Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 26
26 TíMÍSJWÍiT SunnmlaguG i8«Kl)í em het? nssa mi ^Umsjón: Alfreð Þorsteinsson „Meistari dugnaðarins" hefur hann verið nefndur Bifotrmeútamr Kli i kuatUjtyruu V-'iiT, iaUí't jns i iustri, tfri iiuf: Sveiuu Jtinsmn. jtjAlfaii, Kristittn Jámiíton, . 1 rsail Kfarttinssi'N, J'órihtr Jótsr.Hnt, (inðmttnthir l'/iurttun, (iitjt J'útkrhsnn, KJIert Halldór Björnsson, sem kom inn á völlinn, svaraði þeim i sömu mynt. Og áður en margar minútur voru liðnar höfðu tveir verið gerðir óvigir og fluttir af vellinum eftir átök við hann. Hinn forni boðskapur um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn var i fullu gildi. Meistari dugnaðarins Það var ekki að ástæðulausu, að Hafsteinn Guðmundsson, landsliðseinvaldur, valdi Halldór fljótlega i landsliðshópinn, þvi að dugnaði hans var viðbrugðið. Slikir menn eru hverju liði nauðsynlegir. Það er svo einkennilegt, að knattspyrnulið þarf að vera samansett úr mörgum og margvislegum hlutum eins og vél, til að geta starfað. Þess vegna getur verið gersamlega misheppnað að velja saman i eitt lið menn, sem ein- vörðungu státa af góðri knatt- meðferð. Hvað gagnar það, ef kraftinn vantar? Gott dæmi um samspil ólikra þátta, er frammistaða þeirra félaga Halldórs og Þórdlfs Beck i landsleik gegn Bermúdamönnum á Laugardalsvellinum i júni 1969 en Islendingar unnu þann leik, eins og menn muna. Eftir leikinn sagði Mbl: „Tengiliðirnir áttu bezta leikinn, og sivaxandi, þegar á leið. Halldór vann ótrúlega og yfirferð hans er geysileg, en uppbygging leiks kannski ekki að sama skapi, en maður sem hann er ómissandi fyrir eitt lið. Þór- ólfur átti ágætan leik. Hann er ekki andstæða Halldórs, nema i þvi, að hver knöttur, sem hann sendir frá sér er ógnandi, ef vel er áfram haldið. Þóro'lfur er meistari sendinganna á sama hátt og Halldór er meistari dugn- aðarins.” Meistari 10 ára gamall Nær undantekningarlaust liggur leið allra ungra Vesturbæ- inga á KR-völlinn, og þeirri reglu fylgdi Halldór. Tiu ára gamall var hann kominn i aðalliðið i sinum aldursflokki, og varð íslandsmeistari með KR, undir leiðsögn þeirra félaga Gunnars Felixsonar og Kristins Jónssonar, sem voru mjög áhugasamir og vinsælir þjálfarar. Næstu ár á eftir átti KR ekki mjög sterka yngri flokka, hvernig sem á þvi stóð, en þegar Halldór var á siðara ári i 3. aldursflokki, rofaði til. Þá var Guðbjörn Jóns- son kominn til starfa sem þjálfari i yngri aldursflokkunum, og honum tókst á stuttum tima að breyta 3. flokks liði KR, sem ekki þótti liklegt til afreka, i sigursælt lið, sem varð Islandsmeistari. Guðbjörn hafði sinar aðferðir til að ná árangri, m.a. lagði hann mikið upp úr hraða og krafti. E.t.v. eru það áhrif frá þessum tima, sem einkenna Halldór Björnsson mest. Til gamans má geta þess, og Rauðhærðir knatt- spyrnumenn eru sjald- gæfir i islenzkri knatt- spyrnu, og þeir, sem eitthvað hafa komið við sögu hin siðari ár, eru báðir KR-ingar, Bjarni Felixson, oftlega nefndur ,,Rauða ljónið” og Halldór Björnsson, sem