Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 39

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 2. september 1973 TÍMINN 39 ® Litið yfir þáttur búskaparsögu minnar. Arin 1932-33 var stofnað mjókur- samlag i Borgarnesi. Reis það upp úr vanmáttugum félagsskap um mjólkurvinnslu, sem hafði verið þar áður. Arið 1934 byggði ég fjós yfir tuttugu og tvær kýr. Þá var hún að herja á sauðféð, garnaveikin, sem Niels Dungal fann upp lyfið gegn siðar. En ég byggði mit't fjós svona stórt vegna þess, að ég hélt að ég gæti lifað á þeim kúm, sem i fjósið kæmust, ef ekkert rættist úr með sauðfjár- búskapinn, Annars var ég búinn að koma upp nokkuð stóru fjár- búi, þegar þetta var. Ég mun hafa verið með um það bil þrjú hundr- uð fjár á fóðrun um þetta leyti. Satt að segja þótti mér það skemmtilegra en að fást við kýrnar og mjólkurframleiðsluna, en maður varð að haga sér eftir aðstæðunum, og þróunin varð sú, að mjólkurframleiðslan varð sterkasta haldreipið i minum búskap. — Þú nefndir ánægju af kindum. Hvaða húsdýr þóttu þér skemmtilegust? — Umgengni við hesta þótti mér alltaf ánægjulegust. Framan af árum þurfti ég mikið á hjálp þeirra að halda, bæði við heyskap, jarðvinnslu og ferðalög. Þegar flest var, átti ég átta hesta, sem hægt var að setja fyrir drátt, og ég átti lika búning á þá, svo að þeir gátu allir verið að störfum samtimis, hvort sem heldur var við að brjóta land eða afla heyja. Svo leið nú timinn. Upp úr strið- inu komu dráttarvélarnar og ég fékk fljótt eina. Þá léttist á klár- unum minum, einkum þó erfiðið við jarðræktina. Hrossaeign og mjólkur- framleiðsla. — Er þarna góður útigangur fyrir hross, eða þurftir þú að hafa þetta allt á innigjöf? — Stóðið bjargaði sér mestu leyti úti. Það voru sjaldan svo erfiðir vetur, að þyrfti að hýsa stóðmerar og unghesta, en folöld og veturgamalt, og eins vinnu- hestarnir — þetta var allt á gjöf. — Attir þú margt i stóði? — Yfirleitt ól ég upp öll min hross sjálfur, þau voru komin út af stofni föður mins. Það er löng saga og alls ekki ómerk, hvernig þessi hrossaeign komst á rekspöl, en kannski er ofmælt að tala um stóð, þótt ég notaði það orð áðan. Þetta voru svona á milli tuttugu og þrjátiu hross, þegar flest var. Og þegar ekki voru efni til að kaupa hesta, hvorki til vinnu eða skemmtunar, leiddi það af sjálfu sér, að maður sækti þá i sitt eigið bú. — Þú hlýtur að hafa selt eitt- hvað af hestum, fyrst þú varst með svona mikla hrossfram- leiðslu? — Já, dálitið gerði ég það þvi, einkum meðan erfiðast gekk að standa i skilum við skuldirnar. Þá seldi ég allt, sem ég gat við mig losað. En það verður að segjast, að þegar verðþensla striðsáranna var komin til sögunnar, batnaði hagurinn miklu fljótar en mann hafði nokkru sinni dreymt um, enda voru þá börnin sem óðast að koma á þann aldur að geta hjálpað manni. Þau áttu vitan- lega sina hesta, og allt var þetta til þess, að hrossasalan dróst mjög saman. — Og alltaf hefur verið ræktað, jafnt og þétt? — Já. Það var sama, hvort árin voru kölluð kreppuár, striðsár eða eitthvað annað: Alltaf var barizt við að rækta eins mikið og hægt var, og þar kom, að túnið var orðið allstórt. Þá komu fjárskipti til sögunnar, mæðiveikin drap niður féð fyrir manni. Við sóttum fé til Vestfjarða, og einn var ég af þeim, sem þangað fóru til kinda- kaupa. Það var haustið 1951. Svo liðu ellefu ár. Það var orðið margt fé heima, eitthvaðyfir þrjú hundruð kindur. Þá kom annar vágestur til sögunnar. Það uppgötvaðist garnaveiki í minu fé. Þá var land mitt girt af, og árið eftir var allt mitt fé skorið niður og ég stóð uppi kindalaus. Siðan hefurekki verið sauðkind á Skálpastöðum. Þegar hér var komið við sögu, höfðum við stofnað félagsbú, ég og synir minir tveir, og nú hurf- um við að þvi ráði að byggja fjós fyrir allmarga nautgripi, og nú lifir maður á mjólkurframleiðslu. — Kannski lika á hrossum? — Þau eru nú meira til ánægju. Ég er hættur