Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 18
18 9. september 2004 FIMMTUDAGUR
STAÐFASTUR GREENSAPAN
Alan Greensapan seðlabankastjóri Banda-
ríkjanna kom fyrir fjárlaganefnd þingsins í
gær. Hann telur ekki ástæðu til neins flýtis
og að Seðlabankinn muni halda stefnu
sinni. Greensapan sagði að hagkerfið væri
að herða á sér að nýju eftir að hægði á
hagvexti á öðrum ársfjórðungi. Búist er við
vaxtahækkun í Bandaríkjunum þann 21.
septermber.
VIÐSKIPTI Þorsteinn Már Baldvins-
son segir að fjárfestingar Sam-
herja í tveimur útgerðarfélögum
innan Evrópusambandsins séu
hluti af stefnu félagsins um vöxt
erlendis. Hann segir að útlensk
félög sem Samherji á hlut í ráði
nú jafnmiklum þorskkvóta eins og
Samherji gerir hér á Íslandi.
„Stefnan okkar er að láta fyrir-
tækið vaxa. Ég held að næst mun-
um við hins vegar vera að leita að
vinnslu- og markaðsfyrirtækj-
um,“ segir Þorsteinn Már. Hann
segir að sá vöxtur muni fyrst og
fremst eiga sér stað erlendis.
Annað félaganna sem Samherji
keypti hlut í á þriðjudag er þýska
útgerðarfélagið Cuxhaven
Reederei. Samherji keypti 65 pró-
sent hlut af Þorsteini Má, Krist-
jáni Vilhelmssyni, Finnboga Jóns-
syni og Kaldbaki. Finnbogi er
stjórnarformaður Samherja og
Þorsteinn Már er forstjóri.
Samherji seldi þremenningun-
um, Kaupþingi og KEA þennan
hlut árið 2000 fyrir 864 milljónir
króna. Þorsteinn Már segir að þá
hafi Samherji viljað minnka á-
hættu í rekstrinum. Síðan þá hafi
orðið viðsnúningur í rekstrinum.
Þorsteinn Már telur því ekkert at-
hugavert við að Samherji kaupi
hlutinn aftur. „Ég get horft upp-
réttur og beinn framan í fólk sem
er að velta því fyrir sér hvort
hagnaðurinn okkar sé mikill í
þessu eða ekki. Hann er tiltölu-
lega lítill,“ segir hann. ■
Ólga eftir ummæli
Fjármálaheimurinn velti í gær vöngum yfir ummælum aðstoðarforstjóra Íslandsbanka
um hagræði af sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka. Óánægja er með ummælin
innan stjórnar Íslandsbanka.
VIÐSKIPTI Andstaða hefur ríkt í Ís-
landsbanka við sameiningarhug-
myndir Landsbanka og Íslands-
banka . Jón Þórisson, aðstoðarfor-
stjóri Íslandsbanka, sagði í sam-
tali við Fréttablaðið í gær að það
blasti við að sameining bankanna
skilaði árlega milljörðum í hag-
ræðingu. Hann tók fram að allar
slíkar ákvarðanir hlytu að vera á
valdi hluthafa, en það hlyti að
vera þeim áleitin spurning, að
leysa slíka hagræðingu úr læð-
ingi. Jón hélt erindi á morgun-
verðarfundi Íslandsbanka þar
sem hann fór yfir ýmsa mögu-
leika til hagræðingar sem gætu
verið vænlegir kostir fyrir Ís-
landsbanka. Ljóst er þó að sam-
eining Landsbanka og Íslands-
banka er sú leið sem skili lang-
mestu hagræði.
Ekki sáttir
Þetta útspil Íslandsbanka vakti
mikla athygli á markaðnum.
Margir telja að bankinn hafi með
þessu tekið ákveðið frumkvæði í
því að hreyfa hagræðingarmögu-
leikum á markaðnum. Það sé líka
athyglisvert í ljósi fyrri við-
bragða bankans að hann skuli
opna fyrir möguleika á samein-
ingu við Landsbankann. Innan
Landsbankans er þetta metið svo
að bankarnir hugsi á svipuðum
nótum. Engar viðræður eða til-
burðir til viðræðna eru í gangi.
Einar Sveinsson, stjórnarfor-
maður Íslandsbanka, vísar öllum
vangaveltum um að sameining sé
í kortunum á bug. Ljóst má vera
að Einar er langt í frá að vera
sáttur við þetta útspil aðstoðar-
forstjóra bankans, enda þótt hann
tjái sig ekki um slíkt.
