Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN. Sunnudagur 2. september 1973 Menn og máUfni Forysta Islands og 200 mílur Kanada fór í slóð íslands Þaö kemur mjög glöggt i ljós vföa um heim, að útfærsla fisk- veiöilögsögu íslands i 50 milur hefur haft mikil áhrif og orðið þeim, sem berjast fyrir stækkun fiskveiöilögsögu, mikil hvatning. Þannig er t.d. bersýnilegt, að hún hefur haft úrslitaáhrif i Kanada. A fundi hafsbotnsnefndarinnar i fyrrasumar lögöu Kanadamenn fram óljósar tillögur um fisk- veiöimálin, þar sem engin ákveð- in mörk voru tilgreind. Þetta var strax gagnrýnt af helzta stjórnar- andstöðuflokknum i Kanada, í- haldsflokknum, og þó einkum eft- ir að Islendingar færðu fiskveiði- lögsöguna út i 50 milur. Forustu- menn hans bentu á, að það væri hlálegt að Kanada hefði ekki nema 12 milna fiskveiðilögsögu meðan tsland hefði 50 milna fisk- veiöilögsögu. Þetta varð til þess, að sjávarútvegsmálaráöherra Kanada, Jack Davis, flutti ráeðu á flokksfundi 26. mai siðastl., þar sem hann lýsti þeirri stefnu stjórnarinnar, að 'Kanada myndi á hafréttarráðstefnunni fylgja þeim rikjum, sem beittu sér fyrir 200 milna óskertri fiskveiðilög- sögu. Auk þess myndi Kanada beita sér fyrir þvi, að fiskveiði- lögsagan næði til þess hluta land- grunnsins, er væri utan 200 miln- anna, eða a.m.k. út á 1800 m dýpi. Sfðar hafa Kanadamenn talað um enn meira dýpi, jafnvel 3000—4000 m. Ahrifin frá útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar sáust vel á þvi, að ráðherrann lét fylgja ræöuhandriti sinu, er það var af- hent blöðunum, tvo uppdrætti, sem sýndu 12 milna mörk, 50 milna mörk og 200 milna mörk. 50 milna mörkin voru sett vegna þess, aö IhaIdsflokkurinn hafði haldið þvi fram, aö Kanadamenn mættu ekki ganga skemmra en tslendingar. Annar umræddra uppdrátta fylgir þessari grein. Krókur ó móti bragði thaldsflokkurinn lét sér þessa yfirlýsingu Davis vel lika, en treysti henni ekki fullkomlega, þar sem sá orðrómur gekk, að rikisstjórnin öll væri ekki á sama máli og væri þó einkum utanrikis- ráöherrann ihaldssamari I þessu- um málum en sjávárútvegsmála- ráðherrann. Það væri ekki heldur nóg að styðja 200 milurnár á haf- réttarráðstefnunni, heldur yrði Kanada að lýsa yfir skýrt og skorinort, aö það ætlaði að helga sér 200 milna fiskveiðilögsögu. I- haldsflokkurinn flutti þvi þingsá- lyktunartillögu, þar sem þvi var yfirlýst, að Kanada myndi helga sér 200 milna fiskveiðilögsögu og yrði þaö látið koma til fram- kvæmda strax og þurfa þætti. Þetta er túlkað þannig, að Kan- ada muni biða átekta og sjá fram- vinduna á hafréttarráöstefnunni, en geti þó helgað sér 200 milna efnahagslögsögu, ef ráðstefnan dregst á langinn. Þá þýðir þetta örugglega, aö Kanada muni til- einka sér 200 milna efnahagslög- sögu, ef ráðstefnan fer út um þúf- ur. Niðurstaðan varð sú, að tillaga Ihaldsflokksins var samþykkt samhljóða af þinginu og er hún þvi yfirlýst stefna Kanada nú. Hversu mikils kanadiski I- haldsflokkurinn metur forustu Is- lendinga má ráða af þvi, að nokkru eftir þessa ákvörðun kanadiska þingsins komu fjórir þingmenn hans hingað i heimsókn til að kynna sér stefnu og mál- flutning íslendinga. Tvimæla- laust á ísland góðum skilningi að fagna, þar sem kanadiski íhalds- flokkurinn er, enda hagar nú þannig til, að hann fer méð völd i fylkjunum, sem eru á austur- ströndinni, og ber þvi hag útgerð- arinnar þar sérstaklega fyrir brjósti. Uppdráttur þessi fylgdi ræðu kanadiska sjávardtvegsráöherrans, sem sagt er frá íMönnum og málefn- um i dag. A uppdrættinum eru merktar inn 12 milur, 50 mflur og 200 mllur — 50 milurnar eru merktar inn vegna þess, hve mjög stjórnarandstæöingar vitnuöu i útfærslu Islenzku fiskveiöilögsögunnar og knúöu þannig fram stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. LABiJADOr? '//// /\ '////'\ ^úverandi fiskveiöilögsaga Kanada andgrunn (200 metrar) idgrunn til 1800 metra ' AvVí Land 12 milna mörkin Tillaga um fiskveiðilögsögu við austurströnd Kanada 50 milna mörk 200 milna mörk Áhrifin í Noregi 1 Noregi hefur útfærsla islenzku fiskveiðilögsögunnar tvimæla- laust haft mikil áhrif á ákvörðun stjórnmálaflokkanna. Hreyfing sú, sem reis gegn inngöngu Nor- egs i Efnahagsbandalagiö, var yfirleitt fylgjandi útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar og hafði for- dæmi Islendinga mikil áhrif á hana. Þeir sem beittu sér fyrir aðild Noregs að Efnahagsbanda- laginu, vildu hins vegar fara sér hægt I landhelgismálum. A fund- um hafsbotnsnefndarinnar sið- astl. sumar, var mjög óljóst hver afstaða Noregs myndi veröa. Úr- slit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðildina að Efnahagsbanda- laginu og stjórnarskiptin, sem fóru i kjölfar þeirra, styrktu mjög stöðu þeirra, sem vildu útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Málstaður Islands hlaut jafnframt mikinn stuðning i Noregi og ýtti það undir útfærslustefnuna þar. Þá komst embættismannanefnd að þeirri niöurstöðu, að útfærsla væri hag- stæð fyrir Noreg. Alltpetta ieiddi til þess, að norska stjórnin ákvað að styðja 200 milurnar bæði i haf- botnsnefndinni og á væntanlegri hafréttarráðstefnu. Það er mjög þýðingarmikið, að tvö norræn riki fylgjast nú að i þessum málum á alþjóölegum vettvangi, þ.e. Is- land og Noregur. Áhrifin í Afríku Auðvelt er að rekja það, að út- færsla Islenzku fiskveiðilögsög- unnar hefur viðar haft mikil áhrif en I Kanada og Noregi. Sennilega hafa áhrifin orðið hvað mest i Afriku og Asiu, og þó meiri i Afr- Iku. Þar hefur verið unnið að þvi aö ná samstöðu allra þátttöku- rikja Einingarsamtaka Afriku um 200 milna efnahagslögsögu. Það hefur verið mikill styrkur fyrir þá menn, sem hafa starfað mest að þessu, að geta bent á for- dæmi Suður-Amerikuríkja, ís- lands og annarra þeirra rikja, sem hafa fært fiskveiðilögsöguna út fyrir 12 milna mörkin. Óviða eða hvergi mun málstaður ís- lands i deilunni við Breta njóta meiri skilnings og samúðar en i Afriku, enda er mönnum þar ljóst, að tslendingar eiga þar i höggi við gamla nýlendustefnu, sem er mikilvægt fyrir hinn ný- frjálsa heim að brotin verði á bak aftur. Allt hefur þetta stuðlað að þvi, að á þjóðhöfðingjafundi Ein- ingarsamtaka Afriku, sem hald- inn var i Addis Abeba i júni-mán- uði sl., var samþykktur einróma stuðningur viö 200 milna efna- hagslögsögu. Þetta er stærsti sig- urinn, sem 200 milurnar hafa unnið. Hann þykir liklegur til að tryggja það, að þau riki, sem munu örugglega styðja 200 mil- urnar á hafréttarráðstefnunni, sé oröin 80—90, eða vel röskur meiri- hluti. Ekki þarf þá nema 10—20 rikitil viðbótar til að fá tilskilinn meirihluta eða 2/3 hluta atkvæða. Nýtt forustu- hlutverk Eins og sagt er hér að framan má telja vist, að meirihluti þeirra þjóða, sem taka þátt i hafréttar- ráðstefnunni, verði fylgjandi 200 milna efnahagslögsögu, en ekki er vist, að tilskildur meirihluti náist. Það getur orðið strangur róður að ná honum, þvi að við öfl- uga keppinauta er að fetja. Af þessum og öðrum ástæðum^getur vel svo farið, að hafréttarráð- stefnan dragist á langinn og standi i 2—3 ár, áður en endanleg niöurstaða næst. Það væri ekkert óeðlilegt samkvæmt þeim seina- gangi, sem yfirleitt rikir á vett- vangi alþjóðamála, þegar veriö er að semja um margþætt og vandasöm viðfangsefni. Til þess að sigur náist á hafrétt- arráöstefnunni, skiptir það höfuð- máli, að rikin,sem eru fylgjandi 200 milunum, standi vel saman og láti ótvirætt I ljós, að þau muni helga sér 200milur, ef ráðstefnan fer út úm þúfur. Þá verða 200 mil- urnar að alþjóðareglu hvernig sem ráðstefnunni reiðir af. Af þessum ástæðum er yfirlýs- ing