Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 20
20 9. september 2004 FIMMTUDAGUR VÍGAMAÐUR Á BARNSALDRI Þeir eru ekki allir háir í loftinu sem gripið hafa til vopna í Írak í átökum liðinna mán- aða. Þessi piltur bar hríðskotariffil á eftir- litsferð um Falluja þar sem Bandaríkja- menn gera oft loftárásir. Söfnun fyrir börn Sri Rahmawati: Safnað fyrir viðunandi húsnæði SAMHJÁLP Safnast hefur um ein milljón króna til aðstoðar börn- um Sri Rahmawati, sem lést með voveiflegum hætti í júlí. Að sögn Hörpu Rutar Hilmarsdóttur, kennara í skólanum þar sem börnin stunda nám, má betur ef duga skal. Er markmiðið að safna fjórum millljónum þannig að fjölskylda Sri geti flutt í við- unandi húsnæði. Börn Sri eru á aldrinum 2, 14 og 15 ára. Systir Sri og eigin- maður hennar hafa tekið þau að sér í varanlegt fóstur. Þau hjón eiga þrjú börn fyrir svo þau eru nú með sex börn á aldrinum 2, 9, 11, 13, 14 og 15 ára í 90 fermetra íbúð. Til að styðja við börn Sri hefur stuðningshópur sett af stað söfnun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, hefur stofnað reikning í Múlaútibúi Lands- bankans. Sóknarprestar Hallgríms- kirkju, Foreldrafélag Austur- bæjarskóla, stuðningshópur í Austurbæjarskóla, W.O.M.E.N. - samtök kvenna af erlendum upp- runa, nágrannar fjölskyldu Sri og Félagsmiðstöðin 100 og einn. Númer reikningsins er: 0139- 05-64466 á kennitölu: 130147- 4109. Öll framlög, stór og smá eru vel þegin. ■ Davíð Oddsson hefur alla tíð unnið í Kvosinni og næsta nágrenni. Eftir 15. september verður skrifstofa hans í öðru hverfi, hann þarf að fara alla leið upp á Rauðarárstíg í vinnuna. Konungur Kvosarinnar Umtalsverðar breytingar verða á lífi og högum Davíðs Oddssonar þegar hann verður utanríkisráð- herra. Ekki er nóg með að hann skipti um starf heldur þarf hann að sækja vinnu í annað hverfi en hann hefur vanist. Það vill nefnilega svo merkilega til að Davíð hefur varið námsárunum og starfsævinni, svo að segja, á sömu torfunni í borginni. Hann hefur í raun ekki þurft að sækja vinnu lengra en spölkorn frá Lækjartorgi. Það verða því að telj- ast nokkur viðbrigði fyrir hann að þurfa að fara alla leið upp á Rauðar- árstíg eftir 15. september. Orðið miðbæjarrotta er gjarn- an notað yfir fólk sem sem ver lífi sínu í miðbæ Reykjavíkur. Óhætt er að nota það hugtak um Davíð, þó að hann hafi lengst af búið í Vesturbænum og síðar Skerja- firði. Konungur Kvosarinnar á líka vel við. Vinnustaðir Davíðs Davíð stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík sem er til húsa í Lækjargötu sjö og nærliggjandi húsum. Þaðan lá leiðin í Vatnsmýr- ina, í lagadeild Háskóla Íslands. Samhliða laganámi var Davíð leik- húsritari hjá Leikfélagi Reykjavík- ur sem þá hafði aðsetur í Iðnó og síðar varð hann þingfréttaritari Morgunblaðsins og hafði aðstöðu jafnt í Alþingishúsinu við Austur- völl sem og höfuðstöðvum blaðsins í Aðalstræti. Einnig vann hann um skeið hjá Almenna bókafélaginu en skrifstofur þess voru í Austur- stræti. Eftir að laganáminu lauk vann Davíð hjá Sjúkrasamlagi Reykja- víkur, fyrst sem skrifstofustjóri en síðar framkvæmdastjóri. Sjúkra- samlagið var í Tryggvagötu. Í íhlaupum annaðist hann fram- kvæmdastjórn Listahátíðar Reykjavíkur sem hafði aðstöðu í Gimli á Bernhöftstorfunni. Davíð varð borgarfulltrúi í Reykjavík árið 1974 og borgarstjóri 1982. Í borgarstjóratíð hans voru skrifstofur borgarinnar í Pósthús- stræti en fluttust í nýbygginguna í Tjörninni 1992 og þangað sótti hann borgarstjórnarfundi síðustu tvö árin. 1991 var Davíð kosinn á þing og varð forsætisráðherra og urðu vinnustaðir hans þinghúsið og Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Það eru tímamót í lífi Davíðs Oddssonar. Hann tekur við nýju starfi og flytur á nýjan stað. Í annað hverfi. Regluleg hlaup yfir Lækjar- torg heyra sögunni til, leiðin í þing- ið