Úti á markaðnum velta menn
vöngum yfir hvers vegna aðstoð-
arforstjóri Íslandsbanka tali nú
með svo skýrum hætti um hag-
ræði af sameiningu við Lands-
bankann. Eining hefur ekki ríkt í
bankaráðinu um stjórnendur og
stefnu. Litið er svo á að Bjarni
Ármannsson forstjóri og Jón Þór-
isson aðstoðarforstjóri séu full-
trúar sitt hvorrar fylkingarinnar
innan bankaráðsins. Innan banka-
ráðsins eru skiptar skoðanir um
það hvort yfirlýsingar um kosti
sameiningar hafi verið heppi-
legar. Á fjármálamarkaði eru um-
mælin ekki talin nein tilviljun og
að Jón hafi gert sér fulla grein
fyrir hvaða draug hann kynni að
vekja upp með þeim. Hann hljóti
einnig að telja sig hafa bakland til
þess að mæta umræðunni sem
fylgir.
Stefnumarkandi ummæli
Hluti bankaráðsmanna telur að
Jón hafi tjáð sig um stefnumark-
andi atriði í starfi bankans sem sé
á verksviði forstjóra og stjórnar-
formanns. Innan fjármálaheims-
ins er þetta túlkað sem ákveðna
valdabaráttu innan bankans. Sér-
fræðingar á markaði hafa einnig
bent á að orð Jóns um að eigið fé
bankans sé takmarkandi fyrir
vöxt hans sé þvert á þá stefnu
sem bankinn hafi rekið. Bankinn
hefur greitt út hæstan arð fyrir-
tækja á markaði og auk þess
lækkað eigið fé með kaupum á
eigin bréfum. Innan bankaráðsins
eru einnig raddir um að bankinn
hafi ýtt af stað umræðu um hag-
ræðingu á fjármálamarkaði sem
bankinn eigi að vera þátttakandi
og gerandi í. Meðal þeirra sem
telja ummælin óheppileg ríkir
vægast sagt lítil gleði með þau.
Landsbankinn sýndi í vor
skýran vilja um sameiningu við
Íslandsbanka með kaupum á bréf-
um í bankanum. Innan Íslands-
banka var þeirri atlögu illa tekið.
Íslandsbankamen töldu slíka sam-
einingu vart raunhæfa, auk þess
sem þeim mislíkaði aðferð Lands-
bankans. Landsbankinn lenti í
kjölfarið í vandræðum með
þennan eignarhlut. Bæði gagn-
vart Fjármálaeftirlitinu og einnig
vegna þess að eignarhlutur einnar
fjármálastofnunar í annarri
dregst frá eigin fé hennar. Lands-
bankinn er í örum vexti og þarf á
öllu sínu eigin fé að halda.
Faglega rétt
Ekki eru efasemdir um það að
frá faglegu sjónamiði hafi orð
Jóns verið rétt. Við sameiningu
bankanna myndu Björgólfsfeðgar
ráða 22 prósenta hlut í bankanum.
Stærstu hluthafar Íslandsbanka í
dag réðu ekki nema um fimm pró-
sentum hver. Eigendur Lands-
bankans myndu ráða ferðinni í
slíkum banka. Stórir hluthafar í
bankanum eru mishrifnir af
þeirri tilhugsun. Önnur hindrun
sem blasir við er að pólitísk and-
staða yrði væntanlega töluverð
við sameiningu þessara banka.
Samkeppnissjónarmið skipta líka
miklu í samhenginu. Mat manna
er að Samkeppnisstofnun myndi
setja skilyrði fyrir sameiningu og
menn velta því fyrir sér að hve
miklu leyti skilyrðin myndu draga
úr hagræðinu.
Styrkur KB banka setur aug-
ljóslega mark sitt á þankaganginn
á markaðnum. Harður slagur
bankanna í íbúðalánum þýðir að
einhverjir verða undir í sam-
keppninni. Stóru bankarnir meta
það svo að sparisjóðirnir eigi sér
litla lífsvon í núverandi umhverfi.
Ein leið þeirra er að sameinast í
stórum sparisjóðabanka sem
hefði betri kjör við að fjármagna
sig. Samstarf er þegar milli spari-
sjóða á mörgum sviðum. Í því um-
hverfi er eins víst að sameining
Íslandsbanka og Landsbankans
yrði litin mildari augum. Þá væru
eftir sem áður þrír stórir bankar á
markaðnum.
Hagræðingar þörf
Verð hlutabréfa Íslandsbanka
og Landsbankans er að mati
margra sérfræðinga hátt. Grein-
ingardeildir bankanna telja að
væn útrás og hagræðingarmögu-
leikar í bankakerfinu endur-
speglist þegar í verði bankanna.
