Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Allir í bandi
Nú er enginn maður með mönn-um nema hann sé í bandi. Væri
hér um erlenda slettu að ræða gæti
maður haldið að allir væru í hljóm-
sveitum.
EINHVER sagði að orð væru til alls
fyrst, en þar sem við búum í samfé-
lagi er það líklega samtalið sem er
til alls fyrst. Spurningin er bara
hvort samtalið sem slíkt sé í útrým-
ingarhættu?
ÞEGAR tungumál verður fyrir flat-
neskju-árás eða þynnir sjálft sig, þá
er það ekkert endilega vegna þess
að erlendar slettur eru að spýta eitri
yfir málið, heldur bara einhver til-
hneiging sem kemur upp af og til
svona til þess að stytta sér leið. Þeir
sem gengu úr og í skóla á sínum
tíma án þess að hafa áhyggjur af því
að kennarar færu í verkfall voru
iðulega samfó. Það var verið að
masa ýmislegt á leiðinni og var þá
oft um svo kallað leyndó að ræða.
NÚ eru allir í bandi. Fólk endar sín
símtöl úti á götu á því að segjast
ætla að vera í bandi. Á barnaheimil-
um áður fyrr þegar farið var í
göngutúra var allur krakkaskarinn
saman í bandi. Börnin þræddu litlu
vettlingaklæddu höndunum sínum
inn um einhverja lykkju og svo
þegar hinn fimm ára Viddi valti sem
hékk framarlega á lykkjubandinu,
datt um koll hrundi öll runan. Bílar
keyrðu framhjá og tvær örmagna
fóstrur önnur fremst og hin aftast
sátu uppi með, eða stóðu uppi með
heilan klasa af grenjandi krökkum
liggjandi á harðri gangstétt á leið-
inni í hljómskálagarðinn. Það vildi
nú líka brenna við að aftasta fóstran
húrraði niður og dróst kannski ör-
lítið með í fallinu. Þessi börn voru
svo sannarlega í bandi. Það er
kannski allt of erfitt að segjast ætla
að hafa samband eða vera hugsan-
lega í sambandi. Kannski fer það
þannig að forskeytið sam- hverfur af
öðrum algengum orðum. Þetta er
ungt par í sambúð. Nei, þetta er ungt
par í búð. Má bjóða þér í samkvæmi?
Nei, má ég bjóða þér í kvæmi.
NÚ ætla ég að vera í bandi í allt
kvöld. Ég sting mér oní prjónatösk-
una og treð mér inn í lopann.
ER það hugsanlegt að tungumálið sé
bara kækur? Að halda uppi samræð-
um gæti verið tómt rugl, kannski er
alveg nóg að við hristum hausinn
meðan við tyggjum.
ELÍSABETAR BREKKAN
BAKÞANKAR
56 Bak 8.9.2004 20:58 Page 2