Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 28
Í hverjum mánuði er gott að gefa sér einn dag til að fara yfir fjár-
hagsstöðuna og gera áætlun fyrir næsta mánuð á eftir. Mikilvægt
er að muna eftir öllum útgjaldaliðum því þeir geta breyst frá mán-
uði til mánaðar. Ef þessu er fylgt vel eftir ætti maður alltaf að hafa
góða yfirsýn yfir fjármálin og lítil hætta á að þau fari úr böndunum.
80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextirEngin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti
Fasteignalán, 5,4% til 7,5% verðtryggðir vextir
Ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt í fasteign
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
H
im
in
n
o
g
h
a
f
www.frjalsi. is
Góð ráð
INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON
SVARAR SPURNINGU UM ÍBÚÐAKAUP OG
LÁNAMARKAÐINN.
Ekki er allt gull sem glóir
Sæll Ingólfur,
Var að velta fyrir mér hvort þú værir
búinn að kynna þér lánin sem til
dæmis Íslandsbanki er að bjóða. Við
eigum ekki okkar húsnæði sjálf en
langar að eignast okkar eigið sem við
erum þó búin að humma fram af
okkur í þrjú ár því við héldum að hús-
næðisverð færi lækkandi. Nú finnst
okkur við vera að missa af lestinni og
verða að fara að stökkva upp í. Eða
hver er rétti tíminn? Er hann liðinn?
Eða á hann eftir að koma?
Kveðja, fjölskylda
í fasteignahugleiðingum.
Heil og sæl.
Þið eruð ekki að missa ef lestinni. Hún
brunar að vísu áfram en ég á von á að
hún komi til baka. Íbúðaverð hefur
hækkað mikið á höfuðborgarsvæðinu
síðastliðin sjö ár og töluvert umfram
hækkun á byggingavísitölu. Sumir sér-
fræðingar óttast að hækkunin sé verð-
bóla sem eigi eftir að springa með til-
heyrandi erfiðleikum fyrir þá sem hafa
veðsett íbúðir sínar hátt. Ég veit ekki
hvað er að gerast en óvissan er næg
ástæða til þess að vara fólk við sem er
að kaupa sína fyrstu fasteign. Eftir að
þensluáhrifum Kárahnjúkaframkvæmda
lýkur óttast þeir svartsýnu að bólan
springi og íbúðaverð lækki.
Það er margt spennandi að gerast á
lánamarkaðnum en lánastofnanir eru
ekki með útsölu á peningum heldur eru
þær að fara inn á íbúðalánamarkaðinn í
samkeppni við Íbúðalánasjóð og það
hefur leitt til lækkandi vaxta á langtíma-
lánum. Ýmsir barnasjúkdómar hrjá enn
þessi tilboð bankanna eins og skilyrði
um önnur viðskipti, hár uppgreiðslu-
kostnaður og fleira. Það er því engin
ástæða til þess að rjúka til núna og
kaupa eða skuldbreyta en þið ættuð að
nota tækifærið og fylgjast vel með því
sem er að gerast.
Gengistryggð lán eru spennandi kostur
en ég myndi ekki fjármagna íbúðakaupin
eingöngu með slíku láni. Það þarf nefni-
lega að fylgjast vel með gengisbreyting-
um og hafa gott nef fyrir peningamark-
aðnum til þess að lenda ekki í erfiðleik-
um. Þið ættuð hins vegar að skoða
óverðtryggð íslensk langtímalán. Það er,
mér vitanlega, ein lánastofnun sem býð-
ur þau. Að mínu mati er þar um að ræða
stærstu byltinguna á íslenskum lána-
markaði síðan verðtrygging á neytenda-
lánum var tekin upp árið 1979. Nafnvextir
á þessum lánum eru að vísu 7,5% en það
segir ekki alla söguna. Það eru raunvextirn-
ir sem telja. Raunvextir eru vextir umfram
verðbólgu og eru því þeir vextir sem þú
greiðir í raun og veru. Raunvextir á óverð-
tryggðu láni með 7,6% nafnvöxtum eru í
dag 3,8%. Raunvextir verðtryggðra lána
eru þeir sömu og nafnvextirnir og eru því
4,2% á ódýrustu nýju lánunum sem
verið er að bjóða og menn halda varla
vatni yfir, en þeir eru samt 10% hærri en
á þeim óverðtryggðu. Óverðtryggð lán
eru hins vegar yfirleitt með breytilegum
vöxtum og þeir því viðkvæmir fyrir verð-
bólgu og vaxtaákvörðun Seðlabankans
en ég hef trú á að þeir eigi einnig eftir að
lækka í samkeppni um íbúðakaupendur
og lántakendur því óverðtryggð lán eru
bestu og ódýrustu langtímalánin á mark-
aðnum í dag.
Kær kveðja,
Ingólfur Hrafnkell
Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is
... að byrja
í líkamsrækt?
Haustið er hafið og margir hafa bætt
aðeins á sig eftir sællífi sumarsins. Þá
er ekkert annað til ráða en að taka
upp hollari lífshætti, breyta mataræð-
inu og skrá sig í líkamsrækt. En hver
skyldi vera grunnútbúnaður til slíkrar
líkamsræktariðkunar og hvað skyldi
hann kosta?
Góðir skór eru auðvitað grundvallar-
atriði í allri hreyfingu. Ef ekki er gætt
að þeim er hætta á ýmsum meiðslum
sem koma í veg fyrir frekari líkams-
rækt og þá er allt farið fyrir
lítið. Góða eróbikkskó er
hægt að fá á verð-
bilinu 6.300-
13.000 krónur.
Sokkar eru til í ýmsum gerðum, bæði
litlir og nettir á u.þ.b. 450 krónur og
eins flóknir stuðnings-
sokkar sem geta kostað
allt að 1.800 krónum.
