Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 19
• Sunnudagur. '2. s'eptember 1973 TÍMINN 19 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjaid 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaðaprent h.f Matvælaskortur í USA Fyrir nokkru f 1 utti Erlendur Einarsson, for- stjóri SIS, stutt spjall i útvarpið um verðlag á landbúnaðarvörum og fiski á Bandarikja- markaði og áhrif verðstöðvunar Nixons á þró- un mála. Benti hann á, að verðstöðvunin hefði leitt til þess að bændur gengu á bústofn sinn og fóðurvörur til kjötframleiðslu voru seldar frá Bandarikjunum. Erlendur sagði m.a.: „Hækkun á bandariskum landbúnaðarvör- um hefur orðið mjög mikil á þessu ári. Verð á sojabaunum hefur þrefaldazt, nautakjötsverð hefur hækkað um 80-100%. Mikil verðhækkun hefur átt sér stað á svinakjöti og kjúklingum. Þá hefur beinlinis skortur á kjötvörum gert vart við sig undanfarið og það i vaxandi mæli. Ráðagerðir um aukningu framleiðslu virðast ekki hafa verkað, enda tekur það nokkurn tima ef auka á t.d. kjötframleiðslu. Fljótvirkast er að auka framleiðslu á kjúklingum, en fram- leiðslutimi þeirra er ekki nema um 2 mánuðir. Hins vegar er talið að heilt ár þurfi til þess að sjá aukningu á svinakjötsframleiðslu og 2 ár eða meir, ef um framleiðslu nautakjöts er að ræða. Fyrr á þessu ári fóru fram i Bandarikjunum af hálfu húsmæðra mótmælaaðgerðir vegna hækkandi verðlags landbúnaðarafurða. Nú geta hinar sömu húsmæður hins vegar mót- mælt þvi, að það gerist nú æ tiðara, að nauta- kjöt fáist ekki i verzlunum. Það virðist augljóst, að mikill skortur á fóðurvörum, en þær eru undirstaða kjöt- og mjólkurframleiðslu, geri nú vart við sig i heiminum. Efnahagsbandalagslöndin hafa ný- lega ákveðið að setja sérstakan skatt á útflutn- ing fóðurvara, með það fyrir augum, að dregið verði úr útflutningi. Við íslendingar njótumnúgóðsaf þvi alvar- lega ástandi, sem skapazt hefur i þessum mál- um. Á þetta við um stórhækkað verð á útflutn- ingsvörum okkar t.d. fiskimjöli, — og freðfiski, sem fer á Bandarikjamarkað. Sem dæmi um hækkanir má nefna, að Cif verð á islenzku fiskimjöli hefur hækkað á einu og hálfu ári úr 15/50 pr. kg. i 72/60, en verð á þessari vöru get- ur verið mjög breytilegt. Þá hefur verð þorsk- blokka hækkað mikið á þessu ári. Fyrir íslendinga, sem byggja afkomu sina á framleiðslu matvæla, hlýtur stóra spurningin að vera sú, hvort ekki komi verðfall eftir þess- ar gifurlegu hækkanir. Á þvi hlýtur að vera mikil hætta. Á hinn bóginn velta menn þvi nú fyrir sér, hvort varanlegur skortur á matvæl- um i hinum vestræna heimi sé að byrja að gera vart við sig. Ef svo væri og enda hvort sem er, ættu íslendingar að þakka fyrir, hve islenzkir bændur hafa aukið mikið ræktun og fram- leiðslu á undanförnum árum og menn ættu að láta það vera að hnýta i bændur fyrir að vilja yrkja jörðina, sem með þvi eru að tryggja, að íslendingar geti verið sem mest sjálfum sér nógir um framleiðslu matvæla.” Þessi orð Erlendar Einarssonar ættu þeir að hugleiða, sem hafa talið islenzkan landbúnað dragbit i islenzkum þjóðarbúskap. — TK ERLENT YFIRLIT Arabar