Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 48
9. september 2004 FIMMTUDAGUR Fyrir tuttugu árum sendi hljóm- sveitin Grafík frá sér hljómplöt- una Get ég tekið séns, sem hafði að geyma lög á borð við Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já. Lög sem allir landsmenn kannast við. Í kvöld ætlar hljómsveitin að koma saman og halda tónleika í Austurbæ í tilefni þessa afmælis vinsælustu plötu sveitarinnar, jafnframt því sem platan sjálf hefur verið endurútgefin. „Það blundaði alltaf í mönnum að grípa þetta tilefni,“ segir Rúnar Þórisson gítarleikari, sem stofnaði Grafík á Ísafirði í kring- um 1980 ásamt þeim Rafni Jóns- syni trommuleikara, sem féll frá í sumar, og Erni Jónssyni bassa- leikara. Helgi Björnsson söngvari bættist í hópinn árið 1983, þá ný- útskrifaður leikari. Hljómsveitin hætti reyndar árið 1987 fljótlega eftir að hún gaf út hljómplötuna Leyndarmál með Andreu Gylfadóttur, sem þá hafði gengið til liðs við sveitina. „Síðan þá hefur bandið ekki starfað saman samfleytt,“ segir Rúnar, en eitthvað hafa þeir þó hist. Síðustu mánuðina áður en Rabbi lést hittust þeir Helgi, Rabbi og Rúnar reglulega og sömdu meðal annars ein tíu lög, sem hugsanlega gætu komið út á nýrri plötu með Grafík áður en langt um líður. „Það er reyndar allt í gerjun eins og er, og það verður bara að koma í ljós hvað verður úr því.“ Í sumar hélt Grafík eina tón- leika í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, að- eins þremur dögum eftir að Rabbi var jarðsunginn. Rúnar segir að andi Rabba hafi svifið þar yfir vötnum. Engu var líkara en hann hefði staðið með hljómsveitinni á sviðinu og Rúnar segist sannfærð- ur um að sú tilfinning muni aftur gera vart við sig í kvöld. „Hann var mikill drifkraftur í sveitinni og gefandi persóna. Það sakna hans allir mikið sem unnið hafa með honum.“ Það verður sonur Rabba, Egill Rafnsson, sem hleypur í skarðið og leikur á trommurnar á tónleik- unum í kvöld. „Það lá beinast við að fram- lengja lífdaga Grafíkur með syni Rabba. Hann lék líka með okkur á tónleikunum á Ísafirði.“ Þess má geta að Egill er einn af krökkunum sem söng bakraddir í laginu Mér finnst rigningin góð. Í þeim hópi var einnig Lára, dóttir Rúnars, sem líka er á fullu í tón- listinni og sendi frá sér sína fyrstu plötu á síðasta ári. Innan fárra vikna er von á nýrri hljómplötu með Rabba, og Rúnar er sömuleiðis með sóló- plötu langt komna í vinnslu. Þá er Helgi Björnsson einnig með eitt- hvað í pokahorninu. ■ Sænska djasstríóið Daisy ríður á vaðið og spilar á fyrstu tónleikum vetrarins í djassklúbbnum Múlan- um. Eins og í fyrra verða tónleik- arnir haldnir í Gyllta salnum á Hótel Borg, en verða á fimmtu- dagskvöldum í stað sunnudags- kvölda. „Þetta eru strákar sem eru bún- ir að geta sér gott orð í Svíþjóð. Þeir eru mjög opnir og fara bæði út í frjálsan djass og svo hefðbundari leiðir í sinni tónlist. Þeir fara svo- lítið út og suður og eru um fram allt skemmtilegir,“ segir Ólafur Jóns- son, einn forsvarsmanna Múlans. Þeir sendu frá sér plötu fyrir nokkrum misserum, sem fékk góða dóma, og hafa spilað víða. Meðal annars ætla þeir til Eþíópíu að halda tónleika þar í beinu fram- haldi af Íslandsferðinni. Þeir hafa einnig leikið mikið með söngvaranum Daniel Lemma, meðal annars í sænsku kvikmynd- inni Jalla Jalla, sem margir kannast við. Dagskrá Múlans í vetur er enn að taka á sig endanlega mynd, en víst er að hún verður stútfull af skemmtilegum tónleikum. „Til dæmis kemur Tómas R. með latínubandið sitt til að kynna fyrstu íslensku djassbiblíuna. Það á að gefa öll lögin hans út á bók,“ segir Ólafur. „Djassbiblía“ er í munni djassara nótnabók með þekktum djasslögum. „Tómas ætlar að spila bæði latínlögin sín og eitthvað af eldra efni. Svo verða sólótónleikar með Hilmari Jenssyni. Hann hefur ekki gert það áður. Einnig verður Guð- laug Ólafsdóttir söngkona með sína fyrstu tónleika á Múlanum, og svo verða tónleikar með Andrési Þór og Jóel Pálssyni. Þeir spila Bill Evans.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Fimmtudaginn 9. september PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ: THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson kl 20 Föstudagurinn 10. september PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ: MANWOMAN e. Ólöfu & Ismo-Pekka Heikenheimo kl 20 Laugardagurinn 11. september PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ MANWOMAN e. Ólöfu & Ismo-Pekka Heikenheimo kl 20 Sunnudagurinn 12. september LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren kl 14 Áskriftarkort í Borgarleikhúsið gildir á 6 sýningar kr. 10.000 þú sparar 5.500 Tíu miða afsláttarkort kostar 18.700 krónur þú sparar 8.700 Frjálst sætaval VERTU MEÐ Í VETUR NÝTT: Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasalan, sími 568 8000 Erich Wolfgang Korngold ::: Robin Hood Jón Þórarinsson ::: Þrír mansöngvar Maury Yeston ::: Kyndarasöngurinn úr Titanic Marlcolm Arnold ::: Tam O´Shanter, op. 51 Jón Leifs ::: Björn að baki Kára úr Sögusinfóníunni Kurt Weill ::: Mackie Messer úr Túskildingsóperunni Stephen Sondheim ::: Broadway Baby úr Follies Richard Strauss ::: Till Eulenspiegels lustige Streiche HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Maríus Sverrisson Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Glæsileg byrjun Starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst á fimmtudaginn með glæsi- legum tónleikum þar sem kynnt er til sögunnar ný íslensk söngstjarna á hraðri uppleið: Maríus Sverrisson. Maríus hefur gert garðinn frægan í Þýskalandi undanfarið þar sem hann hefur m.a. verið í lykilhlutverki í verðlaunasöngleiknum Titanic, sem gekk fyrir fullu húsi í 10 mánuði samfleytt. Tryggðu þér miða og góða byrjun á menningarvetrinum! SÆNSKA DJASSTRÍÓIÐ DAISY Þeir Peter Janson bassaleikari, Joakim Rolandsson saxó- fónleikari og Thommy Larsson trommuleikari spila á Múlanum í kvöld. Múlinn búinn með fríið HLJÓMSVEITIN GRAFÍK Á ÆFINGU Í GÆR Tuttugu árum eftir útkomu vinsælustu hljómplötu sveitarinnar kemur hún saman á tón- leikum í Austurbæ. ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Tuttugu árum síðar 48-49 (36-37) slanga 8.9.2004 20:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.