Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 50
Dylan slær í gegn Fyrsta bindi af endurminningum söngvarans Bob Dylan hefur fengið fína dóma. Dylan var rödd sinnar kynslóðar og í bókinni segir hann frá árunum í New York þegar hann var að stíga fyrstu sporin á ferlinum. „Ef maður grætur ekki af þakklæti í lokin hefur maður misst af öldinni,“ segir ritdómari Sunday Times á einum stað um bókina. Dómnum lýkur á orðunum: „Ég man ekki eftir bók sem hefur gert mig hamingjusamari.“ Bók Dylans heitir Chronicles. Búist hafði verið við að bókin yrði tilnefnd til National Book- verðlaunanna en mörgum til undrunar varð svo ekki. Bókin er nú í þriðja sæti á metsölu- lista Sunday Times yfir bækur almenns efnis. BÓKASKÁPURINN 38 23. október 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR LÆRUM AÐ NEMA Ásta Kristrún Ragnarsdóttir DA VINCI LYKILLINN Dan Brown ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurj. og Unnur Jökulsd. SOUTH BEACH MATARÆÐIÐ Dr. Arthur Agatston KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alexander McCall Smith ALKEMISTINN Paulo Coelho ÚLFURINN RAUÐI Liza Marklund SÚPERFLÖRT - DÚNDURDAÐUR Tracey Cox ÓTUKTIN Anna Pálína Árnadóttir SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho FURÐUL. HÁTTARL. HUNDS UM NÓTT Mark Haddon DRAUGASAGA Títus Maccíus Plátus UNDIR SVIKULLI SÓL Thorvald Steen ÁSTARALDIN Karel van Loon LJÓÐÖLD - 100 LJÓÐ Á ALDARAFMÆLI Guðmundur Böðvarsson HOBBITINN J.R.R. Tolkien SVAVA JAKOBSDÓTTIR - STÓRBÓK Svava Jakobsdóttir TVÍFUNDNALAND Gyrðir Elíasson ÞORSTEINN FRÁ HAMRI - RITSAFN Þorsteinn frá Hamri SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alexander McCall Smith ALKEMISTINN Paulo Coelho ÚLFURINN RAUÐI Liza Marklund GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason ÓSKAR OG BLEIKKLÆDDA KONAN Eric-Emmanuel Schmitt ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson DÍS Birna Anna, Oddný og Silja VILLIBIRTA Liza Marklund HR. IBRAHIM OG BLÓM KÓRANSINS Eric-Emmanuel Schmitt Listinn er gerður út frá sölu dag- ana 13.10.-19.10. 2004 í Bóka- búðum Máls og menningar, Ey- mundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Draugasaga er fyrsta róm-verska leikritið sem kemurút á íslensku, en það er gefið út í Lærdómsritaröð Bók- menntafélagsins. Leikritið var skrifað um 200 f. Kr. og höfundur- inn er Títus Maccíus Plátus sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma. Lítið er vitað um Plátus en svo virðist sem hann hafi unnið um tíma við leikhús áður en hann sneri sér að við- skiptum með svo slökum árangri að hann missti allar eigur sínar. Eftir það var hlutskipti hann held- ur aumlegt en hann varð að sjá fyrir sér með því að knýja korn- myllu í félagi við þræla og drátt- ardýr. Í frístundum skrifaði hann leikrit sem brátt slógu rækilega í gegn. Við tók blómatími þar sem hann gat helgað líf sitt leikrita- skrifum. Í Draugasögu segir Plátus frá heimkomu húsbónda eftir að sonur hans og þjónustulið hefur sólundað og spillt eignum hans. Leikritið er gríðarlega skemmti- legt og húmorinn hittir enn í mark. „Þegar ég las leikritið kom mér á óvart hvað húmorinn er nú- tímalegur,“ segir þýðandinn Guð- jón Ingi Guðjónsson. Guðjón Ingi lagði stund á latínu við Háskóla Íslands og BA-verkefni hans var að þýða leikritið og skrifa ritgerð um leikritun Rómverja. Seinna fæddist svo hugmyndin að því að koma leikritinu á prent. Hversdagsleiki og stríðstenging Guðjón Ingi segir verkið hafa mikið upplýsingagildi. „Það er margt í leikritinu sem fræðir mann um hversdagslega hluti í samfélagi Rómverja og tengist skemmtanahaldi, mataræði og daglegu lífi. Einnig er þarna að finna bókmenntalega tengingu við skopleiki seinni tíma en Willi- am Shakespeare sótti til dæmis mjög í smiðju Plátusar við leik- ritagerð sína. Plátus byggði sjálfur mikið á eldri grískum leik- ritahöfundum, sem lítið er vitað um, og hefur á þann hátt varðveitt hefð þeirra.