Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 46
„What did George Bush say when he met Tony Blair? Shit, Scheisse, Merde...“ - Textar hljómsveitarinnar !!! á plötu hennar Louden Up Now hitta oft naglann á höfuðið í einfaldleika sínum. 34 9. september 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Nick Cave: Abbatoir Blues/ The Lyre of Orpheus, Embrace: Out of Nothing, Jóhann Jóhannsson: Dís, Hjálmar: Hljóðlega af stað, The Thrills: Let's Bottle Bohemia og Sparta: Porcelain. THE KILLERS Kunna að sjá björtu hliðarnar á lífinu. [ TOPP 20 ] X-IÐ 977 - VIKA 36 „MR. BRIGHTSIDE“ The Killers „WORD UP“ Korn „BARA SMÁ“ Dáðadrengir „MEIN TEIL“ Rammstein „AMERICAN IDIOT“ Green Day „FALL TO PIECES“ Velvet Revolver „BAM THWOK“ The Pixies „GETTING AWAY WITH MURDER“ Papa Roach „VINDICATED“ Dashboard Confessionals „SLOW HANDS“ Interpol „HISS THE VILLAIN“ Sparta „MICHAEL“ Franz Ferdinand „BLUE“ A Perfect Circle „WHATEVER HAPPEND TO... ?“ The Thrills „SOME KIND OF MONSTER“ Metallica „OCEAN BREATHS SALTY“ Modest Mouse „GIRLS“ Prodigy „THE BUCKET“ Kings of Leon „DOWN“ Blink 182 „THE GETAWAY“ Tommy Gun Preachers * - LISTINN ER BÚINN TIL AF UMSJÓNAMÖNNUM STÖÐVARINNAR. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 [ A-listinn á Rás 2 ] Mest spiluðu lögin í stafrófsröð BELLE & SEBASTIAN Wrapped up in books BJÖRK Oceania EMBRACE Gravity FINN BROTHERS Won't give in GEIR HARÐARSON Álfdrottningin HÖRÐUR TORFA Vængir JAGÚAR One of us JOSS STONE You had me KALLI BJARNI & PÁLL RÓSINKRANZ Eins og gengur MARK KNOPLER Boom, like that MORRISSEY First of the gang to die QUARASHI Stun gun RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Dís SKANDINAVIA Never too late TRAVIS Walking along in the sun „Hjaaaallóó,“ segir rödd á hinum enda línunnar sem minnir helst á froskinn Kermit. Það er greinilegt að Damien Rice er í góðu skapi. Þetta hlýtur að vera hann, því ég sló inn símanúmerið hans. Írski tónlistarmaðurinn hefur líka góða ástæðu til þess að kætast. Hann er á leiðinni aftur til Íslands. Í þetta skiptið ætlar hann að taka söng- konuna Lisu Hannigan með. „Jú, þetta er ég,“ viðurkennir Damien eftir að ég læt í ljós að hann hafi ekki náð að gabba mig. „Ég er hérna með vinum mínum að fíflast.“ Damien er greinilega spontant því hann tók skyndiákvörðun um að koma hingað og sendi tónleika- haldara hér á landi sms klukkan eitt um nótt. Sá brást hinn besti við og bókaði Nasa þann 23. sept- ember. Hvað hefurðu verið að bralla frá því að þú heimsóttir okkur síðast? „Við kláruðum tónleikaferða- lagið og svo fór ég til Taílands og Búrma. Við vorum spurð hvort við myndum vilja láta lag á safn- plötu sem var gerð til þess að efla vitund á ástandinu í Búrma. Aung San Suu Kyi, sem vann friðar- verðlaun Nóbels, er enn í stofu- fangelsi eftir að herinn í landinu stal af henni sigrinum í forseta- kosningunum. Við hittum vini hennar, fólk sem var í fangelsi í 15 ár og pyntað. Ég var fluttur yfir landamærin klukkan sex um morguninn á bát með hermönnum sem héldu á stærðarinnar vél- byssum. Ég áttaði mig á því hversu þakklátur ég get verið með mitt líf og frelsi. Ísland er svipað Írlandi og Evrópu. Ef við viljum vatn þá skrúfum við frá krananum. Á mörgum stöðum er ekki einu sinni hægt að fá vatn, eða mat vegna ruglsins sem á sér stað í löndunum. Það er fólk í Búrma sem verður að leita sér skjóls í frumskógunum. Það sveltur auk þess sem það eru jarð- sprengjur út um allt.