Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 2. september 1973 Ef til þess kemur, aö kjarnorkusprengjum rigni yfir Frakkland, er þaö kannski einhverjum nokkur huggun, aö Pompidou forseta er ekki hætt f ncöanjaröarbyrgi sinu. HÓTEL RAGNARÖK Eins og kunnugt er hafa Frakk- ar veriö iönir viö aö sprengja kjarnorkusprengjur i tilrauna- skyni og látið mótmæli annarra þjóöa eins og vind um eyrun þjóta. 1 umræðum um þetta efni hefur ýmislegt fróðlegt komiö i Ijós. Nýlega var t.d. i fyrsta sinn sagt frá neöanjarðarby rgi Pompidous forseta, sem er i smþ- bænum Taverny, 25 km fyrir vestan Paris. Þangaö mun forset- inn halda, ef til þess kemur að kjarnorkuárás verður gerö á Frakkland eða hún talin vofa yfir. Þarna er auðvitaö rammlega um hnútana búið, enda mikilvægt aö forsetinn og nánustu sam- starfsmenn hans komist lifs af úr hamförunum. Stöðugur vöröur er um byrgið og hægt er að taka það i notkun fyrirvaralaust. I Taverny er lika yfirstjórn franska flughersins og rúmlega hundrað metra i jörðu niðri er sórstök herstjórnarmiðstöð, sem gripið verður til i kjarnorkustriði, svo að hægt verði að gjalda liku likt. Pompidou er yfirmaður herafl- ans eins og Nixon og það er þess vegna hann,sem ákveður hvort Frakkar varpi kjarnorkusprengj- um á óvinina eða ekki og sam- kvæmt áætlunum á hann að hraða sér til neðanjarðarbyrgisins, svo að hann sé úr allri hættu, ef hætta er á kjarnorkustriði. Bar og sniglagafflar Inngangurinn i þetta sprengju- helda byrgi er hinn nýtizkulegasti og niöri i jörðinni er allt fullt al' rafeindatækjum, sem mikil leynd — þar geta höfðingjarnir setið við barinn og skálað á meðan milljónir manna farast ívítiseldi kjarnorkunnar 1. Mynstrið er stillt með einum hnappi. 2. Örugg fjöðrun nálanna varnar lykkjufalli. 3. Klukkuprjónskamburinn er festur með einu handtaki. 4. Engin lóð, engar þvingur, ekkert erfiði. Prjónar ba»ói (irofl narn «íj l«pa Knittax prjónavélar; nýtízkulegar, öruggar. 25 ára reynsla um allan heim : ■ ■ 'vvV:-::.V GUNNAR ASGEIRSSON H F. Suóurlandsbraut 16 Laugavegi 33 Sími 35200 |I í i i 111 Uiiiiii i} i i 11 í i i iili 11 \ i \). hvilir yfir. Húsakynnin eru tvenns konar. Forsetinn hefur auðvitað einkaherbergi, svo að ekki væsi um hann, og sama máli gegnir um ráðherrana og æðstu yfirmenn heraflans. Undirmenn og þjónustulið kemst hins vegar af með 5-20 manna svefnklefa, enda er hlutverk þess ekki annað en það að sjá um að höfðingjarnir hafi það notalegt á meðan þeir ihuga hvernig þeir fái klekkt á óvinunum. ibúð forsetans er auðvitað búin öllum þægindum, sem hugsast geta, enda væri annað ósæmilegt svo miklum höfðingja. Hann hef- ur t.d. sérstaka gaffla til þess að borða snigla, sem Frakkar hafa mikið dálæti á. Þá er bar i byrg- inu, svo að menn geti fengið sér hressingu á meðan þeir sem ekki fá inni i þessu sprengjuhelda neð- anjarðarbyrgi, stikna i kjarn- orkueldinum. Auðvitað er lika fullkominn matsalur þarna niðri i jörðinni og eldhús og allt sem til þess þarf. Taverny var byggt til þess að forsjármenn þjóðarinnar lifðu kjarnorkuárásina, sem allir vona auðvitað að verði aldrei gerð, en þeir eiga annarra kosta völ, ef þeir komast ekki til Taverny. Skammt utan við Lyon er annað sprengjuhelt byrgi, en fari svo að forsetinn verði að leita þangað verður hann að sætta sig við öllu lélegri húsakynni, þvi að þar eru honum ætluð sams konar her- bergi og ráðherrunum. Nálægt borginni Chateauroux i miðju Frakklandi er byrgi þar sem þeim herforingjum sjóhersins, sem hafa með höndum stjórn kjarnorkukafbáta Frakka, er ætl- að skjól. Fimmtiu milljaröar 1 þvi byrgi er langdrægur út- varpssendir og ratsjá og það er svo öflugt að þvi á ekki aðeins að vera óhætt, þótt til kjarnorku- striðs komi heldur á það lika að standast sýklaárás. Undir franska hermálaráðu- neytinu er byrgi handa yfirher- stjórn alls franska heraflans og þaöan er kjarnorkusprengingum hinum megin á hnettinum stjórn- að. Kjarnorkuviðbúnaður Frakka er margþættur. Þeir eiga Mirage IV flugvélar búnar kjarnorku- sprengjum, um borð i kjarnorku- knúnum kafbátum eru eldflaugar með kjarnasprengjum og i hérað- inu Provence biða kjarnorkueld- llaugar i byrgjum búnar til skots. Þessu verður öllu stjórnað úr byrginu i Taverny. Tilraunasprengingar Frakka á Kyrrahafi eru einn liðurinn i þeirri viðleitni þeirra að skjóta hugsanlegum fjandmönnum skelk i birngu. Siðastliðið ár kost- uðu kjarnorkuvopnin franska skattgreiðendur upphæð sem svarar um fimmtiu milljörðum islenzkra króna, en ekki er vitað hversu mikið af þvi fé rann til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.