“ Bent hefur verið á að Drauga- saga minni um margt á annað Púnverjastríðið svokallaða sem Rómverjar háðu við Karþagó. „Ég lagðist í rannsóknir á þessum lík- ingum og skrifa um þær smákafla í bókinni,“ segir Guðjón Ingi. „Eitt af þjóðfélagsmeinum Róm- verja var spilling í pólitík og rétt- arfari. Framapotarar í pólitík stunduðu það að lögsækja hver annan fram og til baka fyrir minnstu yfirsjónir. Margar stríðs- hetjur Rómar voru þannig úti- lokaðar frá stjórnmálaþátttöku, þurftu að þola þungar refsingar og niðurlægingu. Plátus virðist beina spjótum sínum að þessu vandamáli. Hetja leiksins er maður sem drífur allt áfram en er í lokin látinn sitja í súpunni með þær lygar og vitleysu sem leik- ritið snýst um. Fyrirmyndin virð- ist vera Scipíó Africanus, sem var bjargvættur Rómverja í Pún- verjastríðinu og dó í útlegð eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mis- ferli í samningum sem hann gerði við sigraðar þjóðir.“ Kostulegir Rómverjar Leikhúshefð Rómverja er um margt athyglisverð. „Þetta voru ríkisreknar skemmtanir, ýmist borgaðar af ríkinu eða úr vasa stjórnmálamanns sem var á leið í framboð,“ segir Guðjón Ingi. „Ekki þurfti að borga sig inn á sýningar og áhorfendur gátu hegðað sér eins og þeir vildu. Ef þeim leiddist gengu þeir út. Það var því mikil kvöð á leikurum og leikskáldum að halda athygli áhorfenda og það kann að vera ástæðan fyrir því að leikritin voru oft ærslafull. Allir leikarar á þessum tíma voru þrælar sem setti á þá enn meiri pressu að standa sig því sjálfsagt þótti að misþyrma þrælum mistækist þeim.“ Það vekur athygli þegar Draugasaga er lesin að persónur eiga til að taka sér tíma í að tala beint til áheyrenda. „Þetta lýsir ákveðnum hugsunarhætti í rómönsku leikhúsi,“ segir Guðjón Ingi. „Hvað eftir annað stíga leik- arar út úr sínum persónum til að tala við áhorfendur. Okkur nútíma- mönnum finnst að leikurunum tak- ist best upp þegar við hættum að líta á þá sem leikara og trúum persónum þeirra. Þessi hugsunar- háttur var víðsfjarri Rómverjum. Leikararnir litu á sig sem leikara og voru ekkert að fela það.“ Guðjón Ingi hefur skrifað skýr- ingar með verkinu og ítarlegan inngang þar sem er að finna marg- víslegan fróðleik um samfélag Rómverja og leikhúshefð. „Þetta taldi ég nauðsynlegt,“ segir Guðjón Ingi, „því Rómverjar voru sífellt að gera eitthvað sem okkur nútímamönnum finnst kostulegt að kynnast.“ kolla@frettabladid.is Á þessum degi árið 1942 fæddist Michael Crichton í Chicago. Hann var afburða náms- maður, lærði læknisfræði og skrifaði skáldsögur undir dulnefni. Á síðasta ári sínu í læknisfræði gaf hann út The Andromeda Strain og ákvað að helga ritstörfum krafta sína. Fjölmargar skáldsagna hans hafa verið kvikmyndaðar. Árið 1993 átti hann fjórar bækur á bandaríska metsölulistanum og á sama tíma voru tvær kvikmyndir eftir verkum hans að slá í gegn, Jurrassic Park og Rising Sun. Hollinghurst fékk Bookerinn The Line of Beauty, rómuð skáldsaga, eftir Alan Hollinghurst hreppti hin eftirsóttu bresku Booker verðlaun. Bókin segir frá risi, hnignun og falli söguhetjunnar, Nick Guest, á Thatcher tímanum. Í þessari skáldsögu, eins og sínum fyrri, þykir Hollinhurst takast sérlega vel að lýsa lífi samkynhneigðra karlmanna. Gagnrýnendur hafa borið mikið lof á bókina og endir- inn þykir einkar góður. Fimm bækur voru tilnefndar til verðlaunanna. Hjarta mannsins er órótt uns það finnur frið í Guði. Ágústínus kirkjufaðir GUÐJÓN INGI GUÐJÓNSSON Þýddi Draugasögu, fyrsta rómverska leikritið sem kemur út á íslensku. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hvað húmorinn í verkinu er nú- tímalegur. Kostuleg Draugasaga LEIKRIT: TÍTUS MACCÍUS PLÁTUS , FRÁ ÞVÍ UM 200 F.KR., ER NÚ KOMIÐ ÚT Á ÍSLENSKU Barónsstíg 11a • 101 Reykjavík • Sími 551 9555 • www.argentina.is ar gu s - 04 -0 59 4 50-51(38-39) bókaopna 22.10.2004 18:01 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.