Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 16
Sunnudagur 2. september 1973 16 TÍMINN' Höfubpaurarnir Valour (t.v.) og Thomas syngja ásami gesium sfnum og trúsystkinum. komiö niöur ennþá. Valour tók LSD fyrir nokkrum árum og hefur ekki Islendinga hungr- ar í boðskap okkar — segja fulltrúar Guðsbarna hreyfingarinnar Children of God, sem kominn eru hingað til lands til að plægja og sá JESÚFÓLKIÐ er komið til íslands og hefur i hyggju að dveljast um kyrrt, þar til allir íslendngar hafa heyrt boðskap þess. — islendingar eru hungraðir, þá hungrar i ást og frið, segir bandarisk-islenzk stúlka úr fjögurra manna hópi „Guðsbarnanna” — The Children of God — Hér er algjörlega óplægður akur, heldur hún áfram, — og við höfum hvergi hitt fyrir fólk, sem tekur jafnvel við boðskap dckar. Boðskapurinn er Orðið. The sem þau koma hingað til lands. Children of God er þekktasti og Þau eru hér fjögur saman, tveir stærsti hópur „Jesúfólks” i heim- Danir, islenzk-bandariska stúlk- inum, en þetta er i fyrsta skipti, an og eiginmaður hennar frá Tex- as, þar sem hún er sjálf uppalin. og bjóða fólki bæklinga og bæn. Þau ganga um götur Reykjavikur Stundum taka þau lagið og syngja íslenzk stúlka, sem heitir Sigrún og kallar sig Naomi, hefur veriö f Sakdnina- víuhópi Guösbarnanna um all langt skeiö. Hún cr lengst til hægri á þessari mynd — og sögö væntanleg heim innan skamms til að taka þátt i starfinu hér. Þegar Guösbörnin ætluöu aö taka lagiö i Pósthússtræti á fimmtudaginn brá lögreglan skjótt viö og þreif af þeim gitarana. Hér er þaö Siguröur M. Þorsteinsson, aöstoöaryfirlögregluþjónn, sem gengur burtu með gjtarinn og áhorfendur/áheyrendur voru öskureiðir enda þessi upptekt óskiljanleg. — Tímamynd: Róbert. rokkaða trúarsöngva, einfalda i sniðum, sem fjalla um þá ham- ingju, er þau sjálf hafa fundið i Kristi, og að Jesús sé hinn eini. Fyrsta apríl í vor birtist i Tim- anum grein eftir undirritaðan, þar sem sagði frá heimsókn i kommúnu Guðsbarnanna i Kristjaniu i Kaupmannahöfn. Hafi minninu ekki frölazt, þá var þar minnzt á danskan stúdent i arkitektúr, sem hætti einn góðan veðurdag við öll sin fyrri áform og slóst í hóp Guðsbarnanna i Kristjaniu. Þar var einnig annar Dani, fyrrum hljóðfæraleikari, sem gegn vilja sinum gat ekki slitið sig frá Guðsbörnunum, eftir að hann hafði komizt i kynni við þau. Þeir eru sömu Danirnir og eru hér nú. „Fundur okkar er kraftaverk” Fundum okkar hér heima bar saman fyrir einskæra tilviljun. Ég var búinn að sjá þá á götum borgarinnar bjóða bæklinga sina og blöð, þótt andlitin kunnugleg en ekki hugsað neitt meira um það. Svo var það einn daginn, að þeir tveir komu upp á ritstjórn Timans og höfðu villzt i leit sinni að prentsmiðju, sem gæti prentað fyrir þá fleiri bæklinga. Þeir sett- ust inn og við tókum tal saman, án þess þó að vita i hvaða erinda- gjörðum þeir voru, enda gerist það daglega, að á ritstjórnir blað- anna kemur fólk, sem hefur ým- islegt fram að færa. Þegar þeim varð ljóst, að þeir voru staddir á ritstjórn dagblaðs og að við höfð- um hitzt i Kristjaniu um áramót- in, prisuðu þeir Guð sinn og Drottinn og sögðu: — Þetta er kraftaverk. Það var Guðs vilji að við hittumst áftur. Þú átt eftir að hjálpa okkur. Jæja, strákar minir, þið segið það. Þegar fólk ákveður að ganga til móts við Guðsbörnin snýr það baki við sinu fyrra lifi og hefur nýtt. Þvi er það, að allir i ,,fjöl- skyldunni” taka upp ný nöfn og um eiginleg nöfn þýðir ekkert að spyrja. Þannig sagðist arkitekt- inn fyrrverandi heita Valour og músikantinn Thomas, farands- söngvarinn Thomas. Þeir sögðust hafa farið frá Kaupmannahöfn i byrjun þessa árs og haldið sitt i hvoru lagi nið- ur eftir Evrópu, þar sem þeir breiddu út Orðið. Þeir voru á leið- inni upp eftir álfunni aftur þegar þeir hittust. Einhver nefndi að þeir skyldu fara til Islands og sið- an gaf Guð þeim farmiða. Guð sér þeim raunar fyrir öllu, en tekur á sig ýmsar myndir og þannig var það til dæmis maður nokkur i Luxembourg, sem gaf þeim far- miðana hingað til lands. A sama hátt eru það ýmsir vinir og vel- unnarar, sem gefa þeim peninga fyrir mat og húsnæði, eða þá að þeim er hreinlega séð fyrir fæði og húsaskjóli, sjálfum sér að kostnaðarlausu. „Nafn mitt skiptir ekki máli” Bandarisk-islenzka stúlkan bjó hér til sjö ára aldurs, en þá flutt- ist hún til Bandarikjanna og hefur verið þar að mestu siðan. Hún á skyldmenni hér, þeirra á meðal ömmu, og systir ömmunnar á ibúð á Þórsgötu 15. ömmusystirin er þessa dagana i Noregi og Guðsbörnin fá að nota ibúðina á meðan — eða þangað til Guð út- vegar okkur annað, sagði hún. — Mitt gamla nafn skiptir ekki máli, sagði hún. — Ég heiti Heidi — eins og i sögunni um Heiðu og Pétur — og maðurinn minn hér heitir Jónas. Við höfúm bæði upp- lifað kraftaverk og þvi höfum við tekið okkur eftirnafnið Miracle (kraftaverk). Þeir Valour og Thomas stönz- uðu ekki lengi á ritstjórninni,enda alls staðar nóg að gera við dag- legt amstur. Þeir ætluðu að leita sér að prentsmiðju til að fá bækl- inga prentaða. Kvöldið eftir fór- um við og heimsóttum þá á Þórs- götuna. Þar sátu þeir og ræddu við þrjár islenzkar stúlkur, sem höfðu kynnzt þeim eitthvað og sögðusthafa áhuga á þvi að kynn- ast hreyfingu þeirra og fjölskyldu nánar. Okkur var boðið sæti og um stumd ræddum við um daginn og veginn, þeir fitluðu við gitara sina á meðan við, gestirnir, héld- um okkur með veggjum. Stúlk- urnar þrjár sátu þétt á sófa við einn vegginn og fylgdust með um- ræðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.