Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 13
SunnudaguF >2. septenFbdf '>9'73’ TÍMiNN^ 13 Þótt ýmsir fjölskyldumeðlimir vinni vel og mikið þessa dagana, eru nokkrir hinna yngri hinir mestu ónytjungar. Á þessari mynd er David de Rothschild, sem er alþjóðlegur glaumgosi og einn hinn þekktasti i hópi ,,fall- ega fólksins” í Evrópu. Amerikumenn kalla það fólk ,,the jet set”, og er um að ræða ríka og hundleiðinlega krakka, sem flækjast um og lifa ekki fyrir neina framtið. VÖLD og áhrif Roth- schild-fjölskyldunnar má rekja 200 ár aftur i timann, til fátækra- hverfanna i Frankfurt, þar sem smákaupmaður nokkur, Meyer Amschel Rothschild að nafni, hætti við kaupmennsk- una og snéri sér að arð- vænlegri atvinnugrein —- banka viðskiptum. Honum vegnaði vel og fór fljót- lega að hugsa stórt. Hann sendi þvi syni sina út i heim og lét þá koma fótunum undir fjölskylduna Rothsch ild-goðsögn in er nátengd efnahagssgögu Ev.rópu. Ef til vill er fjölskyldan ekki jafn valdamikil og hún var áður, hún hefur ekki sömu áhrif á ráðherra og rikisstjórnir og i eina tið, en saga hennar og forn völd hafa sitt að segja. Engin önnur fjölskylda — ekki einu sinni Krupp og Thyssen, hafa haft jafn mikikog langvarandi áhrif á atvinnulif álfunnar. Vissu- lega hal'a bandarisku fjölskyldurnar Rockefeller og Ford aflað fleiri milljóna i skrin sin, en þær eiga sér ekki þá sögu, sem Rothschild-ættin getur státað af, og það hefur hreint ekki svo litið að segja. Má i þvi sambandi benda á, að nýlega var þvi slegið föstu, að listaverkaauður fjölskyldunnar sé slikur, að með honum væri hægt að halda stór listmuna- uppboð vikulega i tvö ár. — Rað virðist sem Rothschild- fjölskyldan hafi einhverja töfra, sem hafi enn meiri áhrif en auður þeirra og eignir, segir F'rancic Westcrman, blaðamaður i London, sem um þessar mundir vinnur að söfnun efnis i bók um evrópsk fjölskylduveldi af þessu tagi. — En Rothschild-fjölskyldan á lika mikla peninga, segir Wester- man. — Hcftt við skiptum fjár- munum hennar hundrað sinnum i hundrað hluta, þá er nóg eftir handa öllum afkomendum Meyers gamla. — Þýtt: ó. vald. Ríkasta fjölskylda í heimi hóf feril sinn í fótækrahverfum Frankfurt þar. Stóra tækifærið kom svo, þegar Vilhjálmur prins af Hessen keypti fágætar myntir af Roth- schild á nafnverði og sýndi þakklæti sitt með þvi að gera Meyer tilboð um að sjá um ávöxt- un gifurlegra fjármuna sinna. Upp frá þeim degi þurfti Rot- schild ekki að hafa áhyggjur af velferð sinni og afkomenda sinna. Þetta gullna tækifæri kom Rot- schild-fjölskyldunni ekki sérlega á óvart. Hún hafði búið sig undir það. Meyer hafði komið upp flota lokaðra póstvagna, sem héldu uppi stöðugum ferðum á milli hinna ýmsu fyrirtækja og skjól- stæðinga fjölskyldunnar. Viku eftir að samningurinn við prins- inn hafði verið gerður, voru pen- ingar Vilhjálms komnir til Lond- on, þar sem Nathan Rothschild margfaldaði þá á skömmum tima og þannig flaug hróður fjölskyld- unnar fljótt og viða og var hún talin einstaklega lagin við ávöxt- un fjár og fjármuna. Þegar Bretar báðu Nathan að smygla gulli til hersveita Well- ingtons, sem lágu i umsátri i Portúgal i Napóleons-striðinu, sendi hann gullið sjóleiðina til Frakklands, en þar tók bróðirinn Jakob við þvi og kom þvi yfir Pyreneafjöllin i fjölda póstvanga. Nathan frétti frá Jakob bróður sinum um úrslit orrustunnar við Waterloo löngu áður en nokkur annar i Bretlandi og gat þannig hagað seglum sinum á verðbréfa- markaðinum, þar sem hann hafði þegar komið sér i þægilega að- stöðu. Áður en langt um leið hafði Rothschild-fjölskyldan að mestu leyti einokun á lánum til hinna mikilsmetnu. Habsborgararnir fengu þannig milljónir frá þeim, og i staðinn fékk fjölskyldan bar- ónsdæmi og fleiri þægindi. Kirkjuvaldið og kóngurinn i Napóli fengu dágóðar summur, hlutabréf voru seld i Vinarborg svo að hægt væri að byggja fyrstu meiriháttar járnbraut Austurrik- is, og fjölskyldan fékk drjúgan skilding i sambandi við byggingu járnbrautanna i Frakklandi. Tókst henni þá að rugla verð- bréfasala svo i riminu, að enginn annar en hún skildi, hvernig ástandið var. Þegar hér var komið sögu, hafði fjölskyldan fengið á sig orð fyrir að vera áreiðanleg, dugleg og hafa hæfileika til að ná i skjót- fenginn gróða. Henni hafði einnig lærzt að nota peningana til að kaupa sér frægð, velvilja og menningu meðal heldra fólksins I Evrópu. Rossini samdi tónverk til flutn- ings i veizlum þeirra, þar sem Bismarck og brezki aðallinn var stöðugt á gestalistanum. Fjöl- skyldan var gerð ódauðleg i ljóð- um Byrons og Thackerays, mál- verkum Ingres og i samtölum Balzacs og Brwonings. Hún gleymdi þó aldei uppruna sinum. Hún neitaði að lána pen- inga til Rússlands vegna með- ferðar zarsins á gyðingum og eft- ir að Loðvik átjándi hafði neitað að móttaka konu Jakobs Roth- schilds við hirð sina þar sem hún var ekki kristin, afturkallaði fjöl- skyldan öll lán sin til Bourbon- ana. En það fór ekki hjá þvi, að þetta gullaldartimabil liði undir lok. Erfitt efnahagsástand eftir fyrri heimsstyjöldina batt enda á ævintýralegan lifnað aðalsins. Bankar i almenningseign tóku að brjóta niður einokun Rothschild- fjölskydlunnar á stórum, alþjóð- legum lánum. Arður minnkaði og þvi varð að draga aðeins saman seglin. Seinni heimsstyrjöldin hafði einnig sin áhrif á auð fjölskyld- unnar, en i dag hefur hún svo sannarlega rétt úr knútnum. Rothschild-fjölskyldan á nú námur, spilaviti, oliulindir, hótel, verðhlaupahesta, kjarnorkuver, demanta, tölvur og byggingar, sem allt hefur gert hana öflugri en nokkru sinni fyrr. — Rothschild-fjölskyldan er ein ríkasta fjölskylda í heimi og áhrifa hennar á evrópskt efnahagslíf hefur gætt í 200 ár. Auðæfi hennar og forn áhrif eru ótrúleg.... Ármstrong KORKO GOLF LOFTPLÓTUR & Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Suðurlandsbraut 6 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SIMI 26660 RAFIÐJAN vksturoötu n sémi 10204

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.