sú, sem Kanadaþing sam- þykkti um 200 milurnar mjög mikilvæg. Af sömu ástæöum er þaö mikilvægt að dómi þess, er þetta ritar, að Alþingi setji fljót- lega lög um 200 milna efnahags- lögsögu, þótt þau verði ekki látin koma strax til framkvæmda. Það liggur þá fyrir, að Island muni helga sér 200 milna efnahagslög- sögu, ef ráðstefnan fer út um þúf- ur, og jafnvel fyrr, ef nauðsyn krefur. Jafnframt þyrfti að vinna að þvi, að önnur strandriki færu hér i slóð Islands og Kanada. ís- land getur gegnt hér þýðingar- miklu forustuhlutverki, alveg eins og 1958, þegar fiskveiðilög- sagan var færð út i 12 milur, og 1972, þegar húri var færð út i 50 milur. Afsfaða ríkis- stjórnarinnar í málgögnum Sjálfstæðis- flokksins er nýlega hafinn sá á- róður, að rikisstjórnin sé ófús til að vinna að þvi á væntanlegri haf- réttarráðstefnu, að strandriki fái rétt til að ákveða 200 milna efna- hagslögsögu, ef aðstæður leyfa. Blaðamönnum Sjálfstæðisflokks- ins er þó vafalaust kunnugt um, að rikisstjórnin lét islenzku sendi- nefndina á fundum hafsbotns- nefndarinnar flytja tillögu um þetta i aprilmánuði s.l. Island varð einnig fyrst rikja til að lýsa yfir i hafsbotnsnefadinni stuðn- ingi við tillögu Kenya, en Kenya varð fyrst rikja til að flytja tillögu I nefndinni um 200 milna efna- hagslögsögu. Það gerðist á fund- um nefndarinnar i ágúst 1972. A fundum hafsbotnsnefndarinnar hefur formaður islenzku sendi- nefndarinnar unnið kappsamlega að þvi, að fyrirlagi rikisstjórnar- innar, að ná sem mestri samstöðu um 200 milurnar. Sjólfstæðismenn og 200 mílurnar Jafnframt þvi að minna á framangreindar staðreyndir, gefa þessi skrif ihaldsblaðanna tilefni til að rifja upp eftirfar- andi: í tillögunni um landhelgismál- ið, sem núv. stjórnarflokkar fluttu á Alþingi vorið 1971, sagði m.a.: ,,Þá felur Alþingi ríkisstjórn- inni að hafa á alþjóðlegum vett- vangi sem nánast samstarf við þær þjóöir, sem lengst vilja ganga og miða vilja mörk fisk- veiðilandhelgi við landfræöilegar, jarðfræðilegar, liffræðilegar, fé- lagslegar og efnahagslegar að- stæður og þarfir ibúa viðkomandi strandrikis.” Hér kemur fram ótviræður stuðningur við 200 milurnar, sem voru þá ýtrustu kröfur um efna- hagslega lögsögu. Núverandi rik- isstjórn flutti þessa tillögu ó- breytta á þinginu 1971. Þegar far- ið var að vinna að allsherjarsam- komulagi milli flokkanna eftir áramótin 1972, kom m.a. i ljós, að það myndi greiða fyrir sam- komulagi, ef þetta atriði væri fellt niður. Það er þvi ekki að finna i þeirri tillögu, sem Alþingi sam- þykkti einróma, en af hálfu rikis- stjórnarinnar var tekiö fram, að stefna hennar væri eigi að siöur ó- breytt I þessum efnum. Þegar þetta er haft i huga, er sérstök ástæða til að fagna þvi, að Sjálfstæöisflokkurinn skuli nú lýsa stuöningi við 200 milurnar. Það er mikil framför frá þvi I febrúar 1972. Alþjóðadóm- stóllinn og Sjólfstæðismenn Sú yfirlýsing Sjálfstæðisflokks- ins, að hann vilji láta lögfesta 200 milna fiskveiðilögsögu fyrir árs- lok 1974, getur ekki þýtt annað en það, að hann er orðinn andvigur þvi, að íslendingar hliti úrskuröi Alþjóðadómstólsins, ef hann gengur á móti þeim. Þetta hlýtur jafnframt að þýða það, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé orðinn mót- fallinn venjulegum málflutningi fyrir dómnum, þvi að slikt væri höfuðmóðgun við dóminn, ef það er jafnframt látið fylgja, að ts- lendingar muni engu skeyta úr- skurði dómsins, ef hann gengur á móti þeim. Það er full ástæða til að fagna þvi, að afstaða Sjálfstæðisflokks- ins til Alþjóðadómsins virðist orð- in gerbreytt, þvi að ekki er hægt að vera samtimis fylgjandi þvi að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur og að hlita úrskurði dóm- stólsins, sem enginn veit hver verður. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.