Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 10
t TiMíNN'r Sunnudagilr 2. septfember'1973 iör « ■ ■1 ■ 1 ■■ll 1 HflliilililiifiB^BiBI1 1 |f"(§ ■■ ■ ■■ ™ iiiiiiiliil PIONEEK hljómtækin eru vinsæl hjá poppurum Hérier ung stúlk aft þrennt fannst henniveraþað, sem háskalegast væri i veröldinni. Svona brugðust yfirvöldin nú við poppinu. Hinum raunverulegu vanda- málum var ekki sinnt. bað var ekki barizt gegn eiturlyfjum, eða brennivini. Það er athyglisvert, að það er ekki til neinn eiturlyfja- spitali hér ennþá fyrir fólk, sem vill venja sig af eitri, og það var lengi vel engin kynferðisfræðsla i skólum landsins, heldur var öllu haldið i skuggalegum portum, er manneskjunar varöaði, og það var skrúfað fyrir tónlist unga fólksins eins og fyrir hvern annan hávaða, og svo var allt látið snú- ast um hársiddina og tizkuna, eins og það skipti öllu máli. Auka- atriðin i lifi æskunnar voru blásin upp i aðalatriði. Poppið sambærilegt við tónlist gömlu meistaranna En nú er allt saman breytt. Leonard Bernstein, heimsfrægi hljómsveitarstjórinn og tónskáld- ið, reið á vaðið og likti Bitlunum við Beethoven og Mozart, gömlu meistarana og taldi, að áhrif þeirra á heimstónlistina væru sizt minni, og nú leggja poppararnir til helminginn af allri heimstón- listinni — og rúmlega það. Svona sterk er æskan. Baráttan gegn eiturlyfjunum Svo er það vonda hliðin á popp- inu. Hassið og eitriö sem þrúgar og kúgar ungu manneskjurnar, sem verða neytendur þessara efna. Ég ætla mér ekki að gerast neinn dómari yfir ungu fólki og venjum þess. Reynslan hefur sýnt, að unga fólkinu var trúandi fyrir hári sinu, fatnaði og tónlist. Þaö er verra með hassið. Eg hefi reynt að leggja mitt af mörkum, til að berjast gegn hassinu. Aö vísu hef ég átt erfitt uppdráttar, þvi að margir halda, að ég sé skepna, sem græði á ungu fólki, og þvi sé ekkert að marka þótt ég þykist vera að reyna aö vinna fyr- ir ungt fólk. Hass i Borgarfirði Viö hér vitum, að það er til hass. Nóg af hassi á tslandi. Ég var uppi i Borgarfirði um daginn aö tala við ungt fólk. Við ræddum meðal annars um hass og ég spurði, hvort þaö hefði farið til Reykjavikur — og kannski reynt hass þar. Það kimdi. Nei, það þurfti ekki að fara til Reykjav. til að fá hass. Það var hægt að fá nóg af hassi á a.m.k. tveim stöð- um i Borgarfirðinum, — og nú leizt mdr ekki á. Við i Karnabæ erum með ungt starfsfólk. Þvi er tjáð áður en það er ráðið, að ef það neyti eitur- lyfja eða hass eða sjást i félags skap hassara, eða fari i party, þar sem hass er notað, þá er þaö brottrekstrarsök. Viðurlög andstæð lifsskoðun minni Þessi viðurlög eru i rauninni mjög andstæð lífsskoðun minni, þvi ég trúi á manneskjuna og vantreysti aðallega eldra fólki. En einhvers staðar verður að segja stopp. Við erum meö skemmtilegt, vinsælt starfslið, ungt fólk, sem dálitið er litið upp til af mjög ungu fólki. Ef okkar fólk væri i hassi gæti það orðið aö meiri tizku en nú er. Hassneyzla frægra poppara, t.d. tónlistar- Texti: Jónas AAyndir: Gunnar V. Andrésson manna, hefur án efa orðið til þess aö útbreiða hass meira en verið hefði, ef þeir hefðu fordæmt það allir sem einn. Dagblöðin vildu rosafréttir — ekki móral Við reyndum fyrir nokkru — áður en eiturlyfin komu i rikum mæli til tslands — að fá fjölmiðl- ana til móts við okkur, ef það mætti takast að fá fram sterkt al- menningsálit gegn eiturlyfjum. Það mistókst. Við mættum á blaðamanna- fundi með fáeinum einstakling- um, sem höfðu haft nokkur kynni af neyzlu eiturlyfja. Þetta fólk skýrði blaðamönnum frá reynslu sinni og fáeinum staðreyndum um ástandið i þessum e{num á ts- landi, i þeirri von að vekja um- ræðu um málið. En fjölmiðlarnir brugðust herfilega. Þeir vildu bara fá rosafréttir og köstuðu sér yfir þessar manneskjur til þess eins að fá „blaðamat”. Móralska baráttu hófu fjöimiðlarnir ekki. Þetta gerðist áður en eiturlyfin urðu alvarlegt vandamál á ís- landi, og eini maðurinn, sem virkilega hefur