Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 2. september 1973 TÍMINN 21 Timamynd. Róbert. eitthvað á þriðja hundrað, þegar það varð flest. Samstarf Borgfirðinga og Árnesinga i haustleit- um. — Hafði faðir þinn gaman af skepnum? — Já, alveg sérlega. Og hann var svo glöggur á skepnur, að ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að hann hafi þekkt hvern hest aftur, sem hann hafði einu sinni séð. Hann var oft valinn til þess að vera við sundurdrátt á fé, af þvi að hann þekkti svo mörg mörk. Hann lifði sig alveg inn i þessa hluti. — Eru ekki góðir sauðfjárhagar og afréttarlönd þarna? — Jú, það má segja. Afréttur- inn nær frá byggðinni, inn að Oki og á Kaldadal. Við leituðum Kaldadal i hverri leit og siðan austur á sýslumörk Arness- og Borgarfjarðarsýslna. Vestur með Oki leituðum við norður að Flóka- dalsá, en þar skiptast lönd Lund- dælinga og Reykdælinga. Réttin heitir Oddsstaðarétt, og þar var réttað alla þá stund siðan ég man. Þegar ég man fyrst eftir, var þar alltaf margt fé úr Arnessýslu. Menn komu úr Laugardal og, Grimsnesi, og mér eru minnis- stæðir sauðahóparnir, sem þeir ráku heim á leið frá réttinni. A þessum árum var það samkomu- lag á milli Lunddælinga og Árnesinga, að hinir fyrrnefndu hirtu fé Arnesinga i Fljótstungu- rétt og einnig að nokkru i Rauð- gilsrétt, en Arnesingar smöluðu saman fé Borgfirðinga, þvi sem komið hafði fyrir þar fyrir austan, og komu þvi vestur i Þingvallarétt. Seint á haustin var svo gerður millirekstur með það fé, sem eftir hafði orðið. Þessi verkaskipti sýslnanna fóru hið bezta fram og voru öll hin ánægjulegustu. — Þú varst að minnast á sauði þeirra Arnesinga. Var ekki lika sauðabúskapur hjá ykkur i Lundarrey kjardalnum ? — Faðir minn hafði ekki sauði svo teljandi væri. Þó voru þeir jafnan til heima, og fram á siðustu ár hafði pabbi þann sið að gelda nokkur lömb, en mest var það til gamans. Sauðaeign var aldrei neinn liður i hans búskap. Hins vegar hafði hann alltaf gaman af kindum. Hann var frá- bærlega glöggur á þær og honum var það yndi að eiga fallegt fé. Þorsteinn á Skálpastööum liefur ekki setiö auöum höndum um dag- ana. Auk þess aö vera umsvifamikill bóndi hefur hann verið hrepp- stjóri sveitar sinnar og setiö i hreppsnefnd um áratuga skeiö, og gegnt mörgum öörum trúnaðarstörfum. En þrátt fyrir allt annrikiö og fram- takssemina hefur Þorsteinn alltaf mátt vera að þvi að njóta þeirra un- aössemda, sem sveitalifið hefur upp á aö bjóða. Hann er laxveiðimaö- ur niikill og hefur átt ótaldar ánægjustundir á bökkum árinnar, sem lellur um dalinn hans. Hann er lika ágætur hestamaður, hefur jafnan átt margt hrossa og stundaö tamningar, bæöi fyrir sjálfan sig og aðra. Þá er og þess aö geta, aö Þorsteinn hefur ort um hesta sina, — fleira og meira en hann sýnir almenningi. l'm þennan fjölhæfa dugnaöarmann — sem sýnist að minnsta kosti tiu árum yngri en hann er — er dálitiö hægt aö fræöast meö þvi að lesa meöfvlgjandi viðtal. Skólaganga. — Það er nú mál til komið að snúa sér að sjálfum þér. Þú hefur farið i búnaðarskóla, þegar þú hafðir aldur til? — Fyrst fór ég tvo vetur að Núpi i Dýrafirði. Það var 1919- 1920 og 1920-21. Siðan fór ég að Hvanneyri og varð búfræðingur þaðan vorið 1923. — Attu ekki góðar minningar frá þessum frægu menntasetr- um? — Jú, mikil ósköp. Þær eru1 fleiri en svo að hugsanlegt sé að gera þeim nein viðhlitandi skil i stuttu viðtali. Ég minnist bæði skólasystkina minna og fólksins sem var starfandi við skólana með ánægju, sem engan skugga ber á. A Núpi hófust kynni min og konunnar minnar, sem verið hef- ur min hamingja. — Séra Sigtryggur hefur verið skólastjóri á Núpi þegar þetta var? — Já, já, hann var það þá. Þar fór maður sem var kennari af köllun og innri þörf. Ég held að það sé rétt með farið, að hann hafi verið innan fermingaraldurs, þegar hann var farinn að kenna norður i Eyjafirði. Slik var fræðsluhneigðin sem með honum bjó. t raun og veru vann hann kauplaust við skólann á Núpi um langt árabil. Að visu reiknaði hann sér kaup, nokkuð yfir tvö þúsund krónur, en hann gaf skól- anum alltaf jafnháa upphæð ár- lega. — Það hefur verið gott að læra hjá honum? — Þeir sem