Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 7. október 1973. Hláturinn lengir lífið Hin fagra og fræga Mia Farrow er komin með sitt og fallegt hár og brosir hún mjög fallega á þessari mynd, þar sem hún er með eiginmanni sinum, André Previn, hljómsveitarstjóranum fræga, sem kom hingað til lands á Listahátiðina og stjórnaði hér hljómleikum, og fimm mánaða gamalli dóttur þeirra. Mia segir, að sér finnist svo upplifg- andi og gaman að hlæja hressi- lega að einhverju, sem þarf þó ekki endilega að vera svo stór- sniðugt eða bráðfyndið, — en það er svo nauðsynlegt að hlæja. Það bezta, sem maður getur gert fyrir þá, sem okkur þykir vænt um, segir hún, er að hlæja með þeim og koma þeim i gott skap. Sumir eru svo þungir i skapi, að það þarf allt að þvi að kenna þeim að hlæja. Þarna er eiginmaðurinn og dóttirin i tima hjá henni. — Þau eru að byrja aö brosa.- Hundasaga frá New York Hundur af Terrier-kyni og eig- andi hans, fyrirsætan Dorthy Schuller, voru rekin út úr flug- vél frá Eastern Airlines, sem flaug milli Miami og New York, eftir mikið rifrildi i háloftunum. Ekki var þeim samt hent út úr flugvélinni á lofti, heldur var millilent i Philadelphia og þar tafðist flugvélin i 53 minútur, meðan starfsfólk flugvallarins var að reyna að semja frið á milli flugstjórans og fyrirsæt- unnar. Ósamkomulagið byrjaði á þvi, að fyrirsætan hafði áhyggjur af hundi sinum, sem hún kallar Pouskhkie, hélt hún að hann væri að verða flugveik- ur og opnaði ferðatösku hunds- ¥ ins (þvi að auðvitað var hann meö sina eigin ferðatösku!) og tók upp nestið hans og ætlaði að gefa honum að drekka og ein- hverja hressingu. Flugfreyjan bað hana að loka töskunni, en ungfrú Schuller sagði nei! Þá kom flugstjórinn D .J. Eicholc til skjalanna og skipaði henni að gera eins og flugfreyjan hafði sagt, og bætti við, að eiginlega hefði hún ekki leyfi til að hafa hundinn inni'hjá sér á 'lerómni Allt sat við þaö sama og pa sagði flugstjórinn við hina far- þegana: ,,Það eru vandræöi hér um borð i flugvélinni vegna konu með hund — og við neyð- umst til að millilenda strax”. Síðan var lent i Philadelphia, eins og áður sagði og þar var fyrirsætunni með hundinn visað úr vélinni. En sjötiu og fimm af farþegunum skrifuðu undir beiðni um það til flugfélagsins, að flugstjórinn yrði rekinn! ¥ > k I Það gerist margt á einu ári! V. Það er rúmt ár siðan þessi mynd var tekin. Þau eru að halda hátiðlega trúlofun sina þarna Liza Minelli, sem er stjarnan i kvikmyndinni Caba- ret, og Desi Arnaz, sonur Lucy Ball, sem aliir þekkja úr sjón- varpsþáttum og kvikmyndum. — Seinna fór Liza til Englands og hitti þar Peter Sellers og urðu þau yfir sig ástfangin i nokkra daga og var mikið skrif- aö um það samband. Það entist stutt, og Liza fór aftur til Bandarikjanna, en hvort þau Desi og hún eru trúlofuð aftur vitum við ekki. Desi er sjö árum yngri en Liza, en Lucy Ball sagði Lizu, að það gerði nú ekki svo mikið til. Og hún ætti að vita það, þvi að bæði fyrrverandi eiginmaður, faðir Desi, og nú- verandi eiginmaður hennar, Gary, eru 7 árum yngri en Lucy. Þarna á myndinni eru Lucy Ball, Gary eiginmaður hennar, Desi, Liza og faðir hennar, Vin- cent Minelli, sem var kvæntur Judy Garland, móður Lizu. J DENNI DÆMALAUSI Það er sóun að glápa á svart hvltt sjónvarp i litatæki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.