Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 40
28 16. október 2004 LAUGARDAGUR „Minn prinsessudraumur snerist um að verða fræg rokkstjarna sem sigraði heiminn og spratt upp í hjarta mínu þegar ég fyrst heyrði í Bítlunum. Ég varð þess seinna aðnjótandi að fá drauminn uppfylltan þegar ég starfaði með Bellatrix og við vorum mikið í sviðsljósinu í útlöndum,“ segir smiðurinn Kristín Þórhalla Þóris- dóttir, oftast nefnd Kidda Rokk, sem spilar á gítar með Rokkslæð- unni. „Ég var aldrei þrátekin af óraunhæfum draumum sem barn og gat ekki skilið þessa pælingu með riddarann á hvíta hestinum. Hún höfðaði aldrei til mín og ég var skilningsvana hvers vegna, fyrr en ég var orðin viss um sam- kynhneigð mína. Því bjó ég mér til aðrar útgáfur af prinsessu- draumnum en vinkonur mínar.“ Kidda segist hafa upplifað að draumur æskunnar er allt annað en veruleikinn í fullorðins- heimum. „Það sem er frægð eða frami í hugum barnanna er allt annað en það sem maður upplifir síðar. Ljómi frægðarinnar getur vissulega verið sveipaður glamúr en stundum snýst eltingaleikur- inn við frægðina upp í það að lepja dauðann úr skel.“ Og í huga Kiddu gengur prinsessudraumur stúlkna út á það að vera númer eitt; í aðalhlut- verki og með ómælda athygli. „En maður spyr sig; hvað er al- vöru prinsessa? Er maður þá að tala um grey Díönu eða Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar sem fékk anorexíu? Þetta er nefnilega fyrst og fremst fantasía. Prinsess- urnar sem höfum fyrir augunum í raunveruleikanum eru allt öðru- vísi en Disney-prinsessurnar. Þetta eru venjulegar manneskjur sem lifa undir gífurlegu álagi og þurfa sífellt að hugsa um ímynd sína og það að vera góð fyrir- mynd. Oft endar líf þeirra sem allsherjar harmsaga og getur vart verið eftirsóknarvert.“ En líkt og Kiddu dreymdi um líf rokkstjörnunnar dreymir smá- stelpurnar í dag um að verða poppprinsessur. „Prinsessur nú- tímans eru alls ekki þær konung- bornu heldur meira í ætt við poppprinsessuna Britney Spears. Um hana snýst draumurinn nú í stað prinsessa með kórónu í ævin- týrum H.C. Andersen.“ „Ég átti mér sannarlega prinsessudraum í barnæsku og hélt mikið upp á Öskubusku í æv- intýrunum; þessa fátæku stúlku sem varð prinsessa vegna þess að hún týndi skónum sínum,“ segir glæsikonan Unnur Arngrímsdótt- ir sem nú er komin á áttunda tug æviskeiðsins en geislar enn af fegurð. „Ég vissi þó að konungleg prinsessa yrði ég ekki og lét fljótt af þeim draumi. Dreymdi þess í stað um að feta í fótspor Shirley Temple sem var mesta prinsessan í mínum huga.“ Unnur nálgaðist prinsessu- drauminn þegar hún lærði að steppa eins og Shirley Temple gerði. Seinna lærði hún samkvæm- isdansa og varð danskennari. Allt fyrir tilstuðlan prinsins á hvíta hestinum; eiginmannsins Her- manns Ragnarssonar danskennara. „Sagan um Dimmalimm fól í sér drauminn um sannan prins og prinsinn minn varð sá sem gerði mig að prinsessu. Ég var hvorki fugl né fiskur áður en hann kom til sögunnar og frekar feimin, óframfærin og félagsfælin. En Hermann sendi mig til Danmerk- ur í dansskóla og tískuskóla til Bandaríkjanna og hvatti mig til metorða og dáða. Vegna hans rættist draumurinn um dans- prinsessuna.“ Unnur setti á fót Módelsamtök- in sem hún stýrði styrkri hendi í þrjátíu ár, auk þess að sýna sjálf á tískusýningum í áratugi. Í því hlut- verki fann hún ótal prinsessur sem margar fóru utan í fegurðarsam- keppni og stálu senunni með töfr- um sínum. Mest þeirra var dóttirin Henný Hermannsdóttir, sem árið 1970 var kosin Miss Young International. „Jú, það má segja að ég sé drottningarmóðir enda átti ég fegurstu prinsessu heims. Allt sem sneri að því er sem draumur. Kór- ónan var hlaðin gulli, perlum og demöntum og tryggð fyrir stórfé. Að ári liðnu fórum við til Japans að skila kórónunni og það var mikið ævintýri.