Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 26
26 23. október 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningu Sigrúnar Guðmunds- dóttur (Sifa) „Stillur“ í Gallerí Skugga sem lýkur sunnudaginn 24. október... TKTK-tónleika í Salnum lukk- an 13.00 í dag. Þar leika Berglind M. Tómas- dóttir flauta, Eydís Franz- dóttir óbó, Rúnar Ósk- arsson klar- ínett, Anna Sigurbjörns- dóttir horn, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir fagott og Unnur Fadila Vil- helmsdóttir píanó, tónlist eftir Ibert, Ligeti, Þorkel Sigurbjörns- son og Poulenc... Böndin á milli okkar í Þjóð- leikhúsinu sem fær einróma lof gagnrýnenda. Snæfríð Þorsteins verður með sýningarstjóra- spjall í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sunnudaginn 24. október kl. 15.00 í tengslum við sýninguna Grafísk hönnun á Íslandi. Sýning- in var opnuð um síðustu helgi og er virkilega áhugaverð, enda hefur hún fengið mikla athygli og sérlega góða aðsókn. Snæfríð er sýningarstjóri sýningarinnar, en sýn- ingunni er ætlað að varpa ljósi á hinar ólíku teg- undir hönnunar á Íslandi frá upphafi til þessa dags. Meðal gripa á sýningunni er að finna áróð- ursveggspjöld, peningaseðla, frímerki, firma- merki, umbúðir, myndskreytingar, bækur, úrval sjónvarpsauglýsinga, og ýmislegt fleira sem fellur undir fag grafískra hönnuða. Ómæld heimildarvinna liggur að baki sýningun- ni, enda hefur verið kappkostað að safna saman þeim fróðleik sem geymdur er hjá söfnurum, fræðimönnum og leikmönnum svo úr verði heil- steypt og fróðleg saga sem varpar áhugaverðu ljósi á þennan þátt íslenskrar menningar. Kl.20.00 sunnudagskvöld. Frumsýning á tragikó- medíunni Faðir vor, sem fjallar um föð- ur, tvær dætur og eina laundóttur, eftir Hlín Agnarsdóttur í Iðnó. Leikarar eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson. menning@frettabladid.is Spjallað um grafíska hönnun Hugmyndina að uppsetn- ingu á söngleiknum Litla stúlkan með eldspýturnar fékk framkvæmdastjórinn átta ára gömul. Í dag sér hún drauminn rætast – að höfundunum viðstöddum. Söngleikurinn „Litla stúlkan með eldspýturnar,“ eftir Keith Strachan, Leslie Stewart og Jer- emy Paul, verður frumsýndur í Íslensku óperunni í dag. Söng- leikurinn er byggður á sögu H. C. Andersen sem flestir Íslend- ingar kannast við. Litla stúlkan fær að finna fyrir einmanaleika, grimmd og andúð allt í senn en gleymir sér þó annað slagið í dagdraumum þar sem lífið leik- ur við hana. Uppsetningin er samstarfs- verkefni framkvæmdahópsins Flóðs og fjöru, söngskólans Domus Vox, Íslensku óperunnar og H.C. Andersen-sjóðsins í til- efni þess að á næsta ári eru 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins. Frumkvæðið á Svanlaug Jó- hannsdóttir, nýútskrifaður við- skiptafræðingur, sem er í senn framkvæmdastjóri sýningarinn- ar og aðstoðarleikstjóri. Svanlaug segir hugmyndina í rauninni hafa kviknað þegar hún, átta ára að aldri, sat við eldhúsborðið heima hjá sér. Síð- an hafi röð tilviljana ráðið því að sýningin komst af eldhúsborð- inu og upp á leiksvið. „Tvö hundruð ára afmæli H.C. Ander- sen hjálpaði til og síðan gerðu höfundarnir okkur þetta kleift vegna þess að þeir gáfu eftir höfundagreiðsluna. Það gaf okk- ur byr undir báða vængi.“ Það þarf ekki að leita lengi til að finna leikhúsbakteríuna í Svanlaugu, því á meðan hún var í M.R. kynntist hún uppfærslu leiksýninga í Herranótt. „Ég held að Herranótt sé einhver besti undirbúningur sem hægt er að fá fyrir framtak af þessu tagi,“ segir hún, „enda er þetta fyrsta starfið sem ég bý mér til eftir útskrift úr viðskiptafræð- inni. Ég ákvað að ég þyrfti að koma mér upp einu svona góðu lokaverkefni til þess að trúa á sjálfa mig.“ Leikstjóri sýningarinnar er Ástrós Gunnarsdóttir. Hún er hér að leikstýra sínu fyrsta verkefni af þessari stærðar- gráðu. Þegar horft er á brot af æfingu, er þó ekki að sjá að hér haldi um stjórnvölinn tvær kon- ur sem eru að gera ótal hluti í fyrsta sinn. Enda Ástrós þræl- vön leikhúsmanneskja og hefur leikstýrt menntaskóla- og áhuga- mannasýningum. Og ekki hefur vinnan verið leiðinleg, þótt hún sé flókin, því Ástrós geislar af gleði þar sem hún stendur upp frá leikstjóraborðinu til að spjalla við blaðamann. „Þetta er frábært ævintýri,“ segir hún. „Í því er fallegur boðskapur og síð- an er líka falleg hugsun frá hlið þeirra sem standa að sýning- unni. Þetta er ekki gert í gróða- sjónarmiði, heldur til þess að gleðja þá sem eru í salnum og á sviðinu.