Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 43
óbærilega stressandi. Maður getur auðveldlega lent á feðrum krakkanna í bekknum, gömlum frændum, vinum pabba, nágrönn- um sínum, pöbbum vinkvenna eða öðrum sem maður þekkir. Ísland er svo lítið. Ég bið alltaf um nafn og heimilisfang áður en ég fellst á að hitta þá og til dæmis vildi einn hitta mig í gær sem ég komst á snoðir um að væri bróðir bestu vinkonu minnar; giftur maður í áratugi.“ Hún segist alltaf hafa verið veik fyrir eldri, giftum mönnum. Þeir hafi sjálfir trúnaðar að gæta og vændi snúist alltaf um traust. „Þetta hafa allt verið fyrir- myndarmenn. Þeir eiga sameigin- legt að vera traustvekjandi í fasi, huggulegir og heiðarlegir; þessir dæmigerðu fjölskyldufeður sem engum dytti í hug að stæðu í framhjáhaldi eða vændiskaupum. Þeir nota vinnutímann til kynlífs- funda og eru duglegir að vinna „eftirvinnu“ eða „heimsækja vini eftir vinnu“. Með lyginni eiga þeir klukkustund aflögu til að hitta hóru á hóteli, skrifstofunni eða í bílnum, áður en þeir halda heim.“ Stóðhestar með brátt sáðlát Hún segist undrast hversu auð- velt henni reynist að selja blíðu sína. Hún setji sig í ákveðnar stellingar, máli sig og klæði sig gálulega, oftast eftir óskum við- skiptavinanna sem áður hafi sett henni fyrir um klæðaburð. „Karlmenn eru mjög uppteknir af útliti og ekki síst brjóstum. Venjulega biðja þeir mig að vera í einhverju flegnu, og oftar en ekki í pilsi og engu innan undir. Ég læt það eftir þeim og breyti algjör- lega um týpu. Flestir halda að ég sé yngri en ég er og finnst það spennandi. Að hitta þessa ungu skólastelpu sem girnist þá. Sumir eru reyndar þannig að ég mundi ekki fara með þeim heim hefði ég hitt þá á bar, en flestir eru mjög sjarmerandi. Menn sem ég hef ekkert á móti að sænga hjá og þannig hef ég aðeins einu sinni lokað augunum meðan viðskipta- vinurinn lauk sér af.“ Kennslukonan segir mennina nær undantekningalaust gera sig út fyrir að vera óseðjandi fola og tíunda stórum hversu vel þeir ætli að standa sig og sýna þeirri ungu hversu miklir stóðhestar þeir séu. Reyndin sé hins vegar sú að flestir klári sig fljótt við þessar aðstæður og eru þá engir bógar í meira. „Áttatíu prósent þeirra sem ég hitti eru giftir menn, um og yfir fertugt. Auðvitað skrifast á hversu gamlir þeir eru orðnir, hve lítið úthald þeir hafa þegar kemur að bráðu sáðláti, en þeir verða ægilega vandræðalegir og afsak- andi fyrir bragðið. Virðast halda að þeir séu einir með þennan vanda en mér sýnist þeir flestir vera svona. Sumir verða reyndar hissa þegar þeir ná honum upp á ný, en fáir búa yfir þeim krafti og nýta ekki allan klukkutímann.“ Fjórir á dag Verðskrá vændiskvenna er ekki í föstum skorðum né undir lögfest- um kjarasamningum, en algengt er að rukka 25 þúsund fyrir klukkutímann. Okkar kona tekur tuttugu þúsund fyrir greiðann og tíu þúsund fyrir munnmök ein- göngu, sem hún segir langvinsæl- ast. Prísinn hækkar upp í 25 þús- und ef menn vilja endaþarmsmök. „Ég er trúlega ódýr dráttur en ég hef svo sem ekkert viðmið. Vil ekki setja mig í samband við aðrar vændiskonur því þetta er mitt prívat leyndarmál og verður aldrei öðruvísi. Ég er í þessu af tómri nauð meðan ég stíg erfið- asta hjallann í fjármálunum. Ég hitti að meðaltali átta menn í hverri viku og það gefur mér 160 þúsund í aðra hönd. Ég gæti vel tekið tuttugu menn á dag, ef ég miða við eftirspurn, en ég er í fullu starfi sem kennari auk þess sem ég stunda framhaldsnám á háskólastigi. Tíminn er því naumt skammtaður og ég skýst út til við- skiptavinanna milli vinnutímans og þess að læra. Auðvitað mundi ég hafa það langbest fjárhagslega ef ég væri bara í vændinu en það gæti ég aldrei fóðrað fyrir fjöl- skyldu og vinum. Það yrði erfitt að útskýra háan lifistandard mið- að við að ég væri hætt að vinna við kennsluna.