“ Í lífinu segist Unnur hafa verið fyrirmynd þegar sem hún kenndi íslenskum konum allt um siðvenj- ur, göngulag, snyrtingu, dans og framkomu. Og hún veit nákvæm- lega hvernig prinsessa á að vera. „Sönn prinsessa er ljúf og góð og ber sig alltaf með reisn. Prinsessur fæðast ekki allar með geislabaug, en útlit og falleg framkoma, ásamt því að vera hrein og snyrtileg til fara, er alltaf plús við sterkan karakter. Ég hef fylgst vel með kóngafólk- inu í gegnum tíðina, ekki síst dönsku konungsfjölskyldunni og er afar hrifin af alþýðustúlkunni Mary Donaldson sem giftist Frið- riki krónprins í vor. Hún geislar og hreinlega smellpassar í hlut- verkið.“ Fegurðardrottningin Unnur Steinsson hefur komist nær prinsessudraumnum en mörg ís- lensk stúlkan. Þegar lúðrarnir blésu fegurð hennar og töfrum lofsöng fyrir alþjóð fékk hún dýr- indis kórónu ofan á dökkbrúnt hárið; með glitrandi fögrum eðal- steinum og mátti hafa hana heima í heilt ár. „Hún var nú aðallega borð- skraut heima þessi kóróna, enda stór og þung og afar óþægilegt höfuðfat sem tolldi illa á höfði mínu. Mér þótti engin sérstök til- finning að fá kórónu á kollinn, enda aldrei átt prinsessudrauma um dagana,“ segir strákastelpan Unnur sem kaus alltaf útileik með strákunum fram yfir dömulegri leiki með stelpunum í hverfinu. „Það var alltaf mamma sem vildi klæða mig í kjóla og hafa mig fína, og margar myndir til í albúmum af mér í fínum prinsessukjólum úr hennar smiðju. Sjálf vildi ég bara vera í buxum og strigaskóm úti að leika.“ Móðir Unnar er Jórunn Karls- dóttir kjólameistari sem saumað hefur marga kjóla íslenskra feg- urðardrottninga í gegnum árin. Unnur var í einum slíkum, prinsessubleikum, þegar hún var kosin Ungfrú Ísland 1983. „Sjálf hafði ég engan áhuga á aðdáun á útliti mínu en gerði samning við mömmu um að taka þátt í keppninni. Hún hvatti mig óspart og sagði þátttökuna verða hreint ævintýri. Ef ég ynni fengi ég að eiga bílinn hennar. Það var því af hreinni hagsmunaástæðu sem ég féllst á að taka þátt og keppa. Ég kom út úr því með kór- ónu og bíl sem hentaði vel á þeim tíma því ég var í menntaskóla og þótti leiðinlegt að taka strætó.“ Mamma veit alltaf best, segir máltækið og Unnur segir sína hafa haft rétt fyrir sér því keppn- in og prinsessulífið hafi reynst skemmtilegur skóli. „Maður fór út í þetta sem keppni og það er alltaf indælt að sigra. Ég sé ekki eftir neinu, þótt draumurinn hafi ekki verið minn í upphafi. Mig dreymdi ekki einu sinni hina kvenlegu fantasíu um prinsinn á hvíta hestinum. Vildi miklu frek- ar bónda með báða fætur á jörð- inni.“ Og Unnur segir prinsessur jafn misjafnar og þær eru marg- ar, enda hver og ein með ólíkan karakter. „Prinsessuímyndin toppaði þó heiminn þegar Díana var upp á sitt besta, enda stór- glæsileg kona. Ef einhver var prinsessa í mínum huga var það Díana.“ Drottningarmóðir með fegurstu prinsessuna Vart eftirsóknarvert að vera prinsessa Kórónan þungt og óþægilegt höfuðfat KIDDA ROKK GÍTARLEIKARI Í ROKKSLÆÐUNNI UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR DANSKENNARI OG FYRIRSÆTA UNNUR STEINSSON VERSLUNARKONA Prinsessur að eilífu Á síðustu árum hefur prinsessudraumnum rignt yfir dætur hins vest- ræna heims í formi bóka, kvikmynda, rúmfata, prinsessukjóla og hvers kyns fylgihluta. Draumurinn um riddarann á hvíta hestinum og ham- ingjusama lífdaga í konungsríki eru hvergi á undanhaldi þótt innihald hans sé orðið um margt öðruvísi síðan á dögum ævintýra H.C. Ander- sen og Walt Disney. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir fékk að heyra af prinsessudraumum fimm kvenna af fimm kynslóðum; hverjir þeir voru, hvort þeir rættust og hvernig þeir hafa breyst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.