Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 45
Ég skora á alþingis-
menn sem ég trúi og
treysti til þess að færa mér
og öðrum lesbíum og homm-
um í eitt skipti fyrir öll það
sjálfsagða frelsi sem býðst
samferðafólki mínu flestu.
Óska eftir fullri mannvirðingu
17MÁNUDAGUR 13. september 2004
SARA DÖGG JÓNSDÓTTIR
UMRÆÐAN
MÁLEFNI SAMKYN-
HNEIGÐRA
,,
AF NETINU
Við hvetjum lesendur til að senda
okkur línu og leggja orð í belg um efni
Fréttablaðsins eða málefni líðandi
stundar. Greinar og bréf skulu vera
stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér
rétt til að stytta aðsent efni. Einnig
áskilur ritstjórn sér rétt til að birta
aðsent efni að meginhluta á vefsíðu
blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til
þess með útdrætti í blaðinu sjálfu.
Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á
greinar@frettabladid.is. Þar er einnig
svarað fyrirspurnum um lengd greina.
Ég hef öðlast sjálfsvirðingu en óska hér
með eftir fullri mannvirðingu. Hvernig
er hægt að túlka niðurstöður skýrslu
nefndar forsætisráðuneytisins um stöðu
lagalegra réttinda samkynhneigðra
öðruvísi en svo að þar gæti viðhorfa sem
byggja á fordómum í garð þess lífsstíls
sem lesbíur og hommar vænta að hafa
frelsi til? Frelsi sem byggir einvörð-
ungu á almennum mannréttindum. En
hluti nefndarmanna telur sig ekki geta
fallist á að samkynhneigð hjón eða ein-
staklingar skuli öðlast það frelsi að hafa
val um möguleika til þess að stofna til
fjölskyldu með þeim rétti sem ættleið-
ing barna af erlendum uppruna veitir
gagnkynhneigðum hjónum og einstak-
lingum. En rökin eru m.a. þau að vegna
þess hve lítið er vitað um líðan þeirra
ættleiddu barna sem hér eru fyrir og
þeirrar óvissu um almenna líðan þeirra
barna sem hugsanlega eignuðust sam-
kynhneigða foreldra, vegna hugsanlegs
aðkasts sem þau börn yrðu fyrir í ofaná-
lag, sé engin leið að ganga alla leið í að
jafna rétt samkynhneigðra og gagnkyn-
hneigðra.
Enginn annar hópur þarf að sitja
undir slíkum ákvörðunum fagfólks sem
hefur slíka ábyrgð og þau völd sem raun
ber vitni sem leyfir sér að vega og meta
rétt og frelsi með þeim hætti sem niður-
stöður fyrrgreindrar skýrslu segja til
um. Sú lagalega réttarbót sem allir sam-
kynhneigðir hafa vænst að yrði staðfest
í nýútkominni skýrslu á sér ekki stað og
er það afar athyglisverð niðurstaða. Það
eru mikil vonbrigði fyrir þjóðina alla að
enn skuli viti bornu fólki leyfast að finn-
ast réttindi samkynhneigðra vera í ætt
við forréttindi þegar réttindi samkyn-
hneigðra snúast fyrst og fremst um að
öðlast sama rétt og aðrir einstaklingar
sem kjósa að skilgreina sig gagnkyn-
hneigða. Það ætlar ekki að verða þrauta-
laus ganga fyrir lesbíur og homma að
öðlast þá mannvirðingu sem þykir sjálf-
sögð hverri manneskju og jafnræðis-
reglan kveður skýrt á um.
