Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 14
14 TÍ.VII.VV Sunnudagur 2. .september 1975. Jónas llelgason, tónskáld, einn af brautryOjendum islenzkra tónmennta. — Á þessu ári eru liftin hundraft ár síðan fyrst var prentað hér á landi lag eftir Islenzkt tónskáld, — það var einmitt eftir Jónas, — og núna um helgina eru liðin sjötiu ár frá andláti hans. Suðurlandshmni kZA Bjarnarylur með VARMAPLAST plasteinangrun Verksmiðjan 'Armúla 16 bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Suðurlandsbraut 6 sími 38640 scratch rumble íactive filter lUNlT__J HST-139, 40 vatta magnari FM/AM útvarpstækbdra rása kassettusegulbandstæki. Sinclair magnarar i ósamsettum einingum, þaö þarf ekkert aö lóða, einungis raöa saman og mágnararnir eru frá 6 vöttum og upp i 40 vott á kanal. SYSTEM2000 Kr. 11500 SYSTEM 3000 — 14900 PROJECT605 — 8810 jpGtídíónsson hf, Skúlagötu 26 Handverksmaður og tónsnillingur EINN af hinum miklu brautryðj- endum islenzkra tónmennta var Jónas Helgason, tónskáld i Iteykjavik. Þeir, sem eitthvaö hafa kynnt sér tónlistarsögu lands okkar, munu flestir eða all- ir vita á honum nokkur deili, en hinir eru lika margir, sem ekki hafa lagt höfuð sin i bleyti til slikra umþenkinga. Það er ekki slzt þeirra vegna, sem þessar lin- ur eru skrifaðar. Jónas Helgason var slfkur forystumaður i is- lenzku menningarlifi, að ekki sæmir annað en, að á hann sé minnt nógu oft til þess, að jafnvel þeir, sem aldrei hlusta á tónlist né hafa hana um hönd, séu þó ekki með öllu ófróðir um hann og ævistarf hans. Læröi járnsmiði Þaö er dóttir Jónasar, frú Margrét Jónasdóttir, sem komin cr hingað til okkar og ætlar að segja okkur eitt og annað um föð- ur sinn, sem betra er að vita en vita ekki. — Segðu mér þá fyrst, Mar- grét: Manstu eftir fööur þinum? — Já, ég man hann, en þó fremur óljóst, enda var ég aðeins tæpra fjögurra ára, þegar hann lézt. — Hvenær fæddist faðir þinn? — Hann fæddist 28. febrúar 1839, og hann fæddist og ólst upp hér I Reykjavik. — Framtiö ungra tónlistar- manna hefur varla verið glæsileg hér á þeirri tið. Lagði hann ekki stund á eitthvað annað jafn- framt? — Jú, jú, mikil ósköp. Það var ekki um neitt annað að ræða en að kunna líka eitthvaö til handanna. Faðir minn lærði ungur járnsmiði hjá Teiti Finnbogasyni i Reykja- vik. Sjálfsagt hefur þá verið al- gengt, aö ungir iðnaðarmenn sigldu til frekara náms i sinni grein, en það gerði faðir minn ekki, þvi að hugur hans var allur við tónlistina, þótt hann að sjálf- sögðu þyrfti einnig að kunna eitt- hvert „lifvænlegt starf”, eins óg oft var sagt hér áður. — Hann hefur þá stundað handverk sitt, að minnsta kosti framan af árum? — Já, já, hvort það nú var. Hann var með smiðju i Banka- strætinu, þar sem hús Helga Magnússonar reis siðar af grunni, og þar vann hann að járnsmíðun- um um árabil. Hann kenndi öðru visi en aðrir — Veiztu, hvenær hann sneri baki við þeim hlutum? — Ég held, að það hafi verið árið 1881, sem hann lagði járn- — Rætt við dóttur Jónasar Helgasonar, tónskólds smiðarnar alveg á hilluna og fór aö helga sig tónlist eingöngu. Þegar Pétur Guðjohnsen lézt nokkrum árum fyrr, tók faðir minn við dómorganistastarfinu af honum, en þarna rétt upp úr 1880, fór hann að kenna i barnaskólun- um hér, og eftir það var hann all- ur á tónlistarsviðinu. — Er hann ekki alveg fyrsti maður, sem kennir tónlist i barnaskólum hér? — Jú, alveg áreiðanlega — að minnsta kosti á þann hátt, sem hann gerði það. Hann kenndi börnunum að lesa nótur og lét þau siöan syngja eftir nótum i söng- timum. Mér er mjög til efs, að söngkennarar i barnaskólum noti yfirleitt þá aðferð, en hjá föður minum var sönggleðin þvilik, að sliks voru áreiðanlega ekki mörg dæmi þá. — Veiztu, hvenær á ævinni hann byrjaði að semja lög? — Nei, ég veit ekki, hvenær hann samdi þessi lög, sem eftir hann liggja, en mig grunar, að hann hafi þá verið nokkuð ungur. En sem sagt: Um þetta hef ég ekki nein ártöl. Öld siðan fyrsta lag hans var prentað — Er það ekki rétt, að eftir hann hafi verið fyrsta lagið sem prentað var hér á landi eftir is- lenzkan höfund? — Jú, það er alveg rétt. Og á þessu ári eru einmitt liðin rétt hundrað ár frá þeim atburði. Það var fyrsta dag febrúarmánaðar árið 1873, að blaðið Göngu-Hrólf- ur, sem ritstýrt var af Jóni Ólafs- syni, birti lagið Andvarp eftir föð- ur minn. Textinn, sem lagið var gert við, hét lika Andvarp og var eftir Arna Gislason, leturgrafara og þinghúsvörð. Tilefni ljóðsins mun hafa verið það, að Arni gekk yfir Austurvöll og sá þá hvar krakkafans var að ólátast utan i drukknum manni. Sá drukkni spurði i sifellu: „Hvar er ég?” Þetta andvarp mun hafa brennt sig fast inn i vitund Árna, þvi að bæði hann og faðir minn voru miklir bindindismenn og sveið jafnan sárt að sjá menn undir áhrifum áfengis. — Þeir faðir minn og Arni voru miklir vinir, enda nágranrtar. Annar bjó á Skólavörðustig 3, en hinn á Laug- avegi 3. Þeir þurftu ekki annað en að ganga fyrir horn til þess aö hittast, enda gerðu þeir það oft. — Fyrsta lagiö hans föður þins á aldarafmæli i ár. En er ekki lika ártiö hans sjálfs skammt undan? — Jú, rétt er það. Núna, annan dag septembermánaðar eru rétt sjötiu ár liðin frá dauða hans. Kaffikvörnin — Mig langar að vikja aftur að smiðunum: Attu ekki einhverja hluti smiðaða af honum? — Jú, ég á kaffikvörnina, sem stendur þarna á borðinu, þið megið mynda hana, ef þiö viljið. — Veiztu, hvenær hann smiðaði hana? — Nei, ekki nákvæmlega, en þó Kaffikvörnin, sem Jónas Helgason smiðaði ungur aö árum. Hann var ekki aðeins tónsnillingur, heldur einnig ágætur smiöur. og stundaði þá iðn sina um langt árabil, þótt jafnan ætti tónlistin i honum sterkust itök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.