Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 29
TÍMINN 29 Sunnudagur 2. september 1973 Hann spilaði Haydn, þau vorubæði hrifin af Haydn.yh>á varð hún viss i sinni sök. Hann skyldi verða maður hennar. Albert prins af Koburg eða enginn annar. En hvernig átti bónorðið að fara fram. Ljóst var, að hann gat ekki beðið hennar, þvi það var hún sem var drottningin og réði öllu. Viktoria sá, að nú yrði hún að gripa til sinna ráða. — Ég sagði honum, að hann vissi liklega, hvers vegna ég hefði beðið hann að koma og að ég yrði svo hamingjusöm, ef hann væri samþykkur þvi sem ég óskaði. Albert hvislaði jáyrði sitt og þau féllust i faðma, enda þegar orðin ástfangin. Viktoria tók unn- usta sinn með sér til að skoða lif- vörðinn i Hyde Park. Það var kalt og Albert lagði skinnslá yfir herð- ar Viktoríu. Sjálfum var honum afar kalt i hvitum buxum úr kasmirefni.... og engu innan und- ir, skrifaði Viktoria. Albert neyddist til að fara aftur til Þýzkalands fyrir brúðkaupið. Viktoria kyssti hann á kinnina og siðan settist hún niður og hágrét af söknuði. Þann 10. febrúar 1840 gengu þau i hjónaband. Hún bar safir- nælu, sem unnustinn hafði gefið henni. Eftir athöfnina flýttu þau sér til Buckinghamhallar til að hafa fataskipti. Viktoria fór i kjól skreyttan svanadún og setti upp hatt með svo stórum börðum, að hið litla brúðuandlit hennar næst- um hvarf. Klukkan fjögur lögðu þau af stað til Windsor, aðeins þau ein. Hún horfði hugfangin á Albert sinn og steingleymdi öllu kóngsrikinu. Nú þegar hún hafði loks fundið ástina, fannst henni dauðleiðin- legt að þurfa að vera drottning lika. Hana langaði bara til að ganga með Albert um garðinn. Og allir þessir pappirar, sem hún þurfti alltaf að vera að skrifa undir. En Albert hjálpaði henni með þerripappirinn.... ógeðslegt að fæða börn Klukkan tvö siðdegis 21. nóvember 1840 fæddist fyrsta barnið. — Frú, það er prinsessa, sagði læknirinn. — Gerir ekkert, svaraði Vik- toria. — Það verður prins næst. Viktoria eignaðist átta börn og hún var ekki hrædd. Við höfum alltaf séð hana sem takn móður- leikans. En raunverulega fannst henni ógeðslegt að eignast barn „eins og belja”. Hún var ham- ingjusöm með Albert og það fannst henni nægja. En börnin héldu áfram að koma. Albert var ánægður með þau. Hann lék sér á skautum með hóp- inn fyrir fjölda áhorfenda og hann lék á orgel með sitt barnið á hvoru hné. En að mestu voru börnin i umsjá barnfóstra, svo Viktoria fékk að hafa prinsinn sinn i friði, án allrar samkeppni. „Seint á kvöldin lesum við fyrir hvort annað,” skrifaði hún. ,,Þeg- ar ég les, sit ég i sófanum i miðju herberginu við litið borð með lampa á. Albert situr i lágum stól hinum megin við borðið. Bara að ég gæti lýst þvi, hvað heimilislif okkar er hamingjurikt. Þetta er sannleikurinn um Vik- toriu, eina af mestu drottningum veraldarsögunnar. Hún vildi gjarnan afsala sér krúnunni — i hendur Albert. — Ó bara að ég gæti gert hann að konungi, sagði hún við forsæt- isráðherrann. Og við Albert sagði hún i kvörtunartón: „Við konur erum ekki skapaðar til að stjórna”. Draumurinn um litla húsið Viktoria og Albert keyptu jörð- ina Osborne á eynni Wight. — Þetta eigum við þó sjálf, hrópaði hún yfirkomin af sælu. Hún taldi konungshallirnar ekki með. Hún var alin upp i höllum og dreymdi alitaf um litið hús. Hún hefði ver- ið alsæl þó að hún hefði búið i tjaldi með Albert. Osborne var dásamlegt. Alls staðar skáru þau út upphafsstafi sina, samanflétt- aða. Drottningin teiknaði og lék á pianó og skrifaði að hún hefði aldrei notið þess eins að lifa. Fá að vera bara með Albert. En það var skuggi i þessari sælu: Taugar drottningar. öðru hverju æpti hún og skellti hurðum, auk þess að segja hluti við Albert, sem hún dauðsá eftir. Albert tók það sem verkefni sitt að hugga hana eftir köstin. Að mörgu leyti var Viktoria eins og móðir Alberts, en hann varð lika stundum að vera pabbi hennar. Viktoria var alltaf jafn ástfang- in. Eftir fjöldamörg ár, fannst henni Albert jafn fallegur og þeg- ar hann skoðaði með henni lif- vörðinn i Hyde Park, i hvitum kasmirbuxum. Raunverulega var hann orðinn bersköllóttur og gekk með hárkollu til að verjast trekknum i hinum rúmgóðu húsa- kynnum. Auk þess var hann svo aumur. Alltaf fann hann til hér eða þar. Skyndilega varð hann svo veikur. Það var taugaveiki. Viktoria var yfir sig ástfangin. Eftir tuttugu ár, var Albert enn jafn fallegur i augum hennar. Þar sem hann var ekki jafn bund- inn lifinu og kona hans, sagðist hann ekki ætla að berjast gegn dauðanum. Hann sökk niður i meðvitundarleysi og Viktoria vildi ekki trúa þvi. Hvað átti þá að verða um hið stórkostlega lif þeirra saman? Þann 14. desem- ber 1861 lézt Albert. Viktória féll saman á gólfinu. Sorgarhjúpur — Hvernig get ég lifað eftir þetta? kveinaði hún. — Ég sem hef alltaf haldið að við myndum deyja saman. Hann vafði mig örmum á næturnar og þá var eins og ekkert mundi nokkurn tima geta aðskilið okkur. Ég var svo viss. Lifið án hans — það var ekki möguleiki. Hvað var það nú, sem Albert var vanur að segja viö hana: Þitt stærsta verkefni i lif- inu er að stjórna tilfinningunum. Það var henni ómögulegt. Hún gat ekki leikið hlutverkið lengur Viktoria hætti að vera drottning og varð bara ekkja. Hún gat ekki hugsað sér að láta sjá sig framar utan hallarinnar. Fólk gagnrýndi hana, en henni versnaði stöðugt. Hún var þó drottning og varð að sinna skyld- um sinum. Bráðlega tók fólk aö segja, að það væri þó heil eilifð siðan Albert dó. En fyrir Viktoriu var það ekki. Hún var 42 ára, er hún sveipaði sig sorgarhjúp, sem hún fór aldrei siðan úr. —SB. SÍBS END URNÍfJUN Dregið Jr œf I#Ib verður miðvikudaginn 5. september AAUNIÐ AÐ ENDURNÝJA FRYSTIKISTUE VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar i Es- bjerg eru stærstu uíflytjendur i Dan- mörku á frystitækjum til heimilisnota. litrar 195 265 385 4.60 560 breidd cm /2 92 126 156 186 d/pt cm 65 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 85 Frystiafkös! pr. sólarhring kg 18 23 27 39 42

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.