Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 2. september 1973 TÍMINN 37 Tíu á toppnum 1/9 ÓV — Reykjavik:Lagiö iefsta sæti þáttar Arnar Petersen, Tiu á toppnum.stökk úr tiunda sæti i siöustu viku upp i fyrsta sæti i gær. Jóhann G. Jóhannsson hefur þess i staö fariö niður i annaö sæti með lag sitt „Don’t Try To Fool Me” og væntanleg er önnur tveggja laga plata með honum. Carpenters halda miklum vin- sældum sinum og eru i þriöja sæti meö lagiö „Yesterday Once More” og eru á listanum sjöundu vikuna i röð. Listinn frá i gæt, I. september, er þá svona — en yzt til hægri er sá fjöldi vikna, sem lagið hefur verið á listanum, 1. (10) JennyJenny........................Kincade....2 2. (1) Don’t Try To Fool Me................ Jóhann G..4 3. (2) Yesterday Once More.............Carpenters....7 4. (8) Free Elecric Band...........Albert Hammond....2 4. (8) Free Electric Band .........Albert Hammond....2 5. (3) Minning um mann......................Logar....4 6. (9) LiveOnMars......................David Bowie....2. 7. (7) YongLove.......................Donny Osmond....6 8. (5) Kill’em at the HotClub Tonite........Slade....2 9. (- ). The Dean and 1.....................10.C.C...1 10. (-) Billion Dollar Babies............Alice Cooper....l Af listanum féllu Skweeze meö, Pleeze me (Slade), Going Home (Osmonds), Ramblin’ Man (Allman Brothers Band), Ris- ing Sun(Medicine Head) og Touch Me In The Morning (Diana Ross). Það er reyndar i efsta sæti bandariska vinsældarlistans þessa dagana. Ný lög á listanum þessa vikuna eru: II. Randy......................................Blue Mink 12. I Am a Clown...........................David Cassidy 13. I’m the Leader of the Gang...............Gary Glitter 14. Wouldn’t It Be Someone.....................Bee Gees 15. Allright, Allright, Allright............MungoJerry. Svar við getraun siðustu viku, þegar spurt var hvers lenzkur AliceCooper væri: Bandariskur. Spurning þessarar viku: Albert Hammond er i fjórða sæti þessa viku með lagið „Free Electric Band”. Ilvað hét lagið, sem hann gerði vinsælt þar á undan? Mjög er mikilvægt, að U.C. hef- ur fallizt á, að það lúti i öllu is- lenzkum lögum. Sérstaklega má benda á, að U.C. hefur ekki kraf- izt þess, að inn i samninginn veröi felld ákvæði um, aö deilur sem risa kunna vegna samninganna, veröi lagöar i gerðardóm. Taliðer, að um 100 manns vinni við málmbræösluna. (HHJ) John Ford er lótinn NTB-Palm Springs. — Hinn heimskunni bandariski kvik- myndaleikstjóri John Ford and- aðist að heimili sinu i Palm Springs i Kalí forniu á föstudags- kvöldið. Banamein hans var krabbamein. John Ford var leikstjóri margra af beztu Hollywoodkvik- myndunum, og fékk Oscars-verð- laun fyrir „The informer” árið 1935, „Þrúgur reiðinnar” 1941, „Grænn var æsku minnar dalur” 1941 og „Þögli maðurinn” 1952. I heild stjórnaði hann um 200 kvik- myndum. Sílikon leiga á landi og aðstöðu i landi og fyrir vatnsveitu, ef af þessu verð- ur. Vil jayf írlýsing U.C. og stóriðjunefndar Járnmelmisverksmiðjan, sem yrði i byrjun burðarás svæðisins mun framleiða ferró-silikon i tveimur ofnum, sem hvor um sig yrði 30—35 MW að stærð segir i viljayfirlýsingu U.C. og viðræðu- nefndar um orkufrekan iðnað, sem undirrituö var 20 júli siöastl.. Sérstaklega er þess getið, að gengið verði að öllum kröfum af hálfu Islendinga um mengunar- varnir, enda mun