Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 9. september 2004
Benedikt Reynisson, konungur
undirdjúpanna og umsjónar-
maður Karate, X-ið 977
„Ég hef verið að hlusta á Pin Dack,
plötu sem heitir Off Cells. Svo er ég að
hlusta á Soul
Junk plötu
sem heitir
1956, þetta er
hiphopband
frá Santiago.
Blanda af
m e l ó d í s k u
indírokki og
t i l r a u n a -
k e n n d u
hiphop. Svo
hef ég náttúr-
lega verið að hlusta á Im Being Good
á fullu, þar sem þeir eru að spila í
Klink og Bank á föstudaginn ásamt
Kimono. Þeir verða svo aftur í Stúd-
entakjallaranum á laugardag ásamt
Jan Mayen, Skátum og Retron.“
Gísli Galdur Þorgeirsson, tón-
listarmaður og plötusnúður
„Ég er búinn að vera hlusta á Queen,
plötu sem heitir Night at the Opera.
Þeir voru ekkert
orðnir sérlega
frægir þegar hún
kom út. Það er
alveg magnað
hvernig þeir út-
setja raddir. Hún
hljómar eins og
hún sé mjög flók-
in og mikið af hljóðfærum. Samt eru
þetta bara trommur, bassi, gítar, píanó
og rödd. Þetta er margslungin plata.“
Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona.
„Ég var að kaupa mér Bjarkar diskinn,
Medúllu. Mér finnst hann mjög góður,
mjög spes. Ég fíla
flest á honum en
ekki alveg allt. Ég
var að fá nýju Nick
Cave plötuna. Ég
var bara að fá
hana og fíla það
vel sem ég er búin
að heyra. Betra en
síðasta plata,
a.m.k., sem var
ekkert sérstök. Svo er það nýja
Slowblow platan. Mér finnst hún alveg
frábær. Ég fór á tónleikana með þeim
og Múm um daginn. Mér fannst þeir
rosa góðir, en kannski heldur langir.
Slowblow eru líka frábærir á tónleik-
um. Svo má ekki gleyma Hjálmar.“
Ólafur Páll Gunnarsson, forseti
Rokklands á Rás 2
„Undanfarna viku er ég t.d. búinn að
vera að hlusta á Velvet Revolver, nýju
dúetta-plötuna með Ray Charles sem
heitir Genius Love
Company, Beta
Band plötuna Her-
oes And Zeroes
sem er alveg frá-
bær, Loftsögu
Harðar Torfasonar
og meira á Björk.
Svo var ég dálítið
að hlusta á gamlar
plötur með REM
og U2 um helgina
og mér leið eins og ég væri búinn að
finna gömlu inniskóna mína.“
| Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? |
!
"" #
! $
%
"" #
&'
"" #
( )
"" #
* #
+
The Fiery Furnaces: Blueberry
Boat
„Vegna undarlegs eðli síns hlýtur þessi plata að
vera með þeim forvitnilegri sem hefur komið út í
ár. Hún fer yfir allan skalann þessi plata. Ótrúlega
hrífandi, en ekki búast við því að grípa hana alla
við fyrstu hlustun.“
BÖS
Hjálmar: Hljóðlega af stað
Gripurinn er í raun óaðfinnanlegur og ber þess
greinilega merki að liðsmenn Hjálma hafi unun af
því sem í gangi er. Þá er óhjákvæmilegt að hrósa
hljómsveitinni fyrir töluverða fjölbreytni í sköpun-
inni og sterkur karakter einkennir hvert lag sem
gerir plötuna enn betri. Ég fulllyrði að þessi plata
verið ein besta plata þessa árs þegar upp er staðið
og hvet lesendur til að fylgja Hjálmum um hvert
fótmál. Fullt hús stiga.“
SJ
Damien Rice: b-sides
„Það sem gerir Damien Rice að stórkostlegum tón-
listarmanni í mínum eyrum er tjáning hans. Hann
hefur fengið ótrúlega gjöf með rödd sinni sem
hann gæti hæglega misnotað með því að syngja
„gallalaust“ eins og Idolstjarna. Í staðinn er eins og
hann sé að gefa hlustandanum bita af sál sinni
þegar hann syngur. Ef Damien Rice nær að halda
þessum hætti á næstu plötu gæti hann hæglega
orðið einn merkasti tónlistarmaður Íra á þessum
