Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 28
TÍJ\íim;,
Sunnudagur 2. september 1973
Viktoría og Albert
voru börn þegar
dkveðið var að þau
skyldu giftast.
Þrdtt fyrir varð það
raunveruleg dst.
Hjónabands-
hamingja þeirra
var svo fullkomin,
að hún gat hrein-
skilnislega sagt,
að engin drottning
hefði verið
haming jusamari
en hún.
Hún vildi afsala sér
krúnunni af ást
ÖÐRU hverju tókst
þeim að gleyma hver
þau voru, eins og til
dæmis eitt sinn i Cam-
bridge i ljósaskiptunum.
Viktoria drottning setti
slæðu yfir kórónuna og
Albert prins fór i regn-
frakka þannig að orð-
urnar sáust ekki. Svo
kom tunglskinið og þau
gengu saman eftir
árbakkanum.
Þau mættu mörgu fólki.
Undirsátar, hugsaði drottningin
þreytt. Enginn þekkti hana,
enginn sagði: Guð blessi drottn-
inguna og enginn féll á kné. Þá
var hamingja hennar fullkomin
og hún andvarpaði: — Engin
drottning hefur nokkru sinni verið
hamingjusamari.
Viktoria var drottning i Eng-
landi frá 1838 til dauðadags árið
1901 og er það langur timi. Um
aldamótin mundi nær enginn
lengur eftir öðrum þjóðhöfðingja.
Fólk hugsaði með sér að Viktoria
væri eilif, akfeit litil kerling,
klædd svörtu og virtist gróin við
hásætið, Enginn mundi, að hún
hafði ekki alltaf verið i laginu
eins og teketill, að hún hafði ekki
alltaf verið gömul eða klædd i
svart. En þar sem enginn sá
hana nokkurn tima, var almennt
taliö að hún væri leiðinleg og
fornleg i sér. Það telja vist flestir
enn i dag.
Þannig var það þó ekki. Hún
var ekkja i fjörtiu ár og allan
þann tima var hún hulin svörtu
silki. Hún var drottning af Eng-
landi og keisaraynja af Indlandi.
Hún stjórnaði stórveldi, en gerði
það likt og i draumi. Börnin henn-
ar átta eignuðust sin börn, sem
dreifðust á hásæti Evr-
ópu. Viktoria lifði til 1901, en i
rauninni lézt hún 14. desember
1861 meö Albert. Hann var henni
lifiö sjálft.
Albert litli frændi
Viktoria fæddist 24. mai 1819.
Barnfóstra hennar var þýzk og
hét ungfrú Siebold. En innan
skamms fór ungfrúin aftur til
Þýzkalands til að lita eftir öðru
tiginbornu barni. Hertogaynjan af
Koburg, mjög fögur kona átti von
á sér. Það varð sonur, sem skirð-
ur var Albert. Amma Viktoriu,
ekkjuhertogaynja af Sachsen-
Koburg skrifaði háttstemmt bréf
frá Þýzkalandi um „Albert litla
frænda” sem alltaf varð fallegri
og fallegri. Þau voru skyld börnin
og móðir Viktoriu, hertogaynjan
af Kent vildi halda ættinni saman.
Aður en börnin voru farin að tala,
var ákveðið að þau skyldu eiga
hvort annað.
Viktoria prinsessa var ekki
ánægð i uppeldinu. Faðir hennar
lézt rétt um það leyti, sem hún
fæddist og móðir hennar var
henni ekki sérlega góð. Viktoria
þoldi hana raunar aldrei. Salirnir
I Kensington-höllinni voru svo
iskaldir.að telpunni var sikalt og
henni leiddist. Eina huggun henn-
ar var hundurinn Dash. Hún
skrifaði eitt sinn: „Þegar ég er
veik, þá lifir hann lifinu við hlið-
ina á rúminu minu”.
A afmælisdag Viktoriu, er hún
varð 17 ára, komu frændurnir
Ernst — og Albert. Albert og
Dash urðu þegar góðir vinir. Arið
eftir varð Viktoria drottning. Eft-
ir krýninguna greip hún i pilsin og
stökk upp hallartröppurnar. Það
var timi til að baða Dash.
Henni fannst hlutirnir ekkert
skána, þó að hún væri orðin
drottning, og þar að auki vildi
mamma hennar endilega flytja
inn i höllina. Það gekk ekki að ung
stúlka byggi ein, sagði móðirin og
fékk að ráða. Hirðin var liklega
ekki talin með. Það eina, sem
henni datt i hug, til að losna við
móður sina, var að gifta sig. Og
hún ákvað að það skyldi verða Al-
bert.
HÚSGAGNAVINNUSTOFA
Ingvars og Gylfa
Sérverzlun
í hjóna- og einstaklingsrúmum,
án eða með göflum.
Allar breiddir og lengdir
Vikulegar nýjungar
Húsgagnavinnustofa lngvars og Gylfa
Grensásvegi 3 — Simar 33-5-30 og 36-5-30.
Það var sönn ást
Hann kom til Windsor, hallar
drottningar utan við London,
náfölur i andliti af sjóveiki. Hann
gekk inn. Uppi á stigapallinum
stóð Viktoria og horfði niður,
titrandi af spenningi. Þetta var
maðurinn, sem hún átti að elska,
það hafði verið ákveðið. En hvað
fannst henni sjálfri? Sama kvöld-
ið skrifaði hin unga drottning i
dagbók sina: — Það var sérstök
tilfinning að horfa á Albert —
hann er fallegur maður.
Daginn eftir fekk hún tækifæri
til að virða hann betur fyrir og þá
skrifaði hún ..svo falleg blá augu
fallegt nef, fallegan munn með
finu skeggi, vel vaxinn, herða-
breiður og niðurmjór”.
Um kvöldið heyrði hún Albert
spila á flygilinn einni hæð neðar.