Tíminn - 07.10.1973, Page 29

Tíminn - 07.10.1973, Page 29
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN 29 Rólegt hjó lögreglunni TtÐINDALAUST hefur verið i dag og i gær hjá lögreglunni i Reykjavik og nágrenni. Þó mun smávægilegt vinnuslys hafa átt sér stað hjá leirbrennsl- unni Glit h.f. Stúlka sem vinnur á staðnum var að beygja sig niður eftir hlut og fór þá i reim og meiddist áfæti. Var hún flutt á Slysavarðstofuna þar sem gert var að sárum henn- ar, sem reyndust smávægileg. — Kris Jarðskjólfti í Chile NTB-Santiago — Tveir snarpir jarðsk jálftakippir fundust snemma i gærmorgun i Santiago. Engar fréttir hafa borizt um manntjón, en erfitt getur orðið að henda reiður á þvi, þar sem útgöngubann gildir enn i borginni að næturlagi og fólk er þar litið á ferli á daginn. t járðskjálftastöðinni i Kaliforniu mældist skjálftinn i Chile 6.3 stig á Richter-kvarða. 1 Santiago búa um 3 milljónir manna. Þann 21. mai 1960 fórust 5.-700 manns i járðskjálfta i S- Chile. Bílvelta á Mosfells heiði UM KLUKKAN hálf fjögur i gær var lögreglunni i Hafnarfirði til- kynnt um bilveltu á Þingvalla- vegi. Bílstjórinn, sem var einn i hílnum, mciddist á höföi, en ekki alvarlega að þvi er talið er. Slysið varð með þeim hætti, að billinn fór út af veginum og valt, en þetta gerðist nánar tiltekið austur á Mosfellsheiði. Bil- stjórinn var fluttur á slysavarð- stofuna, þar sem gert var að sárum hans, en hann mun aðal- lega hafa meiðzt á höfði. Honum var siöan leyft að fara heim, svo að ekki hefur verið um veruleg meiðsl að ræða. Billinn er hins vegar mikið skemmdur. —hs— Jón Eysteinsson skipaður héraðsdómari Forseti Islands hefur, að tillögu dómsmálaráðherra, skipað Jón Eysteinsson aðalfulltrúa við bæjarfógetaembættið i Keflavik til að vera héraösdómari við bæjarfógetaembættið i Keflavik og sýslumannsembættið I Gull- bringusýslu frá 1. janúar 1974 að telja, en þá öðlast gildi lög um breytingu á mörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu og skipan lög- sagnarumdæma. Umsækjandi um embættið var einnig Þorsteinn Skúlason fulltrúi yfirborgarfógeta. SKIPAÚTG6RÐ RÍKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik föstu- daginn 12. þ.m. austur um iand i hringferð Vörumóttaka: Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufar- liafnar, Húsavíkur, og Akur- eyrar. Ingólfur Davíðsson: Eitraður sveppur og „fjörugur fjalladalafífill" SEINT I september vorum við Sigurgeir Olafsson staddir aust- ur á Eyrarbakka að athuga út- breiðslu kartöfluhnúðorma, en af þeim er talsvert þarna, eink- um i gömlum smágörðum. Sigurgeir stundar framhalds- nám i plöntusjúkdómafræði i Kaupmannahöfn og var hann að taka sýnishorn af hnúðormum o.fl. til rannsóknar. Vestan við kauptúnið vex mikiðaf melgresi i sandinum og var það viða sýkt af eitruðum svepp, sem kallað- ur er meldrjóli eða berserkja- korn. Sveppurinn myndar harða, svarta keppi i axi mel- grassins. (Sjá mynd). Þessir keppir eru m jög eitraðir og valda höfuðverk, uppköstum og sjón depru.ef þeir komast i munn og maga. Þarf þá strax að leita læknis. 1 haust er mikið um þennan svepp i melgrasi i Þorlákshöfn, Höfnum og viðar suðvestan og sunnan lands. Hann er einnig til i öðrum lands- fjórðungum. Hef ég t.d. séð hann i melgrasi, sem óx á vallargarði og torfþaki austur i Jökuldal, fyrir allmörgum ár- um. Vilhjálmur Skúlason efna- fræðingur hefur rannsakað eitr- iö i meldrjólunum i sumar, og virðist það álika hér og erlendis I meldrjólum i korni. Fyrr á tímum lenti þessi sveppur stundum i rúgméli og olli hættu- legum eitrunum. Útsæðiskorn er nú viða sötthreinsað gegn þessum o.fl. sveppum. Þá verð- ur útsæðiskornið oft eitrað af lyfjunum og er litað rautt i að- vörunarskyni. Má hvorki nota það til matar né fóðurs. Melkorn var notað hér til matar fyrr á öldum. Árið 1781 varaði séra Sæmundur Hólm við eitrunar- hættu af meldrjólum og lýsti þeim jafnframt i ritgerð um meltakiö. Sveinn Pálsson land- læknir lýsir einnig sveppum árið 1793. Sæmundur kallar sveppinn melskit. Eitrunar af sveppnum varð vart hérlendis árið 1954 og e.t.v. orftar á okkar öld. Einkennin voru höfuöverk- ur, uppsala, máttleysi og sjón- truflanir. Ber að sýna fyllstu að- gæzlu i þessum efnum, t.a.m. i meðhöndlun melkorn, sem safnaðer til sáningar. Sveppur- inn finnst á ýmsum fleiri gras- tegundum, en þar er minni, svo litið er á honum i blómaxi gras- anna að jafnaði. II. Fjalladalafifillinn, sem myndin er af ,er tekin á friðaða svæðinu við Geysi i Haukadal i júlilok. Uxu þar nokkrir svona undarlegir fiflar á litlum bletti innan um hina venjulegu. Krónublöðin eru fleiri en venju- lega, þvi að sumir fræflar hafa breytzt i krónublöð, og upp úr miðju blóminu vex annað venju- legt blóm. Þetta er fremur sjaldgæft fyrirbrigði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.