Tíminn - 07.10.1973, Side 23
Sunnudagur 7. október 1973.
TÍMINN
23
Minningarkort eins og þetta hafa veriö gefin út til styrktar Hallgrims-
kirkju i Saurbæ. Myndin sýnir eitt af gluggamálverkum kirkjunnar.
SSS'
sennilegust. Þess ber vel að gæta,
að séra Hallgrimur lauk sálmun-
um árið 1659, og við vitum með
fullri vissu, að hann var við
allgóða heilsu i nokkur ár eftir
það, svo aðóliklegt verður að telj-
ast, að holdsveikin hafi þjáð Kann
þau árin sem hann orti sálmana.
Þess má til dæmis geta, að þegar
bærinn brennur sumarið 1662,
eins og áður er að vikið, er
Hallgrimur heilsugóður og geng-
ur að heyskap með fólki sinu. Vet-
urinn eftir fer hann austur að
Skálholti samkvæmt beiðni
Brynjólfs biskups, hollvinar sins
og velgerðarmanns, til þess að
flytja Ragnheiði biskupsdóttur
trúarstyrk og huggun, þar sem
hún liggur banaleguna og er að
deyja úr berklum. Þetta ferðalag
sýnir, að þá er séra Hallgrimur
siður en svo nokkur aumingi,
hvað likamlega heilsu snertir,
auk þess er það segir sina sögu
um hæfileika hans sem sálusorg-
ara. Þess má svo að lokum geta,
að við jarðarför Ragnheiðar
Brynjólfsdóttur var fyrst sunginn
sálmurinn Allt eins og blómstrið
eina, sem siðan hefur verið sung-
inn — að minnsta kosti einhver
vers úr honum — yfir moldum
nær allra Islendinga, sem siðan
hafa látizt. Mun það vera
einsdæmi i allri kristnisögu
heimsins, að sami sálmurinn sé
sunginn öldum saman við allar
. jaröarfarir.
Hestasteinn Hallgrims
Péturssonar?
— Hafa ekki fundizt hér i
Saurbæ neinar fornminjar, sem
sérstaklega benda til veru séra
Hallgrims hér?
— Það hafa ekki fundizt hér
neinar fornminjar. Hins vegar
eru hér til minjar frá tima séra
Hallgrims, en þær hafa varðveitzt
og alla tið verið hér. Fyrir utan
legstein Hallgrims má minn á
Hallgrims-stein og Hallgrims-
lind. Hallgrims-steinninn er
hérna austur á melnum, fyrir
austan lækinn og neðan við
Félagsheimilið. Talið er, að þar
hafi séra Hallgrimur setið hugsi
og horft út á fjörðinn, þegar hann
var að yrkja Passiusálmana. Sið-
an hafi hann gengið um á melnum
á milli þess,sem hann sat undir
steininum.
Um lindina er það að segja, að
talið er,að þar hafi Hallgrimur
jafnan þvegið sin fúasár. Siðar
fékk þessi lind lækningamátt,
enda er vatnið i henni alveg sér-
staklega gott. Það ber enn við, að
fólk fær sér vatn úr þessari lind.
Hér kemurgífurlegur fjöldi ferða-
manna á hverju einasta sumri,
bæði íslendingar og útlendir
ferðalangar.
Af hlutum má nefna róðukross,
geysistóran, sem er hér f kirkj-
unni. Róðan er talin að vera siðan
laust fyrir siðaskipti, og forsetinn
okkar, dr. Kristján Eldjárn,hefur
fullvissað sig um að svo sé. Sjálf-
ur krossinn hefur verið smiðaður
upp, en telja má vist.að róðan hafi
verið i þeirri kirkju, sem séra
Hallgrimur þjónaði hér i Saurbæ.
Þetta er að sönnu ekki alveg hægt
að fullyrða, en það má telja
nokkurn veginn öruggt.
Enn má á það minnast að nú i
sumar, þegar verið var að grafa
fyrir kirkjugarðsveggnum, sem
hér var byggður, og er mjög lofs-
vert framtak, þá komum við nið-
ur á hestastein. Að visu er stejnn-
inn ekki á neinn hátt sérstakur að
útliti, en það er i honum kengur,
sem festur hefur verið með blýi,
eins og þeir gerðu, gömlu
mennirnir. Við höfum nú verið að
gera þvi skóna,að ef til vill séu
þarna handaverk séra Hallgrims,
þvi að hann var lærður járnsmið-
ur, eins og menn vita. Það rifjað-
ist þá upp fyrir bændum hér I
sveitinni gamall húsgangur eftir
séra Hallgrim. Þessi visa býr yfir
talsverðri glettni eins og margar
fleiri visur séra Hallgrims.
Það hafði einhverju sinni verið
við messu hér bóndi ofan úr
Svinadal, sem Gisli hét og bjó á
Eyri. Undir messugerðinni verð-
ur bóndi þess var,að hross hans,
sem hann hafði bundið við hesta-
steininn, var tekið mjög að ókyrr-
ast og vildi rifa sig frá steininum.
Gengur bóndi þá út úr kirkjunni
og freistaði að stilla hross sitt, en
prestur horfði á eftir honum og
kvað:
Gisli á Eyri
gerir sem fleiri:
Gengur út.
Merina keyrir,
reiptaglið reyrir,
rekur á hnút.
En hvort steinninn, sem við
fundum, er sá hinn sami þar sem
hryssan hans Gisla á Eyri
ókyrrðist forðum undir messunni
— það vitum við að sjálfsögðu
ekki, en reyndar er það alls ekk-
ert óliklegt.
Áskorun til fólks sem á
ættingja i kirkjugarðin-
um I Saurbæ
Um kirkjugarðinn hér vil ég að
gefnu tilefni segja það að það er
ekki hér i Saurbæ á Hvalf jarðar-
strönd, sem kirkjugarður liggur
svo nærri sjó, að hætta stafi af.
Myndirnar, sem sjónvarpið birti i
sumar, voru frá Saurbæ á Kjalar-
nesi. Mér finnst full ástæða til
þess að taka þetta fram, ekki sizt
Börn prestshjónanna i Saurbæ viö leiöi Hallgríms Péturssonar.
snilidin lifir.
- Kynslóöir koma og kynslóöir fara, en
vegna þess, að þú gazt þess i
upphafsorðum þessa blaðavið-
tals, að flestir Islendingar myndu
þekkja Saurbæ á Hvalfjaröar-
strönd. Það virðist þvi miður
vanta talsvert mikið á þá þekk-
ingu, þvi að á undanförnum vik-
um hef ég oft verið að þvi spurð-
ur, hvort kirkjugarðurinn hérna
sé að fara i sjóinn — eða einhver
hluti hans. Þetta er auðvitað hin
Framhald á bls. 39.