Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 4
4 TIMINN Sunnudagur 2. september 1973 IMiiiii iiimi i iiBBI Reynsluferð „Atlant-2" Þaö voru höfrungarnir i Svarta hafinu, sem fyrstir fengu aö sjá rannsóknarkafbátinn,,Atlant-2”, en úrhonum munu veröa geröar rannsóknir á fiski og trollum. Höfrungatorfan sveimaði kring- um bátinn og skoðaði hann I krók og kring. Forvitnasti höfrungurinn kom að kýraug- anu og horfði fast og lengi á Viktor Korotkov. Af tilteku dýpi kom eftirfarandi skipun: „Setjiö á mesta hraða.” Rannsóknarskipið „Zund”, sem „Atland-2” tilheyrði beiö skipunarinnar. Hraöinn jókst og vatnið freyddi skutinn. Korotkov tilkynnti, aö báturinn hlýddi stýrinu fullkomlega, hann hefði þegar reynt alla ganghraða. t næsta skipti voru tveir um borö. Gennadi Zdraikovskij, verkfræðingur á teiknistofu sjávariönaðarins i Kaliningrad hafði bætzt við áhöfnina. Eftir mánaðar- tilraunir fór tilraunaleiðangur- inn til Miðjarðarhafsins. Þar voru gerðar tilraunir með „Atlant-2” i sambandi við veiðarfæri, geröar rannsóknir og teknar kvikmyndir. Enn einn meölimur bættist við áhöfnina, en þaö var Alexandra Kuzjmina. Hún hannaði nýja gerö af trolli. Hún hafði tekið eftir þvf, aö hluti af trollinu dróst eftir botninum rifnaði og fiskurinn slapp út. Hönnuð var ný gerð og tókst vel. 1 desember var „Atlant-2” i norö-austur- Atlantshafi. Þegar visindarann- sóknum lýkur, fer hann til Kanarieyja. Myndin er af Atlant 1 fyrirrennara Atlant 2. Siðlaus sundlaug Sundlaug ein, sem flýtur á Signu og er bundin við bakkann hefur vakið mikla gremju meðal franskra stjórnmála- manna. Hún er nefnilega aðeins steinsar frá þinghúsinu og þeir þjóðarinnar útvöldu virðast alls ekki þola að sjá ungar stúlkur baöa sig í neðri helmingnum einum af bikini-baðfötunum. Hvað skyldu mennirnir þá annars vera að hanga úti i gluggum, ætli þeir hafi ekkert annaö aö gera? Fulltrúi Gaullista á þinginu hefur nú sent fyrirspurn til innanrikis- ráðuneytisins og farið fram á það i leiðinni, að lauginni verði lokað, ef ekki er hægt að fá stúlkurnar til að klæðast sið- samlegri baðfötum. Segir fulltrúinn að slikt siðleysi sé móðgun við virðingu þingsins og eyðileggi þaðxorð sem fer af frönskum konum, en þær eru sagðar allra kvenna kvenleg- astar. Er kannske ekki kvenlegt aö láta kvenleikann sjást? ,,Og þú trúir mér ekki þegar ég segi aö þú reykir of mikið?” L „Er ekki eitthvað skemmtilegra að horfa á í sjónvarpinu?” DENNI DÆMALAUSI Hann er alveg eins og maðurinn i auglýsingunni i sjónvarpinu, sem þarf að fá einhverja hressingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.