Fréttablaðið - 22.11.2004, Side 70

Fréttablaðið - 22.11.2004, Side 70
30 22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Manstu eftir leikkonunni Uglu Egilsdóttur sem svo eftirminnilega sló í gegn í kvikmyndinni Máva- hlátri? Kannski forsvaranlegt að ryðga aðeins í minningunni enda stúlkan skiptinemi í Malasíu af öll- um stöðum, langt, langt að heiman. „Ég kem heim í desember og á eftir að sakna góðgætis frumskóg- anna; karamelluávaxta, bananam- andarínuávaxta og aldinmassa sem enginn fær að smakka nema frum- byggjarnir. Ég á líka eftir að sakna þess að vera gæsahúðarlaus á hand- leggjum því hér er aldrei minna en 36 stiga hiti á daginn. Mest á ég þó eftir að sakna hins hæga takts Malasíu en hér þekkist hvorki stress né hraði,“ segir Ugla, sem fór utan í janúar og býr í Terak, fylki á vesturströndinni. „Ég valdi Malasíu af mörgum ástæðum. Ein var regnskógarnir og önnur að læra tungumál frábrugðið Evrópumálum. Ég er alltaf að ná betri tökum á málinu, en malasíska er móðurmálið þótt hér sé töluð kín- verska, indverska og frumbyggja- mál, auk trilljón annarra.“ Ugla bjó hjá frumbyggjum í hálfan mánuð og eignaðist þar góða vini. „Þetta var skemmtileg lífs- reynsla. Klósett þeirra var áin og alltaf þegar ég ætlaði á klósettið var ég spurð í þaula hvert ég væri að fara og hvað að gera. Þarna voru engin leyndarmál. Þá er klósett- pappírsnotkun ekki asískur siður heldur nota þeir vatnsslöngu og smúla á sér rassinn.“ Ugla býr hjá fimm manna fjöl- skyldu í mesta herbæ Malasíu. Pabbinn er sjóherliði og mamman kennari. Allir karlmenn í bænum eru annað hvort hermenn eða fyrr- verandi hermenn. „Ég er ekki orðin ástfangin en vitaskuld eru margir myndarlegir strákar hérna. Ég er svo lágvaxin að teljast til venjulegrar stærðar íbú- anna. Víst hefur mér verið boðið út en það er svolítið vafasamt. Það er frekar að maður gangi fram af mönnum með að vera hvít, heldur en að þykja spennandi deit.“ Og hún viðurkennir að heimþrá- in hafi verið lífseig, að minnsta kosti til að byrja með. „Auðvitað fá allir heimþrá og ég sakna Íslands en er ekkert grenjandi alla daga. Þetta hefur verið svo æðislegur tími. Ég reiknaði með að hér kæmi margt á óvart en hefði ekki órað fyrir því að munurinn væri svona mikill. Malasíubúar eru vinalegir og hlýir, afar trúaðir og búa yfir asískum aga. Nú er nýliðinn Ramadan, sem er fasta múslima. Ég bjóst við mikl- um píningarmánuði og svelti en svo reyndist Ramadan vera skemmti- legasti mánuðurinn. Þá vaknar mað- ur 4:45 á morgnana og étur hrís- grjón þar til maður springur en svo hvorki vott né þurrt fyrr en sjö á kvöldin. Það er auðveldara en ég hélt. Maturinn er æðislegur og ég hef enn ekki lagt mér til munns neitt furðulegt. Afþakkaði íkornann hjá frumbyggjunum,“ segir Ugla hlæjandi að lokum, eða svo heyrist manni. Símasambandið til Malasíu hreint afleitt. thordis@frettabladid.is Á vefsíðu Ríkisskattstjóra er svo- kallaður skólavefur fyrir ung- linga þar sem þeim er kennt að telja fram til skatts og fleira. At- hygli vekur að í einu sýnidæmi er ritað nafn leikkonunnar Pamelu Anderson. Þegar Pamela fyllir út dálkinn þar sem beðið er um nafn launa- greiðanda hefur hún skrifað Bik- iní og bolur hf. sem vekur upp for- vitni því eins og allir vita er hún heimsfræg og stórgóð leikkona en ekki starfsmaður hjá bikiní- og bolaframleiðanda. „Það er nú engin bein ástæða fyrir þessu hjá okkur. Við höfum notað íslenskt nafn eins og Jón Jónsson og fengið kvartanir út af því. Þetta var bara spurning um að nota algengt íslenskt nafn, eitt- hvað óvenjulegt eða eitthvað sem gæti kannski verið sniðugt,“ sagði Haraldur Hansson ritstjóri vefs- ins. En af hverju Pamela Anderson en ekki einhver önnur leikkona? „Af hverju ekki Pamela? Baywatch voru náttúrlega ofurvinsælir þættir hérlendis og okkur datt þetta bara í hug. Það er engin pæling á bak við þetta samt.