Tíminn - 02.09.1973, Page 8

Tíminn - 02.09.1973, Page 8
8 tí.ViKn Sunnudagu'r' 2. Veptember 1973 einvöröungu stereo hljómtæki Hi- fi, en ekki þýddi lengur að bjóða upp á radiogammófóna. Með þessum vönduðu hljómtækjum er fólkið ,,inni i” sjálfri músikinni, ef svo má að orði komast. Við réð- um f okkar þjónustu kunnáttu- menn á öllum sviöum og getum veitt fullkona þjónustu i þessari grein. PIONEER vönduð hljómtæki Þessi nýja verzlunardeild mæltist strax vel fyrir. PIO- NEER tækin eru einhver þau beztu sem völ er á, og þau eru seld með 3 ára ábyrgð. Þau full- nægja kröfum um tóngæði. Unga fólkið vill spila hátt og sterkt, og þá duga aðeins vönduö hljómtæki. Þarna verzlar alls konar áhuga- fólk um tónlist, popparar og unn- endur klassiskrar tónlistar, og mun láta nærri, að PIONEER tækin sé um 50% allra hljómtækja sem flutt hafa verið til landsins á siðustu árum. Karnabær Laugavegi 20A Karnabær á Laugavegi 66 gekk vel. I nóvember árið 1971 keypt- um viö húseignina Laugavegur 20 a og fengum þá eign afhenta 1 april árið eftir og létum innrétta það húsnæöi eftir okkar þörfum. Þar opnuðum við svo búð með dömu- og herrafatnaði, ásamt snyrtivörudeild, en jafnframt lögöum við niður búðina á Týs- götu 1. Ástæðan fyrir þessu var fyrst og fremst sú, að okkur fannst það skiljanlega mjög ó- tryggt að vera með alla okkar starfsemi i leiguhúsnæði: Lauga- vegur 20 a er aðeins steinsnar frá Týsgötunni og færðist verzlunin þaöan á Laugaveg, og gerði búðin strax meira en að halda sinum gömlu viöskiptum. Hafa fremur aukizt en hitt, Verbúð og Bonaparte t mai — júni 1973 opnuðum við svo tvær verzlanir i Lækjargötu 2, sem er á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verbúð, nefnum við aðra verzl- unina, en þar er til sölu allur fatn- aöur, nema herrafötin. Þetta er fataverzlun fyrir dömur og hérra, alls konar sportfatnaður og klæðnaður er þarna á boðstólum, og hljómplötur. Hin verzlunin er Bonaparte, sem er sérverzlun meö dýrari fatnað. Þar er gert ráð fyrir, að viðskiptavinir séu frá 20—80 ára. Má segja, aö með þessari verzlun sé verið að opna dyrnar á Karnabæ fyrir eldri kynslóðina. Kynslóð, sem við vissum, að gjarnan vildi verzla við okkur, en einhverra hluta hluta vegna hafði sig ekki i að koma i hinar búðirnar. Svo eigum við tvo þriðju af hús- eigninni Austurstræti 22, þar sem Teppi hf. og Herrabúðin eru núna. Iðnaður hjá Karnabæ Eins og fram kom hér að fram- an, var upphafl. gert ráð fyrir að við myndum framleiða fatnað sjálfir. Sá undirbúningur tók nokkuð lengri tima en gert hafði verið ráð fyrir. I ársbyrjun 1969 réöst i okkar þjónustu kunnur klæðskeri og tizkuhönnuður, Colin Porter. Hann var þekktur fyrir fatnað á ungt fólk. Opnuðum við saumastofu eftir að hafa aflað nauðsynlegra véla. Þar unnu 5 stúlkur ásamt klæð- skeranum, og voru saumuð þar herraföt eftir máli. 1 september sama ár tókum við á leigu saumastofu i 350 fermetra húsnæði i Kjörgarði og keyptum af Kristjáni Friðrikssyni, eiganda stofunnar, vélar og tæki til fata- geröar og yfirtókum nokkurn hluta af starfsliði hans. Þarna byrjuðum við framleiðslu á lagerfatnaði. Siðan hefur þetta verið að þró- azt smám saman. Það er útilokað I samtali við dagblað að fara mjög náið út i þá sálma. En við höfum keypt iðnaðarvélar