Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 1
● hátíð í dag Skólavörðustígur: ▲ SÍÐA 44 Kjötsúpukynning matreiðslumeistara ● samningur klár á borðinu Hannes Sigurðsson: ▲ SÍÐA 40 Eitt ár enn hjá Viking Morten Harket: ▲SÍÐA 50 Vinnur plötu á Íslandi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR SKÓLATÓNLEIKAR Nemendur Tón- listarskólans í Reykjavík flytja tónlist eftir Telemann á fyrstu skólatónleikum vetrar- ins sem haldnir verða klukkan tvö í dag. Tónleikarnir fara fram í Norræna húsinu í Vatnsmýri í Reykjavík. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 23. október 2004 – 290. tölublað – 4. árgangur SÍBROTAMAÐUR DÆMDUR Stefán Logi Sívarsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á sextán ára dreng og slasað hann lífshættu- lega. Saksóknari fór fram á fjögur ár. Sjá síðu 4 HÆTTULAUS BYSSUMAÐUR Ungur maður sem strauk úr fangelsinu við Skóla- vörðustíg á mánudag var sagður hættulaus þegar lýst var eftir honum. Hann er nú ákærður fyrir vopnað rán með skamm- byssu og fyrir að leggja haglabyssu að and- liti manns. Sjá síðu 6 FÖTLUÐUM BÖRNUM MISMUN- AÐ Reykjavíkurborg mismunar fötluðum börnum með því að greiða einungis úr neyð einhverfra barna í verkfalli kennara, segir móðir fatlaðrar stúlku og kallar eftir aðgerðum borgaryfirvalda. Sjá síðu 8 HAFNAR ÚTREIKNINGUM Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands segir útreikn- inga Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíu- félaganna þriggja vegna meints samráðs ekki eiga við rök að styðjast. Forstöðumað- ur stofnunarinnar undrast skort á rökstuðn- ingi. Sjá síðu 10 Benedikt Eyjólfsson: ▲Í MIÐJU BLAÐSINS Chevrolet-hátíð um helgina ● bílar Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 40 Sjónvarp 48 KJARAMÁL Kennurum var boðin fimmtán og hálfs prósenta hækkun og 100 þúsund króna eingreiðsla gengju þeir að tillögu ríkissátta- semjara. Það gátu þeir ekki sætt sig við. Lægstu laun kennara eru 165 þúsund krónur, en færu í rúm 190 þúsund. Tillaga ríkissáttasemjara hljóð- aði upp á rétt tæpa 26 prósenta hækkun launatengdra gjalda til árs- loka 2007. Á þá eftir að meta til fjár tilfæringar á vinnutíma. Fyrir um viku tíma var um eins milljarða munur á kröfum kennara og sveitarfélaganna. Með tillögu ríkissáttasemjara var bilið nokkur hundruð milljónir, allt eftir því hvernig semdist um hvenær hækk- anirnar kæmu fram. Liður í tillögu ríkissáttasemjara var 100 þúsund króna eingreiðsla til hvers kennara. Hún er uppbót fyrir þann tíma sem kennarar hafa staðið samningslausir, en kjarasamningur þeirra rann út 31. mars. Með ein- greiðslunni var einnig vænst að kennarar gætu sætt sig við að laun þeirra hækkuðu síðar á samnings- tímabilinu. Samkvæmt tillögu ríkissáttasemjara yrðu þrír neðstu launaflokkarnir felldir niður. Kennsluskylda yrði minnkuð úr 28 tímum í 26. Er það í takt við kröfur kennara. Heimildarmaður í hópi sveitar- stjórnarmanna óttast að í raun felist meiri hækkun launakostnaðar í til- boði ríkissáttasemjara en sem svarar til fjórðungs hækkunar því vega þurfi upp á móti minnkaðri kennsluskyldu. Heimildum ber ekki saman um beinar launahækkanir til kennara og telur einn úr röðum kennara tillögu ríkissáttasemjara um hækkun byrjunarlauna kennara nema 228.600 krónum. Það er 1.700 krónum frá kröfum Kennarasam- bandsins. Hækkunin sé stiglækk- andi og sé lægst um 15 prósent. