um Ronald heitinn Reagan að hann væri teflon-mað- ur í stjórnmálum, því ekkert loddi við hann frekar en þetta ágæta gerviefni. Nú er spurt hvort sama máli gegni um menntamálaráð- herra Íslands. Flest spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þegar hún mætti á ríkisstjórnarfund síðast- liðinn þriðjudag. Ekki nóg með að 45 þúsund íslensk skólabörn hefðu ekki notið kennslu svo vik- um skipti, heldur hafði fjölmiðla- frumvarpinu, eitruðum kaleik, verið ýtt yfir í menntamálaráðu- neytið. Og ráðherrann vissi að á pöll- um alþingis biðu heyrnleysingjar, sannarlega ekki hávær þrýstihóp- ur en fólk sem hvarvetna nýtur samúðar. Á leið af ríkisstjórnar- fundi sagði Þorgerður Katrín að- vífandi blaðamönnum að hún hefði ákveðið að skipa tvo auka- fulltrúa til að koma til móts við stjórnarandstöðuna í fjölmiðla- málinu. En ekki nóg með það. Nokkrum tímum síðar var Þorgerður Katrín ekki lengur skúrkur heldur stjarna! Í dramatískri ræðu á þingi tók ráðherrann u-beygju og kom algerlega til móts við sjónar- mið heyrnarlausra Leikstjórinn vinstri-græni Kol- brún Halldórsdóttir sagði eftir á við Fréttablaðið: „Hvað á maður að gera? Hún byggir upp ræðuna á dramatískan hátt og loks í lokin kemur hún með þessar fréttir. Hún spilaði þessu út á glæsilegan hátt.“ Málshefjandinn Rannveig Guðmundsdóttir sagði Þorgerði mann dagsins og faðmaði svo ráð- herrann. „Stundum þarf ekki annað en eina manneskju, sem er óhrædd við að taka ákvarðanir, til að leysa slík mál. Þorgerður átti faðmlagið skilið,“ Sagði Morgunblaðið í leið- ara og það blað er lesið á þeim bæjum sem skipta máli í Sjálf- stæðisflokknum. „Hún er stjarna og það er ekki hægt að segja um marga í íslensk- um stjórnmálum,“ segir Árni Matthiesen, samráðherra Þor- gerðar og fyrsti þingmaður kjör- dæmis hennar. „Stjórnarandstað- an hafði búið sér til góðan vett- vang í þessu máli og það þarf inn- sæi til að nýta sér það sjálfum sér til framdráttar“. En gerir þetta Þorgerði Katrín að framtíðarleiðtoga? „Ekki þetta mál,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Þetta er lítið sætt mál, en ekki mál sem er prófraun á leiðtoga.“ Aðdáun Kolbrúnar Halldórs- dóttur virðist heldur ekki hafa dugað fram að helgi: „Kastljós fjölmiðlanna á henni var verð- skuldað en rauðu ljósin blikkuðu úti um allt: afstöðuleysi hennar í kennaraverkfallinu varð æpandi og fleiri erfið mál bíða, stytting skólaársins og fjölmiðlafrum- varpið verða heit mál og ekki víst að stjarna hennar skíni lengi.“ Af undanfarinni viku í pólitík virðist ljóst að teflon sé uppáhalds- efni Þorgerðar Katrínar. Hvort þetta efni er jafn endingargott og það hefur reynst klæðilegt í þess- ari viku leiðir tíminn einn í ljós. a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Konan sem rændi stjórnarandstöðuna nánar á visir.is Vika er langur tími í pólítik. En ef smellt er á flipann „samþykkt laga- frumvörp“ á 31. löggjafarþingi Íslend- inga á Althingi.is kemur í ljós að eftir tveggja vikna löggjafarstarf liggur ekkert eftir Alþingi. Auðvitað gegnir þingið fleiri hlutverkum en að setja lög. „Bíðið þið hérna stelpur, pabbi þarf aðeins að fara að tala,“ sagði Össur Skarphéðinsson sem tók börn- in sín með í vinnuna á dögunum og hefði eins getað verið að fara að saga eða vélrita, selja verðbréf eða grafa skurð. Þingmenn vinna við að