sætta sig vel við Kissinger Leysir hann deilu þeirra og ísraels? Nowswi'ok hofur hór fært Kissinj'er i gorvi Motternichs. FATT er nú meira umræbu- efni i alþjóðmálum en utan- rikisráðherraskiptin i Banda- rikjunum. Yfirleitt erþeim vel tekið, þvi að Rogers hefur þótt aðgeröalitill og sviplitill utan- rikisráðherra, en þeim mun mcira orð hefur farið af Kissinger. Raunverulega er þetta þó varla rétturdómur. þvi að verkaskiptingin - milli þeirra hefur öll verið Kissinger i vil. Kissinger hefur sem sérstakur ráðgjafi Nixon annazt þau svið utan- rikismála, þar sem mests árangurs var að vænta sökum breyttrar afstöðu Svoétrikj- anna og Kina. Það, sem heíur áunnizt hjá Kissinger i sam- bandi viö Vietnam og bætla sambúð við kommúnistisku stórveldin, er ekki nema að háfu Ieyti verk hans og Nixons. Sá árangur, sem þar hefur náðst, byggist að miklu leyti á breyttri afstöðu þessara rikja til Bandarikjanna. Án þeirrar breytingar hefðu Nixon og Kissinger engu áorkað. Hitt ber hins vegar að viðurkenna, að þeir tóku vel hinni breyttu afstöðu Kina og Sovétrikjanna og eiga þannig sinn þátl i þeim árangri, sem hefur náðst. Vissulega ber að meta hann að verðleikum og það jafnframt, að Kissinger hefur sýnt það i skiptum sinum við ráðamenn Sovétrikjanna og Kina, að hann er bæði hygginn og laginn samningamaður, og þó fastur fyrir, þegar þess er þörf. Þess vegna er það al- mannarómur, að hann sé vel að hinu nýja starfi sinu kominn. ROGERS hefur goldið þess, að honum hefur verið ætlað það svið utanrikismála, þar sem helzt hefur hallað undan fæti. Minni spenna milli austurs og vesturs og bætt sambúð Sovétrikjanna bæði við Vestur-Evrópu og Banda- rikin, hafa leitt til þess, að Bandarikin og Vestur-Evrópa hafa getað leyft sér að vera meira ósammála en áður og láta ágreiningsefni sin koma skýrar i ljós. Jafnhliða hafa svo ný vandamál skapazt i sambúð þessara rikja, m.a. efnahagsteg. Þá hefur dregið i sundur milli Bandarikjanna og Suður-Ameriku, m.a. vegna aukinnar sjálfstæðis- stefnu ýmissa rikisstjórna þar. Þá hafa Bandarikin sýnt málefnum Afriku aukið tóm- læti. Rogers hefur sennilega haft takmarkaða aðstöðu til þess að geta sinnt þessum málum sem skyldi, og heldur ekki verið nægilega skapandi og áhugasamur til að geta gert það, þótt aðstaða hans væri betri. Rogers reyndist allgóður dómsmálaráðherra i stjórn Eisenhowers, en utan- rikisráðherraembættið virðist hafa hentað honum sfður. Það verður eitt af fyrstu verkefnum Kissingers að reyna að bæta sambúð Banda- rikjanna og Vestur-Evrópu að nýju. t þeim efnum veltur ekki minna á afstöðu Vestur-- Evrópurikjanna en Banda- rikjanna sjálfra, en Vestur- Evrópa virðist enn ekki vera búin að gera sér þess fulla grein, að hún getur ekki gert sömu kröfur til Bandarikj- anna og áður, t.d. að Banda- rikin hafi fjölmennt varnarlið i Evrópu. Það var eðlilegt ástand meðan Vestur-Evrópa var i rústum eftir styrjöldina, en er óeðlilegt nú, þegar rikin þar eru ekki aðeins risin úr rústunum, heldur sum orðin hlutfallslega eins elnahags- lega sterk eða sterkari en Bandarikin. Vegna þess hve það.er rikt i