“ Um helgar hittir hún gjarnan fjóra á dag. Síminn byrjar að hringja að morgni og hættir ekki fyrr en komin er nótt. „Það er afar erfitt og orkutæm- andi að taka svo marga á einum degi og eftir slíka törn fer manni að líða eins og sannri hóru. Það sem bjargar málum er hve menn- irnir eru upp til hópa notalegir og blíðir, og fá mann til að gleyma því sem maður er að gera. Ég hef hitt marga á skrifstofum þeirra eftir hefðbundinn vinnutíma, heima hjá þeim þegar eiginkonan er í vinnunni eða fjarverandi, og mjög mikið í bílum. Mörgum finnst bílakynlíf spennandi og þá er Öskjuhlíðin, Heiðmörk og Grótta vinsælir staðir til samfara og munnmaka; jafnvel þótt þeir séu inni í borginni og talsvert mikil umferð á þessum stöðum. Það tengist spennufíkn karlanna. Reyndar er Öskjuhlíðin svo vin- sæl til kynlífsiðkana að maður þarf oft frá að hverfa vegna pláss- leysis til þess arna.“ Kynlífsfíkn og leyndarmál Þegar hún er spurð um meydóm- inn segist hún hafa misst hann átján ára og þá farið varlega af stað í kynlífi. Þegar hún var tvítug lenti hún tvívegis í hrottalegri nauðgun sem hún hvorki kærði né sagði öðrum frá fyrr en löngu seinna. Segist hafa þekkt árásar- mennina í báðum tilvikum og í fyrstu hafa kennt sér um hvernig fór. Því hafi hún bælt niður minn- ingarnar en valið þá röngu leið að vinna sig úr áfallinu með því að líta á sig sem hörkutól sem vílaði ekki fyrir sér að sofa hjá sem flestum. „Ég gerðist hræðilega lauslát fyrstu misserin eftir nauðgunina og tók til óspilltra mála við upplif- anir kynlífsins, bæði með körlum og konum, pörum og stundum mörgum mönnum í einu. Ég er kynlífsfíkill af verstu sort og hef verið óþekk stelpa í mörg ár. Fólk sem þekkir mig mundi þó aldrei láta detta sér til hugar að viðtalið væri við mig. Ég virka saklaus og jafnvel tepruleg. Margir halda ef- laust að ég sé enn hrein mey. Hið rétta er að ég hef stundað kynlíf með hátt á annað hundruð manns. Ég er kona leyndarmála og er nú með vændinu að skapa mér heim sem enginn kemst inn í né ég get nokkurn tímann deilt með öðrum. Ef ég eignast fjölskyldu í framtíð- inni mun ég aldrei geta sagt frá þessu leyndarmáli og það finnst mér ógnvænleg tilhugsun.“ Hún hefur það viðhorf til vændis að hún sé að gefa körlum hamingjugjöf þessa stund sem kynlífsfundurinn varir. „Mér hefur alltaf fundist ég gera körl- um stóran greiða með því að sofa hjá þeim og þess vegna er vændið tiltölulega auðvelt fyrir mig. Mér finnst ég góð að hjálpa þeim með það sem þá skortir í hjónasæng- inni og eru svo duglegir að segja mér frá. Marga get ég vel hugsað mér að hitta aftur, enda margir góðir elskhugar. Í samanburði við yngri menn finnst mér giftir karlar til margra ára vera bestir í rúminu enda búnir að lifa kynlífi lengi og þróa með sér góða tækni. Ég set sem skilyrði að mennirnir noti smokk við samfarirnar og þeir setja það ekki fyrir sig. Sum- ir eru feimnir til að byrja með en þá fer ég í hlutverk ljúfu og kátu gleðikonunnar því mér finnst ég vera í þjónustuhlutverki þar sem ég tek greiðslu fyrir. Ég ber því ábyrgð á að stefnumótið endi á skemmtilegan hátt.“ „Take away”-vændiskona Sjálf segist hún fá mikið út úr kynlífinu sem hún selur og að sér finnist spennandi að verða önnur að kennsludegi loknum. „Það er einkennilega æsandi að vera nafn- laus kynlífsdúkka sem aðrir girn- ast. Það veitir völd og auðvitað nóg af peningum. Ég geri allt sem mennirnir biðja um en tek ekki þátt í því sem tengist saur, þvagi og miklum sársauka. Reyndar hefur enginn viljað slík afbrigði- legheit því allir vilja þessir menn gott og innilegt kynlíf upp á gam- aldags mátann. Ég átti von á að margir vildu samfarir í endaþarm en það vill enginn þegar á hólminn er komið. Sýnir kannski best hvað klámvæðingin rímar illa við raun- veruleikann. Ég kyssi mennina og sýni þeim blíðuhót. Ef ég sleppti innileikanum gæti ég allt eins verið á klukkunni, en ég legg áherslu á að bæði ég og kúnninn gleymum því á hvaða forsendum við erum saman í kynmökum.“ Og hún segist vera „take away“ en ekki „eat in“. Það þýðir að hún er ekki með aðstöðu en tilkippileg í hvaða aðstæður sem kúnnarnir redda. „Stundum er ég þreytt og illa stemmd. Er þá búin að finna út hvaða stelling virkar best til að þeir komi fljótt. Flestir hafa sam- band aftur, hrósa mér og vilja hitta mig á ný. Mér finnst erfiðast við starfið að taka við peningun- um og eins að finna tíma til að stunda það. Það hefur komið mér á óvart hve ófyrirleitnir íslenskir karlar eru þegar kemur að því að halda framhjá konum sínum. Þeir kvarta undan kyndeyfð konu sinn- ar og réttlæta vændiskaupin með kynsveltinu. Þeir eru mjög inn- stilltir á munnmök og finnst það mikilvægari þáttur en samfarir.