Bolir geta verið af öllum
stærðum og gerðum,
þröngir og víðir, stuttir
og síðir. Meðalverð á
þeim er 4.000 krónur.
Skiptar skoðanir eru um
buxurnar, sumir vilja
hafa þær þröngar og að
sem minnst fari fyrir
þeim, aðrir kjósa víðari
buxur sem fela ýmsa líkamshluta á
meðan þeir eru að skreppa saman.
Best er þó að velja buxur úr þunnum
og þægilegum efnum sem anda sjálf.
Meðalverð er 5.500 krónur.
Stuðningsbrjóstahaldari er
nauðsyn þegar hoppað er og
skoppað. Hægt er að
fá stuðningstoppa á
3.000 krónur en
íþróttabrjóstahald-
arar geta kostað
allt upp í 5.400
krónur.
Ennisband getur komið sér
vel til að halda síðu hári frá
andlitinu og einnig
til að koma í
veg fyrir að
svitadropar leki
niður í augu. Þau má fá
fyrir u.þ.b. 1.000 krónur.
Til að viðhalda vökvajafnvægi í líkam-
anum er gott að dreypa á vatni á
meðan á líkamsrækt stendur. Margar
líkamsræktarstöðvar eru með sína
eigin vatnsbrúsa til sölu en meðal-
verð er 700 krónur.
Svo þarf auðvitað tösku til að geyma í
það sem þarf að
nota í líkams-
ræktinni, föt-
in, hand-
klæðið og
snyrtivörur.
Má ekki vera of
þung í sjálfri sér
en þarf að rúma
býsna margt. Meðalverð
á tösku er 4.300 krónur.
Kostnaðurinn við að hefja líkamsrækt
getur því verið á bilinu 25.250 krónur
og upp í 35.700 krónur og er þá lík-
amsræktarkortið sjálft ekki tekið með
en verðið á þeim getur verið mjög
mismunandi og margar líkamsræktar-
stöðvar bjóða hagstæð tilboð með
haustinu. Nú standa hins vegar yfir
útsölur í mörgum íþróttavöruverslun-
um og því er hægt að gera góð kaup
þessa dagana og bíða svo í mánuð
eftir að kaupa sér kort.
[ HVAÐ KOSTAR ... ]
Hver eru eðlileg útgjöld fjögurra
manna fjölskyldu á mánuði? Hvaða
vörutegundir þarf að kaupa til
heimilisins og í hvaða magni? Hvað
kostar síminn, æfingatímarnir og
allt hitt? Hér á landi hefur ekki
verið gerð nákvæm rannsókn á
þessu á síðustu árum. Nágranna-
löndin Danmörk, Noregur og Sví-
þjóð hafa staðið sig betur og komið
sér upp nákvæmum neyslustöðlum
eða grunnum sem hafðir eru til við-
miðunar við alls konar útreikninga.
„Norðmenn eru komnir einna
lengst í að þróa sinn grunn og hann
er öflugt verkfæri við almenna
fjármálaráðgjöf og kennslu í skól-
um,” segir Tryggvi Axelsson lög-
fræðingur, sem situr í norrænni
nefnd um neytendamál. Hann tek-
ur fram að í slíkri neysluviðmiðun
sé ekki verið að tala um lágmarks-
framfærslu heldur raunverulegan
og eðlilegan kostnað við meðal-
heimili fólks við góða heilsu. Þar
séu til að mynda ákveðnar snyrti-
vörur teknar inn í, miðað við að
unglingsstúlka sé á heimilinu og
önnur smáatriði séu eftir því.
Breytingar á vöxtum hafi að sjálf-
sögðu áhrif á grunninn og auðvelt
sé að breyta dæminu eftir aðstæð-
um hverrar og einnar fjölskyldu
með hjálp tölvutækninnar. „Þessi
almenni grunnur hefur síðan nýst á
hinum Norðurlöndunum til að búa
til sérgrunna sem miðast við þarfir
þeirra sem eru aldraðir, fatlaðir
eða með langveik börn, svo dæmi
sé tekið,” segir Tryggvi.
Hann telur brýnt að Íslendingar
komi sér upp traustum neyslu-
grunni sem verða megi til að
sporna við yfirskuldsetningu heim-
ilanna í landinu. „Þar væri komið
ákveðið skapalón yfir heimilishald-
ið. Lífsstíllinn í dag er þannig að
við þurfum svona hjálpartæki,”
fullyrðir hann að lokum.
gun@frettabladid.is
Skapalón yfir heimilishaldið:
Til að sporna
við yfirskuldsetningu
Tryggvi segir öll smáatriði tekin með í reikninginn þegar neyslustaðall
sé fundinn út, til dæmis snyrtivörur handa unglingsstúlkunni.
Lífeyrissjóðslán:
Samdráttur
í lánum til
sjóðsfélaga
Á síðastliðnum tveimur árum
hefur verulega dregið úr lán-
um lífeyrissjóða til sjóðsfé-
laga. Á þessu ári hafa sjóðsfé-
lagalán numið um 250
milljónum kr. að
meðaltali á
m á n u ð i
s a m a n -
borið við
r ú m l e g a
1.000 milljón
kr. á mánuði
árið 2000 til
2001. Þannig sést að hlutdeild
lífeyrissjóða í fjármögnun
íbúðarhúsnæðis hefur dregist
verulega saman. Líklegt er að
minnkandi markaðshlutdeild
lífeyrissjóða í íbúðafjármögn-
un megi rekja til harðnandi
samkeppni bæði við Íbúða-
lánasjóð og fjármálafyrirtæki
og að sjóðirnir hafa setið eftir
í samkeppninni. ■
28-29 (06-07) ALLT fjármál nota 8.9.2004 15:22 Page 2