á annað borð vildu læra, gátu varla annað. Hann var ágætur islenzkumaður og kenndi hana. Hann var mjög söngelskur og samdi bæði lög og ljóð. Það var ósk hans og þrá, að unga fólkið hefði gagn af samvistunum við hann. — Hitt er annað mál, að skilyrðin, sem skólinn á Núpi átti við að búa, myndu flestum þykja frumstæð nú á dögum. — Var ekki lif i tuskunum, þegar komið var að Hvanneyri? — Stofnanirnar eru ólikar. Núpur var að mörguleyti sniðinn eftir lýðháskólunum dönsku. Það var ekki strangt með próf, en þó voru þau um hönd höfð þar. A Hvanneyri voru eingöngu strákar, sem auðvitað voru uppi- vöðslusamir. Við vorum að vaxa og þurftum að hrista úr klaufun- um og reyna á kraftana. Það var mikið flogizt á og mikið verið i knattspyrnu. Þegar ég lit yfir það nú, eftir hálfa öld, finnst mér það allt hafa verið harla gott. Skólastjóri á Hvanneyri var hinn þjóðkunni maður, Halldór Vilhjálmsson, höfðingi i sjón og raun. Það var ekki aðeins að hann stýrði skólanum með inni mestu prýði, heldur var hann lika slikur bóndi sjálfur, að hann átti þar stórglæsilegt bú. — Eru ekki einhverjir félagar þinir frá Hvanneyri þér sérstak- lega minnisstæðir? — Þetta voru allt svo einstak- lega skemmtilegir og ágætir félagar, að ég treysti mér ekki til þess að nefna þar einn öðrum fremur. Ég get ekki sagt um það nú og hér hverjir þeirra gerðust bændur og hverjir ekki, en ég veit, að meirihluti þeirra urðu bændur. Og hitt held ég að mér sé óhætt að fullyrða, að þeir hafi allir orðið hinir nýtustu þjóð- félagsþegnar, hver á sinum stað. Heimilisstofnun og bú- skapur. — Svo hefur þú haldið heim i Skálpastaði og gerzt þar bóndi, þegar þú hafði lokið námi? — Þegar ég fór að Hvanneyri, voru ástæður föður mins þannig, að ég varð að kosta mig sjálfur. Ég átti tvö eða þrjú hross og seldi þau til þess að geta farið i skól- ann. Og þegar ég fór úr skólanum um vorið, var pyngjan harla létt. Næstu sex ár liðu við ýmis störf, heima og heiman. Árið 1929 gekk ég i hjónaband og átti þá eitt ár lögheimili á Akranesi. Ég var sjómaður á vertiðinni en stundaði húsabyggingar um sumarið. Vorið eftir fluttist ég aftur heim að Skálpastöðum og byrjaði þar búskap, að visu við alíerfið skil- yrði, þvi að einmitt það ár varð verðfall á landbúnaðarafurðum, en ég hafði keypt allt i skuld. Það voru erfið ár, sem þá fóru i hönd. — Já, erfið ár, segirðu. En hvenær gaztu þá farið að hefjast handa með allar þær miklu um- bætur, sem þú gerðir á jörðinni? — Þær hófust strax fyrsta vorið. Þá sáði ég grasfræi i meira en hektara, og þar með byrjaði sá F'ramhald á bls. 39. það rétt, að þaö hafi verið skömmu eftir 1920, sem hann flutti um það tillögu i búnaöar- félagi sveitarinnar, að virkjaöur yröi foss þar inni i dalnum til þess að raflýsa sveitina, svo að bænd- ur gætu notað sauðataöið á túnin. Þá var ekki tilbúinn áburður bú- inn að ryðja sér til rúms, hvað þá að hann væri orðinn sá liður i bú- skapnum sem hann er nú. — Var ekki nær eingöngu sauð- fjárbúskapur i Lundarreykjadal á þessum árum? —Ég sat tvö sumur yfir kviaám — og leiddist það ákaflega. Seinna- hjásetusumarið mitt var 1913. Þá var verið að byggja fjárhús og hlöðu heima, og munu fráfærurnar hafa verið gerðar til þess að drýgja matföngin, af þvi að óvenjumargt var um manninn á bænum það sumar. Það var fullt af geldfé allt i kring, þar sem ég sat hjá ánum, þær höfðu ekki verið i kvium ein tvö eða þrjú undanfarin sumur og voru þvi óþægar mjög. Heima glumdu hamarshöggin og þau bárust til min i hjásetuna, ef gott var veður. Það jók til mikilla muna á óyndi mitt, þvi að heima vildi ég vera að sniglast i kringum smiðina, en hlaut nú þess i stað að eltast við óþægar kviaær. — Þú átt þá ekki neinar róman- tiskar endurminningar um hjá- setu? — Nei, það get ég ekki sagt. — Það hefur ekki verið kominn neinn teljandi kúabúskapur á þessum árum? — Ég ætla, að faðir minn hafi oftast átt þetta fjórar til sex kýr. Heimilið var alltaf nokkuð stórt. Svo átti hann i kringum hundrað og fimmtiu ær, þegar flest var, en þá áttum við, börnin lika kindur, svo að allt i allt hefur féð verið Skálpastaðir i Lundareykjadal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.