áratug.“
BÖS
Geir Harðarson: Landnám
„Geir er greinilega undir sterkum áhrifum frá trú-
badorum á borð við Megas, Bubba Morthens og
Bob Dylan. Í því felst bæði kostur og galli. Kostur-
inn er auðvitað sá að lögin minna oft á þessa
meistara og eru gæðin oft á tíðum eftir því. Gall-
inn er aftur á móti sá að Geir gengur of langt í að
hljóma eins og áhrifavaldar sínir því rödd hans er
sjaldan eins tvö lög í röð. Einna best er þegar
Geir er bara hann sjálfur, alla vega að því ég best
veit.“
FB
The Cooper Temple Clause:
Kick Up the Fire & Let the
Flames Break Loose
„Þetta er rokktónlist og ekki er hægt annað en að
líkja þessu við Radiohead. Þetta eru þó engar eftir-
hermur, því þeir líkjast ekki bresku undrabörnun-
um í lagasmíðum, flutning eða tjáningu... heldur
útsetningum. Aðall sveitarinnar er ást þeirra á
laglínunni og vel útsett elektróníkin í bland við
rokkið. Í Bandaríkjunum er greinilega að myndast
ný indie-rokk sena sem finnst gaman að skreyta
hugsmíðar sínar með tölvum. Tékkið endilega á
þessari.“
BÖS
Nina Nastasia: Dogs
„Þessi plata er alls ekki frumleg en einlæg tónlist
sem er vel útsett og smekklega. Einfaldar strengja-
útsetningar skreyta einfalt gítarplokkið og tilfinn-
ingaþrunginn sönginn. Nina Nastasia er svo sann-
arlega gerð úr við en ekki plasti. Alvörukona sem
fjallar um alvöruhluti og tjáir sig á almennilegan
hátt. Heilsteypt og falleg plata.“
BÖS
Björk: Medúlla
„Medúlla er hreint út sagt mögnuð plata. Það er
ótrúlegt að heyra hversu framúrstefnulegri Björk
tekst að vera án þess að nota til þess nokkur
hljóðfæri. Sýnir það fyrst og fremst hversu framar-
lega hún er á sínu sviði. Jafnframt sýnir það og
sannar að nýjustu tæki og tól þurfa ekki endilega
að vera grundvöllur fyrir nýstárlegri en um leið
undurfagurri tónlist.“
FB
TV on the Radio: Desperate
Youth, Blood Thirsty Babes
„Það er ekki oft sem hljómsveitir hitta naglann
þetta vel á höfuðið við fyrstu tilraun. Það gera
TV on the Radio og við hverja hlustun þykir
manni vænna um plötuna. Þið finnið varla
áhugaverðari plötu í hillum plötubúðanna nú
um stundir. Svo mikil hljóðveisla, að maður sér
næstum því hljóðið.“
BÖS
The Magnetic Fields: i
„Aðdáendur Belle and Sebastian ættu að falla
kylliflatir fyrir þessari nýju plötu. Hér er varla veik-
an blett að finna og platan rennur í gegn eins og
bjór á föstudagskveldi. Verulega smekkleg plata
sem á líklegast eftir að eldast vel.“
BÖS
The Prodigy: Always Outnum-
bered, Never Outgunned
„Á þessari plötu er bara eitt gott lag, Hot Ride þar
sem Juliette Lewis vitnar skemmtilega í Burt
Bacharach, restin hljómar bara eins og Howlett
hafi sótt afgangslög í gamla Prodigy-lagerinn og
skellt þeim á plötu. Ein stærstu vonbrigði ársins,
algjört rúnk.“
BÖS
Isidor: Betty Takes a Ride
„Betty Takes a Ride er skemmtileg plata og ein af
þeim betri sem ég hef heyrt á árinu frá íslenskum
flytjanda. Helstu einkenni eru mikil spilagleði og
fjölbreytni, þar sem maður veit sjaldnast hvað
gerist næst.“
FB
Birgir Örn Steinarsson
Freyr Bjarnason
Smári Jósepsson
Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
HJÁLMAR Gagnrýnandi Fréttablaðsins
heldur ekki vatni yfir frumraun reggí-sveit-
arinnar Hjálmar sem kom í búðir í vikunni.
PLATA VIKUNNAR
46-47 (34-35) tónlist 8.9.2004 19:08 Page 3