Í mínum huga er þó ekki öll von úti -
við eigum eina von og það er sjálft
Alþingi sem hefur síðasta orðið. Alþing-
ismenn og -konur hafa það í valdi sínu að
greiða götu lesbía og homma fyrir fullt
og allt. Alþingi Íslendinga hefur nú sem
aldrei fyrr ótrúlegt tækifæri til þess að
lögfesta frelsi samkynhneigðra upp að
sama marki og frelsi gagnkynhneigðra
einstaklinga um persónulegt val hvers
og eins til að lifa því lífi sem hver kann
að kjósa sér. Hvort heldur sem er í formi
staðfestrar samvistar, skráðrar sam-
búðar, möguleika lesbískra kvenna til
tæknifrjóvgunar eða þann möguleika
samkynhneigðra para til að stofna til
fjölskyldu í gegnum ættleiðingu, hvort
heldur sem er innlenda eða erlenda. Ég
skora á alþingismenn sem ég trúi og
treysti til þess að færa mér og öðrum
lesbíum og hommum í eitt skipti fyrir öll
það sjálfsagða frelsi sem býðst sam-
ferðafólki mínu flestu, þ.e. öllu því fólki
sem býr yfir þeirri tilfinningu að hrífast
af hinu kyninu – já, í því liggur allur
munurinn. Ég trúi því og treysti að árið
2004 hafi Íslendingum tekist að fá til
starfa á Alþingi fólk sem telur mann-
virðinguna vera þann grundvallarþátt
sem hverri og einni manneskju er lífs-
nauðsynlegur. ■
Verður að mismuna
En vissulega er fullt af metnaðarfullum
grunnskólakennurum sem eiga skilið að
fá hærri laun. Nútímaþjóðfélag þar sem
báðir foreldarar eru útivinnandi gerir
auknar kröfur á menntakerfið og mikil-
vægur hluti af uppeldisstarfi barna fer
fram í grunnskólum landsins. Við verðum
því að skapa aðstæður þannig að besta
fólkið veljist í stöður grunnskólakennara
og hagfræðingar geta án efa reiknað út
að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að
borga kennurum góð laun. En það er líka
fullt af vonlausum kennurum sem eiga
ekkert skilið að fá hærri laun og það er
mergur málsins. Það verður að mismuna
kennurum eftir hæfni og frammistöðu.
Kommúnískar hugsjónir forystusveitar
kennara eru úreltar og metnaðarfullir
kennarar eiga að sjá hag sinn í því að
stokka upp menntakerfið.
Davíð Guðjónsson á deiglan.com
Samkeppni eykst
Með tilkomu Evrópska efnahagssvæðis-
ins og Evrópusambandsins hefur sam-
keppni milli Evrópulandanna og Banda-
ríkjanna harðnað. Nú hafa myndast
blokkir beggja vegna Atlantshafsins sem
keppa um mannauðinn. Menn spyrja sig
nú hvort Evrópa geti keppt við Banda-
ríkin í hagvexti. Bandaríkjamenn eiga það
til í þessu samhengi að ofmeta stöðu
sína og sofna á verðinum. Þessu til
stuðnings er rétt að benda á að á milli ár-
anna 2001-2002 féll fjöldi útgefinna
vegabréfsáritana erlendra starfsmanna
sem starfa innan vísinda og tæknigeirans
um 55%. Hagspekingar spyrja sig nú
jafnframt hvort Evrópubúar gætu hagn-
ast á þessum staðreyndum. Reyndar eru
ýmis teikn á lofti sem benda til þess að
hún sé nú þegar byrjuð að hagnast á
þessu þar sem lönd eins og Svíþjóð og
Finnland hafa aukið hagvöxt verulega á
seinni árum nánast einvörðungu með
aukinni virkjun hugvits.
María Sigrún Hilmarsdóttir á tikin.is
Fyrrverandi húsvörður hjá ríkinu
Undirskriftasöfnunin gegn fjölmiðlafrum-
varpinu sem fram fór í sumar var í fyrsta
lagi ekki undirskriftasöfnun heldur var
hún söfnun nafna og kennitalna sem
hver sem var gat skráð á vefsíðu söfnun-
arinnar. Í öðru lagi lagði forvígismaður
söfnunarinnar sérstaka áherslu á það að
nöfnum og kennitölum yrði safnað burt-
séð frá því hvort nöfnin og kennitölurnar
ættu við einstaklinga sem væru sam-
þykkir eða andvígir því sem „skrifa“ átti
undir. Enda fór það svo að fylgismenn
söfnunarinnar reyndu að skipta um nafn
á henni, eins og vinstri manna er siður,
þegar þeir gátu ekki lengur varist gagn-
rýninni. Þannig fór fyrrverandi húsvörður
hjá ríkinu, sem var ákafur fylgismaður
söfnunarinnar, að tala í sífellu um bæna-
skjal á heimasíðu sinni þegar hann átti
við þetta fyrirbæri sem áður hafði heitið
undirskriftasöfnun. Og bænaskjöl, þau
lúta jú allt öðrum lögmálum en undir-
skriftasafnanir, eða hvað?
Vefþjóðviljinn á andriki.is
16-45 (16-17) Leiðarinn 12.9.2004 19:30 Page 3