Fréttablaðið - 10.09.2004, Page 10

Fréttablaðið - 10.09.2004, Page 10
10 10. september 2004 FÖSTUDAGUR LJÓNSINS MINNST Þrjú ár eru liðin frá því að stríðsherrann Ahmad Shah Masood, sem stýrði uppreisn gegn stjórn talibana í Afganistan, var ráð- inn af dögum. Hann fékk á sínum tíma viðurnefnið „Ljónið frá Pansjir“. Í gær minntist fjölmargt fólk andláts hans í þorpinu Basarak í norðurhluta landsins. Úthýstum veitt aðstoð til að leigja á almennum markaði: Fjórtán misst félagslegar íbúðir HÚSNÆÐISVANDI Fjórtán leigjendum félagslegra íbúða Reykjavíkur- borgar hefur verið sagt upp leigu- samningi á árinu og gert að flytja vegna brota á reglum Félagsbú- staða. Fjórir þeirra hafa verið bornir út með lögregluvaldi sam- kvæmt Sigurði Friðrikssyni fram- kvæmdastjóra Félagsbústaða. Ellý Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík, segir þá sem bornir séu út úr fé- lagslegum íbúðum í flestum tilvik- um hafa rétt á sérstökum húsa- leigubótum. Þeir geti því leitað út á almennan leigumarkað. Ellý segir ástæðu fólks sem flosni úr félagslegum íbúðum margvíslegar. Áfangaheimili og gistiskýli séu kostur sem nýtist sumum. „Þau eru fyrst og fremst fyrir fólk sem hefur misst fótanna, meðal annars vegna óreglu. Við höfum á síðustu tveimur árum opnað tvö heimili; eitt áfangaheim- ili og eitt fyrir heimilislausa. Þau eru fyrir 16 manns. Við erum með rekstur áfangaheimilis fyrir 19 manns og til viðbótar erum við með gistiskýli og búsetu fyrir geðfatl- aða og tökum þátt í rekstri á vernd- uðum heimilum. Þannig að ýmis úr- ræði eru í boði þó biðlisti sé því miður á flest þeirra,“ segir Ellý. Útburður sé alltaf síðasta úrræði brjóti fólk reglur Félagsbústaða. Ellý bendir á að félagsþjónustan sé alltaf reiðubúin að veita fólki í hús- næðisvanda ráðgjöf. ■ KJARABARÁTTA Erfitt er að semja um kjör þegar viðsemjandinn veit ekki hvað kröfurnar hans kosta, segir Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambands Íslands um Landssamband íslenskra út- vegsmanna. Þar standi hnífurinn í kúnni í kjarabaráttunni. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir ummæl- um formanns sjómanna koma sér á óvart: „Ég hélt að viðræðurnar væru í öðrum farvegi en þessum. Á síðasta fundi ríkissáttasemjara var ákveðið að sitja yfir kjaramál- unum alla næstu viku og mark- miðið er að ná saman.“ Sævar segir vilja útgerðar- manna óljósan: „Þeir hafa ekkert reiknað í dæminu og vita ekki hvað þeir eru að fara fram á. Það er klárt. Sáttasemjari er búinn að biðja báða um tölur. Við höfum reitt þær af hendi og einnig hvað við teljum að felist í kröfum út- gerðarmanna í peningum en ég hef ekki séð þessar tölur frá LÍÚ.“ Friðrik segir tölurnar liggja fyrir. Útvegs- menn gefi sér for- sendur og reikni út frá þeim. Þær tölur þekki Sjó- mannasambandið. Ekki sé hægt með óyggjandi hætti að segja hver þró- unin í sjávarút- vegi verði næstu árin. Forsendurn- ar sem menn gefi sér geti því verið misjafnar. Sævar segir út- vegsmenn vilja ganga lengra en gert hafi verið með gerðardómnum árið 2001. Þá hafi verið tekið á fækkun mann- afla um borð í skipunum. „En þeir vilja meira; mikill vill meira. Þeir vilja ganga lengra og taka það sem sparast til sín en ekki færa það þeim sem vinna störfin,“ seg- ir Sævar og bætir við: „Við getum ekki lagt fyrir okkar umbjóðend- ur, sem þegar hafa lækkað um nær 20% í launum frá árinu 2002, samning sem lækkar laun þeirra.“ Friðrik segir ekki vilja útvegs- manna að lækka laun sjómanna. „Það vita sjómenn rétt sem Sjó- mannasambandið. Ef þeir fá öfl- ugri skip þá veiða þeir meira og fá hærri laun. Við erum að tala um að mæta breyttum aðstæðum í sjávarútvegi.