náttúru- verndarráð hafa veitt samþykki sitt, en heilbrigðisyfirvöld eru um þessar mundir að kanna málið. Orkusalan mun hafa verið eitt- hvert erfiðasta samningsatriðið, og bætti ekki úr skák að raf- magnsverð frá Sigölduvirkjun hefurhækkað verulega frá þvi að samningaumleitanir hófust, þar sem tilboð reyndust mun hærri en kostnaðaráætlanir. Gert er ráð fyrir stighækkandi verði á orku fyrstu átta árin, en að þeim liðn- um verði miðað við verðhækkanir i Noregi á orku til sambærilegs rekstrar og orkugjaldið aðlagað á fjögurra ára fresti. Hér er um að ræða töluverða eftirgjöf af hálfu Union Carbide miðað við fyrstu kröfur fyrirtækisins, auk þess sem fastlega má gera ráð fyrir þvi, að orkuverö i Noregi hækki á þessu timabili. Hér viö bætist, að sérstök grein i samningnum mun gera Landsvirkjun kleift að fara fram á hækkun á orkuverði, ef þróun þess og afkoma verksmiðj- unnar leyfir hækkun umfram þá, sem getið er hér að ofan. Fyrirtækið mun ekki kaupa land heldur leigja það af rikinu gegn eðlilegri leigu og það mun greiða hafnargjöld, sambærileg hafnargjöldum i Reykjavík, og ekki hafa neinn forgang að Grundartangahöfn. Svo er ráð fyrir gert, aö fyrir- tækið starfi innan þeirra marka, sem islenzk lög setja, og þvi mun gertaðgreiða alla islenzka skatta án teljandi frávika. Með tilliti til staðarvalsins verður það senni- lega ofan á, aö fyrirtækið greiði landsútsvar i stað aðstöðugjalds. Þá er taliö eðlilegt, að fyrirtækið verði undanþegið ákvæðum um tolla og söluskatta i tolli, þar sem hér er um hreinan útflutningsat- vinnuveg að ræða. Þá segir i viljayfirlýsingunni, að stóriðjunefnd mæli meö þvi viö rikisstjórnina, aö fyrirtækinu yrði leyft að mynda arðvarasjóð til þess að byggja það upp fjárhags- lega, á þann hátt, að heimilt yrði að nota 10%-regluna um skatt- frjálsa útgreiðslu arðs til þess að leggja i slikan sjóð, sem þá yrði haldið inni i fyrirtækinu i allt að þvi fimm ár. Nefndin telur eðli- legt að skattalögum almennt verði breytt i þetta horf og öörum hlutafélögum heimilað að koma sams konar sjóöum á fót. Með þessu móti geymist arðsút- greiðsla til Union Carbide innan fyrirtækisins og þar með sparast einnig gjaldeyrir. Uppkast að tvisköttunarsamn- ingi við Bandarikin gerir ráð fyrir allt að 5% tekjuskatti, en nefndin telur ekki skipta miklu máli, þótt þessi 5% verði felld niður, að þvi er Union Carbide áhrærir, enda lögðu fulltrúar þess töluvert kapp á það. Loks er svo ráð fyrir gert, að i væntanlegum samningum verði lagður grundvöllur að fasteigna- skatti til sveitarfélaga, einnig að þvi, er tekur til hugsanlegra stækkana, þótt það mál hafi ekki verið rætt frekar. Sem fyrr segir mun skipting hlutafjár væntanlega verða á þann veg, að U.C. eigi 35% hluta- fjár og leggi annars vegar fram tækniþekkingu að verðmæti 2,3 milljónir dollara, en þaö eru talin góð kaup af útlendum sérfræðing- um, sem fjallað hafa um málið, og hins vegar 1,2 milljónir dollara i reiðufé. Hlutur rikissjóðs er 65% eða 6,5 milljónir dollara. Þessar upphæðir kunna þó að breytast, áður en endanlegar kostnaðartöl- ur liggja fyrir. Margir deyja úr kóleru NTB-Napoli. — Þúsundir manna héldu i gær frá borginni Napoli á Suður-Italiu vegna kólerufarald- urs, sem hefur brotist út i borg- inni. Þegar hafa niu manns látið lifið úr kóleru i Napoli, og taldið er, að hátt i 200 manns til viðbótar hafi smitazt. Mikill