Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 38
Ástkær bróðir okkar og mágur, Njáll Guðmundsson byggingarfræðingur, frá Böðmóðsstöðum Vesturhúsum 2, Reykjavík Ólafía Guðmundsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Árni Sigfússon, Valgerður Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ingimundur Einarsson, Fjóla Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Erlendsdóttir, Herdís Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigtryggsson, Hörður Guðmundsson, María Pálsdóttir. Verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Miðdalskirkjugarði, Laugardal. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Okkar ástkæri Hallgrímur Gísli Færseth Vallarbraut 6, Reykjanesbæ Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að kvöldi 6. september. Verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 14. september kl. 14. Óla Björk Halldórsdóttir Pálína Færseth og Davíð Eiríksson, Óskar A. Færseth og Ásdís Guðbrandsdóttir, Björgvin V. Færseth og Tinna Björk Baldursdóttir, Katrin Færseth og Guðjón Ólafsson, Hallgrímur G. Færseth og Gréta Lind Árnadóttir, Andrea Olga Færseth og Pálína G. Bragadóttir. Barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma Laufey Ólafsdóttir Skriðustekk 1 lést að heimili sínu mánudaginn 6. september. Ólafur Rúnar Árnason, Ása Ásgrímsdóttir, Guðmundur Árnason, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Sigurður Árnason, Guðbjörg Skjaldardóttir, Þráinn Árnason, Unnur Vilhjálmsdóttir, Már Árnason, Valdís Axfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hjördís Oddgeirsdóttir sem lést miðvikudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. september kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda alzheimersjúklinga í síma 533-1088 eða 898-5819. Eva G. Þorvaldsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Óskar Már Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þorri Hringsson, myndlistarmað- ur og vínunnandi, er 38 ára í dag. Þorri er vínrýnir Gestgjafans og skrifaði hina vinsælu handbók Vín sem komst í efstu sæti bók- sölulista í fyrra. Það mætti því ætla að víngæðingurinn léti það eftir sér að skála í eðalvíni á af- mælisdaginn? „Ég er ekki alveg búinn að ákveða það en það er þó ekki ólíklegt,“ segir Þorri. „Ég ætla að bjóða mömmu minni í mat. Það verður dagamunurinn og hún lofaði að koma með eftir- matinn. Jú, ætli maður taki ekki upp eina ágæta flösku. Þorri segist ekki vera mikið fyrir að vera með tilstand á af- mælisdögum sínum. „Ég reyni yf- irleitt að minnast ekki á afmælið við nokkurn mann og það heppn- ast stundum en það kemur líka fyrir að maður sé yfirtekinn af öðrum sem muna þetta betur en ég.“ Þorri á þó engu að síður góðar minningar tengdar bernskuaf- mælunum. „Þegar maður var sjö, átta, níu og tíu ára skipti þetta mann meira máli. Það voru eigin- lega einu alvöruafmælin þegar maður fann eitthvað fyrir því að maður væri að eldast. Eftir 15 ára afmælið hefur ekki gerst mikið í þeim efnum. Nema þegar ég varð þrítugur, þá hélt ég smá veislu og ætli það verði þá ekki næst eftir tvö ár sem ég geri eitthvað í þá veruna.“ Aldurinn angrar Þorra ekkert sem tekur varla eftir því þegar árin bætast við eitt af öðru. „Ætli ég verði ekki að láta aðra dæma um það hvort aldurinn sé farinn að láta segja til sín en ég finn ekki mikið fyrir því, ekki líkamelga að minnsta kosti.“ Þorri er á fullu við að undir- búa sýningu sem hann opnar í listasafni ASÍ þann 18. þessa mánaðar. „Það fer öll vinnan í það þessa dagana.“ Það er því engin vínbók í gerjun hjá Þorra um þessar mundir en er hann bú- inn að segja allt sem hann telur sig þurfa að segja um eðalvín? „Nei, nei. Ég er ekki búinn að segja allt þó að ég geri ekkert í því þetta árið.