tala, þeir tilheyra hinum talandi stéttum. Íslensk börn eru reyndar ótrúlega pólitísk. „Þessi Bush er ömurlegur forseti. Ég held hann hafi búið til þessi gereyðingarvopn til að fá átyllu til að ráðast á Írak og ná í olíuna. Þetta er bara brjálaður klikkhaus,“ sagði Þorgrímur sonur minn 11 ára upp úr eins manns hljóði yfir sjón- varpsfréttunum. Öðru vísi mér áður brá. Þegar ég var að alast upp voru Bandaríkjafor- setar eins og hálfguðir í sjónvarps- fréttum og á síðum Morgunblaðsins. Að vísu eins og skrattinn sjálfur í Þjóðviljanum en hann keyptu fáir á þeim árum. Og jafnvel þótt Watergate hafi miklu breytt, hafa menn lengst- um borið virðingu fyrir forseta Banda- ríkjanna sem helsta fulltrúa lýðræðis- legra stjórnarhátta í heiminum. Og sjaldan var þetta sannara en eftir 11. september. Þar til nú. Forseti Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að því að heyja stríð sem byggt var á ósannindum. Bush varð uppvís að því að ljúga á svo augljósan hátt að jafnvel ellefu ára börn sjá í gegnum lygina. Á Alþingi hef ég spurst fyrir um af- stöðuna til Kerrys og Bush og mér sýnist að meira að segja sumir sjálf- stæðisráðherrar myndu frekar sjá Kerry sigra. Raunar er það svo að allir íslensku flokkarnir (að hugsanlega VG undan- skildum) gætu auðveldlega rúmast innan bandaríska Demókrataflokks- ins. Bandarískur sendiráðsmaður sem dvaldi hér á landi um árabil, fór eitt sinn með tvær þingkonur, Þor- gerði Katrínu úr Sjálfstæðisflokki og Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Sam- fylkingu (þá Kvennalista) í ferð vestur um haf. Að lokinni viku dvöl með þeim dæsti diplómatinn og sagði við þær stöllur: „Er ekkert sem þið getið verið ósammála um?“ Eftir tvær vikur skýrist svo hvor sigr- ar Kerry eða Bush. Vika er langur tími í pólitík og tvær vikur, tvisvar sinnum lengri tími og allt getur gerst. ■ VIKA Í PÓLITÍK UMMÆLI VIKUNNAR JAFNVEL 11 ÁRA BÖRN HAFA SKOÐANIR Á FORSETAKOSNINGUNUM Árni Snævarr skrifar ,, U MÆLI VIKUN AR „Strákarnir sjá um sína.“ -Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður í utan- dagskrárumræðum um skipan hæstaréttardóm- ara 11. október 2004. ,, „Evrópa er í dag mikið dúndur, færri komast að en vilja, þjóðir, sem verr eru settar sjá endalausa möguleika til velmegunar og sjálfsbjargar í þeim kristilega samhjálp- arvilja sem einkennir allt samstarf aðildarríkjanna.“ Kristófer Már Kristvinsson, Morgunblaðinu 12. október ÞORGERÐUR KATRÍN Ótvírætt maður vikunnar í pólitík og það þrátt fyrir kennaraverk- fall, fjölmiðlafrumvarp og gagnrýni á menningarkynningu. Kjartan Ólafsson, sjálfstæðismað- ur úr Suðurkjördæmi, hefur tekið sæti á Alþingi. Kjartan er fimm- tugur garðyrkjubóndi og enginn nýgræðingur í stjórnmálum því hann sat á þingi frá 2001-2003 en náði ekki endurkjöri í síðustu kosningum. Kjartan sest á Alþingi nú vegna fráfalls Árna Ragnars Árnasonar, sem lést í sumar. Síð- ast þegar Kjartan settist á Alþingi var það einnig eftir dramatíska atburði af nokkuð öðru tagi en þá varð hann alþingismaður eftir að Árni Johnsen sagði af sér þing- mennsku. Fimm varamenn sitja nú á þingi og er einn þeirra nýliði, Sjálfstæðismaðurinn Böðvar Jónsson. - ás Kerry og brjálaður klikkhaus Blómamaðurinn snýr aftur KJARTAN ÓLAFSSON sest á alþingi öðru sinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.