Tíminn - 07.10.1973, Qupperneq 21

Tíminn - 07.10.1973, Qupperneq 21
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN 21 Altaristaflan i Hallgrimskirkju i Saurbæ er mikið listaverk. Hún er gerð af finnska listamanninum Lennart Segerstrále. VIÐ ERUM stödd að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hvalfjörður- inn liggur fyrir fótum okkar, fjöll- in gnæfa handan fjarðarins og sólin brýzt fram úr skýjaklökk- um. Annars er ekki ætlunin að skrifa hér langan formála um Saurbæ. Slikt væri móðgun við háttvirta lesendur, þvi að varla mun svo fáfróður maður vera til á landi hér, að hann viti ekki fyrir hvað þessi bær hefur öðlazt frægð og ódauðlegt nafn i Islandssög- unni. Við snúum okkur þvi beint að efninu og byrjum að spyrja séra Jón Einarsson, prest i Saurbæ, sem góðfúslega hefur orðiðviðþviaðræða við lesendur Tlmans um stund. Það var mér efst i huga — Hvað er langt siðan þú gerð- ist prestur hér á þessum sögu- fræga stað, séra Jón? — Ég er búinn að vera hér prestur siðan árið 1966, eða i sjö ár. — Var það hér, sem þú hófst prestsskap? — Já, ég vigðist hingað að loknu prófi haustið 1966, fyrir réttum sjö árum. Ég er aðeins þriðji presturinn hér á þessari öld. Hinir sem á undan mér voru, áttu hér langa setu. — Hvernig verkaði það á þig að koma sem þjónandi prestur á þennan stað? Hvað var þér efst i huga? — Það verkaði ákaflega vel á mig að koma hingað á þennan fræga og fagra stað. En það sem mér var efst i huga, voru Passiu- sálmarnir og höfundur þeirra og þau áhrif, sem hann héfur haft á Islenzku þjóðina með ljóðum sin- um. Ekki sizt voru mér ofarlega i huga þau áhrif, sem Passiu- sálmarnir höfðu haft á mig, frá þvi ég nam þá hjá ömmu minni, þegar ég var drengur. Eins og fram kom hér á undan, þá kom ég hingað að haustlagi, en hér er oft nokkuð næðingssamt á vetrum og svo reyndist það minn fyrsta vetur hér. Aftur á móti er hér sumarfegurð afarmikil. — Þegar ég fór hér fyrst um fyrir fjöldamörgum árum, fannst mér, sem hér myndi aldrei vera logn og hvergi skjól. Það eru kannski öfgar? — Já, já. Það eru miklar öfgar. Þess er skemmst að minnast, að á þvi sumri sem nú er senn á enda, var oft logn, og þá er Hvalfjörður- inn fallegur, þegar hann er spegilsléttur. Það var einmitt oft i sumar. En auðvitað er hann lika stundum úfinn. Saga kirkjubyggingar — Vikjum þá heim á staðinn: (««««« Legsteinn séra Hallgrims Péutrssonar i krikjugarðinum i Saurbæ. Krikjugrunnurinn gamli sést greinilega, hann er litið eitt hærri en landið i kring. Hvað er hún gömul þessi kirkja, sem nú er hér? — Kirkjan sextán ára. Hún var vigð 28. júli, 1957, af þáverandi biskupi Islands, dr. Asmundi Guðmundssyni, sem var Borg- firðingur eins og kunnugt er. Hann fæddist og ólst upp i Reykholti. Kirkjan ber nafn séra Hallgrims. Hún heitir Hallgrims- kirkja i Saurbæ. Það er ástæða til þess að taka það skýrt fram, af þvi að hún er fyrsta kirkjan hér, sem kennd er við hann. Aður voru kirkjurnar kenndar við staðinn og kallaðar Saurbæjarkirkjur. Þessi kirkja á sér mjög langan aðdraganda. Hugmyndin kom fyrst fram árið 1914. Það var Friðrik Bjarnason, tónskáld i Hafnarfirði, sem fyrstur kom fram með hana. Guðjón Samúels- son gerði teikningu að kirkjunni og það var byrjað á undirstöðum hennar. Það gerðist rétt fyrir strið. Þá var búið að safna peningum um allt landið. Það var komið á fót svokölluðum Hallgrimsnefndum i sóknum viðs vegar um land, en þær höfðu það hlutverk að safna fé til kirkju- byggingar hér i Saurbæ, til minningar um séra Hallgrim. Þetta komst þó ekki lengra en svo, að undirstöðurnar voru byggðar. Siðan lá málið niðri fram yfir 1950, enda var ekki ein- ing um kirkjubygginguna. Teikn- ing Guðjóns þótti gera ráð fyrir alltof stórri kirkju, og það er skemmst af þvi að segja, að sú kirkja var aldrei byggð. Það hangir hér úti i kirkjunni mynd af kirkjulikani Guðjóns Samúels- sonar. Sú