“ Þess má einnig geta að fyrrihluti kennitölu Pamelu Anderson í sýnidæminu er 90-60- 90 sem sumir vilja meina að séu hin fullkomnu hlutföll kvenlík- amans. ■ Pamela Anderson á vefsíðu Ríkisskattstjóra PAMELA ANDERSON hefur komið í staðinn fyrir hinn dæmigerða Jón Jónsson í sýni- dæmum á vefsíðu Ríkisskattstjóra. UGLA EGILSDÓTTIR, LEIKKONA OG SKIPTINEMI Hefur verið skiptinemi á vesturströnd Malasíu síðan í janúar og líkar vel. Segir dvölina hreint ævintýri en hlakkar til að koma heim fyrir jólin. LEIKKONAN UGLA EGILSDÓTTIR: SKIPTINEMI Í MALASÍU Afþakkaði íkorna í matinn 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ... fær tónlistarmaðurinn Róbert Hjálmtýsson fyrir að draga Eið Smára Guðjohnsen út í hljóm- plötuútgáfu með plötufyrirtækinu Skeytin-Inn. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Dæmdur á föstudag en slípaði parkett á bar um helgina ANNÞÓR ENN LAUS: „Það væri þá Faber & Faber í Englandi,“ segir Snæbjörn Arn- grímsson bókaútgefandi, þegar hann er spurður hvort hann telji eitthvert eitt bókaforlag í heiminum skara fram úr öðrum - fyrir utan Bjart að sjálfsögðu. „Þeir gefa út svo fallegar bækur og svo gefa þeir út uppá- haldshöfundinn minn, sem er Ishiguro. Hann er minn maður.“ Snæbjörn segir þetta forlag svo sem ekkert mikið frábrugð- ið öðrum forlögum. „Það er til fullt af góðum forlögum í heiminum, þetta er bara eitthvað tilfinningalegt. Svo kannast ég við þá orðið.“ Faber & Faber er 75 ára á þessu ári og er með höfuðstöðv- ar í London. Það var Geoffrey Faber sem stofnaði bókaforlag- ið árið 1929, og hann fékk þá hugmynd að nefna fyrirtækið Faber og Faber, þrátt fyrir að hann væri bara einn á ferð með þetta nafn. Faber & Faber hefur á þessum þremur aldarfjórðungum gefið út rithöfunda á borð við T.S. Eliot, William Golding, Ted Hughes, Sylviu Plath, Philip Larkin, P.D. James og James Stoppard. „Þetta er samt ekkert stórt forlag. Þeir voru að biðja okkur um að spila við þá fótbolta, og sögðust þá ekki vera nema eitthvað um 20.“ segir Snæbjörn. Fótboltaleikur milli Bjarts og Faber & Faber fer fram í Englandi í mars á næsta ári, þegar þar verður haldin bókam- essa. Bjartur ætlar að safna saman góðu liði og Snæbjörn hefur fulla trú á liði sínu gegn Englendingunum. „Við erum með gott lið. Síðast kepptum við í Danmörku við danskt bókaforlag og unnum sjö - núll.“ ■ | SÉRFRÆÐINGURINN | SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Í vor ætlar bókaútgáfan Bjartur að keppa í fótbolta við besta bókaforlag heims, nefnilega Faber & Faber í Englandi. Bókaforlagið: Faber & Faber ber af öðrum bókaforlögum, að mati bókaútgefandans Snæbjörns Arngrímssonar hjá Bjarti. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Í Hrútatungu í Hrútafirði. Að honum hafi verið byrlað eitur. Lengsta pylsa í heimi var borðuð. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Lárétt: 1 lélegt skip, 6 beljaka, 7 ítölsk á, 8 vitfirrt, 9 á húsi, 10 fiskur, 12 ábreiða, 14 rifur, 15 líta, 16 einnig, 17 stefna, 18 vendir. Lóðrétt: 1 léttlynd kona, 2 tóm, 3 í röð, 4 tilvalið, 5 blóm, 9 fataefni, 11 not- að í bridge, 13 glaðværi, 14 jarðhræring- ar, 17 tímabil. Lausn: Lárétt: 1dallur, 6rum,7pó,8óð,9 ups,10áll,12lak,14göt,15gá,16og, 17átt,18snýr. Lóðrétt: 1drós,2auð,3lm,4upplagt, 5rós,9ull,11sögn,13káti,14gos,17 ár. Þeir gefa út svo fallegar bækur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.