Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 1
STJÓRNMÁL Áhugi er fyrir því innan Samfylkingarinnar að flýta landsfundi flokksins sem á að fara fram næsta haust og þar með einnig væntanlegum formannsslag. Búist er við að á fundinum verði kosið um formann flokks- ins á milli þeirra Össurar Skarp- héðinssonar núverandi formanns og Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Gunnar Svavarsson, for- seti bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar og formaður sveitarstjórnar- ráðs Samfylkingarinnar, segir að undirbúningur fyrir sveitar- stjórnarkosningar árið 2006 sé að hefjast og muni verða kominn á fullt skrið næsta haust, meðal annars með vali á framboðslist- um. Hann segist verða var við mikla umræðu um það innan flokksins hvort hugsanlegt upp- gjör Össurar og Ingibjargar geti blandast inn í þann undirbúning og jafnvel truflað hann. ,,Það hlýtur að vera framkvæmda- stjórnar flokksins að taka ákvörðun um þetta, en ég verð var við að sveitarstjórnarfólk vill flýta landsfundinum“, segir Gunnar. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING SUNNAN OG VESTAN TIL Bjart með köflum austan til en þykknar upp seint í dag. Hiti 10-15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Sjá síðu 6 10. september 2004 – 246. tölublað – 4. árgangur AFTUR Í HÁLFA GÁTT Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra útilokar ekki ESB-aðild í stefnumarkandi ræðu í Borgar- nesi í dag þrátt fyrir orð hans um „nýlendu- stefnu“ Evrópusambandsins í sjávarútvegi á Akureyri. Sjá síðu 2 RÁÐUNEYTIÐ RÖKSTYÐUR RÁÐNINGU Rökstuðningur ráðningar Ragnhildar Arnljótsdóttur í stöðu ráðuneyt- isstjóra félagsmálaráðuneytisins barst Helgu Jónsdóttur í gær. Sjá síðu 4 RÁÐA LEITAÐ GEGN LEIRFOKI ÚR LÓNSSTÆÐI Starfsmenn Landsvirkjunar og Landgræðslunnar leita allra leiða til að hefta leirfok úr lónsstæði virkjunarinnar að Kárahnjúkum. Leir safnast þar upp og hætta er á áfoki á gróið land, þegar snjó og ísa leysir. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 Hundrað milljónir á dag í útgjöld Útgjöld ríkisins vegna almannatrygginga eru nú um 100 milljónir á dag og hafa tvöfaldast á síðustu sjö árum. Öryrkjar eru nú 12 þúsund. ALMANNATRYGGINGAR Útgjöld ríkis- ins vegna almannatrygginga eru nú hundrað milljónir á dag og hafa tvöfald- ast á síðustu sjö árum. Inn- an almanna- trygginga eru e l l i l í f e y r i r, örorkubætur og bætur vegna félags- legrar aðstoð- ar, þar sem heimilisbætur eru stærsti liðurinn. Öryrkjum hefur fjölgað um helming á tímabilinu og eru nú um 12 þúsund en í hverri viku bætast við tíu nýir öryrkj- ar. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun. „Við höfum þegar sett í gang vinnu við að greina orsakirnar fyrir þessari miklu fjölgun ör- yrkja. Meðal annars hefur því verið haldið fram að meiri harka sé í atvinnulífinu nú en áður og þeir sem séu atvinnulausir fari nú frekar á örorkubætur en at- vinnuleysisbætur. Ef það er satt er þróunin ískyggileg,“ segir Jón. Hann segir að einnig verði matskerfi örorku kannað og hvort ástæða sé til að endur- skoða það. Þá segir hann að fjölgun öryrkja vegna geðfötl- unar hafi einnig verið nefnd en það verði sömuleiðis athugað. Jón býst við því að fjölgunin haldi áfram. „Fjölgunin var rúm sjö prósent á síðasta ári, sem er mjög mikil. Við höfum þó ekki séð fyrir endann á þessari þróun,“ segir Jón. Hann viðurkennir að bregð- ast hefði þurft við vandanum fyrr. „Við höfum verið að vonast til að þetta væri einhver toppur sem leitaði jafnvægis aft- ur. Það er þó ekki útlit fyrir að svo gerist og þurfum við því að leggjast yfir þetta,“ segir hann. B a l d u r Guðlaugsson, r á ð u n e y t i s - stjóri fjár- málaráðuneyt- isins, segir að ástæðan fyrir tvöföldun á út- gjöldum til al- mannatrygginga sé ekki aðeins fjölgun bótaþega, heldur einnig hækkun bótafjárhæða. Aðspurð- ur segir hann gert ráð fyrir hóf- legri hækkun á útgjöldum til þessa málaflokks í fjárlögum næsta árs. sda@frettabladid.is GATNAKERFIÐ SPRUNGIÐ Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur eru að jafnaði tíu til fimmtán mínútum lengur á leið til vinnu í borginni á morgnana en verið hefur undanfarin ár. Afar brýnt þykir að fara í stórframkvæmdir í gatnakerfinu sem allra fyrst. Þykir mörgum sem gatnakerfi borgarinnar sé endanlega sprungið. Sjá síðu 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Veldu ódýrt bensín 53%66% Aðilar innan Samfylkingarinnar: Vilja flýta for- mannskjörinu Auður Jónsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ekki sama laukur og laukur ● matur ● tilboð ● grindvíkingar í bobba Albert Sævarsson: ▲ SÍÐA 24 Samstarfinu er lokið Jóhann Jóhannsson: ▲ SÍÐA 38 Semur tónlistina í Dís ● með hráum en fáguðum hljóm nr. 36 2004 Í HVERRI VIKU bíó heilabrot bækur fólk býflugur matur SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 10 . - 16 . s ep tem be r { ÍSLENSKA ÁSTARSAMBANDIÐ } + Ísfólkið Hörður Torfa Helga Vala GJÖRNINGA- KLÚBBURINN bragð • fjölbreytni • orka grillaður kjúklingur caprese og Toppur 599 kr. Gjörningaklúbburinn: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Íslenska ástarsambandið birta ● býflugnabú ● ísfólkið Læknamistök: Sprautuð með ólífuolíu AUSTURRÍKI, AP Læknanemi á sjúkrahúsi í Austurríki spraut- aði aldraðan sjúkling með ólífu- olíu sem hann tók í misgripum fyrir sýklalyf. Læknaneminn greip vitlaust ílát þegar hann fyllti sprautuna, í stað þess að ná í lyfjaglas tók hann smáflösku með ólífuolíu sem sjúkraþjálfari hafði útbúið og ætlað að nota til að nudda sjúklinginn með. Harald Geck, hjúkrunarfor- stjóri sjúkrahússins, sagði að mistökin hefðu getað leitt til banvænnar æðastíflu en að til þess hefði ekki komið. Hann sagði sjúklinginn, 79 ára konu, vera að jafna sig eftir atvikið. ■ MIÐBÆJARROKK VIÐ RÖKKUR Rokkkvöld á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í kvöld fyrir þá sem vilja vaka fram eftir nóttu. Fram koma hljómsveitirnar Ensími, Tommy Gun Preachers og Dr. Spook. JÓN KRIST- JÁNSSON Heilbrigðisráðherra segir vaxandi útgjöld vegna almanna- trygginga áhyggjuefni. BALDUR GUÐLAUGSSON Segir ástæðu aukinna útgjalda ekki síst liggja í hækkun bótafjárhæða. 01 Forsíða 9.9.2004 22:32 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.