“ Um fimmtíu sviðslistamenn koma að sýningunni og þar af eru um þrjátíu einstaklingar á aldrinum átta ára til tvítugs. Þegar Ástrós er spurð hvort ekki sé erfitt að setja upp sýningu sem er blönduð lærðum og vel þjálfuðum leikurum annars veg- ar og áhugaleikurum og söngv- urum, hins vegar, segir hún að það sé vissulega flókið. „En þau lærðu og sjóuðu hafa verið alveg frábær í samstarfi. Þau hafa verið mjög viljug að hjálpa þeim sem eru óreyndari. Þeir hafa svo á móti verið áfjáðir að læra af þeim sem þekkinguna hafa.“ Með hlutverk litlu stúlkunnar fer Þórunn Arna Kristjánsdóttir, nemandi í tónlistardeild Listahá- skóla Íslands. Með önnur hlut- verk fara leikararnir Ívar Örn Sverrisson, Valur Freyr Einars- son, Birna Hafstein, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir og Ingrid Jóns- dóttir. Þýðandi verksins er Gísli Rúnar Jónsson, Elín Edda Árna- dóttir sér um búninga og leik- muni, söngstjóri er Margrét Pálmadóttir og tónlistarstjórn er í höndum Stefáns S. Stefánsson- ar. Dramatúrg er Hafliði Arn- grímsson og leikstjóri, sem áður segir, Ástrós Gunnarsdóttir. ■ Af eldhúsborðinu á sviðið ! Hestar Jóhannesar auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum, félagasamtökum, verslunum eða öðrum sem vilja taka hús á leigu gegn vægu gjaldi. Vinsamlega hafið samband við Albert í Jólaþorpinu í s 585 5775 eða jolathorp@hafnarfjordur.is Jólaþorpið verður opið allar helgar á aðventunni, auk Þorláksmessu. Þar verða 20 lítil jólahús með fjölbreyttum jólavarningi og skemmtidagskrá á sviði. Jólaþorpið í Hafnarfirði Kristni og kvennahreyfing, Lýðræði í dag og á morgun og íslenskt mál að fornu og nýju er meðal þess sem er á dagskrá. Hugvísindaþing Háskóla Íslands heldur áfram í dag og er ýmislegt áhugavert á dagskra. Þingið hefst klukkan 11 í Hátíðarsal Aðalbygg- ingar þar sem Ásdís Egilsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Krist- ín Ástgeirsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fjalla um Kristni og kvennahreyfingu. Á þinginu í dag fjalla Þorvarð- ur Árnason, Einar Már Þórðarson, Kristín Ástgeirsdóttir og Torfi Tulinius um Lýðræði í dag og á morgun og Aðalheiður Guð- mundsdóttir, Ásdís R. Magnús- dóttir og Hanna Steinunn Þor- leifsdóttir fjalla um Riddarabók- menntir í stofu 217 í Aðalbygg- ingu. Á sama stað fjalla Guðrún Þórhallsdóttir, Haraldur Bern- harðsson, Katrín Axelsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðrún Kvar- an og Jón Axel Harðarson um Ís- lenskt mál að fornu og nýju. Í stofu 229 í Aðalbyggingu fjal- la Margaret Cormack, Orri Vé- steinsson og Auður Ingvarsdóttir um Landnám og kristni, Ástráður Eysteinsson og Friðrik Rafnsson um Rithöfunda í útlöndum og Ævisagnaritun og höfundarétt og Yelena Sesselja Yershova, Sigurð- ur Pétursson og Sigurjón Árni Eyjólfsson um Bókmenningu og alþýðumenningu á nýjum tímum. Í stofu 218 í Aðalbyggingu fjal- la Guðmundur Heiðar Frímanns- son, Mikael Karlsson og Þorsteinn Gylfason um Heimspeki Kants í samtíðarspegli og Gunnar Jó- hannesson, Hildur Eir Bolladóttir, Jón M. Ásgeirsson, Sigurvin Jóns- son og Hildur Inga Rúnarsdóttir um Átakasögur úr frumkristni. Sjá nánar á www.hi.is. ■ Annar í Hugvísindaþingi Á sunnudaginn verður 70. sýning á sýningu Borgarleikhússins á Línu langsokk eftir hina ástsælu skáldkonu Astrid Lindgren. Sýn- ingin virðist enn einu sinni ætla að slá öll met, því nálægt 35.000 manns hafa nú séð uppfærsluna. Lína Langsokkur var frumsýnd í september í fyrra og hefur síðan verið leikin sleitulaust fyrir fullu húsi og ekkert lát er á aðsókn- inni. Það er Ilmur Kristjánsdóttir sem fer með hlutverk Línu Langsokks, en Edda Björg Eyj- ólfsdóttir og Bergur Þór Ingólfs- son eru vinir hennar Anna og Tommi. Leikstjóri sýningarinnar er María Reyndal. ■ 35.000 sjá Línu Sýningin Hestar í verkum Jóhann- esar Geirs verður opnuð í Baksalnum í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag. Verkin á sýn- ingunni koma úr dánarbúi lista- mannsins en hann hafði unun af því að mála hesta. Á sýningunni eru eingöngu verk þar sem hestar koma við sögu. Jóhannes Geir Jónsson var fæddur 24. júní 1927 á Sauðár- króki og lést 29. júní 2003. Hann hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í tugum samsýninga heima og erlendis. Verk hans prýða öll helstu listasöfn landsins, svo og einka- söfn austan hafs og vestan. ■ LITLA STÚLKAN Finnur fyrir einmanaleika, grimmd og andúð en gleymir sér þó annað slagið í dagdraumum. LEIKSTJÓRINN OG FRAMKVÆMDASTJÓRINN Þetta er ekki gert í gróðasjónarmiði, heldur til þess að gleðja þá sem eru í salnum og á sviðinu. 26-39 (26-27) menning 22.10.2004 15:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.