Tíminn - 07.10.1973, Qupperneq 14

Tíminn - 07.10.1973, Qupperneq 14
14 TíMlNrvJ Sunnudagur 7. október 1973. Pórannn Benediktz skógfræðingur borar i eina Pingvailafuruna meft sérstökum bor, sem notaftur er tii þess aft kanna aldur viftarins, án þess aft vcrfta honum aft meini. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri horfir á. A næsta ári, ’74, eru liftin 75 ár frá þvi að fyrst var plantað til skógar hér á landi, Var það gert að frumkvæði Carls Ryders, sem var danskur skipstjóri og sigldi um nokkur ár skipum Sameinaða félags- ins hér við land. Meft sam- skotafé frá Danmörku og Is- landi var verki þessu hrint af stað, og meö atbeina nýtra manna, Tryggva Gunnarsson- ar og fleiri, var staður valinn á Þingvöllum með samþykkt Alþingis. Arið 1899 voru fyrstu trjá- Skógræktarstjóri með borkjarnann. plönturnar settar niður á þess- um stað, og sá Einar Helgason um verkið fyrsta áriö. Arið 1900 fékk Ryder tvo danska skógfræðinga i lið meö sér, C.V. Prytz, sem var prófessor iskógrækt, og C.E. Flensborg, ungan skógfræöing, sem siðar varð forstjóri Heiðafélagsins danska. Þessir þrir Danir unnu að skógrækt á íslandi fram á árið 1907, og var starf þeirra upphafið að Skógrækt rikisins, sem var stofnuð með lögum að frumkvæði þeirra á þvi ári. Kom það i hlut C.E. Flensborgs að sjá um allar framkvæmdir hér á landi i 7 sumur. Arið eftir. aldamótaárið, var álika stór reitur girtur viö Grund i Eyjafiröi, og voru samskonar trjáplöntur settar i þessa reiti á næstu árum og var það gert til þess að athuga mætti siðar mismun á vaxtar- skilyrðum syðra og nyrðra. — Ennfremur voru trjáplöntur settar niður viðar um land á þessum árum, einkum á Hallormsstað, og skógurinn við Hallormsstað var girtur árið 1905. Upphaflega voru þessar til- raunir kostar af samskotafé, sem Ryder safnaði, en brátt tók Alþingi að styrkja þær og kostaði þær að öllu leyti eftir nokkur ár. Erfiðleikarnir i byrjun voru margir og miklir. Fyrst og fremst þekktu menn ekki nógu vel veður- og gróðurskilyrði landsins, og svo var nærri ó- gerningur að afla trjáfræa og trjáplantna frá stöðum, sem ætla mætti að hefðu svipað veðurfar og Island. Af þessum sökum urðu menn að reyna ýmsar þær tegundir, sem alls ekki kæmi til mála að rækta nú, og þvi urðu mönnum á mörg mistök, og margt dó af þvi, sem reynt var. Samt lór svo, aö nokkrar harðgerar háfjallategundir liföu af, og af vexti þeirra er- um við nú margs visari. 1 furu lundinum á Þingvöllum og við Grund eru þaö aðallega berg- fura og fjallafura, tvær ná- skyldar tegundir úr háfjöllum Mið-Evrópu, ásamt lindifuru úr Siberiu, sem hafa náð bezt- um þroska. Allar þessar tegundir eru seinvaxnar framan af ævi, svo að um 1930 voru fáar furur um eða yfir mannhæð, en upp frá þvi jókst vöxturinn ört. Lindifuran hreyfði sig litið sem ekkert fyrr en nú fékk skjól af fjalla- furunni. — Fjallafuran og ef til vill bergfuran einnig, hafa borið þroskað fræ, og sjálfsán- ar plöntur má sjá bæði innan og utan girðingarinnar.. Sama máli gegnir um fururnar á Grund i Eyjafirði. Hæsta lindifuran á Þingvöll- j um er röskir 8 metrar og bergfururnar margar milli 7 j og 8 metra. Þær eru nokkrar : orðnar yfir 20 cm i þvermál. Þetta er þó hægur vöxtur miðað viö sumar aðrar trjá- | tegundir, t.d. sitkagreni, sem hefur sumsstaðar náð 8 metra hæð á 22 árum, að blágreni, sem er orðið 14 metrar á 68 ár- i um. Fyrir einum fimmtán árum töldu skógræktarmenn vist, að i furulundurinn á Þingvöllum ætti skammt eftir ólifað, þvi að álitið var.að furan yrði ekki nema 60 — 70 ára gömul, en bergfuran á Þingvöllum skáut þeim ref fyrir rass, þvi að enn erengan bilbug á henni að sjá. En hefði svo fariðjiefði þeim orðið að von sinni, sem er i nöp við barrtré á Þingvöllum og vilja furulundinn feigan. Þvi er ekki að leyna, að oft hefur andað köldu i garð furu- lundarins á Þingvöllum og ýmsir hafa látið liggja að þvi eöa jafnvel sagt þaö berum orðum, að þetta væru útfend tré, sem ættu ekki heima á Þingvöllum. Það væri að sjálfsögðu létt verk að fella þar hvert tré, en væri það gert,hefðu menn um leið gert að engu merkilegt minnismerki um einn þáttinn i gróðurfarssögu landsins, þvi að þeim augum ber að réttu lagi að lita Þingvallalundinn. Furulundinn má leggja að velli á einni dagstund, en þá hefðum við ónýtthinn sýnilega ávöxt þeirra hugsjóna, sem frumkvöðlar islenzkrar skóg ræktar ólu með sér. Okkur væri nær að meta starf þeirra að veröleikum og heiöra minningu þeirra með þvi að láta lundinn standa sem minnismerki um frumraun islenzkrar skógræktar. HHJ tók saman Svipazt um i furulundinum á Þingvöllum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.