Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 4
4 23. október 2004 LAUGARDAGUR Atómstöðin: Halldór fékk söguna að láni BÓKMENNTIR Atómstöðin minnir um margt á söguþráð tékknesku skáldsögunnar Anna öreigastúlka, að mati Hannesar H. Gissurarson- ar prófessors. Einar Olgeirsson, leiðtogi kommúnista hér á landi, benti Halldóri á bókina árið 1932 og þótti hún sannar öreigabók- menntir. Halldór byrjaði á Atóm- stöðinni haustið 1946. Hannes segir að hliðstæður í bókunum séu mjög margar. Til dæmis fjalli báðar bækurnar um sveitastúlku sem gerist vinnu- kona á yfirstéttarheimili. Þær kynnist báðar kommúnistum og verði báðar þungaðar. Önnur dóttirin á ríkisbubbaheimilinu verði í báðum sögum þunguð og látin eyða fóstri. Í báðum sögun- um komi fyrir morð, sem röngum aðilum sé kennt um. Þá hefjist báðar sögurnar inni í eldhúsi og báðum ljúki úti á torgi. „Ég sé ekkert athugavert við það þótt söguþráðurinn sé mjög líkur,“ segir Hannes. „Kiljan tek- ur söguþráð og blæs í hann nýju lífi. Þetta gerði Jónas Hallgríms- son líka, þegar hann orti kvæðið Móðurást.“ Hannes segir að margir gætu lært af vinnubrögðum Halldórs. „Ég vona til dæmis að ég hafi sjálfur lært af honum um hvernig taka eigi texta annarra og vinna úr honum eigin texta.“ Hannes hefur lokið við að skrifa annað bindi ævisögu Halldórs Laxness. - ghg Dæmdur í þriggja ára fangelsi Stefán Logi Sívarsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á sextán ára dreng og slasað hann lífshættulega. DÓMSMÁL Stefán Logi Sívarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stefán Logi var nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta rifnaði. Drengurinn fékk lífshættuleg meiðsli innvortis. Stefán Logi var einnig ákærður fyrir að hafa ásamt félaga sínum ráðist á mann í samkvæmi í mið- bæ Reykjavíkur en var sýknaður af þeirri líkamsárás. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl en Stefán var líka sýknaður af þeirri árás því engir áverkar voru á stúlkunni. Stefán Logi á samfelldan saka- feril frá árinu 1997. Síðan árið 1998 hefur hann hlotið átta refsi- dóma fyrir þjófnað og umferðar- lagabrot, þjófnað, gripdeild, hylmingu og fyrir líkamsárásir. Í fjórum dómanna hefur hann verið dæmdur fyrir lík- amsárásir og í sumum tilvikanna fleiri en eina. Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að mestu megi rekja til fíkni- efnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. Stefán er talinn sakhæfur. Játn- ingar eru metnar til refsilækkun- ar. Maður sem ákærður var með Stefáni fyrir tvær seinni líkams- árásirnar var dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt. Sá hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi árið 1999. Í september árið 2000 hlaut hann reynslulausn sem hann stóðst. Hann hefur ekki áður gerst sekur um líkamsárás. hrs@frettabladid.is Tannlæknar: Endurgreiðslur aukast um 4% HEILBRIGÐISMÁL Fjögurra prósenta hækkun gjaldskrár tannlækninga var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær. Heilbrigðisráðuneytið gefur gjaldskrána út, en hún er notuð sem grunnur vegna endurgreiðslna Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem ekki er í gildi gjaldskrársamn- ingur við tannlækna. Hækkunin gildir frá og með næstu mánaða- mótum. Í tilkynningu heilbrigðisráðu- neytisins kemur fram að ráðherra grípi til hækkunar nú til að endur- greiðslur þeirra sem eiga rétt á þeim haldi verðgildi sínu. Þá kemur fram að hækkunin og auknar greiðslur sem af henni stafi rúmist innan fjárveitinga ársins og fjár- veitingaramma næsta árs. - óká ■ ÍRAK ■ KIRKJUÞING ■ LÖGREGLUFRÉTTIR,,Stefán Logi á sam- felldan sakaferil frá árinu 1997 Ætti að binda enda á verkfall kennara með lagasetningu? Spurning dagsins í dag: Ertu búin(n) að skipta yfir á vetrar- dekkin? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 55% 45% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Stykkishólmur: Án búðar í tvær vikur VIÐSKIPTI Í dag opnar Bónus nýja verslun í Stykkishólmi, en það er fyrsta Bónusverslunin sem opnar á Snæfellsnesi. Egill Egilsson verslunarstjóri segir búðina vera um 600 fermetra að stærð og fyrst í stað verði aðalá- hersla lögð á matvæli fremur en sérvöru. „Ætli þetta verði ekki hátt í 2.000 vöruflokkar hjá okkur,“ segir hann. Framkvæmdir við búðina hófust fyrir um hálfum mánuði síðan, en í húsnæðinu var áður verslun 10-11. Á meðan hafa íbúar Stykkishólms verið án matvöruverslunar og hafa því þurft að sækja nauðsynjar til Grundarfjarðar. „Svo hafa bakaríið og bensínstöðin verið með aðeins meira af mjólk og þess háttar á meðan,“ segir Egill. - óká T Í S K U V E R S L U N RÍTA, BÆJARLIND Á 5 ÁRA AFMÆLI Í DAG AF ÞVÍ TILEFNI GEFUM VIÐ 20% AFSLÁTT AF ÖLLUM VÖRUM OPIÐ FRÁ KL. 10.00 - 17.00 Í BÁÐUM BÚÐUM B Æ J A R L I N D 6 • E D D U F E L L I 2 INNBROT Í BREIÐHOLTI Brotist var inn á tvo staði í Breiðholti um klukkan hálfníu í gærmorgun. Farið var inn í geymslu í Fella- hverfi og þaðan stolið útskornu barborði. Þá var brotist inn í vinnuskúr í Hólahverfi. Lögregl- an í Reykjavík rannsakar málið. DANIR SÆRÐUST Þrír Danir særð- ust lítillega þegar sprengjur sprungu þar sem dönsk hersveit var við eftirlit suðvestur af Basra. Sár Dananna voru minniháttar; einn særðist á öxl, annar fékk skurð á augnbrún og sá þriðji heila- hristing. OF HÆTTULEGT „Enginn hluti Íraks getur talist öruggur,“ sagði Rupert Colville, talsmaður Flóttamanna- fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti ríki heims til að senda ekki flóttamenn frá Írak aftur til landsins að svo stöddu. HANNES H. GISSURARSON Vonast til að hann hafi sjálfur lært af vinnubrögðum Halldórs um hvernig taka eigi texta annarra og vinna úr honum eigin texta. ÚR HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að langmestu leyti megi rekja til fíkniefnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SKIPAN PRÓFASTSDÆMA KÖNN- UÐ Skipuð hefur verið fimm manna nefnd kirkjuþingsfulltrúa sem á að fara yfir skipan pró- fastsdæma á landinu í samráði við biskupafund og aðra aðila. Nefndin á að afla umsagna hér- aðsfunda á næsta ári að undan- genginni nauðsynlegri almennri kynningu og skila áliti til bisk- upafundar og kirkjuráðs. Vegagerð: Ný brú yfir Vatnsholtsá SAMGÖNGUR Verið er að leggja loka- hönd á gerð nýrrar brúar yfir Vatns- holtsá í Staðarsveit á Snæfellsnesi, en þar var fyrir einbreið brú. „Árið 2006 verður tekin einbreið brú á leiðinni niður í Stykkishólm, en aðrar brýr eru á langtímaáætl- un,“ segir Ingvar Árnason, deildar- stjóri hjá Vegagerðinni í Borgar- nesi, en þar á meðal eru einbreiðar brýr yfir Hítará og Haffjarðará. Vegagerðin stefnir að því að á end- anum verði búið að útrýma öllum einbreiðum brúm. - óká 04-05 22.10.2004 19:00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.