Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 16
16 9. september 2004 FIMMTUDAGUR REKUR STJÓRNINA OG SEGIR AF SÉR Alexander Dzasokhov, forseti Norður- Ossetíu, kom fram á svalir skrifstofu sinnar í gær og sagðist myndu reka stjórn hér- aðsins og segja síðan sjálfur af sér vegna gíslatökunnar í skóla í Beslan. Hann sagði að yfirmenn öryggismála yrðu látnir axla sína ábyrgð. Metaðsókn að sundlaugum í sumar: Hitabylgjunni að þakka TÓMSTUNDIR „Það ber að taka þess- um tölum með fyrirvara þar sem fjórar sundlaugar voru lokaðar hluta ágústmánaðar,“ segir Erlingur Þ. Jóhannesson, íþrótta- fulltrúi hjá Íþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkur sem rekur sund- laugar borgarinnar. Talsverðar framkvæmdir fóru fram við fjórar sundlaugar í ágúst, Vestur- bæjarlaug, Sundhöllina, Breið- holtslaug og Árbæjarlaug og segir Erlingur að tímasetningin hafi verið afar óheppileg með tilliti til hitabylgjunnar sem gekk yfir fyrrihluta mánaðarins. „Það var þó lítið við því að gera þar sem slíkt er ákveðið með marga mánaða fyrirvara en þetta hafði talsverð áhrif á þann fjölda sem kom í sund í þeim mánuði. Þrátt fyrir það er heildarfjöldi sundlaugargesta á árinu rúmlega 1,3 milljónir og aðeins 40 þúsund færri í ár en á síðasta ári þrátt fyrir lokanir í ágúst. Gísli Kristinn Lórenzson, for- stöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri, segir aðsóknina hafa verið framar öllum vonum á ár- inu. „Miðað við árið í fyrra sem var í daprari kantinum hefur gest- um fjölgað um 43 þúsund það sem af er árinu. Alls hafa 270 þúsund komið hingað og ég er að gæla við að ná 300 þúsundasta gestinum inn fyrir áramót. Það er því um mikla aukningu að ræða og það skýrist fyrst og fremst af frá- bæru sumri.“ ■ Rúmlega 130 börn bíða greiningar Áætlaður biðtími eftir greiningu á Greiningar - og ráðgjafarstöð ríkisins getur numið allt að tveimur árum. Á annað hundrað börn eru nú á biðlistum. Vonir standa til að fleiri stöðugildi fáist í nýtt viðbótarhúsnæði sem tekið var í notkun í gær. HEILBRIGÐISMÁL Um 80 börn á þroskahömlunarsviði og 50 - 60 börn á einhverfusviði bíða eftir greiningu á Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins. „Hluti þeirra er búinn að fá út- hlutað plássi á næstu sex mánuð- um en það bætir alltaf í,“ sagði Stefán J. Hreiðarsson, forstöðu- maður stöðvarinnar. „Við höfum því kosið að nálgast þetta frekar út frá biðtímanum. Þannig að ef grunnskólabarn er grunað um þroskahömlun, þá erum við að tala um biðtíma allt upp í tvö ár.“ Nýtt húsnæði í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sem er 100 fermetrar að stærð og var tekið í notkun í gær, breytir mjög miklu fyrir starfsemina, að sögn Stefáns. Þar verður fagsvið þroskahamlana starfrækt, svokölluð snemmtæk íhlutun, sem felst í vinnu með ung, fötluð börn og foreldra þeirra. Það rými sem losnaði verður nýtt til bættrar aðstöðu fyrir einhverf börn. Þá rýmkast einnig um iðju- þjálfun, sem búið hefur við mjög þröngan kost. „Við fáum í vaxandi mæli börn með einhverfu sem eru í mjög markvissri þjálfun,“ sagði Stefán. „Þjálfarar, foreldrar, aðstandend- ur og aðrir sem koma að máli barnsins horfa þá á okkar þjálfara og læra.“ Spurður hvað ylli fjölgun barna sem þyrfti á aðstoð Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvarinnar að halda sagði Stefán að hvað varðaði einhverfu væri fjölgun á alþjóðamælikvarða viðurkennd. Menn veltu vöngum yfir hvort það væru einhverjir þættir í um- hverfinu sem ættu þar hlut að máli. Að hluta til kæmi til meiri skilningur og betri greiningarað- ferðir, sem væri forsenda þess að hægt væri að beita sérhæfðum að- ferðum snemma, til þess að koma í veg fyrir eða minnka vandamál einstaklinganna seinna meir. „Sama máli gegnir um þroska- hömlun. Hjá fullorðnum þroska- heftum, og einkum þeim sem standa býsna vel innan þroska- hefta hópsins, er há tíðni af geð- rænum erfiðleikum á fullorðins- árum. Menn leggja því upp með að gera þessa vönduðu greiningu, leita þá ekki bara að nafni á fötl- uninni heldur getu barnsins í um- hverfinu og finna geðræn ein- kenni snemma, séu þau til staðar. Það er aukin áhersla, með aukinni þekkingu, á að við séum raun- verulega að reyna að vinna for- varnarstarf til framtíðar.