Tíminn - 07.10.1973, Síða 13

Tíminn - 07.10.1973, Síða 13
Sunnudagur 7. október '1973. TÍMÍNN 13 Veðrið var i úrigra lagi og sjónvarpsiftenn illa skæddir. Það kom samt ekki að sök, þvi að Kristinn Skæringsson reyndist hinn riddaralegasti og léði Svölu Thorlacius regnfatnað. gróðursetning hófst á vegum skógræktarinnar. Arangurinn hefur verið svo góður að telja má vist, að stórlega muni aukast skógrækt i Borgarfirði á næstu áratugum. En til þess að svo megi verða þarf að auka stórlega f járframlög til skógræktar frá þvi sem nú er. Starfsfé Skógræktar rikisins siðastliðið ár voru samtals 33 milljónir. Rikið lagði frám 27 milljónir, en 6 mílljónir eru fé sem skógræktin aflaði með sölu girðingarstaura, jólatrjáa og plantna til gróðursetningar. Þótt skammt sé um liðið siðan skógrækt hófst að marki á Islandi, sýnir reynslan þegar, að gagnvið má rækta hér. í þvi sambandi er okkur vert að hafa i huga hversu stórfelldar verð- hækkanir hafa orðið á timbri á heimsmarkaðnum að undanförnu og hversu mikið fjármagn við gætum sparað okkur með þvi að rækta viðinn sjálfir. Þá er ekki siður vert að hafa i huga, að skógrækt gerir landið byggilegra með aukinni fjölbreytni í ræktun og eykur jafnvægi búsetunnar. Við getum tekið Hallormsstað sem dæmi. Væri þar einungis um hefð- bundinn landbúnað að ræða, gæti einn gildur bóndi setið staðinn og haft viðurværi sitt og sinna af búrekstrinum. Þar er nú skógur á rösklega eitt hundrað hekturum lands og með þeirri skógrækt, semþarer nú, hafa fimm menn fullkomna atvinnu allt árið. Þeir Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri og Sigurður Blöndal skógarvörður að Hallormsstað reiknuðu út fyrir nokkrum árum, að væri skógur á öllu landi Hallormsstaðar, sem er um 600 ha, gætu sextán fjölskyldur haft viðurværi sitt af honum Þannig má glögglega sjá i þessu efni sem öðrum hversu stórfellt gildi skógræktin hefur. HHJ tók saman Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sýnir fréttamönnum kort af skóglendinu í Skorradal. l0}:§Sl Messað yfir fréttamönnum á bökkum Skorradalsvatns. Skógræktarstjóri stendur við steininn, scm reistur var til minningar um hina veglegu gjöf þeirra hjóna, Hauks og Soffiu Thors.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.