Slík staða setur þrýsting á eig-
endur bankanna í að skapa meiri
verðmæti úr eign sinni. Heppnist
útrásarverkefni ekki eða að hag-
ræðing náist í innanlandsrekstri,
þá mun verð hlutabréfa aðlaga
sig þeim veruleika. Horfur í
efnahagsmálum næstu tvö ár eru
nokkuð bjartar. Hins vegar gætu
bankarnir lent í vandræðum ef
harðnar á dalnum og krónan fell-
ur. Landsbankinn hefur vaxið
eins og unglingur að undanförnu.
Ef niðursveifla yrði áður en und-
irstöðurnar væru sæmilega
treystar gæti bankinn orðið fyrir
verulegu áfalli. Hvatinn til þess
að hagræða er því drjúgur innan
bankanna.
Fulltrúar fjármálafyrirtækja á
markaði fylgjast grannt með og
spá í spilin eftir yfirlýsingar úr
herbúðum Íslandsbanka um hag-
ræðið af sameiningu við Lands-
bankann. Á markaðnum búast
menn ekki við leikjum alveg á
næstunni, en menn vita að hlut-
irnir geta gerst hratt þegar þeir
fara á hreyfingu á annað borð.
Þegar það gerist ætlar enginn að
vera óundirbúinn. ■
SÆNSKT UMBOÐ
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB
banka og Bengt-Åke Ljudén skrifa undir.
KB banki með umboð:
Sænsk aðstoð
VIÐSKIPTI KB banki og ISA, Invest in
Sweden Agency, undirrituðu í gær
samning þess efnis að KB banki
verði umboðsaðili ISA hér á landi.
ISA starfar á vegum sænskra
stjórnvalda að margþættri aðstoð
vegna erlendra fjárfestinga. Stofn-
unin veitir ókeypis ráðgjöf áhuga-
sömum fjárfestum, víðtækan
stuðning og milligöngu vegna
nýrra viðskiptasambanda. ■
Vextir viðbótarlána:
Mikil
lækkun
VAXTALÆKKUN Stjórn Íbúðalána-
sjóðs ákvað á fundi sínum í dag að
lækka vexti nýrra viðbótarlána úr
5,30 prósentum í 4,35 prósent og
tekur sú ákvörðun þegar gildi.
Viðbótarlánum er einkum ætlað
að þjóna þeim tilgangi að aðstoða
eigna- og tekjuminni einstaklinga
til að fjármagna íbúðakaup og því
ekki ásættanlegt að vextir þessara
lána yrðu til langframa hærri en
vextir almennra íbúðalána sjóðs-
ins. Þar sem útreikningar sjóðsins
sýna að afkoma lánaflokksins er í
jafnvægi var ákveðið að lækka
vexti viðbótarlánanna niður í sama
vaxtastig og er á almennum íbúða-
lánum sjóðsins. ■
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 72.61 0.39%
Sterlingspund 128.92 0.31%
Dönsk króna 11.77 0.00%
Evra 87.51 -0.01%
Gengisvísitala krónu 122,46 0,13%
KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF
Fjöldi viðskipta 294
Velta 2.214 milljónir
ICEX-15 3.421,16 0,41%
Mestu viðskiptin
Samherji hf. 759.116
Actavis Group hf. 424.981
Síldarvinnslan hf. 259.561
Mesta hækkun
Marel hf. 1,89%
Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf 1,34%
Actavis Group hf. 1,27%
Mesta lækkun
Opin Kerfi Group hf. -3,35%
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -1,08%
Medcare Flaga -0,76%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.332,1 -0,1
Nasdaq* 1.857,4 -0,1
FTSE 4.558,4 -0,2
DAX 3.884,2 -0,1
NIKKEI 11.279,2 -0.17%
S&P* 1.119,6 -0,1
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
STÝRA STEFNUMÖRKUN
Innan bankaráðs Íslandsbanka er sú skoðun uppi að aðstoðarforstjóri bankans hafi tekið fram fyrir hendurnar á forstjóra og stjórnar-
formanni um stefnumarkandi þætti í rekstri bankans.
HAFLIÐI HELGASON
BLAÐAMAÐUR
BAKSVIÐS
HAGRÆÐINGARUMRÆÐAN
Í FJÁRMÁLAKERFINU
FAGLEGA RÉTT
Ekki eru efasemdir um réttmæti fullyrðinga
Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslands-
banka, um hagræði af sameingu Íslands-
banka og Landsbanka. Vangaveltur eru
hins vegar um markmið og tilgang um-
mælanna.
ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON
Segir að hagnaður þremenninganna,
sem keyptu Cuxhaven af Samherja
og seldu aftur, sé ekki mikill.
Kaup Samherja á Cuxhaven í Þýskalandi:
Samherji keypti
af stjórnendum
18-19 viðskipti 8.9.2004 21:34 Page 2