“ Reikna má með að um 80 börn í hverjum árgangi standi það höllum fæti í almennri greind, að hætta sé á þroskahömlun, að því er Stefán sagði. Hvað varðar aðrar þroskaraskanir má gera ráð fyrir öðrum eins hóp að minnsta kosti í hverjum árgangi. Um 20 - 25 börn í hverjum árgangi grein- ast með einhverfu eða einhverfu- einkenni. Niðurstaða nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem lá fyrir í fyrra gerði ráð fyrir að fjölga þyrfti sérfræðingum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar- innar um 8 stöðugildi á næstu fjórum árum til að anna þörfinni. Síðan hefur stöðin fengið eitt og hálft stöðugildi. jss@frettabladid.is ÁÆTLAÐUR BIÐTÍMI Í SEPTEMBER 2004 (óbreyttar aðstæður) Barn yngra en 3 ára Forgangur Barn 3-6 ára 6-20 mánuðir* Barn 6-8 ára 12-13 mánuðir* Barn 8-18 ára 24-28 mánuðir* Gíslatakan í Beslan: Vill opinbera rannsókn HAMBORG, AP „Almenningur vænt- ir þess að þetta atvik verði rann- sakað vel og ítarlega,“ sagði Mikhail Gorbatsjov, síðasti leið- togi Sovétríkjanna, þegar hann hvatti rússnesk stjórnvöld til að láta fara fram opinbera rann- sókn á harmleiknum í íþrótta- húsi skólabyggingar í Beslan þar sem á fjórða hundrað manns létu lífið. Vladimir Pútín Rússlands- forseti hefur sagt að atburðirnir verði rannsakaðir innanhúss og hefur hafnað opinberri rannsókn. Gorbatsjov sagði hins vegar að það væri við hæfi að rannsóknin færi fram „með þátttöku þingsins og almennings“. ■ Niðurskurður: Útiloka ekki endurskoðun BERLÍN, AP Þýsk stjórnvöld munu breyta stefnu sinni í uppstokkun á velferðarkerfinu ef breytingarnar verða ekki til þess að hleypa aukn- um krafti í þýskt velferðarlíf, sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, í gær. Hann þvertók hins vegar fyrir að gera nokkrar breyt- ingar fyrr en í ljós kæmi hvort upp- s t o k k u n i n myndi skila árangri. Í byrjun næsta árs s k e r ð a s t j ó r n v ö l d stuðning við þá sem hafa verið at- vinnulausir um langt skeið. Þetta hefur fallið í mjög grýttan jarðveg í Þýska- landi, sérstaklega í gamla Austur- Þýskalandi þar sem atvinnuleysi er mjög mikið. ■ Námuslys: 17 létust í eldsvoða TYRKLAND, AP Sautján námamenn létust þegar eldur braust út í koparnámu í Kastamonuhéraði í norðurhluta Tyrklands. Níu náma- mönnum sem lokuðust inni í námunni þegar eldurinn braust út var bjargað úr henni eftir að björgunarmönnum tókst að slökkva eldana. Allir voru þeir meira eða minna slasaðir. Ein- hverra var þó enn saknað síðla í gær og unnið að því að bjarga þeim. „Ég var fastur neðanjarðar í þrjá tíma og var mjög hræddur,“ sagði Ali Cinar, einn þeirra sem sluppu lifandi úr eldsvoðanum. „Ég get ekki lýst því hve ham- ingjusamur ég er,“ sagði hann um björgun sína. ■ AÐSÓKN MEÐ MESTA MÓTI Aldrei hafa fleiri sótt Sundlaug Akureyrar en í ár og miðað við að fjórar sundlaugar í Reykjavík voru lokaðar megnið af ágústmánuði eru aðsóknartölur með mesta móti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÁHYGGJUFULLIR RÁÐHERRAR Joscha Fischer utanríkis- ráðherra og Gerhard Schröder kanslari fylgjast með umræðum á þinginu. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Fagnaði nýju húsnæði Grein- ingar - og ráðgjafarstöðvarinn- ar, ásamt fleiri gestum. FORSTÖÐUMAÐUR Fleiri stöðugildi vantar á greiningar- og ráðgjafarstöðina til þess að hægt sé að vinna á biðlistum og anna þörfinni. 260 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 ? 95 97 88 115 108 99 176 215 228 210 203 217 277FJÖLDI TILVÍSANA EFTIR ÁRUM 16-17 8.9.2004 20:36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.