“ Sævar segir að það komi að verkfalli sjómanna. „Við höfum yfirleitt haft afar góða þolinmæði. Undangengin tvö til þrjú skipti höfum við leyft þeim að draga okkur á asnaeyrunum í tólf til sextán mánuði. Núna eru þeir orðnir níu,“ segir Sævar. gag@frettabladid.is Forsetakosningar: Bush heldur forskotinu BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sjö til átta prósentustiga forskot á demókratann John Kerry sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun CBS sjónvarpsstöðvarinnar. Nær helmingur aðspurðra, eða 49 prósent, segjast myndu kjósa Bush, 42 prósent Kerry og eitt pró- sent óháða frambjóðandann Ralph Nader. Þegar Nader var sleppt úr upptalningunni á frambjóðendum jókst fylgi Bush lítillega, fór í 50 prósent, en Kerry stóð í stað. Í könnun CBS í síðasta mánuði hafði Kerry forskot á Bush, sérstaklega ef ekki var spurt um Nader. ■ debenhams S M Á R A L I N D Freistandi tilboð Þeir sem kaupa nýja Light Diffusing farðann og aðrar vörur frá No Name fyrir 3.500 kr. eða meira fá kinnalit að verðmæti 1.800 kr. að gjöf. Vertu töfrandi! N‡i, byltingarkenndi Light Diffusing far›inn frá hylur einstaklega vel og hentar konum 25 ára og eldri sem eru með: • normal/flurra hú› • ofnæmisgjarna og rau›a hú› • ójafnan hú›lit og fínar áberandi línur HELSTU KRÖFUR SJÓMANNA: Uppsagnarfrestur lengdur: Er ein vika fyrstu tvö árin í allt að þrjá mánuði Lífeyrissjóður: fái sömu hækkanir og á almennum markaði Séreignarsjóður: fái 2% á móti heildarlaunum ekki kauptryggingu Kauptrygging í 7 daga veikist börn Sjúkra- og orlofssjóður verði tekinn af heildarlaunum ekki kauptryggingu Kauptrygging hækki um 3% er 127 þúsund á mánuði Samtals: Kröfurnar hækka launatengd gjöld um rúm 4%. HELSTU KRÖFUR ÚTVEGSMANNA: Tekið sé mið af tækninýjungum og aukinni afkastagetu nýrra skipa Horft sé til breyttra þarfa markaða fiskafurða Ákvæði um 30 tíma stopp í landi eftir hvern túr sé afnumið þar sem þeir hafi styst Útgerð fái 3/4 hlutar og 1/4 fari til sjómanna þegar fækki í áhöfn Sveigjanleiki samninga fyrir hvert skip vegna mismikillar afkastagetu Netabátar þurfi ekki að stöðva veiðar aðra hverja helgi heldur geti fært dagana til Auka verðmæti svo meira sé til skiptanna fyrir sjómenn og útgerðir Samtals: Misjafnt eftir gefnum forsendum. Á FUND ÚTVEGSMANNA Formaður og framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands koma á fund Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hjá ríkissáttasemjara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ,,Á síðasta fundi ríkis- sáttasemj- ara var ákveðið að sitja yfir kjaramál- unum alla næstu viku og mark- miðið er að ná saman. Óljósar kröfur útvegs- manna vandamálið Sjómenn segja erfitt að semja um kjör þegar útvegsmenn viti ekki hvað kröfur þeirra kosti. Útvegsmenn segja tölurnar reiknaðar út frá forsendum um framtíðarþróun sjávarútvegs. NEÐRA BREIÐHOLT Þeir sem missa félagslegar íbúðir borgarinnar vegna brota á leigusamningi fá aðstoð við að leigja á almennum leigumarkaði. Friðargæsla: Ráða kannski málaliða BELGÍA, AP Ef ríki heims útvega ekki nógu marga hermenn til að sinna friðargæslu í Kongó geti það orðið til þess að Sameinuðu þjóð- irnar verði að leita til einkaaðila til að sinna friðar- gæslu, sagði Aldo Ajello, sendimað- ur Sameinuðu þjóðanna í Mið-Afríku. Sameinuðu þjóðirnar hafa hingað til neitað að nota einkarekn- ar hersveitir, öðru nafni málaliða, við friðargæslu. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að fá ríki heims til að leggja til hermenn í friðargæslu og hefur það leitt til þess að lítið hefur gengið að koma upp nægi- lega öflugu friðargæsluliði í Kongó. ■ GÆSLULIÐAR Á LEIÐ TIL KONGÓ 10-11 9.9.2004 21:58 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.