að búa, þótt ég eigi enn fáein hross, og þótt það komi fyrir, að ég selji hest og hest, þegar svo ber undir, þá er það ekki gert i gróða skyni, heldur einfaldlega vegna þess, að maður má ekki fjölga þessu hóflaust. Ég er orðinn gamall maður, og þarf ekki á mörgum hestum að halda, en ég þarf að njóta þeirrar ánægju, sem hrossin veita mér. Hestavisur — Nú má ég til að spyrja þig um eitt, Þorsteinn: Þú ert auðsjáan- lega mikill hestamaður. t Borg- arfirði er skáld á öðrum hverjum bæ, enda eruð þið sjálfsagt allir út af Agli Skallagrimssyni. Þú hlýtur að hafa ort hestavisu, og þær margar? — Ekki ég ég svarið fyrir það að hafa einhvern tima hnoðað saman hestavisu, En ég hef ekki lagt svo mikið upp úr því, að ég hafi verið að flika þeim hlutum. — Þú hefur kannski stungið þvi niður hjá þér til geymslu? — Ég skal játa, að ég átti margar yndisstundir með hestunum minum. Þá getur maður komizt i það skap að vilja lýsa hugsun sinni með sérstökum hætti, og þá hefur það slys hent, að orðið hafa til ferhendur. — Ætlar þú ekki að leyfa mér að birta neina? — Ég veit ekki, hvað segja skal um þetta. Mér er ekki fullkom- lega ljóst, hvort ég hef getað skilað þvi til annarra eins og ég fann til sjálfur, þegar mér varð þetta að orði. — Jú, kannski ég lofi þér að heyra eina eða tvær visur Mér kemur þá fyrst i hug visa, sem ég orti fyrir áratugum. Hún er um hest, sem mér þótti vænt um. Það var rauður foli, sem ég var að temja fyrir annan mann. Ég var þá nýkominn yfir ótræðiskeldu, þar sem folinn hafði stiklað yfir án þess að sökkva i. Þegar við vorum komnir niður á árbakkann, gerði ég þessa visu: Vel ég finn mér væri það veigamestur auöur, ef þú gætir gert mig að góðum manni, Rauður. Seinna bar það til, að mér varð þessi staka á munni: Aldrei hestur beizli bar betur spretti feginn, það var sem hryndu hendingar, hvar scm hann snerti vcginn. Laxveiði — Nú er Borgarfjörður við- frægur fyrir hlunnindi, meðal annars lax og silung. Er ekki nóg af þeim hlutum heima hjá þér? — Grimsá rennur eftir Lundar- reykjadal endilöngum. Hún er mjög laxauðug, og er orðin gull- kista núna, siðan myndað var veiðifélag um hana. En það er ekki nýtt, að hún færi björg i bú á • Skálpastöðum. Frá þvi að ég var tiu ára. eða jafnvel enn yngri, var ég si og æ með veiðarfæri i nærliggjandi lækjum og siðar i Grimsá. Ég hef vist fæðzt með þessa bakteriu, sem iaxveiðimenn tala um. Það'mun ekki vera ofmælt þótt sagt sé, að ég hafi veriðmeð einhvers konar veiðarfæri i höndunum siðast liðin sextiu ár. Ég eignaðist af- bragðs áhöld til þessara hlutaog veiddi lika oft ágætlega. Fyrir landi Skálpastaða er Grafarhylur sem margir þekkja. Það var ekki óalgengt að dagsveiðin jafnaði sig upp með tiu, tólf og upp i fimmtán pund. einu sinni veiddi ég á sunnudagskvöldi tvo laxa, og var annar tuttugu og tvö pund, en hin tuttugu og átta pund. Það er sjálf- sagt hæsta meðalvigt, sem ég hef fengiðá einum degi. Og skemmti- leg var glima við þá. — Var það lika mikill fjöldi ein- staklinga, sem veiddist? — Ég held, að ég hafi aidrei veitt fleiri en ellefu eða tólf fiska á dag. Ég man eftir sjö löxum, sem vógu saman lagt hundrað og átta pund. Það var falleg veiði og ánægjulegt dagsverk, að auðvitað fór ég margar fýluferðir. Þær gleymast, en hitt situr eftir, sem ánægjulegt var. Á félagslegum grundvelli — Þú gazt þess áðan, að þið hefðuð búið félagsbúi, feðgarnir. Þið hafi þá fengið samfellda þróun i stað kynslóðabiis? — Það er lögmái lifsins, að einn gengur úr leik og annar tekur við. Þau skipti urðu auðvitað heima á Skálpastöðum eins og annars staðar. En ég leyfi mér að segja, að þau hafi ekki viða orðið með ánægjulegri hætti en þar. Upp úr 1960stofnuðum við félagsbú, tveir synir mfnir og ég bjuggum þannig i um það bil áratug. Það var mjög skemmtilegur tími í mfnum búskap, og ég gleðst mjög yfir þvi, að búskapur minn skyldi enda á þann hátt, að þessir tveir nýtu menn tóku