“ Erfitt að hætta Hún segist ekki enn hafa komið sér upp föstum hópi viðskiptavina þar sem hún óttist að samböndin verði of náin. „Ég er ákaflega hrifnæm og hef brennt mig á tilfinningum sem kvikna undir þessum aðstæð- um. Ég á of auðvelt með að falla fyrir mönnum og það er erfitt að vinna úr slíku. Maður verður líka háður vændinu því þetta er svo auðveld leið til að nálgast pening. Ég hefði ekki trúað hvílíkur fjöldi manna er tilbúinn að borga fyrir kynlíf og þótt ég viti að þetta geti verið hættulegur heimur hef ég engum vandræðum kynnst. Ég óttast að verða gráðug og geta ekki hætt. Maður hugsar með sér; eitt skipti enn, því mann langar að kaupa sér meira og aftur meira. En þá þarf ég að útskýra fyrir mínum nánustu hvernig ég hef fjármagnað kaupæðið á kennara- laununum einum saman. Það kaupir svo auðvitað enginn.“ Það er búið á könnunni og tími til kominn að kveðja. Á eldhús- glugganum rennur þungt regnið stríðum straumi. Kennslukonunni er ekki til setunnar boðið. Næsta stopp er svefnsófi á stórri skrif- stofu forstjóra í austurbænum. Veskið hans verður tuttugu þús- und krónum rýrara þegar hann leggst bljúgur á koddann við hlið eiginkonunnar í kvöld. ■ LAUGARDAGUR 23. október 2004 31 Mörgum finnst bílakynlíf spennandi og þá er Öskjuhlíðin, Heið- mörk og Grótta vinsælir staðir til samfara og munn- maka; jafnvel þótt þeir séu inni í borginni og talsvert mikil umferð á þessum stöðum. Það tengist spennufíkn karlanna. Reyndar er Öskjuhlíðin svo vinsæl til kynlífsiðkana að maður þarf oft frá að hverfa vegna plássleysis til þess arna. ,, Ef ég eignast fjöl- skyldu í framtíðinni mun ég aldrei geta sagt frá þessu leyndarmáli og það finnst mér ógnvænleg til- hugsun. ,, Fyrsta skiptið Fyrsta skiptið er eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Ég trúði vart að ég stæði í þeim sporum að hafa fallist á að hitta mann í þeim tilgangi að selja honum blíðu mína. Þetta var fjölskyldumaður á fimmtugsaldri sem hafði lengi átt sér draum um kynlíf með vændiskonu, en sagðist aldrei áður hafa haldið framhjá konu sinni. Þetta var síðdegis í miðri viku og ég var mjög hikandi þegar ég lagði bílnum fyrir utan hótel á Rauðarárstíg, þar sem hann hafði leigt hótelherbergi. Ég var lengi við það að guggna, ekki síður en hann sem var afar taugaóstyrkur og á barmi þess að hætta við. Þetta var því vandræðalegt stefnumót en við fórum saman í rúmið og það gekk furðu vel. Eftir á sagðist hann vera með samviskubit og aldrei mundu gera þetta aftur. Þegar ég hafði kvatt og gekk í gegnum lobbí hótelsins með peninginn í vasanum fannst mér starfsfólkið horfa á mig eins og þeir vissu upp á hár hvað ég hefði verið að gera. Það var eitthvað grunsamlegt við að koma og fara á einum klukkutíma með úfið hár og roða í kinnum. Eftir þá reynslu vissi ég að hótel eru ekki staðir sem ég vildi stunda vændi á. Þegar hann kom út af hótelinu á eftir mér hafði ég sest inn á nærliggj- andi veitingastað til að fá mér í svanginn. Man hvað það stakk mig að sjá hann ganga framhjá glugganum, alveg ókunnan mann sem samt hafði hálftíma áður verið í samförum með mér. Þá áttaði ég mig á að þennan mann, eins og aðra sem ég hef selt mig, gæti ég hitt með fjölskyldu og eiginkonum úti í búð. Og þá er eins gott að kunna að halda andlitinu og láta sig hverfa í fjöldann.                                         !           "    #                                   $%   &      '   (   ) !   "#   $  "    %    &        &      $   % &     ' &           $    (     )  **+ ,#,*-     .#&." /    0    .1&.2  /  )  *1# *2##-     ..&.2 /  .1&.2 0    .1&.2 *      (     + (   ,' ,  - mest lesna blað landsins Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 42-43 (30-31) Hóran 22.10.2004 20:31 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.