Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 2. september 1973 Litið yfir langan og farsælan starfsdag HJÁ okkur er sladdur bóndi úr Borgarfjaröarhéraði, Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum. Hann hefur búið þar langa ævi, og mig langar að byrja á að spyrja: Fæddist þú á Skálpastööum, eða eru aðfluttur þangað? — Fg fæddist á Syðstufossum i Andakil seinasta dag maimánaö- ar árið 1901. Það vor fluttust foreldrar minir að Skáney i Iteyk- holtsdal og bjuggu þar i eitt ár. Vorið 1902 þegar ég var ársgam- all, kcypti faöir minn Skálpastaöi og fluttist þangað. Þar bjó hann i 28 ár , unz ég tók við búi árið 1930. Húsin fallin, — afhlaup i heimreiðinni — Þú hefur þá verið bundinn þess- ari jörð svo að segja alla ævi. En hvernig var umhorfs á Skálpa- stöðum, þegar þú ferð fyrst að muna eftir þér þar? — Mætti ég ekki fyrst segja hvernig mér var sagt að hefði verið þar umhorfs, þegar foreldr- ar minir komu þangað. Það var nefnilega þennig, að þar var ekki nokkur kofi uppi standandi. Torf- urnar i bæjarþekjunni héngu ijiöur i vistarverur fólksins. En heimreiðin var þannig á sig kom- in, að þegar móðir min reiö þar i hlað með mig i fanginu, þá varð hún að ganga af hestinum i miðj- um tröðunum, þvi að þar lá hann á kviði. — Það hefur ekki verið vanþörf á þvi að taka til hendinni á bæ þar sem svona var ástatt? — Nei, sannarlega ekki. Það var byrjað á að byggja fjós, strax fyrsta vorið. I þvi dvaldist fólkið á meðan verið var að byggja baðstofu. Með öðrum orðum: Það þurfti að byggja bæði yfir fólkið og kýrnar til þess að hugsanlegt væri, að hægt yrði að hafast þarna við næsta vetur. — Túnið hefur þá vist ekki verið merkilegt, fyrst húsin voru svona? — Það var allt kargaþýft, og gaf af sér eitthvað um það bil tvö kýrfóður. Heyskapur var allur á úthaga, sem að visu þótti gras- gefinn, en var seinunninn með afbrigðum, enda þýfður mjög. — Astand Skálpastaða hefur þá verið mjög tekið að breytast, þegar þú ferð að veita umhverfi þinu athygli? — Faðir minn var mikill jarða- bótamaður og áhugamaöur um flesta hluti, sem snertu hann. Til dæmis var hann mjög áhugasamur um landsmál. Ég man vel, að hann lifði og hrærðist i uppkasts-átökunum árið 1908 og var mjög áhugasamur um það mál. En ég man fyrst og fremst eftir honum sem jarðarbóta- manni. t túninu á Skálpastöðum var eiginlega hvergi hægt að flekkja nema i þýfi. Faðir minn fór þvi fljótt að gera sléttur með ristu- spaða og ef til vill lika með gaffli, — en veit ég það ekki. Mér er nær að halda, að þökurnar hafi verið bornar i höndum úr sumum flög- unum. Þessar sléttu flatir voru svo notaðar til þess að koma heyinu burt úr þýfinu og þurrka það þar. Ég man, að það var mik- iö grjót i sumum þessum þúfum. Það sem meðfærilegt var, bar faðir minn i hrúgur og ók því i burtu á veturna. Mikið af þvi notaði hann i torfveggi sem hann byggði, bæði á fjárhúsum og Þorsteinn Guömundsson, Skálpastöðum. Hér er Þorsteinn I miðri dagsönninni ásamt sonum sinum tveim öðrum byggingum. Seinna kom það svo I minn hlut að sprengja eitthvað á milli þrjátiu og fjörutiu björg úr túninu, svo að það yrði véltækt. — Entust þessar fyrstu þaksléttur vel? — ■ Já, það gerðu þær sannarlega. Þessi tún eru enn slegin með vél með ágætum árangri, og sléttur sem viö gerð- um i góöri tið fyrri hluta vetrar 1918, þær eru ennþá sléttari en margt af þvi, sem ég gerði löngu seinna, þar sem var áður þýfð mýri. Það er áreiðanlega ekki neitt oflof þótt sagt sé, að verkið lofi meistarann, þar sem eru túnasléttur föður mins. Vökull framfaramaður — Þú gazt þess áðan, að faðir þinn hefði byggt úr grjótinu sem kom úr túninu, þegar sléttað var. Hann hefur þá lika verið bygg- ingamaður? — Það leiðir af sjálfu sér, samkvæmt þvi sem ég lýsti að- komunni að Skálpastöðum, hér að framan, að hjá þvi varð ekki komizt að byggja þar allt upp frá grunni. Pabbi byggði fjárhús langt uppi á túni, fyrst úr torfi og grjóti, en árið 1913 byggði hann þar fjárhús og hlöðu úr stein- steypu. Þau stóðu allt til ársins 1957, aðég byggði þetta upp, og er ekki þakkandi, þótt þær bygging- ar séu stæðilegri núna en húsin sem hann gerði á sfnum tima. En svo að ég haldi áfram að rekja störf föður mins á þessu sviði, þá byggði hann fjóshlöðu árið 1905 og bæjarhúsin byggði hann aftur á áratugnum frá 1920 til 1930. Hann var alltaf vakandi fyrir hverjum þeim framförum, sem á dagskrá voru. Ég held að ég muni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.