við honum 1 tiu ár, eða tæplega það, gat ég búið með þeim og siðan dregið .mig út úr, þegar allt var komið á góðan rekspöl. — Ert þú alveg hættur búskap núna? — Já, ég dró mig til baka frá féiagsbúskapnum árið 1970, og hef ekki verið bóndi siðustu tvö árin. Ég vildi hætta, og hafði tii þess margar gildar ástæður. Starfsþrek mitt var ekki hið sama og áður, og ég fann, að ég gat ekki boðið upp á sömu afköst og þeir, sem að búskapnum stóðu með mér. Auk þess vildi ég hætta,, áður en ég væri kominn i kör. Mig langaði að lifa dálitið frjálsu lifi seinustu árin, svipast um i minu eigin landi og öðrum. Ég vissi lika, að ég gat hætt áhyggjulaus þess vegna, að synir minir héldu starfi minu áfram. — Þið hafið nátúrlega ekki verið iðjulausir, eftir að þið voruð farnir að búa þrir i félagi? — Nei, það var alltaf veriö eitthvað að gera. Arið 1964 réðumst við i að byggja stórt fjós. Það tekur rösklega hundrað naut- gripi, enda þurfti þess, þvi að höfðatalan i fjósi hefur komizt eitthvað yíir hundraðið, þegar flest hefur verið. Þetta var félagsátak, og heppnaðist vel, þótt þau hafi sina kosti og galla, þessi lausagöngufjós. Það er litil vinna að hirða þetta og reka. — Eru gripirnir látnir ganga lausir i fjósinu? — Já, þar er aldrei bundin kýr, og ungviðið er haft laust i sinum stium. Það er ekki annað að gera en að koma fóðrinu til gripanna, vatnið hafa þeir hjá sér, og svo er allt á grindum með tveggja og hálfs meters hauggeymslu undir, svo að skepnurnár eru alltaf þurrar og þokkalegar. Ég hef ekki getað betur séð, en að skepnum liði ágætlega við þessar aðstæður. — Hvað eru eiginlega margar mjólkandi kýr,i hundrað gripa hjörð? — Það er dálitið misjafnt. Svona á milli sextiu og sjötiu. Það þarf gifurlega mikið kálfauppeldi til þess að halda við svo stórum stofni, þvi að mjólkurkýr heltast úr lestinni af fleiri ástæðum en elii einni saman. Kvigur mis- heppnast stundum, og margt fleira getur bjátað á. Á góðu kveldi — Viltu ekki segja eithvað fleira um búskapinn? Það held ég ekki. Það gæti litið út eins og lofgerðaróður frá sjálfum mér um mig og mina syni. Ég vil aðeins bæta þvi við, að mér finnst þettá ánægjulegur endir á búskaparsögu gamals manns. Nú er ég orðinn „kóngsins lausamaður”, get verið þar sem mér gott þykir og hef ekki undan neinu að kvarta. — Þú ert nú reyndar búinn að“ segja það, — en ertu ekki ánægður með lifið, eins og það varð? — Jú sannarlega. t gamla daga voru það kallaðar góðar sögur. sem enduðu vel, og ég get ekki annað séð, en að það eigi við um, mina starfssögu Hún var að visu erfið og meira að segja kannski tvisýn, um skeið, en þetta þróaðist allt til þeirrar áttar að fara batnandi. Ég get ekki annað en verið ánægður, og ég er ekki þreyttari né svartsýnni en svo, að ég held að ég myndi halla mér að landbúnaði, ef ög væri á manndómsárum núna, og ætti að velja mér ævistarf. — vs Skrifstofustörf Stúlkur óskast uú þegar til afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra. Tollstjóraskrifstofan, Tryggvagötu 19, simi 18500. TISSA WEERASINGHA FRÁ CEYLON iingur inaður — sem nýlokið liefur liiiigu luími við Hibliu- skóla i Ramlarikjunum — verður gestur okkar i Fila- •lelfiu, ilátúiii 2, Reykjavik, (lagana 2. til 9. sept. Rihliukennsla verður livern <lagkl.5e.h. — Irá þriðjudegi til föstudags. Éiunig verða vakningasam- komur á hvcrju kvöldi kl. K.30. — Ath. á sunnudags- kvöldum kl. 8.00. Við viljum livetja þig til að nota þetta cinslæða tækifæri til að koma og hlusta á fram- úrskarandi predikára. Þakpappa Asfaltpappa Veggpappa Ventillagspappa Loftventla Niöurföll fyrir pappaþök Þakþéttiefni Byggingavöru- verzlun TRYGGVA HANNESSONAR Suðurlandsbraut 20 Simi 8-32-90 r, KALT B0RÐ\ í HADEGINU L f NÆG BILASTÆDI \\ BLÓMASALIJR mm LOFTLBÐIR \* BORÐAPANTANIR I SIMUM 22321 22322 BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9. VÍKINGASALUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.