reynt að vinna gegn þessu er Kristján Pétursson tollvörður en hann er bara litinn óhýru auga af embættismönnun- um, og reynt er að telja fólki trú um, að hann sé illkvittinn gaspra- ri. Áfengisvarnir i Höndum kerlinga og. presta, sem ekkert vita um brennivín Skoðun áfengisvarnarnefnd. og á fengisráðin og allt það. Þetta er allt fullt af prestum og kerling- um, sem ekkert vita um brenni- vin, og segja: Guð er almáttugur — Bingó! Þessi aumkunarverða þjóð, sem allt leggur i sölurnar fyrir hringveg, er fjárvana til að bjarga fólki frá áfengissýki. Ekk- ert sjúkrahúser til, fyrir áfengis- sjúklinga, engin stofnun fyrir þá, sem kynnu að vilja venja sig af skoða I hljómtækjadeildinni. eitri. Nei þjóðin er peningalaus og einblínir á hringveginn sinn og skilur ekki, að það er miklu meira virði að verja peningum i að hjálpa fólki til manns, en að byggja steinbrú yfir eitthvert fljót. Og svo tala þeir um klæðn- aöinn á æskunni og þykjast fullir vandlætingar. Peningaflóðið og öldungarnir Unga fólkið reynir að spyrna við fótum. Það vill ekki fyrir nokkurn mun eiga þátt i veröld hinna fullorðnu, sem eyða fé sinu i teppi út i horn og Mallorcaferðir. Allir eru að kaupa sér jarðir uppi i sveit og veiða lax og keppast við að eignast þetta og hitt. Eldra fólkið dekrar við sig sjálft. Það er verra en að dekra við einhverja aðra. Unga fólkið reynir að koma sér upp — i einni mynd eða ann- arri — eins konar baðstofustemn- ingu. bað málar i dökkum lit og hlustar á hljómlist i rökkrinu, og það eina, sem fulloröna fólkinu dettur i hug, er að það þurfi að fá börnin til að klippa sig. Allur kær- leikur er gleymdur. Það segir lika, að æskulýðurinn noti mikið fé. Ekki þarf nú samt að blaða i sögunni til að sjá hliðstæður. Stú- dentar við nám i Kaupmannahöfn i gamla daga, höfðingjasynirnir, drukku eina jörðina á fætur ann- arri upp til agna og útskrifuðust svo eftir dúk og disk, ef þeir á annað borð útskrifuðust nokkuð. Allir, sem eitthvað áttu á tslandi, eyddu og drukku. Sannleikurinn er sá, að sálin hefur gleymst i öllu peningaflóðinu, og ef menn ekki láta hassið brjóta sálina i eitt skipti fyrir öll, þá hafa þeir von. Vanþróaðar þjóðir standa undir tízku- vöruframleiðslunni. Tizkan stóð auðvitað ekki ó- breytt i peningaflóðinu. Nú eiga menn margs konar föt, útiföt, veizluklæðnað , veiðiföt, sportföt og guð veit hvað. Aður voru þetta spariföt og hversdags- föt. Þetta hefur leitt yfir þjóðirn- ar ógurlega samkeppni. Nú er svo komið, að mestallur tizkufatnað- ur i heiminum er gerður i vanþró- uðu löndunum, þar sem vinnuafl- iðkostar ekki neitt. Hollendingar, sem við á Islandi kaupum mikið af, láta vinna sinn fatnað i járn- tjaldslöndunum, þar sem vinnu- aflið er þrefalt ódýrara. Sviar, sem þykja ti> fyrirmyndar i öllu, er borgarana varðar, láta portúgalskan ódýran vinnukraft i einræðisriki sauma á sig mestall- an fatnað, og nú er svo komið, að heimstizkan fær mest af sinum vörum frá Indlandi, Júgóslaviu og Hong Kong, þar sem iðnaðar- rikin notfæra sér ódýrt vinnuafl. Svo beinist gagnrýnin helzt að ungu siðhærðu fólki. Hverjir verzla við Karnabæ Hverjir eru helztu viðskiptavin- ir Karnabæjar? — Ég vi! nú ekki nefna nein nöfn. Það er auðvitað unga fólkið og fólk milli tvitugs og þritugs. Lika koma eldri herramenn i vaxandi mæli. Ég ber mikla virð- ingu fyrir borgarstjóranum okk- ar, án þess að snobba fyrir hon- um. Hann er búinn að safna hári og gengur smekklega til fara. Ekki held ég samt, að hann kaupi fatnað af okkur. En þetta sýnir, að þjóðin er að breytast i þessu efni. Mjög virðulegir borgarar hafa komið i Bonaparte, nýju verzlunina okkar, — menn, sem hefðu ekki vogað sér þar inn fyrir dyr fyrir fáeinum árum. Kyn- slóðabilið fer nefnilega minnk- andi sem betur fer. JG Frá Karnabæ I.augavegi 20 a. Myndin sýnir hluta af herradeildinni. Þessi búð er að stofni til elzti Karnabærinn. Var áður á Týsgötu 1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.