verður lengri. Mannlífsflóran í Kvosinni breytist. bjorn@frettabladid.is Ísraelskir rabbínar: Fórna má borgurum ÍSRAEL, AP Sextán þekktir ísraelskir rabbínar hafa hvatt Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, til að herða aðgerðir sínar gegn palest- ínskum vígamönnum. Í bréfi sínu til ráðherrans taka þeir fram að þetta skuli gera jafnvel þó það kunni að leiða til mannfalls meðal óbreyttra palestínskra borgara. „Á herinn að berjast við óvininn ef óbreyttir palestínskir borgarar láta lífið eða víkja sér undan bar- dögum og stefna þannig lífum okkar borgara í hættu?“ spyrja rabbínarnir í bréfinu og svara sjálfir á þá leið að mest um vert sé að vernda líf ísraelskra borgara. ■ Skoska þinghúsið: Tífalt dýrara en til stóð EDINBORG, AP Skotar hafa getið sér orðspor fyrir nísku en þess verð- ur ekki vart á skoska þinginu. Glæsileg bygging sem hýsir þingið hefur verið tekin í notkun, þremur árum á eftir áætlun og eftir að framkvæmdir reyndust tífalt dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðist var í byggingu nýja þinghússins eftir að breska þingið samþykkti að framselja Skotum sjálfræði í málaflokkum á við heilbrigðismál, dómsmál og menntamál. Í upphafi var gert ráð fyrir að byggingin kynni að kosta á bilinu 130 til 520 milljónir króna. Á endanum kostaði hún rúma fimm milljarða og voru ástæð- urnar fyrir framúrkeyrslunni margvíslegar. Á byggingartíman- um var ákveðið að hafa húsið tvö- falt stærri en upphaflega var gert ráð fyrir, hönnun hússins var breytt og andlát hönnuðar húss- ins, Enric Miralles, og fyrsta for- sætisráðherra Skota, Donald Dewar, höfðu sitt að segja. Þrátt fyrir að framkvæmdir hafi tafist um þrjú ár og farið tí- falt fram úr kostnaðaráætlun er þeim ekki alveg lokið. Smiðir voru enn að störfum í sumum hlutum hússins þegar þingmenn komu til starfa í gær. ■ NÝBYGGINGUNNI MÓTMÆLT Mörgum Skotum þykir fullmikið fé hafa verið lagt í nýja þinghúsið. „Við þörfnumst þessa ekki,“ stóð á skilti mótmælandans Alice Kennedy. Óttast að fjöldamorðingi gangi laus: Sex lík hafa fundist BANDARÍKIN, AP Lögreglan í Kansas-borg telur líklegt að fjöldamorðingi gangi laus í borg- inni. Í júlí fannst lík af manni sem hafði verið myrtur í fátækra- hverfi borgarinnar. Lögreglunni hafði ekki tekist að hafa hendur í hári morðingjans og taldi líklegt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða. Á fimmtudaginn varð hins vegar breyting á þegar ónafngreindur maður hringdi í lögregluna og benti henni á fimm önnur lík á svipuðum slóðum og líkið hafði fundist í júlí. Rannsókn lögreglunar miðast nú við að sami maðurinn hafi myrt alla mennina sex þó það sé ekki fullsannað. Jafnvel er talið að morðinginn sjálfur hafi hringt í lögregluna og látið vita um líkin fimm. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R VÍÐTÆK LEIT Víðtæk leit var gerð að Sri Rahmawati í sumar. Hún reyndist hafa látist með vo- voveiflegum hætti. STJÓRNARRÁÐIÐ Hér hefur skrifstofa Davíðs verið frá því hann varð forsætisráðherra 1991. Hann mun áfram koma reglulega í húsið enda fundarstaður ríkisstjórnarinnar. ALÞINGISHÚSIÐ Davíð var kjörinn á þing í apríl 1991 og hefur átt stól og borð þingforseta til hægri handar. Sem þingfréttaritari Morgunblaðsins á árunum 1973 og ‘74 hafði hann aðsetur uppi í rjáfri hússins. BORGARSKRIFSTOFURNAR Skrifstofur borgarinnar voru lengi vel við Pósthússtrætið. IÐNÓ Davíð var leikhúsritari Leikfélags Reykjavíkur eftir að menntaskólaárunum sleppti. MOGGAHÖLLIN Davíð var þingfréttaritari Moggans og hafði aðstöðu í höfuðstöðvunum, sem og í þinginu. RÁÐHÚSIÐ Borgin fluttist í Ráðhúsið í Tjörninni árið 1992 eftir að Davíð hafði látið af embætti borgarstjóra. Hann var áfram borgarfulltrúi og sótti fundi borgarstjórnar til ársins 1994. 20-21 8.9.2004 20:05 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.