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður Launanefndar sveitarfélaga í viðræðum við kennara, sagði eftir fundinn á fimmtudag að sveitarfé- lög hefðu gengið að tillögu ríkis- sáttasemjara hefði hún leitt til sátta. Eiríkur Jónsson formaður Kenn- arasambands Íslands sagði tillög- una stranda á launaliðnum. Sjá síður 2 og 8 / - gag/ás 15% hækkun og 100 þúsunda eingreiðsla Kennurum var boðin 15,5 prósenta hækkun og 100 þúsund króna eingreiðsla í tillögu ríkissátta- semjara. Fyrir viku nam bilið milljarði. Ríkissáttasemjari vildi brúa það en tókst ekki. SNARPUR OG JÓHANN SLÁ Í GEGN Mikil tilþrif voru hjá Jóhanni R. Skúlasyni og gæðingnum Snarpi á sýningu og keppni sem nýver- ið fór fram í Bretlandi. Íslenskir sýnendur fengu mikið lof hjá áhorfendum. HÆG NORÐANÁTT ÁFRAM OG SVALT í veðri fyrir norðan. Fremur bjart veður syðra. Sjá blaðsíðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Íslenski hesturinn: Sló í gegn í Bretlandi HESTAR Íslenski hesturinn sló í gegn á stórsýningu og keppni sem nýverið fór fram í Bretlandi. Að sögn Jónasar R. Jónssonar, um- boðsmanns íslenska hestsins, voru áhorfendur um 60 þúsund talsins og mun þetta hafa verið í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í þessum atburði. Hann segir standa til að fylgja kynningunni vel eftir ytra. Ellefu knapar sýndu tólf ís- lenska hesta á sjö sýningum. Jónas segir áhorfendur, sem vissu að hverju þeir gengu með öll önnur hestakyn, hafa hrifist mjög af íslenska hestinum. - jss Flugleiðir keyptu í gær 8,4 pró- sent í næststærsta lággjaldaflug- félagi Evrópu. Flugleiðir borguðu 6,2 milljarða fyrir hlut sinn í EasyJet. Í gær var einnig tilkynnt að nýr kjölfestufjárfestir kæmi að Iceland Express en Jóhannes Kristinsson hefur samið um kaup á meirihluta í félaginu. Fram eftir degi í gær fjölluðu breskir fjölmiðlar um kaup ís- lenskra fjárfesta á hlut í EasyJet. Síðdegis kom í ljós að það voru Flugleiðir sem stóðu á bak við kaupin. Hlutabréf í EasyJet hækkuðu um sextán prósent í gær en eru samt nærri sögulegu lág- marki. Stjórnarformaður Flug- leiða segir kaupin vera í samræmi við stefnu Flugleiða um fjárfest- ingar í rekstri þar sem félagið býr yfir sérþekkingu. Jóhannes Kristinsson hefur starfað í fluggeiranum í nokkra áratugi. Hann hyggst styrkja fjár- hagsgrundvöll Iceland Express en einnig er gert ráð fyrir að hann verði ráðandi um stefnumótun félagsins. Sjá síðu 24. / - þk Sviptingar í flugrekstri: Flugleiðir í útrás til Bretlands ● nóg að gera hjá söngvara a-ha Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Rætt er við kennara sem drýgir tekjurnar með því að starfa sem vændiskona á kvöldin. Travis SÍÐUR 32 & 33 ▲ Kennari og vændiskona SÍÐUR 30 & 31 ▲ Safnplata kemur út í næstu viku með þeirra vinsælustu lögum, auk tveggja nýrra. Frétta- blaðið náði spjalli við Fran Healy, söngvara hljómsveitarinnar, um plötuna, feril sveitar- innar og sköpunargáfuna. Ingibjörg Sólrún: Vill Þórólf á R-lista STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, varaformaður Samfylking- arinnar, telur að Reykjavíkurlist- inn geti haldið áfram samstarfi í næstu borgarstjórnarkosningum. Aðspurð um hvort Þórólfur Árna- son borgarstjóri þurfi ekki að taka skýra pólítíska afstöðu segist Ingibjörg telja að hann eigi að vera á listanum. „Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri,“ segir hún, en kveðst þó ekki endi- lega eigna Þórólfi Samfylkinguna. „Ég set hann ekki á neinn pólitísk- an bás.“ Sjá síðu 22 01 Forsíða 22.10.2004 22:37 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.