Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 82

Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 82
Líf og starf íslensku hermann- anna sem hafa dvalið á Kabúl- flugvelli síðan í júní er viðfangs- efni leikstjórans Friðriks Guð- mundssonar og framleiðandans Kristins Hrafnssonar í myndinni Íslenska sveitin. „Við fáum þarna að fylgjast með daglegu lífi her- mannanna og skotæfingum. Þeir deila með okkur eigin hugrenn- ingum til umhverfisins, hugverks og vopnaburðar. Þarna eru svip- myndir bornar saman við ríkjandi sjálfsmynd þjóðarinnar sem frið- söm og vopnlaus þjóð,“ segir Kristinn Hrafnsson framleiðandi myndarinnar. Tónlist skipar stærðarinnar sess í myndinni og sér tónlistar- maðurinn Barði Jóhannsson í Bang Gang um þann þátt. „Barði hefur hannað magnað tónverk fyrir myndina en auk þess eru leikin gömul íslensk dægurlög í þessu nýja umhverfi heitrar eyði- merkursólarinnar.“ Háskólabíó sýnir myndina og er hún forsýnd í kvöld og fer í al- menna sýningu á morgun. „Það ætti engum að leiðast á þessari mynd því það er nóg að gerast í henni og strákarnir sem voru þarna við störf eru í fókus. Þeir eru persónur og leikendur í þess- ari mynd. Myndin er í fullri lengd eða áttatíu mínútur og í henni eru engin óhugnanleg atriði og því er hún leyfð öllum aldurshópum. Ekki er hægt að skilgreina mynd- ina sem fræðslumynd og hún fer fjarri því að vera heimildarmynd í anda Michael Moore þar sem menn fella sleggjudóma um þær hermannalegu stellingar sem þeir eru í. Markmið myndarinnar er að kveikja umræðu um þetta verk- efni og stöðu Íslands í samstarfi við aðrar hernaðarþjóðir.“ ■ 42 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN Shall we Dance? Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 SÝND kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 16 SÝND Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i. 14 Sýnd kl. 4 MINDHUNTERS SÝND KL. 8 & 10.20 B.I. 16 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I.12 ára Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10.20 Sýnd í LÚXUS VIP kl. 5.40, 8 og 10.20 Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í HHH kvikmyndir.comSýnd kl. 5.50 Sýnd kl. 10.15 HHH1/2 kvikmyndir.is HHH kvikmyndir.com HHH HL Mbl HHH Balli / Sjáðu PoppTV Kolsvört jólagrínmynd Sama Bridget. Glæný dagbók. Fór beint á toppinn í USA Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. THE GRUDGE kl. 8.15 og 10.20 B.I.16 ára "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin L. 627 Sýnd kl. 10 Film Noir Kvikmyndahátíð (allar myndir með enskum texta) Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I.12 ára CINDERELLA STORY kl. 4 og 6 SHARK TALE kl. 3.45 & 6.15 m/ísl. tali HHH Ó.Ö.H DV HHH S.V. Mbl JÓLAKLÚÐUR KRANKS HHH1/2 kvikmyndir.is HHH kvikmyndir.com HHHHL Mbl HHH S.V. Mbl Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! ■ KVIKMYNDIR Grand Rokk - You´ll never drink alone. Í kvöld: Smokie Bay blues band Pollock bræður Danni og Mikki ásamt Gunnari Hrafnsyni á bassa og Gunnari Erlingssyni á trommur. Minnum á spurningakeppnina vinsælu, pub quiz, á morgun kl. 17.30. Leonardo DiCaprio elskarað vera með þýskri ömmu sinni sem er óhrædd við að segja það sem henni finnst. Leonardo segir Helene DiCaprio sífellt koma honum á óvart. Amm- an gerði sér lítið fyrir og gagnrýndi verk Pablos Picasso þegar fjölskyld- an fór á síðustu sýn- ingu meistarans í París. „Hún var mjög stillt þangað til ég spurði hana álits á einni myndinni. Hún sagði: „Þú gætir sagt mér að þetta væri snákur, blóm eða hundur og ég myndi samþykkja það. Veistu af- hverju? Af því að þetta lítur ekki út eins og neitt.“ Hún segir fólki ná- kvæmlega hvað henni finnst og horf- ir beint í augun á þeim. Hún leyfir sér það því hún er 89 ára gömul.“ FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI Margir bíðameð eftir- væntingu eftir þriðju plötu hljómsveitarinn- ar Coldplay en þeir hafa nú sent frá sér tilkynningu þess efnis að næsta plata komi út í mars á næsta ári. Ekki er enn komið nafn á plötuna en hún er framleidd af Ken Nelson sem framleiddi einnig tvær fyrstu plöturnar. Kate Bosworthætlar að flytja til London til að vera nálægt Or- lando Bloom. Bosworth sem hefur verið með leikaranum í tvö ár sagði: „Mig langar að finna stað í London. Það er frábær borg. Ég verð hvort sem er hérna að vinna við fyrstu bresku myndina mína. Hún er trekkjandi sálfræðitryllir, sem heitir Awake, og í henni leika með mér Helen Mirren og Jared Leto. Robertino áritar Ítalski söngvarinn Robertino verð- ur á ferðinni í Reykjavík í dag og mun árita plöturnar Romantica og Það allra besta. A ð d á e n d u r söngvarans geta gengið að honum vísum í Hagkaup í Skeifunni frá klukkan 16 og í bókabúð Máls og m e n n i n g a r klukkan 17.30. Íslandsvinur- inn Robertino sló óvænt í gegn fyrir síðustu jól þegar útgáfa Zo- net á Robertino – Það allra besta náði gullsölu á ör- fáum dögum. Á Romantica er svo annar hluti af upptökum með Robertino frá árunum 1960-1962 og rétt eins og á Það allra besta hafa upptökurnar verið hreinsaðar með nýjustu tækni sem stórbætir hljóm- burð gömlu upptakanna. Ítalska undrabarnið kom til Ís- lands árið 1961 og söng í nokkur skipti fyrir troðfullu húsi í Austur- bæjarbíói. Frægðarsól Robertino reis ótrúlega hratt. Hann breyttist á nokkrum vikum úr götusöngvara í Rómarborg í einn af vinsælustu söngvurum heims og fyllti hann öll helstu tónleikahúsin. Með perlum eins og O sole mio, Mama, Torna a Surriento, Santa Lucia og Ave Maria, vann hann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. ■ Íslenska friðargæslan í bíó ÍSLENSKA SVEITIN Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast með daglegu lífi friðargæslulið- anna í Kabúl. ROBERTINO Ítalski hjartaknúsar- inn á enn greiðan aðgang að hjörtum íslenskra tónlist- arunnenda sem fá tækifæri til að hitta kappann í dag. ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.