“ ■ 26 9. september 2004 FIMMTUDAGUR HUGH GRANT Þessi bráðhuggulegi breski leikari er 44 ára í dag. Bíógestir í Fox Theater í Kaliforn- íu fengu heldur betur óvæntan glaðning á þessum degi árið 1939 þegar stórmyndin Gone with the Wind var forsýnd fyrirvaralaust að lokinni aðalsýningu kvöldsins. Myndin var síðan ekki frumsýnd fyrr en 15. desember þetta sama ár. Framleiðandi myndarinnar, David O. Selznick, hafði komið sér fyrir aftarlega í bíósalnum þetta septemberkvöld og fylgdist með viðbrögðum áhorfenda. Prufusýn- ingar tíðkuðust ekki í þá daga þó að það sé viðtekin venja nú að sýna völdum áhorfendum bíómyndir áður en þær eru settar á markað. Selznick setti heilmikið púður og peninga í gerð Gone with the Wind en þurfti þegar upp var stað- ið ekki að hafa miklar áhyggjur af viðtökunum en myndin sló strax öll aðsóknarmet og sópaði að sér ósk- arsverðlaunatilnefningum og verð- launum. Selznick greiddi 50.000 dollara, sem var fáheyrt í þá daga, fyrir kvikmyndaréttinn að skáldsögu Margaret Mitchell og hóf síðan víð- tæka leit að hinni einu réttu til að túlka aðalpersónuna Scarlett O’Hara. Tökur hófust síðan 10. desem- ber 1938 þó að Scarlett væri ekki enn fundin og handritið væri full- gert. Selznick sem var orðinn fjár- vana seldi MGM alþjóðlegan dreif- ingarrétt á myndinni fyrir 1,5 milljónir dollara og fékk Clark Gable lánaðan frá MGM í hlutverk Rhetts Butler. Það var svo ekki fyrr en í janúar 1939 sem Vivien Leigh tók að sér hlutverk Scarlett. Framhaldið þekkja allir. ■ ÞETTA GERÐIST DAVID O. SELZNICK PRÓFAÐI STÓRVIRKI SITT Á ÁHORFENDUM 9. september 1939 „Ég var bálskotinn í fimleikakonunni Olgu Korbut og Cliff Richard, sem er vandræðalegt þar sem það bendir til þess að þegar ég var sjö ára hafi ég haft slæman smekk og hugsanlega verið samkynhneigður.“ - Hugh Grant reynir að kortleggja persónuleika sinn og leggur æskuástirnar sínar tvær til grundvallar Tilefni til að skála AFMÆLI: ÞORRI HRINGSSON ER 38 ÁRA Skáksveit Rimaskóla fór til Sví- þjóðar í gær til þátttöku í Norð- urlandamóti grunnskóla dagana 10.-12. september. Rimaskóli hef- ur komið feykilega sterkur inn í skákinni en Helgi Árnason skóla- stjóri hefur sinnt skáklífi í skól- anum af miklu kappi. Árangur- inn hefur ekki látið á sér standa þar sem skáksveit skólans tekur einnig þátt í Norðurlandamóti barnaskólasveita sem haldið verður á Íslandi dagana 17.-19. september. Það verður því skammt stórra högga milli hjá Rimaskólaliðinu sem tekur þátt í tveimur stór- mótum á jafnmörgum vikum. Það mun vera einsdæmi að sama sveitin nái þátttökurétti á bæði þessi mót og hefur vakið mikla athygli hér á landi og á Norður- löndunum. Meðal liðsmanna í sveit Rimaskóla er Hjörvar Steinn Grétarsson, Norðurlanda- meistari í flokki 10 ára og yngri. Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, hefur þjálfað sveitina af kappi í sumar. Sveit Rimaskóla er lifandi tákn um hina miklu skáköldu sem risið hefur meðal barna og unglinga með starfsemi skákfélagsins Hróksins og Skákskóla Íslands. ■ RIMASKÓLI: SKÁKSVEITIN GERIR STRANDHÖGG Í SVÍÞJÓÐ Þú getur komið á framfæri tilkynningum um andlát í Fréttablaðinu. Sími: 550 5000 SCARLETT OG RHETT Stormasamt ástar- samband þeirra er fyrir löngu orðið sígilt þrátt fyrir að allt hafi endað í illu og Butler hafi yfirgefið þessa kjarnakonu með þeim orðum að sér væri „andskotans sama“. Rimaskóli í skákvíking til Svíaríkis SKÁKSVEIT RIMASKÓLA Sverrir Ás- björnsson, Hörður Aron Hauksson, Helgi Ólafsson stórmeistari og þjálfari, Ingvar Ás- björnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Óvænt forsýning á Gone with the Wind ÞORRI HRINGSSON Telur meiri líkur en minni á því að hann muni opna í það minnsta eina eðalrauðvínsflösku í tilefni dagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 38-39 (26-27) Tímamót 8.9.2004 19:15 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.