mynd hékk lengi i skrif- stofu biskups, en fyrir eitthvað tveim árum eða svo afhenti biskup myndina kirkjunni hér til eignar. Næst er þar til máls að taka, að árið 1953. tók byggingarnefnd Hallgrimskirkju i Saurbæ málið fyrir að nýju. Þá voru i nefndinni Ólafur B. Björnsson, ritstjóri á Akranesi, en hann var formaður nefndarinnar og einhver mesti forgöngumaður um þetta mál. Aðrir nefndarmenn voru frú As- gerður Þorgilsdóttir á Kalastöð- um, sem er næsti bær við Saurbæ, Guðmundur Gunnlaugsson, kaup- maður i Reykjavik, Loftur Bjarnason, framkv. stj. Hvals h/f og séra Sigurjón Guðjónsson prófastur i Saurbæ. Nefndin sneri sér til húsameist- aranna Sigurðar Guðmundssonar og Eiriks Einarssonar i Reykjavik og fól þeim að gera uppdrátt að nýrri kirkju i Saurbæ, sem byggð yrði á grunni hinnar fyrirhuguðu kirkju, sem hætt hafði verið við að byggja. Þessi uppdráttur var i meginat- riðum fullgerður i árslok 1953, og kirkjubygging hófst að nýju 29. mai 1954. Þá var lika orðið auð- veldara að fá fjárfestingarleyfi, en á þvi atíiði hafði oft staðið áð- ur. — Var þessi kirkja mjög ólik teikningu Guðjóns Samúelsson- ar? — Sigurður Guðmundsson gerði fyrst og fremst þá breytingu að hann minnkaði kirkjuna, stytti hana og gerði allt aðra útfærslu á Prestshjónin I Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, séra Jón Einarsson og Hugrún Guðjónsdóttir, ásamt börnum þeirra fjórum. turninum. Og eins og áður sagði, þá var þessari kirkjubyggingu lokið árið 1957 og hún vigð 28. júli það ár. — Hefur ekki kirkjunni borizt mikið af góðum gripum, þar sem hún er að öðrum þræði minningarkirkja? — Henni hafa borizt mjög margar góðar gjafir, og þær eru enn að berast. Af góðum gripum má til dæmis nefna kaleik og patinu, sem gefin voru af séra Arne Möller, eina manninum, sem skrifað hefur doktorsritgerð um Passiusálmana. Þessir gripir eru mjög merkilegir, meðal ann- ars fyrir þá sök, að I þá eru greyptar hendingar úr Passiu- sálmunum, gerðar eftir handriti séra Hallgrims. Kirkjan er mikið lista- verk Sjálf er kirkjan mikið listaverk, eins og allir sjá, sem inn i hana koma. Það, sem fyrst og fremst einkennir hana, eru altaristaflan og gluggarnir. Þeir eru sjö að tölu og eru allir myndgluggar, geröir af islenzku listakonunni, Gerði Helgadóttur. Þeir eru allir með skýrum, miðlægum táknum, og eru að þvi leyti ólikir gluggum Skálholtsdómkirkju, sem þó eru eftir sömu listakonu og gerðir á sama tfma. I Skálholtsdómkirkju eru gluggarnir meira abstrakt, en hér eru þeir myndrænir. Altaristaflan er gerð af finnska listamannainum, Lennart Segar- strðle. Hún kom hingað i kirkjuna 1964, en gluggarnir komu aftur á móti 1965, utan einn, sem kom 1967, og stærsti glugginn á stafninum, sem kom árið 1957, sama árið og kirkjan var tekin i notkun. Fyrst spurt hefur veriö um gjafir, vil ég gjarnan koma þvi á framfæri, að einn maður hefur gefið kirkjunni meira en nokkur annar og á stóran og ómetanlegan þátt I þvi, hversu vel kirkjan er búin, og hve mikið listaverk hún er. Þessi maður er Loftur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Hvals h.f. Hann og þau fyrirtæki, sem hann veitir forstöðu, bæði hér i Hvalfirði og eins i Hafnarfirði, hafa verið svo örlát við þessa kirkju, að ég hygg að sliks séu fá dæmi i kristnisögu landsins, að minnsta kosti á siðari öldum. Hér var þeim búin hvila — Hefur kirkjan alltaf staðið á þeim stað, þar sem hún nú er? — Nei. Kirkjan stóð alltaf niðri I sjálfum grafreitnum, og það má enn sjá kirkjustæðið, eins og það var siðast. Grunnurinn hefur ver- ið látinn halda sér, en á honum stóð timburkirkja, sennilega eina timburkirkjan, sem hér hefur verið,þótt ekki verði það sagt með fullri vissu. Sú kirkja var byggð árið 1878 af séra Þorvaldi Böðvarssyni, sem þá var hér prestur. Hann var afi Haraldar Böðvarssonar, hins þekkta at- Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.