Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 9. september 2004 Í dag kl.17 er heilsuþátturinn vinsæli á dagskrá útvarps Sögu 99,4 Þátturinn í dag er í umsjá Einars Karls Haraldssonar sem ræðir m.a. við Sigurð Björnsson, yfirlækni og Hákon Hákonarsson, framkvæmdastjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu, um ný krabbameinslyf, nýja von fyrir sjúklinga og ný vandamál fyrir heilbrigðiskerfið. Hlustendum er velkomið að senda spurningar og ábendingar til þáttarins með rafpósti á heil@internet.is Misstu ekki af íslenska heilsuþættinum á Útvarpi Sögu 99,4! D a n s f l o k k u r i n n Pilobolus mun stíga á stokk í Laugardalshöll- inni þann 10. mars á næsta ári. Í yfir þrjá áratugi hefur flokkurinn ferðast um allan heim, brot- ið allar reglur og blómstrað með því að blanda saman lygilegu hugmyndaflugi, krafti og húmor. Flokkurinn er nánast bókaður út árið 2006 en smá glufa myndaðist svo hann kemst til Íslands í fyrsta sinn. Pilobolus býður áhorfendum upp á nýja tegund af danssýning- um þar sem dans, leik- fimi, list og vísindum er blandað saman í einn h r æ r i g r a u t þannig að út- koman er engu lík. Eitt helsta einkenni flokksins er að tengja saman lík- ama meðlimanna og nota þannig lögmál eðlisfræðinnar til að fram- kvæma eitthvað sem fólki finnst að eigi að vera algjörlega ómögu- legt. Meðal annars gengur einn með- limur flokksins með fjóra félaga sína á bakinu um sviðið. S ý n i n g a r Pilobolus hafa fengið einróma lof virtustu gagnrýnenda heims síð- ustu áratugi og nýverið varði fréttaskýringaþáttur- inn 60 Minutes einum þriðja hluta þáttarins í að fjalla um flokkinn. Var þar um mikinn lofsöng að ræða. Aðeins 2000 númeruð sæti verða í boði í Höllinni þegar kemur að miða- sölu svo að tryggt verði að allir áhorfendur sjái það sem fram fer. ■ „Öðru hverju vilja Hollendingar kynna sína menningu út fyrir landsteinana, eins og aðrir,“ segir Bjarni Finnsson, aðalræðismaður Hollands á Íslandi, en í dag hefjast Hollenskir dagar í Reykjavík.“ Hér var síðast haldin svipuð hátíð árið 1992 og er markmiðið að leyfa Íslendingum að njóta hollenskrar listsköp- unar. Þar í landi er gróskumikið listalíf, meðal annars í kvik- myndagerð, bókmenntum, tónlist og dansi. Og ekki má gleyma víd- eólistinni. Hollendingar byrjuðu mjög snemma á þeirri listgrein og eru framarlega á því sviði. Það er því forvitnilegt að sjá hvað þeir þar hafa fram að færa. Hollendingar leggja mikið upp úr listum og listnámi, gera það mjög aðgengilegt fyrir alla og taka vel á móti útlendingum, meðal annars Íslendingum, í slíkt nám. Nemendur á ýmsum sviðum geta ýmislegt af þeim lært, hvort heldur er í myndlist, tónlist eða danslist.“ Meðan á hátíðinni stendur kemur út skáldsagan Ástaraldin eftir Karel Glastra van Loon hjá Vöku/Helgafelli. Kvikmynd, gerð eftir sögunni, verður meðal þeirra mynda sem sýndar verða á hollenskri kvikmyndahátíð í Regnboganum sem stendur frá 10. til 16. september. Í Listasafni Reykjavíkur verður sýning á sögu hollenskrar vídeólistar, þar sem tvinnast sam- an 30 ára saga vídeólistar í Hollandi og ferill 30 leiðandi lista- manna í greininni. Hollenska sveiflusveitin Van Alles Wat leik- ur víða í miðborginni og á sunnu- daginn opnar Pieter Holstein sýn- ingu á pappírsverkum frá 8. ára- tugnum til dagsins í dag í sýning- arsalnum SAFN við Laugaveg 27. Sama dag verða CAPUT-tónleikar fyrir alla fjölskylduna í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 15.00. Þar verða leikin þrjú verk eftir Theo Loevendie. Næturgalinn, Ein- mana kúabjallan og Doppleriana fyrir þrjár kúabjöllur. Um kvöld- ið, klukkan 20.00, heldur síðan orgelleikarinn Peter Ouwerkerk tónleika í Hallgrímskirkju og er aðgangur ókeypis. ■ ■ HOLLENSKIR DAGAR Hollendingar leggja mikið upp úr listum ■ DANSSÝNING PILOBOLUS Pilobous-flokkurinn fram- kvæmir hinar ýmsu kúnstir á sýningum sínum. Pilobolus til Íslands TÓNLIST ÚR ÖLLUM ÁTTUM Hljómsveitin Van alles Wat leikur í miðbæ Reykjavíkur. VERÐLAUNAHÖFUNDUR Skáldsagan Ástaraldin eftir Karel Glastra van Loon kemur út hjá Vöku/Helgafelli. HOLLENSKA KÝRIN Einkenni hátíðar- innar kemur frá aðalatvinnuveginum, land- búnaði. 44-45 (32-33) skrípó 8.9.2004 19:11 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.