og fengið sérfræðinga i hagræðingu meö stuttu millibili erlendis frá, og nú hefur öllum hinum upp- runalegu vélum verið ýtt til hliðar Mörg hundruð jakkar eru sniðnir i einu og þræðingar eru úr sögunni. t staðinn kemur merkjakerfi, þannig að allt stenzt á. Sniðin eru „leyndarmáliö” I fatagerðunum, en gerð sniðanna annast Colin Porter. Ör þróun i Fataiðnaði Skyrtur á 7,5 minútum i Noregi Þetta sýnir, að þróunin er ör, og þessum afköstum, verðum við að ná með einhverju móti. Arangur Norðmanna i smærri fatagerðum i Noregi er sá, að þeir eru 12,5 minútur að sauma skyrtu, 28 min- útur með buxur og 100 minútur með karlmannsjakka og Norð- menn hafa fundið út, að 50 saumastúlkur muni geta fram- leitt skyrtu á 7,5 minútum, ef ár- leg framleiðsla er um 500.000 skyrtur, en þá er auðvitað miðað við dýrustu og fullkomnustu vélar og nútima hagræðingu. Þetta er það, sem islenzkur fataiðnaður verður að geta keppt við, en leggst af ella. Karnabær gerði samning við norskt verkfræðifirma, og hefur það siðan unnið svo til stöðugt að hagræðingu hjá okkur. Nú erum við að taka i notkun rúmgóðan vinnusal i Kjörgarði og vonum að bætt vinnuskilyrði verði til þess, aö fatagerðin megi öðlast betri samkeppnisaðstöðu. Við höfum á að skipa mjög duglegu starfsliði, sem náð hefur undraverðum árangri i fatasaumi. Fötin eru saumuð úr innlendum og erlendum efnum, 2/3 hlutar eru innlend efni. Fatnaðurinn er hannaður af Colin Porter, og i fatagerðinni vinna 30 konur. Auk þess verzlum við eins mikið og hægt er við aöra inn- lenda fataframleiðendur. og þar snúast ekki meir, og fata- geröin hefur veriö búin nýjum tækjakosti. Afköstin hafa sex- faldazt í fatagerðinni. Afköst f fataiönaði hafa sex- faldazt siðan við fórum að breyta starfstilhöguninni. Þetta þykir kannske vera umtalsverður árangur, en nær hins vegar skammt. Þetta hefur kostar yfir- legu, vinnu og fjármuni. En þaö hafa lika orðið stórfelldar fram- farir i fataiðnaði erlendis á sama tima og samkeppnisaðstaðan hefur litið batnað. Þaö er mörgum kunnugt, að á sinurn tima beitti Félag islenzkra iðnrekenda sér fyrir iðnkönnun i fataiðnaði. Fagþekking — 20 iðn- rekendur i kynnisferð til Noregs Við áttum þess kost um það leyti að fara i kynnisferð til Nor- egs og fór 20 manna hópur þessa ferð. Þetta var mjög'mikilvæg ferð fyrir okkur. Um þetta leyti vorum við gengnir i Efta og höfð- um samið um aðlögunartima, sem var 10 ár. Við gerðum okkur auðvitað ljósa grein fyrir þvi, að nú var að duga eða drepast. Ef við ekki færðum iðnað okkar i svipað horf og þróuðu rikin höfðu gert, vorum við dauðir i þessari grein. Afköst i fataiðnaði hafa tek iö stórkostlegum framförum er- lendis. I úttekt Norðmanna á fataiðnaði tslendinga kemur eft- irfarandi dæmi fyrir i skýrslu þeirra:. er glögglega sýnir þróun- ina: „Framleiðslutimi i Vestur-Evrópu 1969. 