eitt sinn var k a 11 a ðu r ,,R a uða akurliljan”. Halldór, sem er 25 ára gamall, hefur réttilega verið nefndur meistari dugn- aðarins, sivinnandi tengiliður, sem smitar meðherja sina með dugnaði sinum, óvæginn andstæðingur og opin- skár á leikvelli, enda þótt honum hafi aðeins einu sinni verið vikið af leikvelli fyrir að ,,rifa kjaft” eins og það er kallað á knattspyrnu- máli. Enda þótt Halldór sé enn ungur að árum, hefur hann eins litrikan feril að baki og rauða hárið hans er. Langt innan við tvitugt, tók hann sér stöðu við hlið garpa eins og Ellerts Schram, Þórólfs Beck, Bjarna Felixsonar og fleiri „gull- aldarmanna” Vesturbæjarins og sameinaðist þeim á sigurpalli, þegar tekið var á móti veglegustu verðlaunum, sem um er keppt i Islenzkri knattspyrnu. Þá var KR á öldutoppnum, en nú i augna- blikinu er KR i öldudal, en eins og góður sjómaður, lætur Halldór ekki æðrast, þótt á móti blási, og heldur sinu striki, þó að för Vesturbæjarliðsins sé likt og ferð án fyrirheits. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn Andstæðingar Halldórs á leik- velli bera honum ekki vel söguna. Hann þykir ekki aðeins óvæginn leikmaður, heldur einnig frakkur, og er gjarn á að fara eins langt og dómarinn leyfir. Gott dæmi um það, hve harður leikmaður Halldór getur verið, þó að naumast sé hægt að hrósa honum fyrir það, er viðureign hans við Þjóðverja, sem hér I fræguni leik á Laugardalsvelli, leiknum gegn Arsenal. Þarna hefur Halldór sigrað Joe Sammels, sem nú leikur með I.eicester. kepptu fyrir nokkrum árum. Þeir voru mjög harðir i horn að taka, eins og flestir þýzkir iþrótta- menn. Þeir voru frá Swart-Weiss og léku islenzka knattspyrnu- menn svo grátt, að margir urðu að yfirgefa leikvöllinn sökum meiðsla. Var ekki ófyrirsynju, að þeir voru kallaðir „villidýr á knattspyrnuvelli” eins og það var orðað i einu dagblaðanna. Halldór var varamaður, þegar úrvalslið KSÍ lék gegn þessu liði. Tveir leikmanna islenzka liðsins urðu brátt að yfirgefa völlinn með bólgna fætur eftir spörk Þjóð- verjanna, sem spörkuðu i allt, sem fyrir þeim var. En hafi þeir haldið, að þeir kæmust upp með allt i trausti þess, að mót- herjarnir tækju ekki á móti þeim, skjátlaðist þeim hrapallega. Si'hnim, fífumi Frlitsttn, l'.rítu/jnr Ttliniuttiii: Eimtr Sirmutnltntim, jormníiuT KH, SiyurHur llttll- III. FL. (SLANDS-, REYKJAVlKUR- OG HAUSTMEISTARAR 1964. (lör.nuin, fttrnittilur knuttsfiyrtttuiriUlnr. So}rt rtíð: S.iijmuittJur Stgtiriismtn, Fylcijitr lltif steinsson, Guntmr Felijestm, llalldtir lljiirmstm. Fttuir Isjtltl, Ualdt in fínMvtnswn, J/ottlur Mtirk tm tuj Jön Ofaton, Fremri röð fró virrstri: Smóri Kristjónsson, Sigurður P. Ásólfssön, Hörður Tómosson, Mognús Guðmundsson, Halldór Gjörnsson, Guðmundur Davíösson, Sigmundur Sigurðsson. Aftarí röð fró vinstri: Guðbjörn Jónsson þjólfart, Reynir Guðjónsson, Gtsií Arason, Mognús Sverrisson, Sígurð- ur Sævor Sigurðsson, Tónras Ó. Jónsson, Bjarni Bjarnason, Jón Mór Óiason, Jónas óór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.