ótti er við kóleruna i borginni, þar sem 1.3 milljónir manna búa, og er sagt að margir séu á mörkum móður- sýkinnar. Yfirvöldin telja ástand- ið mjög alvarlegt. Yfirlýsing frá eigend- um Karnabæjar Af gefnu tilefni og vegna fyrir- spurna vilja eigendur Karnabæj- ar taka fram að verzlun sú sem opnuð hefur verið og nefnd Jósefina, er ekki á nokkurn hátt tengd Karnabæ þó svo að eigend- ur verzlunarinnar hafi látið sig hafa það að taka upp þau kjörorð sem eigendur Karnabæjar hafa lagt til grundvallar rekstri verzlunar sinnar, Bonaparte sér- verzlun hins vandláta. Virðingarfyllst. Guðl. Bcrgmann Björn Pétursson Hfff fTt»Tfy>?TtrtfT»TTTTTTTTTTTTTfrrfyi Sérlevfis- oq Reykjavik — I.augarvatn — Geysir — Gullfoss , ' ... um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal SKOmmTlterOI r a]]a daga — engin fri við akstur BSÍ — Simi 22-300 — Ólafur Ketilsson itittiiimttitiiiitiitiiittiimiitiitl Frá Barnaskóla Garðahrepps Skólinn tekur til starfa mánudaginn 3 september. Nemendur mæti sem hér segir: 12 og 11 ára kl. 9 f.h. 10 og 9 ára kl. 10 f.h. 8 ára kl. 11 f.h. 7 ára kl. 13 e.h. 6 ára kl. 14 e.h. Skólastjóri. Jörð tíl sölu Góð jörð á Suðurlandi til sölu. Jörðin er vel i sveit sett. Tilvalin til fisk- eldis. Jarðhiti, fiskveiði, námutaka. Upplýsingar hjá Geir Egilssyni, simi 99-4290. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RÍKISINS 4ra herbergja íbúðir til sölu 112 söluíbúðir Auglýstar eru til sölu 112 ibúðir, sem verið er að byggja á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar i fjöl- býlishúsum við Torfufell 44-50, Rjúpufell 21-23, Rjúpufell 25-35 og Rjúpufell 42-48, Reykjavik. Er hér um 4ra her- bergja ibúðir að ræða. Þær verða seldar fullgerðar (sjá' nánar i skýringum með umsóknunum) og afhentar þannig á timabilinu desember 1973 — júni 1974. Kost á kaupum á ibúðum þessum eiga þeir sem eru íullgildir félagsmenn i verkalýðsfélögum (innan ASl) svo og kvæntir/giftir iðn- nemar. Brúttóflatarmál hverrar ibúðar er 101,5 fermetrar (að meðtalinni geymslu og hlut i stigahúsi) og áætlað verð er kr. 2.560.00,00. Ibúðir þessar eru einvörðungu ætlaðar fjögurra manna fjölskyldum og stærri. Greiðsluskilmálar Greiðsluskilmálar eru i aðalatriðum þeir, að kaupandi skal, innan 3ja vikna frá þvi að honum er gefinn kostur á ibúðarkaupum, greiða 5% af áætluðu ibúðarverði. Er ibúðin verður afhent honum skal hann öðru sinni greiða 5% af áætluðu ibúðarverði. Þriðju 5% greiðsluna skal kaupandi inna af hendi einu ári eftir að hann hefur tekiö við ibúðinni og fjórðu 5% greiðsluna skal hann greiða tveim árum eftir aö hann hefur tekiö við ibúðinni. Hverri ibúð fylgir ibúðarlán stofnunarinnar til 33ja ára, er svarar til 80% af kostnaðarverði. Nánari upplýsingar um allt, er lýtur að verði, frágangi og söluskilmálum er aö finna i skýringum þeim, sem af- hentar eru meö umsóknareyðublöðunum. Umsóknir um ibúðakaup þessi verða afhent i Húsnæðismálastofnuninni frá og með næstkomandi þriðjudegi 3. september. Um- sóknir verða að berast stofnuninni fyrir kl. 17 hinn 3. októ- ber næstkomandi. Reykjavik, 31. ágúst 1973 HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RlKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453 Nokkrar stúlkur vantar að mötuneyti Samvinnuskólans í vetur. Upplýsingar i sima 18696 á mánudag og næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.