Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 2
2 23. október 2004 LAUGARDAGUR Húsavík: Skipin bundin við bryggju SJÁVARÚTVEGUR Öll fjögur rækju- veiðiskip Íshafs á Húsavík liggja bundin við bryggju. Því veldur aflaleysi og hátt verð á olíu. Bergsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir skipin hafa veitt minna af rækju en gert hafi verið ráð fyrir þegar þau hófu veiðar á síðasta ári. Hann vonast til þess að veiðar verði hafnar að nýju eftir áramót. Á meðan sé rækjuvinnslu Íshafs haldið gangandi með aðkeyptri rækju sem veiðist á Flæmska hattinum. Bergsteinn segir svip- aða stöðu vera hjá flestum útgerð- um sem stunda rækjuveiðar. Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri Húsavíkur, segir að þrátt fyrir þetta sé ágætt atvinnuá- stand í bænum. Til dæmis sé verið að auglýsa eftir fólki til fisk- vinnslustarfa. Hins vegar kunni það að hafa slæm áhrif ef ástand- ið verði viðvarandi. Bærinn tapi tekjum á því þegar umferð um höfnina minnki og þá kunni einnig að koma til uppsagna ef rækju- veiðin eykst ekki. - ghg Vill ræða hvort ríkið taki við skólunum Menntamálaráðherra segir rétt að velta fyrir sér hvort grunnskólarnir væru betur staddir hjá ríkinu. Formaður fræðsluráðs krefst þess hún taki orð sín til baka. Grunnskólarnir hafi verið rjúkandi rúst í umsjá ríkisins. KENNARAVERKFALL Öllum er í fer- sku minni hvernig ríkið skyldi grunnskóla landsins eftir í rúst þegar sveitarfélögin tóku við honum, segir Stefán Jón Hafstein formaður Fræðuráðs Reykjavík- ur. Stefán furðar sig og lýsir vandlætingu á ummælum menntamálaráðherra sem velti upp hugmyndinni um að skoða flutning grunnskóla frá sveitar- félögunum aftur til ríkisins í samtali við kennara í mótmæla- stöðu utan við nýtt rannsóknar- hús Háskóla Akureyrar í gær: „Ég krefst þess að hún taki orð sín til baka.“ Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra segir af og frá að hún afturkalli orð sín. Frjáls umræða sé lykillinn að lýðræði. Þegar horft sé til lengd- ar verkfalls grunnskólakennara telji hún mikilvægt að ræða um hvaða leiðir forði að verkfall kennara endurtaki sig. „Ég er ekki að segja að grunn- skólarnir eigi að fara til ríkisins. Mér finnst sveitarfélögin þvert á móti hafa staðið sig mjög vel í að halda utan um skólann. En þegar maður heyrir kröfur um meiri pening og ekki sé nógu mikið gert hlýtur þetta að vera ein að þeim spurningum sem menn draga upp og taka afstöðu til.“ Þorgerður segir sérstaklega ánægjulegt að Stefán Jón tjái sig um málefni grunnskólanna: „Auðvitað er kjarabarátta kenn- ara málefni sveitarfélaganna en það hefur ekki heyrst múkk í for- manni fræðsluráðs úr stærsta sveitarfélagi innan launanefnd- arinnar. Það er áhyggjuefni að menn séu afstöðulausir á þeim bænum.“ Þorgerður gaf sig á tal við kennarana á Akureyri sem spurðu hana jafnframt hvort hún teldi kröfur um 230 þúsund króna byrjunarlaun óraunhæf og óhóf- leg. Svaraði hún til að sér finnd- ist 230 þúsund krónur ekki óhóf- legar kröfur. Tryggvi Heimisson formaður Bandalags kennara á Norður- landi Eystra segir kennara hafa verið ánægðir með að mennta- málaráðherra hafi gefið sér tíma til að ræða við kennara. Það hafi ekki allir ráðherrar gert. gag@frettabladid.is Skjár einn Ný stjórn VIÐSKIPTI Orri Hauksson, fram- kvæmdarstjóri þróunarsviðs Sím- ans, var kjörinn formaður stjórnar Skjás eins á hluthafafundi félags- ins í gær. Orri hefur MBA-gráðu frá Harvard - háskóla og starfaði sem aðstoðarmaður Davíðs Odds- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, á árunum 1997 til 2000. Aðrir sem kosnir voru í stjórn Skjás eins eru Gunnar J. Birgis- son, Páll Ásgrímsson, Örn Guð- mundsson og Sigfús Ingimundar- son. Síminn á rúm sextíu prósent hlutafjár í Skjá einum, auk þess sem Íslandsbanki hefur keypt um þrettán prósent í Íslenska sjón- varpsfélaginu í samvinnu við Sím- ann. - ghg ■ DÓMSMÁL „Já, ég er það. Þetta var ljúf lending eftir mjög gott flug. “ Björn Ólafsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum, fagnaði niðurstöðu Hæstaréttar í fyrradag. Sam- kvæmt henni heldur Björn jörð sinni óskiptri. SPURNING DAGSINS Björn, ertu kominn niður á jörðina? Iceland Express: Uppsagnir afturkallaðar KJARAMÁL Iceland Express hefur dregið til baka uppsagnir 34 flug- liða félagsins. Uppsagnirnar áttu að taka gildi um næstu mánaða- mót. Flugfreyjufélag Íslands og Iceland Express eiga nú í viðræð- um um nýjan kjarasamning fyrir flugfreyjur og flugþjóna félags- ins. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að viðræðunum hafi miðað vel og því hafi uppsagnirnar verið dregnar til baka. Ásdís Eva Hannesdóttir, for- maður Flugfreyjufélagsins, segir að flugliðunum sé mjög létt. Í kjölfarið verði betri gangur á kjaraviðræðunum. Nú sé komist hjá því að flugliðarnir verði ráðnir hjá bresku rekstrarfélagi eins og til stóð. - ghg Vesturlandsvegur: Harður árekstur SLYS Fjórir voru fluttir á sjúkra- hús í Reykjavík eftir harðan árekstur þriggja bíla við Blástein á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Fólkið sem í bílunum var er ekki talið alvarlega slasað. Fólkið sem flutt var á sjúkrahús var að sögn lögreglu allt í sama bíl. Einn bílanna kastaðist út af veginum við áreksturinn. Allir voru bílarnir illa farnir og flytja þurfti þá burt með krana. ■ KJARAMÁL Eftir að ljóst varð að kennarar voru ekki tilbúnir að ganga að tillögu ríkissáttasemjara í kjarabaráttu þeirra við sveitar- félögin íhugaði Kópavogsbær að ganga að kröfum Kennarasam- bandsins og semja sér við sína kennara. Hefði það þýtt um 15 þúsund króna hærri byrjunarlaun á mánuði í árslok 2007 en tillaga ríkissáttasemjara hljóðaði upp á, samkvæmt heimildum. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, kannast ekki við sérsamninga við kennara. Samningsumboðið hafi launa- nefndin og við það verði staðið: „Ég tel það mjög óklókt ef sveitarfélögin semja við kennara í sitt hvoru lagi,“ segir Gunnar. Ástæðuna segir hann þá að einhverjir yrðu hugsanlega óskynsamir og semdu um launa- hækkanir sem þeir réðu ekki við. Heimildir herma að kennarar bæjarins hafi leitað álits á því hver afstaða annarra kennara yrði klyfu þeir sig úr hópnum. Voru vangaveltur um hvort það kæmi illa við kennara minnstu sveitarfélaganna. Niðurstaðan hafi verið sú að sérsamningur gæti gefið fordæmi. - gag Talið að Kópavogsbær hafi ætlað að semja sér við kennara: Kannast ekki við sérsamninga KENNARAR VIÐ KARPHÚSIÐ Ekkert hefur gengið í samningaviðræðum í Karphúsinu. Kennarar Kópavogs leituðu eftir áliti um hvort þeir gætu samið sér við Kópavogsbæ. Þeir töldu bæjarstjórnina tilbúna að ganga að kröfum Kennarasambandsins. Formaður bæjarráðs segir það rangt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. NÝR STJÓRNARFORMAÐUR Síminn hefur náð ráðandi stöðu í Skjá ein- um og fer með rúm sextíu prósent hlutafjár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R VIÐ HÖFNINA Í HÚSAVÍK Rækjuveiði hefur verið hætt og skipin liggja við bryggju. VIÐ VESTURLANDSVEG Einn bílanna kastaðist út af veginum og skemmdist mikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Frambjóðandi: Hætti vegna sviðsskrekks BANDARÍKIN, AP Sviðsskrekkur varð til þess að frambjóðandi til þing- kosninga í Indíanafylki í Banda- ríkjunum yfirgaf skyndilega svið þar sem fara áttu fram kappræður síðasta fimmtudag. „Ég get þetta ekki. Ég bara get þetta ekki. Fyrirgefið þið,“ sagði Maria Parra, frambjóðandi demókrata, en hún er 48 ára gamall tryggingasali og nýgræð- ingur í stjórnmálum. Þar með lauk einu kappræðunum sem hún átti að taka þátt í, en í þeim átti hún að mæta frambjóðanda repúblikana, Mark Souder. Parra vonaðist til að kjósendur sýndu henni skilning. ■ FANGELSI FYRIR INNBROT Hér- aðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 24 ára gamlan Reykvíking í 5 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Í nóvemberlok árið 2002 braust maðurinn, í félagi við annan, inn í íbúð í Garðabæ með því að brjóta rúðu í svalahurð og stal verð- mætum sem metin voru á rúmar tvær milljónir króna. BARÐI OG STAL Þá var í gær 38 ára gamall maður dæmdur í tveg- gja mánaða fangelsi fyrir að berja konu í andlitið, þannig að hún hlaut af glóðarauga, og fyrir að hafa stolið frá henni skartgrip- um og tveimur úrum. Brotið átti sér stað á fimmtudagskvöldi í júní í fyrra. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni tæpar 30 þúsund krónur. MENNTAMÁLARÁÐHERRA SNÝR FRÁ KENNURUM Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gaf sig á tal við kennara á Akureyri sem voru ánægðir með tilsvör hennar um að kröfur kennara um 230 þúsund í laun væru ekki óhóflegar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S Ó LV EI G Z O PH AN ÍA SD Ó TT IR 02-03 22.10.2004 22:34 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.