Evrópuþjóðunum að gera miklar kröfur lil Bandarikjanna, getur það hlutverk, sem hér biður Kissingers, orðið næsta vandasamt. Á sama hátt getur þá reynzt Kissinger vandasamt að koma sambúðinni við Suður- Ameriku i sæmilegl horf. Sambúðin við Afrikurikin getur oltið á þvi, hvaða af- stöðu Kissinger tekur til kyn- þáttamáianna þar, og livort hann heldur áfram óbeinum stuðningi við Fórtúgal. ÞOTT þau mál, sem hér hafa verið nefnd, geli orðið vandasöm, eru þau þó aldrei nefnd sem stærsta vanda- málið, er biður Kissingers. Ollum blöðum, sem um þetta hafa rætt, kemur saman um, að mesta vandamálið, er biði Kissingers, sé deila tsraels og Arabarikjanna. Þar færist nú yfirgangur Israelsmanna i aukana, þar sem þeir haga sér orðið á herteknu land- svæðunum likt og þeim væri ætiað að vera hluti tsraels til frambúðar. Þetta eykur hefndarhug Araba og þvi getur komið til styrjaldar hvenær, sem er. óneitanlega bera Bandarikin ábyrgð á þessu ástandi, þvi að tsrael gæti ekki fylgt áfram yfir- gangsstefnu sinni, nema þvi bærist mikil aðstoð frá Bandarik junum. Það væri m ,a. eðlileg afleiðing af þessu, að Arabarikin reyni að koma höggi á Bandarikin, þar sem þau eru viðkvæmust fyrir, en það er i oliumálunum. Banda- rikjunum gæti eynzt það mjög erfitt, ef Arabarikin draga verulega úr oliusölu til þeirra. Inn á þá braut hljóta Araba- rikin að fara fyrr eða siöar, ef Bandarkin beita ekki áhrifum sinum til að draga úr yfir- gangi tsraels. Fljótt á litið, ætti tilnefning Kissingers sem utanrikisráð- herra að niælast illa fyrir i Arabalöndunum, þar sem hann er lyrsti (Jyðingurinn, sem gegnir þessu embætli i Bandarikjunum. Niðurstaðan virðist þó sú, að lilnelningu hans sé sæmilega lekið i Ara- balöndunum. Ef til vill stafar þetta af þvi, að það sé hald Araba að vegna þess, að Kissinger er sjálfur Gyðingur eigi hann auðvcldara með að fá tsraelsmenn til tilslökunar. Þá muni Kissinger gjarnan vilja sýna það, að hann láti ekki skyldleikann við ísraels- menn ráða gerðum sinum. KISSING ER er rétt fimmtugur að aldri, þegar hann tekur við utanrikisráð- herraembættinu. liann varð fimmtugur um það leyti, sem hann kom til tslands á siðastl. vori. Hp.nn er fæddur i Vestur- Þýzkalandi, en foreldrar hans flúðu þaðan til Bandarikjanna 1938 vegna ofsókna Nasista. Gáfur Kissingers þóttu koma vel i ljós, er hann var i Banda- rikjaher á árunum 1943—45., og hvöttu félagar hans hann til mennta, enda varð það úr. Námsferill hans var glæsi- legur og náði hann tiltölulega ungur þvi marki að verða prófessor við Harvard- háskóla. Hann beitti sér fyrir framboði Rockfellers i for- setakjörinu 1968 og kom þvi móVgum á óvart, er Nixon gerði hann að sérstökum ráð- gjafa sinum eftir kosningar- nar. Samvinna þeirra hefur gengið ótrúlega vel, enda munu þeir eiga margt sam- eiginlegt. Kissinger hefur boðað, að hann muni sem utanrikisráðherra leggja áherzlu á náið samstarf við þingið og að veita sem beztar upplýsingar um það, sem fram fer. Það getur skipt hann miklu ef honum tekst þannig að ná góðu samstarfi við þingið og blöðin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.