1930 1968 1978 1988 min. min. min. min. Framl.timi skyrtur 80 20—30 5 3,5 — herrabuxur 160 40—80 12,5 7,5 — herrajakkar 480 150—240 55 Bonaparte, er nýjasta verlunin hjá Karnabæ. Með þessari verzlun er Karnabær að opna fyrir eldri herra, sem einhverra hluta vegna voguðu sér ekki inn i hinar búðirnar. Bonaparte er með vörur hinna vandlátu, sem sc klæði i dýrasta verðflokki, ásamt öðru. Pressudeildin i fatagerðinni hjá Karnabæ. Fatnaðurinn fer i gegnum átta pressur, sem glevpa flíkurnar eina af annarri, unz þær hafna á slánni i búðunum. Ein fullkomnasta verksmiðja og fatapressa landsins. Bilaleigan Geysir — Atvinnulýðræði Hjá Karnabæ er góður andi hjá starfsliði og gott samband er milli stjórnenda fyrirtækisins og starfsmanna. I takt við timann vildum við á einhvern hátt gera starfsmenn okkar að beinum þátttakendum, eða reka að minnsta kosti ein- hverja félagslega starfsemi með- al þeirra. Það varð úr, að við hóf- um rekstur bilaleigunnar Geysis, en Geysir er sameign okkar og 15 starfsmanna Karnabæjar. Eru flestir eldri starfsmenn okkar aðilar að fyrirtækinu. Hófum við rekstur bilaleigunnar með 35 nýj- um Volkswagen bilum af árgerð 1973. Allar bifreiðarnar eru búnar stereo-hljómtækjum, því alltaf er músikin með hjá Karnabæ, hvort sem það er i verzlun eða á saumastofu. Bilaleigunni veitir forstöðu Guðmundur Magnússon, sem áður var hótelstjóri á Búð- um, en hann þekkja margir að góðu. Bilaleigan er i Kópavogi en söluskrifstofa er að Laugavegi 66. Reynt var að vanda undirbún- ing sem mest, bilarnir eru allir tryggðir hjá Samvinnutrygging- um. Allir i Karnabæ vinna við þessa bila, eða eigendurnir, og telja menn það ekki eftir sér að þrlfa bilana ókeypis, bóna og þvo. Nýting á bilunum hefur verið góð, og menn eru i þessu af lifi og sál — allir sem einn, og ég hef sagt, að ef þetta gengur vel, gæti það orðið upphafið að viðtækari aðild starfsmanna að rekstri fyrir- tækja. Greiða 25 milljónir i laun Við reynum að hafa starfsfólkið með i ráðum, eyðum miklum tima i samstarf við það, og ég, sem hef verzlað og haft viðskipti við menn á öllum aldri, tel að unga fólkið i dag vera vandað og heiðarlegt og hef á þvi tröllatrú. Við höfum i dag 70 starfsmenn og greiðum 25 milljónir i vinnulaun. Heildverzlun Björn Pétursson hf. Hér hefur fram að þessu litið verið minnzt á Björn Pétursson hf. heildverzlun. Auðvitað hefur sá innflutningur átt gildan þátt i uppbyggingu Karnabæjar. Heild- verzlunin hefur umboð fyrir ýmsa heimsþekkta framleiðendur. Mikið starf hefur verið fólgið i þvi að skipuleggja stórinnflutning á tízkufatnaði, fataefnum og snyrtivörum og öllu mögulegu, er þarf til starfsemi Karnabæjar. Bara eitt umboð, Mary Quant snyrtivörurnar, væri umtalsverð- ur innflutningur i venjulegri heildverzlun. Þó að starf heildsöl- unnar hafi auðvitað verið miðað fyrst og fremst við Karnabæ, selur heildverzlunin til fjöl- margra annarra, svo sem á Akra- nes, tsafjörð, Borgarnes, Akur- eyri, Seyðisfjörð, Hornafjörð og til Keflavikur, en þar eru ákveðin. verzlunartengsl. Þá er ótalin mikil póstverzlun. Karnabær og framtiðin. Um framtiðina er það að segja, segir Björn Pétursson að lokum, að ekki er neitt stórvægilegt á prjónunum sem stendur. Við höf- um gert mikið á skömmum tima. Hins vegar er þvi ekki að leyna, að við stefnum að þvi, að koma upp eigin húsnæði fyrir starfsemi okkar. Fatagerðin er t.d. i leiguhús- næði núna, sömuleiðis verzlanir og skrifstofur okkar að Lauga- vegi 66. Þetta þyrfti við hentug- leika að breytast. Höfum við þvi skiljanlega mikinn áhuga á þvi að eignast sjáifir hæfilegt aðsetur fyrir Karnabæ og þann rekstur, sem kringum hann er. JG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.