“ Varstu hræddur? „Já, þennan morgun sem ég var fluttur yfir til Búrma. Mest allur tíminn í Taílandi fór í að heimsækja flóttamannabúðir eða spítala. Tveimur í hópnum gafst skyndilega tækifæri til þess að fara yfir til Búrma, og ég var spurður hvort ég vildi koma með. Á leiðinni þangað vissi ég ekkert við hverju ég ætti að búast. Það var enginn búinn að segja mér hvort þetta yrði hættulegt eða ekki. Þegar ég kom í landið gekk ég mjög varlega um. Mig langaði ekki að stíga á jarðsprengju.“ Hefurðu eitthvað verið að semja? „Já. Lífið er mér gott. Það skaffar mér bunka af tilfinninga- rugli sem ég get notað. Það verður skipsbrot í höfðinu á mér og mér líður illa þar til úr því verður lag. Þetta er kannski svipað því að eignast barn. Konan er í miðjum hríðum. AARRGGHH, ég ætla aldrei að gera þetta aftur! Aldrei! Svo er barnið komið í fangið á for- eldrum sínum og þá finnst þeim eins og þetta hafi allt verið þess virði. Það eru nokkur ný lög sem ég er búinn að semja sem ég er alveg ástfanginn af.“ Og ætlarðu ekki leyfa okkur að heyra? „Kannski, og kannski ekki. Það er hluti af mér sem langar til þess að halda nokkrum lögum fyrir mig, þannig að þau komi á óvart þegar þau koma loksins út. Þessa dagana, með netið, gæti einhver hljóðritað þau. Mér finnst líklegt að ég spili eitt eða tvö ný lög en það er slatti sem ég ætla ekki að byrja að spila strax. Mér finnst þau dýrmæt og ég vil halda þeim fyrir mig fram að næstu plötu.“ Ertu með einhver plön um hvenær hún eigi að koma út? „Nei, ég var með allt planað í síðustu viku. Hausinn á mér var í rusli vegna þess að ég er hræði- legur í skipulagningu. Ég get unn- ið eftir svoleiðis þegar kemur að venjulegum hlutum, eins og að vakna á morgnana. En þegar kemur að því að skapa og hljóðrita plötu er þetta allt annað. Fyrir mér skiptir máli að andrúmsloftið sé rétt. Ég vil finna fyrir mikilli þrá í því að syngja. Annars kann ég ekki við það. Ég sendi umboðs- manninum mínum póst í síðustu viku og bað hann um að stöðva allt saman. Vonandi gerist þetta á eðlilegan hátt. Það yrði svo týpískt að ég myndi klára plötuna og vilja þá fara í heljarinnar tón- leikaferð! Þá verður þetta allt að glundroða. En ég kann vel við glundroða.“ Já, það er alltaf talað um „Hina erfiðu aðra plötu“. „Ég held að margir fari of geyst í það að hljóðrita plötu núm- er tvö. Jafnvel áður en þeir eru búnir að semja lögin. Fyrsta platan mín var svo rosalega kom- inn á tíma að ég var búinn að semja glás af lögum áður en ég tók hana upp. Ég er þannig séð mjög lánsamur, því ég á mikið af efni sem ég get unnið úr. Það sem er erfiðast er að heilinn á mér leyfir mér oft að hugsa of mikið um hvað öðrum á eftir að finnast. Alltaf þegar það gerist enda ég á því að henda þeim upptökum sem ég gerði. Á endanum verður mér alltaf skítsama, og þá geri ég yfir- leitt betri hluti en ég hef gert áður,“ segir Damien. Við verðum þá bara að bíða þangað til að honum verður skít- sama. Opið ehf. flytur Damien inn. Miðasalan hefst laugardaginn 18. september í Skífunni, laugarvegi 26, kl. 10. Miðinn kostar 2.900 kr. biggi@frettabladid.is Landsprengjur og glundroði DAMIEN RICE Segist hljóðrita best á nóttinni. „Mér finnst best að vaka alla nóttina,“ segir Damien. „Ef maður er ekki of þreyttur, þá er maður hálf dasaður, smá latur og eins og drukk- inn. Ef maður er of þreyttur til þess að hugsa of mikið fer líkaminn í sjálfsstjórn og þá sambland- ast ég hljóðfæri mínu. Það eru bestu stundirnar.“ QUARASHI Rás 2 er að hita vel upp fyrir væntanlega breiðskífu Quarashi, sem ætti að skila sér í búðir í lok mánaðarins. 46-47 (34-35) tónlist 8.9.2004 19:25 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.