Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. september 1973 TÍMINN 7 hinna eldri, og i raun og veru held ég, að fáir hafi haft trú á þessu fyrirtæki, þvi þeir voru öfáir vinir minir, sem spurðu mig hvers vegna í ósköpunum ég væri að hætta fjármunum i svona ,,ævin- týri”. Karnabær fyrstur með poppbúðir og tónlist Karnabær var verzlun með nýj- um stil. Þarna vann ungt fólk og glæsileg og voldug hljómtæki sáu fyrir rokktónlist allan daginn, en það var nýmæli, og þeir, sem kvarta undan hávaða i verzlunum okkar i dag, ættu bara að hafa komið til okkar þá. Þessi tónlist- arflutningur setur sérstakan blæ á verzlanirnar og umhverfið og æskunni fellur það vel og reyndar hinum eldri lika. Mánaöarlega til útlanda i vörukaup og vöruskoðun Af þvf fólki, sem starfaði hjá okkur á fyrsta ári, starfar tvennt ennþá. Sævar Baldursson, sem nú er fulltrúi i fyrirtækinu, og Erla ólafsdóttir, sem nú er verzlunar- stjóri á Laugavegi 20 a. Verka- skipting okkar Guðlaugs var sú sama frá upphafi. Ég einbeitti mér að fjármálastjórn og rekstri búðanna og iðnaðarins, en Guð- laugur hefur með innkaup að gera, vöruval og auglýsingar. Hann fer mánaðarlega til útlanda i vöruskoðun og vöruinnkaup, þvi að það veröur ekki fylgzt með tizkunni, með þvi að sitja heima. Þannig hefur Karnabær mjög ná- ið samband við tizkuheiminn, og segja má, að Guðlaugur lifi og hrærist i poppinu. hann gjör- þekkir æskuna, skemmtanalifið, stefnur i músik og allt er unga fólkið varðar, enda er hann ungur maður sjálfur og hrærist i þessu umhverfi. Eg hins vegar verð að láta mér nægja gamaldags sam- bönd við banka og önnur yfirvöld i viðskiptalifinu. Þekkja þarfir æskunnar Ég vil þó vekja athýgli á þvi, að samband okkar við æskuna, eða samband Karnabæjar, er nauð synlegt, og það er ekki i neinu frá- brugðið sambandi annarra fyrir- tækja við sina viðskiptavini. Þú veröur að þekkja þarfir og óskir kaupandans og ganga til móts við þær eftir beztu getu. Okkar við- skiptavinir eru frábærir. Það er oft þröngt á þingi i Karnabæ, búð- irnar troðfullar af fólki, en aldrei veröum við fyrir neinu tjóni. Framkoma ungmennanna er til fyrirmyndar, og það er aldrei neiit skemmt i búðunum af fólk- inu, en það er meira en margir kaupmenn geta sagt. Auðvitað hafa komið upp smá- vægileg vandamál, eins og geng- ur, en mér hef'ur persónulega gengið ákaflega vel að léysa þau, og það hefur verið mjög skemmtilegur þáttur i starfi minu og lifi að fá tækifæri til að um- gangast ungt fóik i daglegu starfi. Karnabær færir út kviarnar Fljótlega eftir að Karnabær opnaði að Týsgötu 1. varð hús- næðið of litið. Búðin var þó stækk- uð fljótlega eftir þvi sem húsrým- ið leyfði og um skeið höföum við snyrtivörudeild á Klapparstign- um, aðeins steinsnar frá búðinni, en þar var fyrsta saumastofa okkar til húsa. Við fórum þvi fljótlega að hugsa fyrir framtið- arhúsnæði við fjölfarna götu. Arið 1970 gafst okkur kostur á húsnæði i nýreistu húsi að Lauga- vegi 66, og sama haust opnuðum við þar verzlun og fluttum skrif- stofur okkar þangað á sama stað. Þarna var tizkuverzlun fyrir kon- ur og karla, en auk þess sérverzl- un með PIONEER hljómtæki, sem við höfum einkasölu fyrir. Þetta var nýmæli i rekstri Karna- bæjar, en hins vegar ekki langsótt hugmynd, þvi að popptónlistin og fatatizkan fylgjast að og eru með einhverjum hætti samofin i lff æskufólksins. Við seldum þarna Bobby Fischer, heimsmcistari i skák notaði tækifænð og fékk sér þrenn föt i Karnabæ. Tvenn munu hafa verið úr islenzkum fataefnum. Timaritið LIFE tók þessa mynd af meistaranum og birti i heinistima- riti sinu. Colin Porter klæðskeri hjá Karnabæ er mcð á myndinni, en hann saumaði fötin. gangur Karnabæjar var smásala á fatnaði og tizkufatnaði og fram- leiðsla á sömu vörum. Björn Pét- ursson hf. var hins vegar heild- sögufyrirtæki og var markmiðið innflutningur og dreifing á er- lendum fatnaði og snyrtivörum. Karnabær opnaði fyrstu verzl- un sina að Týsgötu 1 þann 16. mai árið 1966, og hafði búðin þá einvörðungu erlendar vörur á boð- stólnum. Þessi verzlun var með nýju sniði og vakti þegar óskipta athygli, bæði ungmenna og eins Pétur Björnsson, viöskiptafræðingur, en skrifstofa hans annast bók- hald og stadistic fyrir Karnabæ. ('olin Porter og Jan G Davidson. (’olin Porter er Knglendingur. en er kvæiilur islenzkri konu og lalar ágæla islenzku. Ilann liefur hafl afgcr- andi álirif á fatasnið hér á landi. Með honum á niyndinni er læknimað- urinn Jan G Davidson.sem er sænskurllann vinnur nú að endurskipu- lagningu á fataiðnaði Karnabæjar, en verið er að laka i nolkun 350 fer- melra viðhótarpláss i Kjörgarði. Jan er kvæntur islenz.kri konu. Séð yfir hluta af saumastofu Karnabæjar. Þarna vinna stúlkurnar viö saum á buxum. Bilaleigan Geysir er sameign Karnabæjar og 15 starfsmanna Karna- hæjar. A myndinni er Guðmundur forstöðumaður bilaleigunnar að af- henda bifreið. Allir bilar GEYSIS eru með Pioneer-stereohljóm- tækjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.