Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 2. september 1973 Saenskir íþróttamenn læknaðir með Gull- efta silfurnálar á stærð við venjulega saumnál eru reknar 2-6 millimetra inn í hoidið á ákveðnum stöðum. kínversku nólastunguaðferðinni AKU.PUNKTUR eða nálastungur hafa kínversk- ir læknar notað í fimm þúsund ár eins og frægt er orðið á Vesturlöndum. Nú- hefur þessi kinverska læknisaðferð líka komið vesturlenzkum íþrótta- mönnum til góða. Á Sví- þjóðarmóti í frjálsum íþróttum, sem nýlega fór fram í Vesturási í Sviþjóð kepptu margir menn, sem hefðu verið ófærir um það, ef ekki hefðu verið reknar i þá fáeinar nálará réttum stöðum. Sömu sögu er að segja frá Evrópubikar- mótinu, sem haldið var fyrir tveim vikum. Þar kepptu tveir sænskir iþróttamenn, sem voru svo illa meiddir, þegar þeir komu til mótsins, að menn héldu, að þeir væru ekki keppnisfærir, en eftir að nálastunguaðferðinni hafði verið beitt á þá, voru þeir svo sprækir, að þeir unnu í sínum greinum. viitu oreyia r Þarftu að bæta? Allar málnmgarvörur einnig Tóna- og Óska-litir 6002 litir UTAVER Aðferðin er sú, að gull- eða silfurnálar á stærð við venjulega saumnál eru reknar 2-6 milli- metra inn i holdið á ákveðnum stöðum. Þessi læknisaðferð hefur tiðkazt i Kina i fimm þúsund ár, en var svo til óþekkt á Vestur- löndum, þangað til sýndar voru myndir af þessu i sjónvarpi á Vesturlöndum fyrir einu ári eða svo. Það er sjúkraþjálfari og nudd- ari sænska landsliðsins i frjálsum iþróttum, sem meðhöndlar iþróttamennina á þennan hátt. Hann hefur lært nálastungur i . Frakklandi, undanfarin þrjú ár. — Auk hans er aðeins einn maður, sem kann þetta i Sviþjóð, en þar að auki kunna nokkrir læknar að beita nálum við svæfingar fyrir uppskurði. Yfirleitt er nálastunguaðferðin notuð ásamt öðrum aðgerðum en ekki ein sér nema mikið liggi við. Þess eru sögð dæmi, að menn sem meiðzt hafi i hnjálið, hafi ekki kennt sér meins, eftir að nálar höfðu verið reknar i fótinn. Enginn skyldi þó ætla, að ekki sé lengur þörf fyrir lækna handa iþróttamönnunum, þvi að nála- stungurnar eru aðeins notaðar sem hjálpartæki ásamt öðru eins og fyrr segir. Það getur verið dálitið undar- legt að sjá fjöldann allan af nálum reknar i skrokkinn á mönnum, og manni gæti jafnvel dottið i hug, að þetta gæti verið hættulegt. Sjúkraþjálfari lands- liðsins sænska segir þó, að svo sé ekki og það versta, sem geti gerzt sé það, að ná-lastungur hafi alls engin áhrif á menn, en þær geti aldrei valdið tjóni nema einhver afglapi sé að verki. Flestir þeir, sem kunna til verka við nálastungur halda þvi fram, að áhrif nálanna séu minni en ella, þegar tungl er fullt eða stormur geisar, þannig að ekki er alveg laust við að nokkurrar hjátrúar gæti i þessu sambandi, þótt ef til vill sé ekki alveg óhugs- andi, að veðurfar hafi einhver áhrif. Sjúkraþjálfarinn segir, að nála- stungum sé ekki aðeins hægt að beita til þess að lækna meiðsli heldur sé lika hægt að nota nálarnar til þess að létta á þeirri taugaspennu, sem margir iþróttamenn finna til rétt fyrir keppni og oft veldur þvi að þeir standa sig ekki eins vel og þeir gætu. 1 slikum tilvikum væri betra að meðhöndla menn með nálastungu en að eiga á hættu að þeir taki róandi lyf. Hver veit nema svo fari, að nálastungur verði notaðar i islenzka landsliðinu, ef þetta reynist eins vel erlendis og það sem hér hefur verið sagt frá, bendir til. Endursagt HHJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.